Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
Jaekie Katherine Crosby segir að Kristin i Dallas sé hreinasti engill í samanburði við
Collins kvendið I Hollywood Wives og Susanne Somers segist aidrei hafa leikið neitt
þessu líkt áður.
Metsala og Jackie
Erlendar
bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Jackie Collins: The World is full
af Married Men
og
The World is full of Divorced Wom-
en
Útg. Panbooks 1984
Gluggi maður í metsölulista
bandariskra kiljubóka síðustu
mánuði skýtur nafn Jackie Collins
og bóka hennar oft upp kollinum.
Báðar þær bækur sem hér eru
nefndar hafa runnið út eins og
heitar lummur þar í landi og sú
hin fyrri er útgefin nánast árlega
Hljjóm-
plotur
Sigurður Sverrisson
Bronz.
Taken by Storm.
Bronze.
Ef ég hefði ekki vitað betur
hefði það ekki tekið mig nema 10
sekúndur að átta mig á því að
Bronz væri bandarísk sveit...
en hún er bara bresk. Hreint
ótrúlegt við hlustun á fyrsta lag-
inu, því bandarískari gerast þau
ekki. Þessi stimpill þvæst svo
smám saman af er líður á plöt-
una og þegar upp er staðið er
Bronz þokkalegasta sveit i milli-
þungavigtinni.
Það er ekki mikið sem undir-
ritaður veit um bakgrunn þess-
arar sveitar nema hvað hún er
skipuð ungum strákum frá
Birmingham, sem nældu sér í
eða oftar. Auðvitað er ekki þar
með sagt að bækur séu merkar til
að þær komist á slíka lista,
kannski allra sízt í Bandaríkjun-
um og auðvitað gildir það um
fleiri lönd. En þær þurfa ekki
heldur að vera slæmar. Það er líka
fulldjarft að ætla að bókmennta-
smekkur heillar þjóðar sé í sam-
ræmi við slíkar bækur.
Ég hafði sem sagt ekki lesið
bækur eftir þessa konu, þegar ég
sá þessar bækur hér í bókaverzun
fannst mér að það hlyti engu að
síður að vera fróðlegt að glugga í
þær og reyna að sjá hvað það væri
í þeim sem höfðaði svona mjög til
bandarískra lesenda. Og það sem
meira er bók, er ekki fyrr komin
út eftir hana en kvikmyndafélög
rífast um að gera mynd eftir
plötuumslag hjá Bronze-fyrirt-
ækinu einkum og sér í lagi út á
nafn flokksins. Kannski Bronze
hafi vantað eitthvað eftir að
samningnum við Uriah Heep var
rift?
Þrátt fyrir ágætis tilþrif í
mörgum laganna, sem reyndar
eru sum hver ókláruð að manni
finnst, þ.e. hefði mátt vinna
miklu betur úr einstökum hug-
myndum og vanda upptöku-
stjórnina meira, gerir Bronz
ekki betur en að hanga í
B-flokknum. Þessi plata er frá
því seint á árinu 1983 og nýrri
gripur mun kominn út. Hann hef
ég enn ekki heyrt en hræddur er
ég um að Bronz verði að taka sér
tak ætli þeir sér að ná frægð og
frama.
Eða eins og oft er sagt: Max
Bacon, Chris Goulstone, Shaun
Kirkpatrick, Paul Webb og Carl
Matthews (meðlimir Bronz), það
mátti reyna þetta.
henni. I þeirri síðustu, Hollywood
Wives, léku tvær þekktar leikkon-
ur, Kathryn Crosby og Suzanne
Somers, aðalhlutverkin. Somers
sagðist aldrei áður hafa leikið
aðra jafn ómerkilega druslu, sem
væri kaldlynd, gráðug, kynóð, og
hvaðeina. Samt hefði þetta verið
mjög spennandi. Og þetta lýsir í
raun og veru ágætlega bókarefn-
um Jackie Collins. Og er harla erf-
itt að rekja þar söguþræði. Þess-
um bókum tveimur er það sam-
merkt, að þar eru næstum allir
mjög vondir, spilltir, drykkfelldir,
algerlega óvenjulega glæsilegir
eða óvenjulega ógeðslegir í útliti,
kynhvötin er hreint ekkert venju-
leg hjá sögupersónum Jackie Coll-
ins; ég hélt satt að segja að svona
mikil kynhvöt, hvað þá heldur
nákvæmar lýsingar á því sem
henni er samfara, hefði farið úr
tízku fyrir æðilöngu. En banda-
rískir lesendur eru sólgnir í að
lesa um þetta allt og reyndar sýna
ýmsir framhaldsmyndaflokkar
bandarískir að það virðist sér-
staklega eftirsóknarvert að lesa
eða horfa á myndir um sem allra
mesta spillingu og svínarí.
Eftir að hafa lesið tvær ofan-
nefndar bækur er ég á þeirri skoð-
un, að titill beggja sé það lang-
bezta og eiginlega það eina sem er
forvitnilegt varðandi þessar bæk-
ur. Ég hef ekki fundið skýringu á
því af hverju bandariskir lesendur
eru jafn sólgnir í þær og raun ber
vitni. Þær eru á lægra plani og
verr skrifaðar og beinlínis leiðin-
legri en allar vandamálabækur
samanlagt frá Skandinavíu sem ég
hef lesið.
Það er næstum því óhjákvæmi-
legt að maður verði dulítið dapur
að finna eiginlega ekki glóru í bók-
um sem milljónir og meira til eru
að lesa með áfergju nú um stund-
ir. Og látum svo útrætt um Jackie
Collins.
Sakar ekki að reyna
Nýjasta nýtt
Kvíkmyndír
Árni Þórarinsson
Laugarásbíó: Lokaferðin —
Final Mission. Bandarísk. Árgerð
1984. Leikstjóri: Cirio H. Santiago.
Aðalhlutverk: Richard Young, John
Dredsen, John Ericson.
Fyrrum Víetnamhermaður,
núverandi foringi í víkingasveit
löggunar í Los Angeles, verður
fyrir þeirri ógæfu að gamall and-
skoti hans úr stríðinu sprengir
eiginkonu hans og son í loft upp.
Til að vinna bug á sorginni legg-
ur hann strax af stað til að hefna
harma sinna; auga fyrir auga og
svo framvegis.
Finnist einhverjum þetta vond
mynd, illa leikstýrð, illa tekin,
illa hljóðrituð, illa leikin, illa
samin, þá er skýringarinnar trú-
lega að leita í því hversu sagan er
frumleg. Svona efni hefur aldrei
verið tekið fyrir í kvikmynd áður.
Höfundar eru langt á undan
sinni samtíð. Því er engin furða
þótt úrvinnslan vefjist eitthvað
fyrir þeim. Og finnist einhverj-
um seinni helmingur myndarinn-
ar, þegar Víetnamhermaðurinn
fyrrverandi háir einkastríð við
lögreglu- og þjóðvarðlið í óbyggð-
um, vera lið fyrir lið kópía af
myndinni First Blood með Sylv-
ester Stallone, þá hlýtur það að
vera misskilningur.
Sem dæmi um sérstöðu þessar-
ar myndar má nefna atriði þar
sem síminn hringir á náttborði
lögreglustjórans í þorpinu sem
Víetnamhermaðurinn stríðir við.
Allt er komið í bál og brand og
lögreglustjórinn þarf að drífa sig
á lappir.
„Hvað er að gerast?" spyr eig-
inkona lögreglustjórans.
„Ekkert elskan. Farðu bara
aftur upp í rúm,“ svarar eigin-
maður hennar, lögreglustjórinn.
Af þessu mætti ætla að konan
væri frammi í eldhúsi eða inni á
baði. En þarna, sem oftar, kemur
kvikmyndin Final Mission manni
á óvart. Eiginkonan er uppi í
rúmi. Undir sæng.
Titillagið er af-
bragð, hitt rýrara
Hljóm-
plotur
Siguröur Sverrisson
Scandal
Warrior
CBS/Steinar
Menn keppast margir hverjir við
að bölva herstöðvarútvarpinu. Sér-
staklega eru þetta vinstri sinnar,
sem kannski hlusta svo á kanann
allan daginn. Alla tíð hefur útvarpið
þeirra varnarliðsmanna verið í upp-
áhaldi á þessum bæ og þar hefur
maður komist fljótt í kynni við nýj-
asta nýtt frá henni Ameríku.
Er ég heyrði lagið Warrior í
fyrsta skipti fyrir nokkrum vikum
(auðvitað i „Kananum") varð ég
heillaður. Þetta var eitt af þessum
dæmigerðu bandarisku iðnaðar-
rokklögum, sem gleymast harla
fljótt sökum taumlausrar spilunar í
útvarpi, en hafa eigi að síður að
geyma ákaflega grípandi viðlag/
millikafla, sem hreinlega neitaði að
yfirgefa heilabúið fyrr en ég hafði
komist yfir plötuna.
Það er Scandal-flokkurinn með
söngkonuna Patty Smyth (frb.
Smæth) i broddi fylkingar, sem á
heiðurinn af þessu ágæta lagi.
Reyndar er lagið eftir fyrrum
hljómborðsleikara Spider, kvinnuna
Holly Knight og Nick einhvern
Gilder, en góður flutningur Scandal
gerir útslagið.
Þegar hlustað er á plötuna er
heildarsvipurinn ekki nándar nærri
eins sterkur og lagið Warrior eitt og
sér. Tónlistin er á köflum allt of
amerísk fyrir minn smekk, en Talk
to Me, Tonight og Maybe We Went
Too Far, öll á B-hliðinni, lyfta plöt-
unni dálítið upp eftir dálítil von-
brigði á fyrri hliðinni, sem þó hefur
að geyma lagið góða.
Scandal-sveitin er ung að árum og
hefur nú nánast leyst upp í þeirri
mynd, sem hún var í upptökunum.
Aðeins Smyth og gítarleikarinn
Keith Mach standa eftir, hinir þrír,
þ. á m. höfuðpaurinn Zack Smith,
eru á brott og nýir menn hafa tekið
við. Þessar breytingar hafa þó síst
orðið til þess að draga athyglina frá
ungfrú Smyth og co. og má sem
dæmi nefna að ekki ómerkari rnaður
en Eddie van Halen lét sig ekki
muna um að þeysa landshorna á
milli þar vestra fyrir skemmstu til
þess eins að geta leikið með Scandal
á hluta tónleikanna á hverjum stað.
Svo aftur sé vikið að plötunni er
hún ákaflega dæmigerð fyrir mikið
af því iðnaðarrokki, sem finna má í
Bandaríkjunum. Ef ekki kæmi til
þetta þrusugóða lag, Warrior, er ég
þeirrar skoðunar að platan gleymd-
ist fremur skjótt og það þrátt fyrir
lögin þrjú, sem talin voru upp að
framan.
Prins Purpuraregnsins
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
AUSTURBÆJARBÍÓ: PURPLE
RAIN
Leikstjóri: Albert Mangoli.
Handrit: Mangoli og William
Blinn.
Aðalhlutverk: Prince, Appolonia
Kotero, Morris Day, Olga Karlat-
08, Clarence Williams III, Billy
Sparks.
Myndin er gerð með sérstakri að-
stoð yfirvalda og almennings
Minneapolis, heimaborgar Prins-
ins. Frumsýnd 1984. Dreift og
framleidd af Warner Bros.
Prince er með líflegri sviðs-
framkomu en velflestar aðrar
rokkstjörnur þó komi upp í hug-
ann kempur einsog Jagger,
Meatloaf, Stewart, Tina Turner
og okkar eiginn Rúnar Júl. Þessi
þrælhressa, kraftmikla fram-
koma, samfara nokkrum góðum
rokkslögurum gera Purple Rain
ásjálega. Því efnislega er hún
ekki uppá marga fiska, byggð á
margtuggðum söguþræði.
The Kid — Prinsinn —hefur
leikið lengi á skemmtistað
nokkrum, og er tekinn að dala.
Að sjálfsögðu kann hann bölv-
anlega við slíkt hlutskipti og fær
flesta á móti sér í stað þess að
leita hjálpar. Ekki bætir úr skák
að sannkölluð draumaprinsessa,
Appolonia, kemur í bæinn og
takast með þeim miklar ástir.
En Appolonia fer þá í grúppu
hjá aðalkeppinautnum og fer
það mjög fyrir brjóst Prinsins
um sinn. Aukinheldur er heimil-
islíf hans í rúst, móðirin er lam-
in eins og gólfmotta af föður
hans sem svo skýtur sig undir
myndarlok.
En þetta ævintýri endar vel,
þó, einsog stendur í prógramm-
inu:... „illa horfi um tíma vegna
missættis og deilna" ...
Myndin er að flestu leyti það
sem enskumælandi kalla one
man’s show. Prinsinn ræður hér
ríkjum, og sannið til, fyrr en
varir hefur hann hlotið kon-
ungstign. Tónlist hann er hress,
fjörug og melódísk. Framkoman
eins og fyrr sagði lífleg með af-
brigðum og í rauninni stendur
hann sig prýðilega utan sviðsins.
Ekki má gleyma Appoloniu.
Sú fer létt með að halda athygli
manns vakandi!
En utan sviðsins gerist fátt at-
hyglisvert. Þá er kvikmyndin
Purple Rain ekki beinlínis burðug
heldur ósköp amatörleg. Ekki er
mér kunnugt um hversu trúa
mynd hún gefur af rokkveröld-
inni vestra, þó mér skiljist að
svo sé. Séð í því ljósi er hún ekk-
ert tiltakanlega forvitnileg. En á
meðan þessi nýjast ævintýra-
prins okkar tíma — sem reyndar
fær keppinaut sinn og kollega,
Michael Jackson til að líta út og
hljóma eins og hvumpinn kór-
dreng — hamast á tjaldinu er
virkilegt líf í tuskunum.
Nýjasti ævintýraprins samtímans ber nafn með rentu. Hér ásamt
hinni íðilfögru Appoloniu.