Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
fclk í
fréttum
COSPER
Söng- og leikkonan Cher
Bono er nú 39 ára gömul
og var nýlega kjörn af ein-
hverjum sérfræðingum „verst
klædda kona“ síðasta árs.
Er það engin nýlunda hjá Cher
og hún veit að það er tekið
mjög hæfilegt mark á slíkum
spekúlöntum. En það er annað
sem hún hefur meiri áhyggjur
af þessa dagana, hún er nefni-
lega að verða gjaldþrota.
Þannig er mál með vexti,
að Cher keypti sér risastórt
einbýlishús í Beverly Hills,
óhemju dýran bústað,
og lét innrétta allt í forn-
egypskum stfl. Þetta kostaði
allt miklar fúlgur og hún fékk
ærin bankalán, enda láns-
traustið í himnalagi. En Cher
hefur ætlað sér um of, hún
ræður ekki við afborganirnar
og lífsstflinn í senn og bank-
arnir eru að missa
þolinmæðina. Sambýlismaður-
inn, leikarinn Josh Donan,
sem er 31 árs getur ekkert
aðhafst, hann er atvinnulaus
og leggur ekkert í búið.
Ekki er útséð um hvernig
þessu máli lyktar.
Gísli
Rúnar
Jónsson
Cher
lýst
gjald-
þrota?
Cher Bono hefur miklar peninga-
áhyggjur þessa dagana.
örn Áraason
Jönmdur Guðmundsson
Þórhalhir L Sigurósson (Laddi)
Nýr kabarett í smíðum
„Söguspaug ’85“
ÞESSA dagana er æfður ó fullu í
Súlnasal Hótel Sögu nýr kabarett
sem taka á til sýningar í næstu viku.
Blm. sló á þráðinn til eins þátt-
takandans, Gísla Rúnars Jónsson-
ar, og reyndi að forvitnast aðeins
nánar um efni kabarettsins.
„Þetta nefnist „Söguspaug ’85“
og er nýr kabarett sem við fimm
félagar erum að æfa, þ.e.a.s. ég,
Örn Árnason, Pálmi Gestsson,
Jörundur og Laddi. Það er af-
skaplega erfitt að útlista efnið i
smáatriðum en umgjörðin, sem
var í fyrra á kabarettnum, heldur
sér að mestu. Það eina sem ég get
fullyrt er að við látum pólitíkus-
ana og dægurþras algjörlega í
friði. Það er mikið um látbragðs-
leik, söng og tónlist og óhætt að
segja að það verði mikið fyrir aug-
að.
Vilhjálmur Guðjónsson stjórnar
kabarett-hljómsveitinni, þ.e. hún
er innhverfan á hljómsveit Magga
Kjartans er leikur fyrir dansinum.
Maraþonknattspyrnumennirnir, aftari röð frá vinstri: Ólafur, Steinar,
Guóni, Rúnar og i fremri röó: Jóhann, Halldór, Yngvi og Helgi.
Stutt 5 mínútna hlé aó veróa búió
og því eins gott aó koma sér i
skóna.
Léku
fótbolta
samfleytt
í 24 klst.
Nokkrir skólafélagar í 9. bekk
Fellaskóla hófu aó leika maraþon-
fótbolta föstudagskvöldió 1. febrú-
ar klukkarn 23.30 og léku stanz-
laust í 24 klukkustundir eóa þar til
klukkan var oróin 23.30 á laugar-
dagskvöld. Þetta voru 8 drengir og
tóku þeir sér 5 mínútna hlé á
hverri klukkustund.
Drengirnir, sem þetta gerðu,
voru: Helgi Bjarnason, Yngvi R.
Gunnarsson, Halldór Snorrason,
Jóhann P. Kristbjörnsson, Rún-
ar Kristinsson, Steinar ö. Ingi-
mundarson, Guðni H. Grétars-
son og Ólafur I. Arnarson. Leik-
urinn fór fram undir leiðsögn
tveggja kennara og þegar upp
var staðið höfðu verið skoruð um
1.000 mörk.
Tilgangur keppninnar var að
safna í ferðasjóð 9. bekkjar og
var áheitum safnaö vikuna áður
af nemendum 9. bekkjar. Ekki er
Ijóst hve mikið safnaðist við
þennan maraþonleik þeina fé-
laga.
Hlé í maraþonfótboltanum.