Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 31 „Scobie-málið“ fyrir Hæstarétti: Ríkissaksóknari krefst að refsingar verði þyngdar MÁLFLUTNINGI í svokölluöu „Scobie-máli“ lauk í Hæstarétti í gær. Þórður Björnsson, ríkissak- sóknari, krafðist þess að dómur hér- aðsdóms verði staðfestur, en þó þannig að refsingar sakborninga verði þyngdar og að þeir verði dæmdir til að greiða allan áfrýjun- arkostnað sakarinnar, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs. Fyrir Sakadómi Reykjavíkur var William James Scobie dæmd- ur til fimm ára fangelsisvistar auk skaðabóta, Ingvar Heiðar Þórðarson til 18 mánaða fangels- isvistar og skaðabóta og Griffith David Scobie i tveggja ára skil- orðsbundið fangelsi. William var dæmdur fyrir að hafa stolið haglabyssu úr verzluninni Vestur- röst, ógnað leigubílstjóra með byssunni og stolið bifreið hans og framið Vopnað rán við Lands- banka íslands þann 17. febrúar 1984, Ingvar fyrir aðild að ráninu og Griffith, faðir Williams, fyrir yfirhylmingu. Þórður Björnsson flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, verjendur sakborninga eru Örn Clausen, hrl. fyrir Ingvar Heiðar, Jón Oddsson, hrl. fyrir William og Hilmar Ingi- mundarson, hrl., fyrir Griffith Scobie. Norrænt kennara- þing í Reykjavík NORRÆNT kennaraþing, Nordiska Larerádets mote, hófst í Reykjavík í gær, Töstudaginn 8. febrúar. Þing þetta er haldið tvisvar á ári og sækja það formenn kenn- arafélaga á Norðurlöndum. Helstu mál á dagskrá þessa þings eru tölvufræðsla í skólum og launamál. Einnig verður fjallað um þróun í skólamálum á Norður- löndum, menntamálapólitík og fleira. Þinginu lýkur síðdegis í dag. Austurlandskjördæmi: Þorbjörg sat fyrst á þingi Morgunblaðinu barst í gær eft- irfarandi athugasemd: Heiðraða blað. í viðtali við þá ágætu konu Gunnþórunni Gunnlaugsdóttur varaþingmann í morgun er sagt að hún sé fyrsta konan á þingi úr Austurlandskjördæmi. Þennan leiða misskilning er skylt að leið- rétta. Þorbjörg Arnórsdóttir húsm. Suðursveit hefur setið tvívegis á Alþingi sem varaþingmaður Al- þýðubandalagsins — í apríl 1979 og í október/nóvember 1980. Þar sem ég veit að þetta er af gleymsku en öðru ekki, bið ég um leiðréttingu á þessu, um leið og ég óska Sjálfstæðismönnum til ham- ingju með ágætan fulltrúa sinn á þingi nú, þar sem Gunnþórunn er. Með þökk fyrir birtinguna, Helgi Seljan Hafnarfjarðarkirkja: Leikið á orgel og blokkflautu TÓNLEIKAR Musica antiqua með Camillu Söderberg blokkflautuleik- ara og Herði Áskelssyni orgelleik- ara, sem voru í janúar sl„ verða endurteknir í Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 17. Leikin verða samleiks- og ein- leiksverk frá barokktímanum eftir ítölsk og frönsk tónskáld. Camilla leikur á 4 ólíkar gerðir af blokk- flautum. Orgel Hafnarfjarðar- kirkju er 30 radda með 3 hljóm- borð og pedal, smíðað af Walcker- orgelverksmiðjunum í Þýskalandi árið 1955. Aðgangseyrir að tónleikunum er 200 krónur. (Fréttatilkynning.) Leiðrétting frá Verðlagsstofnun I VERÐKÖNNUN á hárgreiðslu- og rakarastofum sem birt var ný- verið, urðu þau mistök að hár- þvottur er tvíreiknaður inn í verð á hárþvotti, formklippingu og permanenti í stutt hár fyrir konur hjá Hárgreiðslustofunni Gígju, Stigahlíð 45. Kostar þessi þjónusta 1.469 kr. á þessari stofu, en ekki 1.541 kr. eins og sagt er í verðkynningu Verð- lagsstofnunar. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Grípiö tækifæriö! Þér getiö sparaö hundruð — jafnvei þúsundir króna á stærstu gólfteppaútsölu á íslandi. Alvöruafsláttur á bestu og vinsælustu gólfteppunum á markaöinum í dag. Þeir spara sem leggja leiö sína í Teppaland næstu daga Kjörorö okkar er: Gæðateppi á góðu verði — eins og þessi dæmi sanna: Nr. 1 Tongo — Berber Praktisk og slitsterk teppi úr 100% polyamid — 700 gr/m’. Breidd: ca. 400 sm. Litur beige. Fullt verö kr. 499. Nú: 399 Nr. 5 CORD-teppi I 200 sm breidd. Margir litir. Praktisk teppi á alla fleti. Mjúkur svampbotn. Verð aöeins 199 Nr. 6 Alullar-berber 100% ullarteppi 745 gr/m2 — m/ullar- merki. Tilboðsverð: 539 Nr. 7 Luxus á stofur Sigilt einlit-munstraö 100% heat-set . polyamid. Sænsk gæöavara frá Tarkett. Ljósir litir. Verö áöur kr. 930. Nú: Nr. 8 Gólfdúkar Tarkett gæöagólfdúkur sem fæst um allt land. 2 mm þykkt, slithúö 0,35 mm, breidd 200 sm. Ferskir litir. “319 Eigum örfáar rúllur af Tarkett-dúk á kr. 99 m2. Nr. 2 Á svefnherbergiö Mjúk einlit velour-teppi, 100% polya- mid. Breldd ca. 400 sm. Verö áöur kr. 599. -499 Nr. 3 Stigahúsateppi — Skrifstofuteppi Jupiter súper-slitsterk, afrafmögnuö — Scotchgaardhúöuö. Sérhönnuö tyrir mikla umferö. Breidd ca. 400 sm. Garn: 650 gr/mJ. 3 litir. Verö áöur kr. 650. 499 Nr. 4 Á stofur og hol ANDU-berber 30% ull + 70% acryl. Bráöfailegt — sívinsælt berberteppi i 2 þrumugóðum litum 950 gr/m*. 589 Nr. 9 Vinylgólfkorkur í 30x30 sm flisum. 3,3 mm þykkur. Verö áöur kr. 999. '799 Vöru- kynning Emmess-ís og Coca-Cola — Sprite OPIÐ TIL KL. 4 I DAG Teppaafgangar — stór og lítil stykki — bútar 20—50% afsláttur VINSAMLEGAST TAKIÐ MEÐ YKKUR MÁLIN AF GÓLFFLETINUM — ÞAÐ FLÝTIR AFGREIÐSLU Stórkostlegt úrval af mottum, dreglum, renningum og stökum teppum meö góöum afslætti meöan út- salan stendur. Munið Boltaland — frábær fóstra fyrír yngri kyn- slóðina meöan foreldrarnir skoöa úrvaliö. Viö önnumst líka máltöku, sníöslu og lögn fyrir þá sem þess óska eftir nánara samkomulagi. Goðir greiðsluskilmalar GRENSÁSVEG113, REYKJAVÍK, SÍMAR 83577 OG 83430

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.