Morgunblaðið - 09.02.1985, Page 28

Morgunblaðið - 09.02.1985, Page 28
28 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 ptofigtiiiiribtftft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guómundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 25 kr. eintakiö. Skattakröfur A-flokka og húsnæðismál Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag, sem eru ríkis- forsjárflokkar, heyja nú harða yfirboðs-rimmu í skattakröfum. Má ekki á milli sjá, hvor lengra vill ganga í tæmingu launa- umslaga og eignaupptöku í rík- issjóð. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vék í þing- ræðu á dögunum að eigna- skattshugmyndum Jóns Bald- vins Hannibalssonar, nýkjörins formanns Alþýðuflokksins. I gagnrýni hans komu eftirtalin efnisatriði fram: • Eignaskattshækkun, sem Al- þýðuflokkurinn knýr á um, myndi ná til flestra fjölskyldna í landinu, sem greiða eignaskatt í dag. • Ef hækkunin ætti að koma jafn niður á alla þyrfti að hækka skattinn um allt að 300%, þ.e. hann þyrfti að verða nálega 3% af skattstofni. • Fjöldskylda, sem á húsnæði og bíl, sem nær samtals 3,5 m.kr. í mati, greiðir í dag fimm- tán þúsund í eignaskatt, en greiddi, eftir slíka hækkun, fjörutíu og fimm þúsund. • Skattheimta af þessu tagi myndi og bitna þungt á fyrir- tækjum, sem búa að mikilli fjárfestingu í hlutfalli af veltu, eins og útgerð, fiskvinnslu, iðn- aði og landbúnaði, sem standa hvað verst að vígi rekstrarlega, en hafa þó mest gildi fyrir at- vinnuöryggi í landinu. Þorsteinn Pálsson sagði í til- vitnaðri þingræðu að framlög ríkisis til húsnæðismála verði tvöfölduð á þessu ári. Ná þurfi því marki sem fyrst, sem að er stefnt, að heildarlán til fyrstu eignaríbúðar verði 80%, enda miðist sú lánafyrirgreiðsla við hófsemdarmörk í stærð hús- næðis. í því efni verði að huga að samtengingu og samátaki húsnæðislánakerfis og lífeyr- issjóða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur höfuðáherzlu á það, að sögn Þorsteins Pálssonar, að gera öllum kleift að eignast eigin íbúð. Eign handa öllum er kjör- orð, sem flokkurinn hefur sett sér að gera að veruleika, þ.e. að skapa þjóðfélagsleg skilyrði fyrir. Önnur framkvæmdaform á vettvangi íbúðabygginga, svo sem bygging leiguíbúða, eiga hinsvegar að sitja við sama borð, að því er varðar lánsfjár- fyrirgreiðslu og lánakjör, og hver fjölskylda eða einstakling- ur á að eiga val á mismunandi leiðum í þessu efni sem öðru. Hver og einn á að ráða eigin lífsstíl innan ramma eðlilegra samfélagslaga. Flokkurinn er hinsvegar andvígur verulegri mismunun eins byggingarforms á kostnað annars. Innlendur sparnaður, sem er allt of lítill frá þjóðhagslegu sjónarmiði, er nær allur bund- inn í lífeyrissjóðum starfsstétta eða hjá almenningi. Útlánin eru hinsvegar nær öll hjá atvinnu- rekstrinum. Það er því mikil- vægt, fyrst og fremst fyrir hinn almenna þegn, að sparnaðurinn í þjóðfélaginu, m.a. sá sem er geymdur ellilífeyrir vinnandi fólks, rýrni ekki í vörzlu fjár- magnsstofnana, t.d. vegna verð- bólgu, heldur njóti eðlilegrar ávöxtunar. Hinsvegar hefur nú kreppt svo að húsbyggendum, vegna aðstæðna á lánamarkaði, að óhjákvæmilegt er að huga sér- staklega að þeirra málum. Þeir, sem nú eiga í hvað mestum erf- iðleikum vegna greiðslu hús- næðislána, verða að fá sérstaka tímabundna, sanngirnis-fyrir- greiðslu. Svona tala ekki flokks- formenn Jón Baldvin Hannibalsson lætur hafa eftir sér í DV að hann muni víkja Jóhannesi Nordal, Seðlabankastjóra, úr starfi, verði hann bankamála- ráðherra. í sögulegu ljósi er sérkennilegt að sjá slíka yfir- lýsingu frá formanni Alþýðu- flokksins. Auðvitað er dr. Jó- hannes Nordal ekki hafinn yfir gagnrýni enn að honum sé vegið með þessum hætti af forystu- manni í stjórnmálum, sem hef- ur bæði Alþingi og stjórn Seðla- bankans til aðhalds, er ósann- gjarnt, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Töluð orð eru eitt af því sem ekki verður tekið aftur. Þess- vegna verða menn, ekki sízt þeir sem veljast til forystu í stjórn- málaflokkum, að vera ábyrgir orða sinna. Spurning tilNT Þau eru mörg ómagaorðin sem skotið hafa upp kolli í stjórnmáladálkum NT í seinni tíð. I forystugrein NT í gær er því haldið fram, að sjálfsögðu án þess að fir.na staðhæfing- unni stað, að Morgunblaðið hafi verið með „kommúnistaásakan- ir“ í garð dr. Gunnars Krist- jánssonar, sóknarprest. Hér með er skorað á leiðara- höfund NT að nefna dæmi full- yrðingu sinni til staðfestingar, en standa ella ómerkur orða i éfeftttti i 11 otfiiitöiia f > i f mm ÉQaig&ö máfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 274. þáttur Friðrik Einarsson í Reykja- vík skrifar mér svofellt bréf: „Kæri Gísli. Þakka þér fyrir þættina þína um íslenskt mál, sem ég les ávalt mér til mikillar ánægju, og alltaf næst á eftir Sigmund. Mig hefir stundum langað til að senda þér línu, en hefi verið of feiminn. En það er orðið biskupseista. Faðir minn notaði þetta orð (á Hafranesi við Reyðarfjörð). Hann notaði það um vöðva þann, sem á latínu heitir bi- ceps: tvíhöfði, framan á upp- handlegg, lærtvíhöfði, aftan á læri. Ég spurði pabba því mið- ur aldrei af hverju hann héldi að nafnið væri til komið. Bezt gæti ég trúað að hann hefði kunnað á því einhverja skýr- ingu. Á vöðvamiklum karlmanni gæti lögun vöðvans minnt á eista, vel gildur um miðju og mjókkar til enda. Þetta á við um upphandlegginn. Á læri manns er hann lengri og mjórri. Á kind er hann stuttur og gildur á læri. Kanski er þetta tóm vit- leysa, en gæti hugsast að nafn- ið væri þó á einn eða annan hátt leitt af orðinu biceps? Með beztu kveðju." Bestu þakkir færi ég Frið- riki Einarssyni fyrir þetta bréf, svo fróðlegt sem það er. Vera má að tilgátan í lok bréfsins þyki ekki árennileg við fyrstu kynni, en mér þykir hún áleitin. En næstur tekur til máls Kristján Jónsson frá Snorrastöðum, staddur á dval- arheimili aldraðra í Borgar- nesi: „Heill sé þér Gísli. Þegar ég næ í Morgunblaðið á laugardögum les ég ævinlega fyrst þátt þinn um íslenskt mál. Hinn 15. des. sl. birtir þú skörulegt bréf frá einhverjum Skúla Magnússyni og gefur svo sjálfur orðið laust. Mig langar til að leggja þar orð í belg þó ég viti ekki nema sá belgur sé þegar „troðinn, skekinn og fleytifullur", því mér auðnast svo sjaldan að koma höndum og augum yfir þetta blað. Víðsfjarri er að ég sé það myrksýnn að trúa því að ís- lensk tunga verði týnd og tröll- um gefin að liðnum fimmtíu árum ef svo fer fram sem nú stefnir. Þar þarf meira til en nokkrar beygingarvillur og bögumæli. Eg tek það fram að mínar athuganir byggjast ekki á málfræðiþekkingu heldur á orðafarsvenjum í minum upp- vexti. Ég læt hjá líða að ræða orsakir þær sem hann telur upp til glötunar tungunni, þó þær séu markvissar sumar, en teygjanlegt umræðuefni yrði það. Ég vil aðeins minnast á þær málfarsvillur sem Skúli tekur upp. Hann nefnir það sem villu að fréttamaður greinir svo frá að einhver hafi heimsótt páfa. Ekki kann ég að útlista það en ég get ómögulega skilið annað en hér sé rétt sagt frá, sam- í í i i.tI. kvæmt þeirri málvenju sem ég ólst upp við, og hún var ekki úr ensku komin. Auðvitað er ekk- ert við það að athuga að segja að einhver hafi gengið fyrir páfa, eins og greinarhöfundur bendir á, en hártoga má það og spyrja: Var páfi kominn eitthvað afleiðis svo ganga þyrfti fyrir hann til að koma honum á rétta götu. Raunar er talað um að hlaupa fyrir þegar skepna þýtur út af leið, en gera má ráð fyrir að páfi hafi labb- að hægt svo duga myndi að ganga. Ég er sammála Skúla um hina hremmilegu orðafæð, en það er ekki nýtt umræðuefni. Eflaust er liðin hálf öld síðan ég heyrði talað um frú í Reykjavík sem ekki notaði nema 20 orð í málinu og talaði þó ekki erlend mál. Auðvitað var þetta útúrsnúningur og öfgar, en umræða var þó til um þetta þá. Nú tölusetur greinarhöfund- ur aðfinnslur sínar og fer ég eftir þeirri röð. 1. Sammála er ég andúðinni á orðunum „fyrir mína hönd“ í dánartilkynningum og ótrú- legt annað en hægt sé að orða það öðruvísi. 2. Ekki er ánægjulegt að sjá það í minningargreinum að hinn látni hafi kvænst „eftir- lifandi" eiginkonu sinni. Samt er þetta nú hártogun að telja greint svo frá með þessum orð- um að hlutaðeigandi hafi verið látinn þegar hann kvæntist, því þá er rætt um hann sem lifandi mann. En leiðinlegt er þetta og óþarft og ekki komist svo að orði í góðum dánar- minningum. 3. Ég kann ekki ensku og get ekkert um þetta sagt. 4. „Að líta við“ merkir auðvit- að að líta um öxl, eins og greinarhöfundur segir, og sáralítið hef ég heyrt þetta sagt í kringum mig, en ég kannast við það í merkingunni að ætla að koma við og þykir það ekki ljótt. Vil ég því ekki fordæma það heiftarlega. 5. „Að detta til hugar“ er auð- vitað hrein og bein ambaga. Mér finnst það alltaf hljóma sem mismæli þegar ég heyri það sagt í stað „að detta í hug“ eða „koma til hugar", sem er þó sárasjaldan. 6. Sammála er ég greinarhöf- undi í því að ekki sé hægt „að tefla á tæpasta vað“. Mögu- legra væri að „tefla vió tæp- asta vað“, þó ég sé ekki að halda því fram sem hárréttri samlíkingu. 7. Hér er minnst á villu sem ég held að sé töluvert algeng, sem sé að tala um „að fara á vonarvöl" í merkingunni „að fara á vergang". Er þetta því tímabær og réttmæt ábending. 8. Greinarhöfundur spyr: Hvað er atvinnutækifæri ann- að en starf? Rétt spyr hann, og orðið er langt og leiðinlegt, en sennilega á það að greina frá því að starfið gefi möguleika til lífsafkomu. Raunar leiðir það oftast af sjálfu sér í sæmi- legu þjóðfélagi svo orðið er óþarft. 9. „Eitthvað tókst að vinna bug á „mannárinu". Þetta hef ég aldrei heyrt og kann því engin skil á því. Eg hef bara heyrt talað um að vinna bug á erfiðleikum. 10. Greinarhöfundi líkar ekki orðið áhafnarmeölimur, þar sem við ætti skipverji og tekur hann upp nokkur dæmi um það óþurftarorð. Lifandis ósköp er ég sammála honum. Orðið „meðlimur" ætti helst ekki að sjást í nokkru riti né heyrast í ræðu og er hægt að koma öllu til skila án þess. Annars er þetta ekki nýtt af nálinni. 11. Starfsmaður er kallaður starfskraftur, segir greinarhöf- undur og líkar honum sýnilega ekki vel, lái ég honum það ekki. En er það ekki einskonar lífs- nauðsyn sökum jafnréttislag- anna? Ekki er leyfilegt að auglýsa eftir karli eða konu í sama starf, og samheitið verð- ur starfskraftur — leiðinlegt orð. 12. Ekki er ég sammála grein- arhöfundi um það að fræóingur merki endilega fræðimaður. Mér skilst að orðið lögfræðing- ur og guðfræðingur sé viður- kenning þess að hlutaðeigandi hafi tekið próf í greininni sem gefi honum rétt til embættis þess sem henni tilheyrir, en alls ekki yfirlýsing um það að hann hafi brotið til mergjar alla leyndardóma þeirra fræða. Það gerir fræðimaður- inn svo langt sem hann kemst. Efalaust er æði langt milli fræðimennsku lögfræðings sem skríður á prófi á annarri einkunn lakari og þess sem fær fyrstu ágætiseinkunn, en báðir heita þeir lögfræðingar og báðir hafa þeir, svo að segja, sama rétt til þess emb- ættis sem tilheyrir prófinu. Meira að segja getur sá próf- lægri reynst allvel. Hjúkrunar- fræðingur er hörmulegt orð, en ekki á þeim grundvelli sem greinarhöfundur, Skúli Magn- ússon, lýsir. Ég hef nú legið sáralitið á sjúkrahúsum, þó það mikið að mér var það harmsefni að mega ekki kalla þær liknardísir, sem þar svifu um sjúkrastofur og ganga, konur. Og ég leyni því ekki að sá ótti sækir ekki lítið á mig að þar komi að eitt hið fegursta orð íslenskrar tungu — Ijós- móðir — verði lagt niður, og starfið nefnt „fæðingarað- stoðartæknifræðingur" eða eitthvað í þá áttina. 13. Af og frá er að ég viður- kenni það að hafa týnt merkingu orðsins fræðingur eða fræðimaður þó ég samþykki ekki skilgreiningu Skúla á þeim orðum, og þó ég hafi mjög takmarkað notið skóla- fræðslu viðurkenni ég enn síð- ur að hafa glatað merkingu orðsins menntun. Vísu Stefáns G. hef ég kunnað lengi og þyk- ist skilja hana þokkalega." Með þessum orðum lauk hinu langa og fróðlega bréfi Kristjáns Jónssonar, og hefði það notið sín betur, ef það hefði borist mér fyrr í hendur og þá birst fyrr hér í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.