Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 Þroskarannsóknir í íslenskum skólum — eftir Margréti Þorvaldsdóttur Örar breytingar hafa orðið í þjóðfélaginu síðustu áratugina. í kjölfar þessara breytinga hafa komið fram vandamál sérstaklega meðal barna og unglinga. Mörg þessara vandamála eiga sér að- draganda, þó er sem þau komi að- standendum barna og fræðurum ætíð á óvart. Ástæðan fyrir því er án efa sú, að oft skortir þekkingu á hvað veldur. Ein leið sem farin er í leit orsakavalda eru kannanir á þroskaferli barna. Þær hafa oft getað gefið vísbendingu um ör- lagaríkar hindranir og áhrif sem börn verða fyrir á mótunarskeiði sínu. Slíkar kannanir eru fram- kvæmdar víða erlendis með mjög jákvæðum árangri. Hér á landi hafa rannsóknir á þroskaferli íslenskra barna verið í gangi frá árinu 1976 eða í tæp 9 ár. Þær hafa verið framkvæmdar á vegum Max Planch-vísindastofn- unarinnar undir stjórn dr. Wolf- gangs Edelsteins í samvinnu við Pélagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Einnig hafa prófessorarnir Sigurjón Björnsson og Guðný Guðbjörnsdóttir tekið þátt í rann- sókninni. Athyglisverðar upplýs- ingar hafa nú þegar komið fram í rannsókninni og er nauðsynlegt að þær fái umræðu í þjóðfélaginu. Rannsóknir þessar eru að vissu leyti framhald af rannsóknum próf. Sigurjóns Björnssonar á börnum í Reykjavík á sjöunda áratugnum. Niðurstöður þeirra rannsókna birtust í bókinni „Börn í Reykjavík". f þeirri rannsókn kom m.a. fram, að börn skiptust í nokkuð afmarkaða hópa eftir starfsstétt foreldra, hvað greind- arstig, námsárangur og ýmis per- sónueinkenni snertir. Vakti sú niðurstaða spurningu um það og að hvaða leyti vitsmunaþroski ein- staklings mótist af félagslegum aðstæðum, en í þroskarannsókn- inni er meðal annars leitað svara við þeirri spurningu. f niðurstöð- um sem þegar eru fengnar, kemur fram að sterk fylgni er á mati kennara á getu nemenda til náms, álitsmati sem hann gefur á fyrstu dögum skólans og námsárangri nemenda í 12 ára bekk — þó þeir hafi allir skipt um kennara, og sumir oft — eða farið í annan skóla i þessu 6 ára tímabili. Þessi niðurstaða vekur spurn- ingu um það, að hve miklu leyti skólinn stuðlar að getu þeirra barna sem ekki koma með hana úr föðurhúsum. Þroskarannsóknin er m.a. hönnuð til að leita svara við þessari mikilvægu hagnýtu spurn- ingu, sagði dr. Wolfgang í viðtali er rætt var við hann um þroska- rannsóknir í íslenskum skólum. Dr. Wolfgang var fyrst spuróur um hagnýtt gildi þroskarannsókna. „Þroskarannsóknir eru fyrst og fremst gerðar sem grunnrann- sóknir, vegna fræðigildis slíkra rannsókna. Lýsing á þroskaferli er enn furðu ónákvæm og gætir jafn- vel mótsagna í ýmsum grundvall- aratriðum. Kemur þar til meðal annars, að langtímarannsóknir eru fátíðar, enda dýrar og fyrir- ferðarmiklar, og eru þá oftast örfá einkenni könnuð. Þessi rannsókn sem nær yfir öll grunnskólaárin er sennilega eins- dæmi. f henni er tekin fyrir kerf- isbundin kortlagning á þroskaferl- inum sem tekur til vitsmunasviðs, samskipta- eða félagsþroska og persónuleikans, svo og tengslanna á milli þeirra. Loks er ætlunin að bera saman þroskaleiðir ólíkra hópa. Samt geta slíkar rannsóknir verið gagnlegar og hagnýtar. Klín- iskt mat á þroskaferlinum svo og margháttuð ráðgjöf til foreldra barna og ekki síst til kennara, er háð því að menn viti um eðlilegar þroskabrautir barna. Markviss þroskahjálp er nauðsynleg á miklu fleiri sviðum en þar sem erfiðleik- ar eru fyrir hendi. Rannsóknir eins og þær sem við fáumst við, eiga að koma skólanum að gagni. Samkvæmt lögum á grunnskólinn að vinna að þroska einstaklings. Hugmyndir um þetta eru á reiki og oft næsta óljósar. Við vonumst til að vita betur um þroskabundn- ar forsendur námsárangurs — um tengsl á milli náms og þroska og hlut skólans í þroskanum, og um þroskaerfiðleika sumra barna, þegar rannsókninni lýkur.“ Hver voru tildrög þroskarann- sóknarinnar? „Þroskarannsóknin hófst árið 1976 eða fyrir 9 árum. f henni tóku þátt 186 börn, úr Reykjavík og þremur byggðarlögum úti á landi; úr sveit, frá fiskiþorpi, og frá þjónustu bæjarfélagi. Rannsóknin hófst þegar börnin voru 7 ára, henni var haldið áfram þegar börnin voru 8 og 9 ára, síðan er þau voru 12 ára og að síðustu nú er þau eru 15 ára. Gagnasöfnun er nú á lokastigi. Rannsókn á einstaklingum var skipt í þrjú megin svið. Þau eru: ViLsmunaþroski, eða hæfileiki til að hugsa skipulega. Samskiptaþroski. eða hæfileikinn til að setja sig í annarra spor, skilja sjónarhorn annarra og leggja siðferðilegt mat á ýmis mannleg vandamál. Tilfinninga og persónuþroski, sem lýsir ýmsum skapgerðareigin- leikum barnanna og aldurs- bundnum breytingum á þeim. Hvernig eru þessir þættir þrosk- ans skilgreindir og metnir? „Við erum að reyna að skilja sambandið milli þessara þátta í þroskanum," sagði dr. Wolfgang, „og þá ekki síst hvort ákveðið þroskastig t.d. rökþroski sé for- senda framfara á öllum sviðum. Til dæmis hafa verið settar fram fræðilegar tilgátur um það, að ákveðið stig vitsmunaþroskans sé nauðsynleg forsenda þess að geta sett sig í spor annarra og tekið sjónarhorn þeirra, og sé það for- senda þess að geta lagt óeigin- gjarnt siðgæðismat á mannlegar gjörðir. Á hinn bóginn eru uppi margháttaðar tilgátur um áhrif tilfinningalegs misvægis, t.d. sterks kvíða á rökferlið. Upplýsingar sem við höfum safnað, gera okkur kleift að kanna hvernig þessu er farið 1 raun, hvort tilgátan stenst — hvort um víxláhrif er að ræða, hvort reynsla, uppeldi eða umhverfi skiptir máli — og hvernig þá og þar fram eftir götunum. Af því má ráða, hvort hægt er að hafa vísvitandi áhrif á þroska- ferlið t.d. með hnitmiðaðri kennslu, eða með námsskipan sem vekur spurningar hjá börnum og hvetur þau í leit að svörum. Eins og menn vita, þá er þetta talsvert deiluefni meðai fullorð- inna. Það eru staðhæfingar um gildi staðreyndanáms annars veg- ar og leitarnáms hins vegar." Geta foreldrar og kennarar örvað þroskann — og þá hvernig? „Þroskasálfræðingurinn Piaget telur að börn þurfi að reka sig á veruleikann og mótsagnir hans til að taka framförum vitsmunalega. Þegar þau reyni að koma skipu- legu formi á reynsluna og greiða úr flækjunni neyðast þau til að hverfa frá sjálfhverfu (sérhyggju) sjónarhorni sínu og læri að taka tillit til annarra sjónarhorna — og að samanburðurinn muni leiða til réttari myndar af raunveru- leikanum. Ef þessi tilgáta stenst er hægt að hlúa að þroska með námsskip- an og kennsluaðferðum. Raunar vitum við að árangursríkt nám fer fram á þennan hátt að hluta. Þeir sem vilja hverfa aftur til hefð- bundinnar námsskipunar („stað- reyndanáms") virðast ekki gera sér grein fyrir þeim rökum sem mæla með virku leitarnámi, sem menn vilja kalla fúsk og leiki. Tök- um dæmi af skák: Menn læra að tefla og ná færni í skák með því að ávinna sér reynslu af leiknum jafnframt því að iæra að taka sjónarhorn sífellt til greina." Undanfarin ár hefur sú stefna ríkt hér, að börn skuli koma í forskóla án þess að þekkja stafina eða kunna að lesa. Því hefur verið haldið fram, BIBLÍDDAGIJR1985 Á ÁRIÆSKINMAR Sunnudagur 10. Febrúar Við guðsþjónustur í kirkjum landsins — svo og á kvöldsamkomum kristilegu félaganna og og safnaðanna — verður að venju á Biblíudag- inn tekið á móti gjöfum og framlögum til starfs Hins ísl. Biblíufélags heima og erlendis á vegum Sameinuðu Biblíufélaganna (United Bible Societies), sem HÍB hefur átt aðild að í ein 40 ár. í kirkjum þar sem ekki verður messað á Biblíudaginn verður gjöfum til HÍB veitt við- taka á næsta guðsþjónustudegi. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barnasamkoma i kirkjunni ki. 10.30. Sr. Agnes M. Siguröar- dóttir. Sunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Hjalti Guömundsson. Messa kl. 2.00 og vænzt er þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra. Börnin flytja bænir og ritningartexta. Sr. Þórir Steph- ensen. Dómkórinn syngur, org- anleikari Marteinn H. Friöriks- son. ÁRBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma i safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guös- þjónusta í safnaðarheimilinu kl. 2.00. Organleikari Smári Ólason. Tekiö á móti gjöfum til Hins ísl. biblíufélags. Kirkjukaffi á vegum kvenfélags Árbæjarsóknar eftir messu. Miövikudagur, fyrir- bænastund í safnaðarheimilinu kl. 10.30. Sr. Guömundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 2.00. Sr. Þórsteinn Ragnarsson prédikar. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00 i Breiöholts- skóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÚST AÐAKIRK JA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. Guös- þjónusta kl. 14.00. Organleikari Guöni Þ. Guðmundsson. Aöal- fundur Kvenfélags Bústaðakirkju mánudagskvöld kl. 20.30. Æsku- lýösfundur þriöjudagskvöld kl. 20.00. Félagsstarf aldraöra miö- vikudag kl. 2—5. Sr. Ólafur Skúlason. DIGR ANESPREST AK ALL: Barnasamkoma í safnaöarheimil- inu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Biblíulestur í safnaöar- heimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: GuöS- þjónusta kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Laugardag: Barnasam- koma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag: Barnasam- koma í Fellaskóla kl. 11.00. Guö- sþjónusta í Menningarmiðstöö- inni viö Geröuberg kl. 14.00. Sr. Kristján Búason prédikar. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Guöspjallaiö í myndum. Barna- sálmar og smábarnasöngvar. Af- mælisbörn boöin sérstaklega velkomin. Sunnudagspóstur handa börnunum. Framhalds- saga. Viö hljóöfæriö Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Messa með alt- arisgöngu kl. 14.00. Tekiö á móti gjöfum til Biblíufélagsins. Organ- leikari Árni Arinbjarnarson. Aöal- fundur Kvenfélags Grens- ássóknar mánudagskvöld kl. 20.30. Æskulýösstarf föstudag milli kl. 5 og 7. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag 9. febr. kl. 10.00, samvera ferm- ingarbarna. Félagsvist kl. 3.00. Sunnudag: Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. Kjartan Jónsson kristniboöi préd. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa kl. 2.00 fyrir heyrnarskerta og aöstandendur þeirra. Sr. Miyakó Þóröarson. Kvöldmessa kl. 5.00. ihugun, altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjudag, fyrir- bænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Fimmtudag, 14. febrúar, opiö hús fyrir aldr- aöa kl. 14.30. LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörns- son. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 2.00. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur — sögur — leikir. Guös- þjónusta kl. 14.00. Prédikun Ei- ríkur Stefánsson kennari. Organ- leikari Jón Stefánsson. Kl. 15.00 fundur um húsnæöismál aldr- aöra í sókninni. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Biblíudagurinn. Mar- grét Hróbjartsdóttir safnaðar- systir prédikar. Sigríöur Maria Guöjónsdóttir syngur einsöng. Mánud. 11. febr. fundur fyrir for- eldra og forráöamenn ferming- arbarnanna kl. 20.00 í nýja safn- aöarheimilinu. Þriðjud. bæna- guösþjónusta kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraöra kl. 16.00. Þorrahátíö. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Karvel Pálmason flytja gamanmál viö undirleik Siguröar Jónssonar tannlæknis. Frú Hrefna Tynes stjórnar sam- kvæmisleikjum. Fjöldasöngur. Reynir Jónasson leikur gömlu góöu lögin á harmonikku. Mat- argestir eru beönir aö tilkynna þátttöku sina í síma 16783 milli kl. 11 og 12 í dag, laugardag. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnu- dag: Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánudag: Æskulýösstarf kl. 20.00. Miöviku- dag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtu- dag: Biblíulestur kl. 20.00. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguösþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guös- þjónusta Ölduselsskóla kl. 14.00. Ólafur Jóhannsson skólaprestur prédikar. Æskulýðskór KFUM og K syngur. Þriöjudag 12. febr., fundur i Æskulýösfélaginu Sela, Tindaseii 3 kl. 20.30. Aðalfundur. Fimmtudag 14. febr. fyrirbæna- samvera Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma í sal Tónlistar- skólans kl. 11.00. Sóknarnefnd- in. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. HVÍT ASUNNUKIRK JAN FiTa- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumaður herra biskup Pétur Sigurgeirsson. Fórn til Biblíufé- lagsins. KIRKJA Óháöa safnaöarins: Messa kl. 14. Sr. Baldur Krist- jánsson. KFUM ft KFUK, Amtmannsstíg, 2b: Almenn samkoma kl. 20.30. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup talar. Ingibjörg og Arild syngja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.