Morgunblaðið - 09.02.1985, Side 21

Morgunblaðið - 09.02.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRtJAR 1985 21 5. I VI. kafla frumvarpsins er gert ráð fyrir því að iðnaðar- ráðherra setji reglugerð um greiðslu olíustyrkja og greiðslu styrkja til húseigenda til kaupa og breytinga á kyndibúnaði, svo að nýta megi hvers konar inn- lenda orkugjafa. f þessu frumvarpi eru mjög mikilvæg nýmæli til hagsbóta fyrir þá húseigendur, sem búa vð dýra orkugjafa. Nú þegar hefur dregist um of að koma endurbót- um frumvarpsins til fram- kvæmda. Á sama tíma og tekjur í dreif- býli hafa dregist stórlega saman vegna samdráttar í landbúnaði og sjávarútvegi er nauðsynlegt að knýja fram þau lagafrumvörp, sem leiða augljóslega til hagsbóta fyrir dreifbýlisbúa á hinum köldu svæðum, sem svo hafa verið nefnd. Þess er að vænta að þingmenn láti ekki dragast að afgreiða frum- varpið, þegar það kemur fyrir þingið á ný. Fjárfestum í sparnaði Svo sem að framan er getið hef- ur starf húshitunarnefndar SSVK einkum beinst að orkuverði en þó ekki síður aðgerðum til orku- sparnaðar í íbúðarhúsnæði og vil ég fara nokkrum orðum um það. Engum vafa er undirorpið, að stór hluti íbúðarhúsnæðis uppfyll- ir ekki þær kröfur sem bygg- ingarreglugerð gerir um einangr- un og frágang byggingarhluta. Með byggingarreglugerðinni sem gerð var 1979, voru hertar kröfur um einangrun húsnæðis. Á síðasta ári var gerð breyting á þeim hluta reglugerðar sem fjallar um einangrun. Kröfur voru hertar svo sem eðlilegt var. Húshitunarnefnd SSVK hefur haft forgöngu um að hvetja hús- eigendur til aðgerða í því skyni að draga úr orkunotkun. í þorpunum fjórum á Snæfells- nesi og í Búðardal var unnið skipulega að þessu verkefni. Bygg- ingarfulltrúar staðanna völdu úr þau hús, sem tekin voru til skoð- unar í fyrsta áfanga, og var leitast við að velja þau, sem allt benti til að þyrftu aðgerða við. Húseigend- um var veitt ráðgjöf um endur- bætur og veittar upplýsingar um þann sparnað sem mismunandi aðgerðir gæfu. f fyrrnefndu frumvarpi um jöfnun húshitunarkostnaðar er ákvæði um aðgerðir til orkusparn- aðar. Hvað sem líður öðrum verkefn- um má fullyrða, að aðgerðir til orkusparnaðar eru einhver mikil- vægustu verkefnin. Fjárfesting í sparnaðaraðgerð- um á þessu sviði skilar sér fljótt auk þess sem endurbætur á hús- næði tryggja verðgildi þeirra. Hagkvæm lán og styrki á því hiklaust að veita til þess að herða á aðgerðum. Sveitarfélögum og orkusölufyr- irtækjum ætti að fela átakið í þessum efnum fremur en að mið- stýra því frá ráðuneyti. Sveitarfé- lögin á Vesturlandi hafa sannað með framtaki sínu að orkusparn- aðarátakið er vel komið í þeirra höndum. Þess er að vænta að framhald geti orðið á þessu verk- efni og fjárfest verði í sparnaðar- aðgerðum. í þeim tilgangi að vekja athygli á mikilvægi þessa mála- flokks er þessi grein skrifuð. Sturla Bödrarsson er sveitarstjóri í Stykkishólmi. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Kristniboðssamkom- ur hjá KFUM og K FJÓRAR kristniboðssamkomur verða haldnar í húsi KFUM og KFIIK við Hverfisgötu í Hafnar- firði og hefst sú fyrsta þeirra sunnudaginn 10. febrúar kl. 20.30. Verða síðan samkomur á sama stað og tíma þrjú næstu kvöld. íslenskt kristniboð verður kynnt í máli og myndum, mikið sungið og fiuttar hugvekjur. Meðfylgjandi mynd cr frá Afríku þar sem íslenskir kristniboðar hafa starfað í rúm 30 ár og veitt margvíslega hjálp. Starfið er Oár- magnað með gjöfum. Á fyrstu samkomunni tala hjónin Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson sem starfað hafa á íslensku kristniboðs- stöðinni Cheparería í Kenýa, meðal Pókotmanna. Á mánu- dagskvöldið munu Kjartan Jónsson og Stína Gísladóttir sjá um efni samkomunnar ásamt söngflokknum „Sífa“. Nú starfa tvenn hjón á veg- um Kristniboðssambandsins i Eþíópíu og ein í Kenýu. Á sam- komunum í Hafnarfirði verður tekið á móti gjöfum til starfs- ins, en það er algjörlega borið uppi af frjálsum framlögum. Állir eru velkomnir á kristniboðssamkomurnar. F RAKKAR SEGJA ...að þegar maðurinn fari að gefa gaum að umhverfi sínu og þróa smekk sinn, þá sé grunnur lífshamingjunnar lagður. Aðlaðandi og þægileg hýbýli eru ramminn utan um líf hvers manns. Og til þessa ramma ber að vanda. Hurð skiptir máli; og veggklæðing, sólbekkur, eldhúsinn- rétting, eldavél, fataskápur. Og lika leikfimigrindin - vitanlega, þvf að á okkar tfmum hafa menn lært að hraustur líkami þarf sína umönnun; ekki síður en ________________sálin. Trúlega finnur þú eitt- hvað hjá okkur í TRÉ-X -BÚÐINNI til að betrum- bæta þitt umhverfi. Það fæst nefnilega fleira en þig grunar í TRÉ-x-bÚðinni VIÐ GETLJM VÍST EKKI SELT ÞÉR LÍFSHAMINGJUNA — en erum hinsvegar með hluti sem bj(KV.i hcnni heim TRÉ-X HUÐIN Ármúla 17 simar 84585/84461

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.