Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Varaformaður HIK: Verið að draga samninga fram yfir mánaðamót „Alrangt,“ segir formaður samninganefndar ríkisins „KRNNARAR hafa engin gagntilboð fengiA frá samninganefnd ríkisins og engin svör um það hver sé æskilegur viðræðugrundvöllur," sagði Gunnlaugur Astgeirs- son, varaformaður Hins íslenska kennarafélags, þegar Mbl. innti frétta af gangi samningamála. „A samningafundi á þriðjudag lögðum við fram okkar kröfur, en samninganefnd ríkisins hefur ekki komið með nein gagntilboð fremur en fyrri daginn," sagði Gunnlaugur. „Það virðist vera stefna þessara manna að draga samninga við okkur fram yfir mánaðamót, en kennarar ætla að leggja niður vinnu hinn 1. mars. Það er því mjög ábyrgðarlaust af samninganefndinni að draga mál- in og stefna þannig skólahaldi í landinu vísvitandi í óefni. Kennarar eru fúsir til viðræðu strax og það er furðulegt að enn skuli ekki hafa ver- ið ákveðið að halda fund,“ sagði Gunnlaugur. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að Um 80 % velja aflamark en 20 % sóknarmark TÆPLEGA 80% útgerða á land- inu hafa valið aflamark og lið- lega 20% sóknarmark, að sögn Stefáns Þórarinssonar, deildar- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Frestur til að velja milli sóknar- og aflamarks rann út á miðviku- dag. Að sögn Stefáns sendu um 100 útgerðarfyrirtæki inn at- hugasemdir, meðal annars um kvótann, og margir settu skil- yrði fyrir vali sínu. „Við höfum ekki kannað einstök mál enn- þá, aðeins liggja fyrir hlut- fallstölur," sagði Stefán í sam- tali við Mbl. Hann sagði, að þessar niðurstöður um val milli aflamarks og sóknar- marks væru nokkuð í samræmi við könnun, sem gerð hefði ver- ið fyrir nokkru. ekki hefði borist gagntilboð frá samninganefndinni til kennara vegna þess að fyrst hefði þótt nauð- synlegt að ræða við launamálaráð þess. „Við verðum að hafa yfirsýn yfir samningamálin áður en hafist verður handa, en líklega munum við ákveða fundartíma félaganna á næsta mánudag," sagði Indriði. „Fulltrúi kennara var á þessum fundi hjá launamálaráði, og gerði enga athugasemd við þessa tilhögun. Það er alrangt að samninganefnd ríkisins sé að tefja fyrir málinu og auðvitað er nauðsynlegt að semja sem fyrst við kennara, rétt eins og aðra. Fyrsti samningafundur eftir að kjaradómur féll sýndi þó, að kennarar virðast ekki fúsir til samn- inga, því þeir kröfðust 100% launa- hækkunar til viðbótar við þá hækk- un er varð í samningum BSRB í haust." Bensínstöðin á Klöpp lögð niður BENSÍNSTÖÐ Olúverslunar ís- lands á Klöpp við Skúlagötu verð- ur lögð niður um næstu áramót og hefur fyrirtækinu verið gert að fjarlægja starfsemi sína af svæð- inu fyrir þann tíma. Samkvæmt skipulagi er áformað að fylla upp í fjöruna norðan við Skúlagötu og leggja hraðbraut þar sem nú er gamla Klapparstöðin. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar, forstjóra OLÍS, er áformað að reisa nýja bensínstöð, væntan- lega á horni Klapparstígs og hraðbrautarinnar eða þá á horni Vitastígs. Klapparstöðin hefur verið starfrækt í rúma hálfa öld, „vagga BP á íslandi", eins og Þórður orðaði það, en fyrsta olíustöðin var reist þarna í kringum 1930. Endurskoðun jarðræktarlaga: Dregið úr framlögum til rækt- unar en veitt til nýbúgreina MILLIÞINGANEFND, sem Búnaðarþing kaus í fyrra til að endurskoða lögin um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, Stofn- lánadeild landbúnaðarins og jarðræktarlög, hefur lagt fyrir Búnaðarþing drög að nýjum jarðræktarlögum. Nefndin legg- ur til að dregið verði úr framlögum til ræktunar en í staðinn verði veitt framlög til nýrra búgreina, svo sem loðdýraræktar. Jónas Jónsson, búnaöarmála- færi yfir ákveðið mark. Þá væri stjóri, sagði í samtali við Mbl. að nefndin legði til að í lögin verði sett heimild til landbúnaðarráð- herra til að skerða framlög til nýræktar ef túnstærð á jörðum fellt niður framlag til græn- fóðurræktar og ýmsum fram- kvæmdaflokkum slegið saman og þeir einfaldaðir. Sagði hann að gert væri ráð fyrir að bændur þyi-ftu framvegis að sækja um framlög til jarðabóta. Því fjármagni sem með þessu sparaðist, um 19 milljónum kr. miðað við framkvæmdir á sl. ári, yrði meðal annars varið til fjár- festinga á bújörðum vegna út- flutningsframleiðslu og fjöl- breyttra búskaparhátta. Gert væri ráð fyrir að greiða framlög til loðdýrabygginga, 30% af kostnaði, til framkvæmda fisk- eldis, garðyrkju eða annars sem hagkvæmt þykir að framkvæma á lögbýlum, og skjólbeltaræktun- Búist er við að endurskoðun jarðræktarlaganna verði eitt stærsta mál þess Búnaðarþing sem nú situr. Nefndarálitið er þar í nefnd og er búist við að það verði afgreitt frá þinginu og sent landbúnaðarráðherra, sem ákveður frekari framgang frum- Verkalýðsátökin í Alþýðubandalaginu: Fylkingarfélagar fræða um verka- lýðsmál, en foringjar sitja heima LÝÐRÆÐI í verkalýðshreyfing- unni er meðal viðfangsefna í fundaröð sem verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðaði til í Þjóðviljanum í gær með samtaii við Guðmund J. Hallvarðs- son, en hann er einn af fylkingar- félögunum sem gekk til liðs við Alþýðubandalagið fyrir nimu ári. Fylkingarfélagar eru fjölmennir meðal ræðumanna á fyrirhuguðum fundum. í hópi ræðumanna eru hins vegar engir af þeim alþýðu- bandalagsmönnum sem gegna trúnaðarstöðum innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, hefur lýst þeirri skoðun, að lýðræði í verkalýðshreyfingunni beri að auka svo sem með því að enginn sé kosinn oftar en þrisvar sem formaður verkalýðsfélags. Ás- mundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambandsins, hefur mót- mælt þessari hugmynd, meðal annars með þessum orðum í Þjóðviljagrein á þriðjudaginn: „Mér skilst að fyrirmyndin (að skoðun Savars, innsk. Mbl.) sé sótt til herforingjastjórnarinnar í Tyrklandi, sem kvað nota þessa aðferð til að halda verkalýðs- hreyfingunni þar í landi niðri." 1 Þjóðviljasamtali við Guð- mund J. Hallvarðsson í gær kemur fram, að fyrirhugaða fundaröð megi rekja til þessa: „Mörgum hefur þótt sem að flokkinn (Alþýðubandalagið, innsk. Mbl.) vanti skýra stefnu í einstökum þáttum verkalýðs- mála, einkum launastefnu. Hef- ur Alþýðubandalaginu verið líkt við skip á rúmsjó í þeim efn- um...“ í Þjóðviljagrein á þriðjudaginn segir Ásmundur Stefánsson á hinn bóginn, að talsmenn Alþýðubandalagsins hafi gert ýmislegt í kjarasamn- ingaviðræðunum á síðasta hausti „til þess að auka á þann ágreining sem uppi var í verka- lýðshreyfingunni um vinnubrögð og leiðir og sundra þeim Alþýðu- bandalagsmönnum sem þar eru í forystu. Enginn vafi er á því að þetta stuðlaði að sundurleitri kröfugerð og því að illa gekk að samhæfa áhersluatriði við samningagerð á liðnu hausti". Athygli vekur að meðal ræðu- manna á fyrirhugðum fundum verkalýðsmálaráðs ABR eru engir úr forystusveit verka- lýðshreyfingarinnar. Þar er ekki að sjá nöfn manna eins og Ás- mundar Stefánssonar, Þrastar ólafssonar, Guðjóns Jónssonar, Benedikts Davíðssonar, Guð- mundar Þ. Jónssonar eða Guð- mundar J. Guðmundssonar. Hins vegar eru að minnsta kosti þrír yfirlýstir fylkingarfélagar, sem berjast fyrir heimsbyltingu kommúnismans, í hópi ræðu- manna: Ragnar Stefánsson, Guðmundur J. Hallvarðsson og Már Guðmundsson. Tveir hinir Auglýsing Þjóðviljans í gær. Enginn verkalýðsforingi er meðal ræðu- fyrrnefndu munu ásamt ólafi R. manna í fræðslunefndinni um verkalýðsmál. Hins vegar eru að minnsta Grímssyni ræða um lýðræðið í kosti þrír fylkingarfélagar auglýstir sem ræðumenn. verkalýðshreyfingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.