Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 • • Oldungadeildarþing- maður og Frakki með geimskutlu 3. mars ('ayc Canaveral, Florída, 8. febrúar. AP. NÆ8TA Dug bandarískrar geim- skutlu er á dagskrá 3. mars nk„ 11 dögum seinna en áætlaö var. Stafar seinkunin af erfiðleikum vegna líraingar einangrunarflísa, sem verja skutluna fyrir hita, að því er Bandaríska geimferðastofnunin til- kynnti í gær. 1 sjö manna áhöfn skutlunnar að þessu sinni verða m.a. banda- riskur öldungadeildarþingmaður, Jake Garn, repúblikani frá Utah, og fyrsti franski geimfarinn, Patrick Baudry. Carrington í Danmörku kaupmannahöín, 8. febrúar. AP: CARRINGTON lávarður hvatti Dani til þess að auka herútgjöld í dag í lok heimsóknar sinnar til Kau pmannahaf nar. Hann sagði að loknum viðræð- um við Poul Schluter forsætis- ráðherra og aðra danska ráð- herra: „Ég hef ekki gagnrýnt upphæð herútgjaldanna. Ég hvatti þá aðeins til að eyða meiru.“ Carrington ætlar að heim- sækja öll 16 aðildarlönd Atl- antshafsbandalagsins til þess „kynnast hugmyndum og vanda- málum hinna einstöku ríkja“. Aðspurður hvort Atlantshafs- bandalagið hefði áhyggjur af þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Nýja Sjálands að neita að leyfa kjarnorkuknúnum skipum eða skipum búnum kjarnorkuvopn- Veður Lagst Akureyri Amsterdam +1 Aþena 6 Barcelona Bertín +8 BrOssei Chicago Oublin Feneyjar Frankfurt Gent Helsínki Hong Kong Jerúsalem Kaupm.hotn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Lúxemborg +19 4 +23 16 5 +9 13 3 6 21 +22 +18 +5 +20 4 +5 Mallorka Miami Montreal Moskva New York Osió París Peking Reykjavík Rio de Janeiro 17 Rðmaborg 9 Stokkhólmur +16 Sydney 16 Tófcýó 7 Vínarborg 1 Þórshötn Haest +6 2 17 16 +3 +7 5 5 4 7 +15 18 13 +« 15 4 19 +1 17 18 29 +15 +11 +1 +6 8 5 1 32 16 +5 22 10 9 3 skýjað skýjað hetöskírt lóttsk. skýjað heiðskírt hetóskírt rigning atskýjað skýjað skýjað heiðskírt rigning akýjað heiðskírt vantar rigning alskýjað skýjað skýjað skýjað skýjað skýjað skýjað heiðskirt skýjað snjðk. skýjað skýjað i-:x-i.L+ fwKiflCnt heiðskirt skýjað skýjað skýjað O' INNLENT KIM FAGNAÐ Símamynd/AP Lee Min-woo, formaður Nýja lýðræðisflokksins í Kóreu, flutti litla tölu í flugstöðinni í Seoul þegar hann beið þar ásamt mörgu fólki öðru eftir komu andófsmannsins Kim Dae-jung, sem verið hefur í útlegð í Bandaríkjun- um. Stuðningsmenn Kim sáu hann þó ekki í þetta sinn því að öryggisverðir fluttu hann strax á brott í bifreið til að engin hætta væri á að einhverjir öfgamenn gætu sýnt honum banatilræði. Grænlensk syrpa: Vísindarannsóknir og lækkun á vöruverði Carrington lávarður um að koma til ný-sjálenzkra hafna sagði Carrington: „Það er nóg mig fyrir mig að hafa áhyggjur af vandamálum 16 NATO-landa og skipti ég mér því ekki af vandamálum annarra." Kaupmannahöfn, 8. febrúar. Frá NJ. Bruun, GrænlandsfrétUriUra Mbl. SEX danskir vísindamenn ætla nú í sumar að rannsaka 85 milljón ára gamla steingervinga í Norð- austur-Grænlandi, suðvestur af Pearylandi, og ákaflega merkilega jurt, sem þar vex. Steingervingarnir eru svokall- aðir ammónítar eða ammonshorn, útdauð sælindýr af kolkrabbakyni, sem varðveist hafa í kalksteins- lögum. Þar sem þeir finnast var land áfast Svalbarða fyrir 50—75 milljónum ára. Jurtin, sem vís- indamennirnir ætla að skoða, er furðuleg að því leyti, að hún getur ýtt undir eigin vöxt með því að Bretar vilja við fulltrúa Ixoadon, 8. ífbrMr. AP. BRETAR buðust til þess í dag að ræða við Líbýumenn til að bæta sambúð þjóðanna í framhaldi af því að þeir hafa sleppt brezkum gíslum. Sir Geoffrey Howe utanríkis- ráðherra sagði í skriflegri yfirlýs- ingu í Neðri málstofunni að slíkar viðræður gætu farið fram fyrir milligöngu ftala. Hins vegar sagði hann að ekki stæði til „í fyrir- sjáanlegri framtíð" að taka aftur upp stjórnmálasamband við Líb- ýu. Richard Luce aðstoðarutanrík- isráðherra sagði í sjónvarpsviðtali að nú væri það undir Líbýu- mönnum komið hvort þeir vildu sýna að þeir hefðu áhuga á eðli- legum samskiptum siðaðra ríkja. í yfirlýsingu Howes var ekki vikið að þeirri staðhæfingu Mo- ammar Khadafys Líbýuleiðtoga að hann gerði ráð fyrir því að Bretar mundu senda líbýska and- ófsmenn, sem búa í útlegð í Bret- landi, heim til Líbýu. Fjórir Bretar, sem Líbýumenn hafa látið lausa, komu heim í gærkvöldi, níu mánuðum eftir að þeir voru teknir í gíslingu. Með ræða Líbýu þeim var Terry Waite, sendimaður erkibiskupsins af Kantaraborg, Roberts Runcie, sem samdi við Khadafy um að gislarnir yrðu látnir lausir. í Manchester er mikill við- búnaður vegna réttarhalda gegn fjórum Líbýumönnum, sem eru ákærðir fyrir sprengjuárásir á andstæðinga Khadafys, sem þar búa, í mars í fyrra. Bretar slitu stjórnmálasam- bandi við Líbýu þegar lögreglu- kona var skotin til bana úr sendi- ráði Líbýu í Lundúnum í apríl. framleiða hita fyrir þá plöntu- hluta, sem eru í vexti. Motzfeldt heiöursdoktor Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnarinnar, verður í maí nk. kjörinn heiðursdoktor í stjórn- málavísindum við háskólann í Al- aska að sögn Grönlandsposten. Titilinn fær hann fyrir starf sitt sem samningamaðúr og ráðgjafi og sem fyrsti leiðtogi grænlensku heimastjórnarinnar. Komnir úr EB Grænlendingar eru nú formlega lausir úr Evrópubandalaginu og eru fyrstu áhrifin verðlækkun á ýmsum daglegum nauðsynjum. Geta þeir nú keypt vörurnar á heimsmarkaðsverði og þurfa ekki lengur að lúta þeim prísum, sem EB ákveður. Allar mjólkurafurðir hafa lækkað í verði og einnig hveiti, sykur og kaffi. Mjólkurlítr- inn kostar nú fimm kr. danskar, 250 gr. af smjöri kr. 8,50 og ostur- inn kostar nú 32 kr. kílóið. Kjöt hefur líka lækkað í raun en það kemur ekki fram hjá neytendum vegna þess, að landsstjórnin lagði á það toll til að vernda innlenda framleiðslu selkjöts, hvalkjöts, lambakjöts og fugla. Bandaríkin: Lungnakrabbi brátt tíð- ast krabbameina í konum 38.600 konur deyja úr sjúkdómnum á þessu ári New Yorfc, 8. Tebrfcar. AP. Lungnakrabbi mun ó þessu ári verða flestum bandarískum kon- um að aldurtila af öllum tegundum krabbameins. Ríkisstjórnin ætti að hjálpa til við að hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms með því að herða á reglum um tóbaksauglýsingar, sem ætlað er að hafa áhrif á konur og unglinga, að því er talsmaður bandariska krabbameinsfélagsins sagði í gær, fimmtudag. „Við höfum vitað það um nokkurt skeið, að reykingavenj- ur kvenna mundu hugsanlega leiða til aukinnar dánartíðni meðal þeirra af völdum lungna- krabba,“ sagði dr. Robert J. McKenna, forseti krabbameins- félagsins, á fréttamannafundi. Samkvæmt spá félagsins munu 38.600 konur látast úr lungnakrabbameini á þessu ári, um 200 fleiri en úr brjóstkrabba. Lungnakrabbi leggur einnig langtum fleiri karla að velli en nokkurt annað krabbamein, að sögn McKenna. „Konur, sem um þessar mund- ir verða lungnakrabba að bráð, eru flestar hverjar í hópi þeirra sem hófu reykingar upp úr seinni heimsstyrjöldinni," sagði McKenna. Að minnsta kosti 75% lungnakrabbatilfellanna má rekja beint til reykinga, þannig að u.þ.b. 29.000 kvennanna, sem deyja munu á þessu ári af völd- um lungnakrabbameins, „hafa sjálfar valdið mestu um hvernig fer,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.