Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Meira um útvarpsmál - I tilefni af Reykjavíkurbréfi um „mesta vanda þjóðarinnar“ - eftir Stefán Jón Hafstein Nýskipan útvarps- og fjölmiðla- mála á Islandi býður upp á stór- kostlegt tækifæri fyrir fólkið í landinu til endurreisnar í menn- ingarlífi. Öflug boðskiptatækni nútímans skapar forsendur fyrir auknu skapandi starfi og frjórri þjóðfélagsumræðu sem ekki hafa verið til staðar fyrr. Þetta er tæki- færi sem hugsanlega gefst ekki af- tur. Mikilvægt er að bregðast rétt við, og sést það af þessu: Alþjóð- legt fjölmiðlaefni verður æ rúmfr- ekara i íslenskum menningarh- eimi, söluvarningur engilsaxnesks menningariðnaðar er falboðinn og keyptur í vaxandi mæli og af auk- inni áfergju. Tími og rúm sem mörkuðu menningarlandhelgi þjóðarinnar verða að engu, þá er hér og nú sem gildir; á hinum al- þjóðlega markaði er ísland hluti af stórri heild. Þess vegna er brýnt að bregðast við með skyn- sömum hætti við nýsköpun út- varps- og fjölmiðlamála. Sjálfsvit- und þjóðar í hinum stóra heimi er fólgin í þeim sérkennum sem hún skapar sér. Varnaðarorð í Reykjavíkurbréfi Sá sem þetta ritar býr erlendis og hefur því ekki getað fylgst grannt með umræðu um útvarps- mál á íslandi undanfarin misseri. í blaðabunka að heiman nú um áramótin gat þó að líta merkilega grein, Reykjavíkurbréf, í Morgun- blaðinu, dagsett 29. desember. Höfundur gerir þar að umtalsefni stöðu íslenskrar menningar gagn- vart erlendum áhrifum og tekur djúpt í árinni: „Holskefla engilsaxneskra menningaráhrifa hefur riðið yfir okkur einsog aðrar þjóðir í okkar heimshluta í krafti nutíma fjöl- miðlunar og á þessari stundu get- ur enginn sagt til um það hvort við sem þjóð, stöndum af okkur þessa holskeflu. Þetta er mesta vandamál þjóöar okkar um þessar mundir.“ (Aherslubr. undirrit.) Hér er ekki verið að fara í felur með neitt. Þetta bréf er að þvi leyti athyglisvert að lesa má úr því þann skilning að samhengi sé í upplausn í menningarlífi, stjórn- málum og efnahagslífi; langþreytu gætir hjá höfundi einsog svo mörgum öðrum: „A meðan ekki er horft lengra en til næstu mánaða við úrlausn daglegra verkefna er ekki að búast við að raunveruleg breyting verði til hins betra.“ Bréfritari fjallar um nauðsyn þess að varðveita menningarleg sérkenni þjóðarinnar ekki síður en að bæta efnalega afkomu og bend- ir á það, sem mörgum yfirsést, að jafnframt því að ísland verður í auknum mæli hluti af alþjóðlegum markaði verður íslenskt vinnuafl, einkum það sem verðmætast er, hreyfanlegra en áður. Við eigum þá á hættu það sem orðið hefur yfir margar smáþjóðir að ganga, að staðna: tækifærin gefast ekki lengur heima, menntaðasta fólkið eða það færasta á hverju sviði flytur til útlanda — eða snýr aldr- ei heim að loknu námi. Úr skrifum höfundar má vel lesa að menning- arleg jafnt sem efnahagsleg ný- sköpun sé þjóðinni Iífsnauðsyn eigi hún að afstýra því að lifa hlutskipti hjálendu. Hér er að því leyti vel að verki staðið að sjald- gæf viðleitni birtist til að sjá og ræða hlutina í víðu samhengi, án þess hnútukasts og þröngsýnis- streðs sem veldur manni jafnan þunglyndi við lestur blaða að heiman. Gervimennska fjöl- miðlaheimsins Athyglisvert hefði verið að sjá höfund þessa Reykjavíkurbréfs halda áfram og fjalla um sam- hengi þeirrar hættu sem steðjar að íslenskri menningu og þess hvernig bregðast á við. En honum er fullljóst að ekki er allt sem skyldi á landinu bláa: „Gervi- mennska fjölmiðlaheimsins hefur tröllriðið hér húsum um skeið og afleiðingin er sú alvarlega ógnun sem að framan var fjallað um.“ Efnislega er þetta rétt. Óhætt er að segja að fiölmiðlasprenging hafi orðið á Islandi á undra- skömmum tíma, vart meira en 5—6 árum, að undangengnum að- draganda með stofnun sjónvarps- ins, umróti í blaðaheimi og stereo-væðingu heimilanna. Myndbandaæðið stendur þar upp- úr, en önnur eru minnisstæð líka; tímaritum fjölgar með ólíkindum; blöð og útvarp þenjast út; hljómplötuútgáfa vex; bækur selj- ast áfram; kvikmyndahúsin bæta við; „skemmtana“-iðnaðurinn sprengir af sér öll bönd og ails kyns milliliðastarfsemi í fjölmiðl- un malar gull: auglýsingastofur og almannatengslafyrirbrigði. stuttu máli: sprenging hefur orðið í íslenskum fjölmiðlaheimi og sér ekki útúr enn. Af þeim blaöabunka og útvarps- upptökum sem undirritaður hefur undir höndum að heiman virðist sem höfundur Reykjavíkurbréfs fari ekki einn þegar hann hryggist yfir „gervimennsku fjölmiðla- heimsins". Orð sem fólk grípur til í auknum mæli til að lýsa því sem að ofan er rakið er „fjölmiðlafár". Þessa sér stað í áramótahugvekj- um og greinum, sérstaklega óttast menn afdrif móðurmálsins og þess sem nefnist „stöðu bókarinnar". (Sá sem þetta skrifar heldur að staða bókarinnar sé betri en það sem t henni stendur, og muni hið fyrra ráðast af hinu síðara í sam- keppni við aðra miðla.) Fjölmiðlafár er ágætt orð yfir það sem gerst hefur í íslenskum fjölmiðlaheimi undanfarin ár — og einkennist fyrst og fremst af því sem kallst á miður góðu máli „commercialisering“. Menn hafa e.t.v. ekki áttaö sig á því í allri orrahríðinni um einokun Ríkisút- varpsins að fjölmiðlun á íslandi er að lang mestum hluta markaðs- vara. Hún er í einkarekstri, vara seld á markaðnum. Þetta á að stærstum hluta við bókaútgáfu, hljómplötugerð og sölu, mynd- bandaleigur, tímaritaútgáfu — auglýsinga- og milliliðastarfsemin er í einkarekstri eins og hún legg- ur sig, kvikmyndahúsin að mestu einnig, og væru dagblöðin ekki ríkisstyrkt á pólitískri slysa- varðstofu væru þau að líkindum tvö en ekki fimm. Ríkið heldur að vísu uppi mikilli gamalgróinni menningarstarfsemi sem markað- urinn gæti ekki borið, en hún er einnig að hluta háð sölu á mark- aði, í bland og með mismunandi hætti. Fjölmiðlafárið er mark- aðsfyrirbrigði, „gervimennska fjölmiðlaheimsins" er það sem selst, auðvitað, hvað annað? Hví skyldi þetta vera öðruvísi á ís- landi en í öðrum löndum? Þeir sem eiga beinna hagsmuna að gæta kalla þetta stundum að- draganda þess sem á sér heitið „upplýsingaþjóðfélag". Enginn fyrirframákvarðaður áfangastað- ur ber þetta nafn. íslendingar hafa enn í hendi sér hvernig mál þróast. Það er ekki sjálfgefið að nýir miðlar, háþróuð tækni, meiri umsvif, færi okkur meiri upplýs- ingar, hvað þá meiri upplýsingu. Fjölmiðlafárið hefur lítt gert til að lífga, bæta og efla hvers kyns umræðu og framlag af öðru tagi en því sem yfrið nóg er af frá út- löndum. Auglýsingafargan er yfir- þyrmandi, hugmyndafátæktin slá- andi, „hvað vilja alþingismenn fá í jólagjöf?", og nýbreytni fólgin í því sem „nú skýst upp í efsta sætið austan hafs og vestan". Umræðan Stefán Jón Hafstein „Hrokafullt þagnar- samsæri flokkakerfisins verður að rjúfa, þó ekki væri nema því sjálfu til frelsunar. Við stjórn- lyndisfreistingum gæt þín, og á það ekki síður við um Morgunblaöið en aðra.“ í dægurbaráttunni er oft eins og kúluspil: kúlan er á þönum milli streitu og stöðnunar í stjórnmál- um og ófyrirleitinnar sjálfsupp- hafningar fjölmiðla- og fegurðar- fólanna í bransanum með tilheyr- andi glinglói; fari hún niður um gatið þeytist hún jafnharðan upp á ný án fyrirheits nema um að önnur birtist innan tíðar og svo fleiri í „upplýsingaþjóðfélaginu". Gaman hefði verið að sjá höfund Reykjavíkurbréfs fjalla um svo- kallað „frjálst útvarp“ í þessu samhengi. Afnám einokunar Til allrar hamingju fór ekki svo að útvarpslögunum væri breytt í pólitísku hefndaræði eins og hótað var. Eftir því sem manni heyrist er knálega róið undir því að aug- lýsingaútvarp einkaaðilja verði gert að nýjasta gatinu í kúluspil- inu, en jafnframt að efi sæki að sumum þeim sem voru slíku ekki fjarhuga. Hvers vegna efast menn? Ástæður sjást m.a. í þessu: — Fleirum en höfundi Reykja- víkurbréfs óar ástandið í gervi- heimi fjölmiðlanna og óttast það sem verða kann. — Þá sætir það auðvitað tíðind- um að langstærstu dagblöð lands- ins, stærsta fyrirtækjasamsteyp- an og Reykjavíkurborg ásamt fleirum, hafi myndað hring um fjölmiðlastarfsemi. Það sem und- irritaður og fleiri sögðu að yrði smám saman á markaði einkaút- varps er staðreynd áður en gengið er til leiks. — Samkvæmt þvi sem að ofan greinir er samkeppnisröksemda- færslan úr sögunni, einsog reynd- ar sást við sameiningu síðdegis- blaðanna. Á einni nóttu, bókstaf- lega, urðu hin eldheitu leiðara- skrif samkeppnismannanna að engu, nema þau standa auðvitað geymd á Landsbókasafninu þeim til glöggvunar sem bera vilja sam- an orð og athafnir og festa sér i minni hvern trúnað ber að leggja á yfirlýsingar um frjálsa fjölmiðl- un. (Hún var gerð að háeffi eftir umbreytinguna!) — Þá sýnir auðvitað hláleg yf- irtaka fjármagnsafla í áhuga- mannafélagi um útvarpsrekstur að það sem undirritaður og aðrir höfðu alltaf sagt forsvarsmönnum þessa félags reyndist rétt: pen- ingar eru númer eitt, tvö og þrjú — fleiri númer eru ekki á skrá. Þessi atriði og mörg fleiri — beri menn gæfu til að líta í kring- um sig eru þau augljós — sýna að pólitík og fjármálaáhrif munu ráða ferðinni komi til stofnunar viðskiptaútvarps í einkaeign. Svo mörg rök, hagræn, pólitísk og menningarpólitísk hníga gegn viðskiptaútvarpi að ekki á að þurfa að ræða þau. Það skipulag er að öllu leyti gjaldþrota — öðru en því en það malar eigendum gull. Þegar þær hættur steðja að „menningarlegu umhverfi" sem höfundur Reykjavíkurbréfs gerir að umtalsefni er vandséð góð ástæða fyrir því að íslendingar hefji innflutning á eyðimörk. Hver ættu viðbrögð þá að vera við þeim vanda sem gerður er að „mesta vandamáli þjóðar okkar um þessar mundir"? íslendingar eru hér ekki einir á báti, þetta hef- ur lengi verið umtalsefni dverg- ríkja á alþjóðavettvangi. Svarið er aðeins eitt: það eina sem smáþjóð getur gert gagnvart vaxandi al- þjóðlegu fjölmiðlaveldi er að efla sína eigin menningu með öllum tiltækum ráðum. Ráðið er ekki fólgið í einangrun þjóðar. Fólk vill lesa erlend blöð, horfa á mynd- bönd, taka á móti gervihnatta- sjónvarpi. Við þðrfnumst erlendra áhrifa. Vandinn hefur hins vegar hvergi reynst sá að útvega heild- sala til að standa í slíkum inn- flutningi og væri ólíkt íslenskum athafnamönnum að bregðast í því efni. Hitt málið er sýnu erfiðara, hvernig við tryggjum að við verð- um menn til að rísa undir, nota erlenda menningarstrauma til að efla okkar eigin. Umræddu Reykjavíkurbréfi fylgir mynd- skreyting, þriggja dálka, vegleg, mynd af Jóni Sigurðssyni. Mynd- texti gefur vísbendingu um svar höfundar: „Þjóðarleiðtogi í sjálf- stæðisbaráttunni á síðustu öld. Fjölmiðlaöldin felur f sér geig- vænlegar hættur fyrir smáþjóðir og þjóðabrot. 1 baráttu okkar gegn þeim hættum hljótum við að leita styrks og fanga í sögu þjóðarinnar og menningarlegri arfleifð." Vel mælt — en hvað svo? Getum við reynt að ímynda okkur eitt andar- tak þá Fjölnismenn samankomna til að festa á blað skelegga áskor- un til varnar tungu og þjóð þess efnis að komið verði á laggirnar auglýsingaútvarpi, helst í nóv- ember 1984? Getum við ímyndað okkur Jón Sigurðsson semja eld- heitar barátturitgerðir þar sem hann situr, annaðhvort í New York eða London, með útvarps- tækið á fullu, og síbylja auglýs- inga og dægurflugnasuð veitir honum innblástur til að skrifa: „Við þurfum tilbreytingu"!? Dægurmenning Saga þjóðarinnar og menning- arleg arfleifð gagnast ekki sé hún einungis notuð á táknmáli tylli- daganna. Slíkir minjagripir safna bara ryki hvað svo sem Ríkisút- varpið ólmast í að framleiða „sam- felldar dagskrár í tilefni af...“ og svo framvegis. Ræða og rit Fjöln- ismanna, barátta Jóns Sigurðs- sonar, var hvorki saga né arfleifð. Þeir voru allir á kafi í þvf sem við köllum dægurmenningu — sem þá var. Dægurmenning, það „menn- ingarumhverfi" sem við lifum í frá degi til dags stenst aldrei saman- burð þegar mætustu menn flytja heimsósómamál með ívitnunum í úrval „alls þess besta“ sem áður hefur verið sagt og hugsað. öm- urlegust þykir mönnum jafnan hin syndum spillta unga kynslóð. En það er þó svo að í dægurmenn- ingunni stendur skýrast hvaða lífi við lifum. Það er þar sem í raun- inni ræðst hvað lifir með þjóðinni og hvað deyr. Þess vegna, í nafni Jóns Sigurðssonar ef menn vilja, megum við ekki klúðra því tæki- færi sem við nú höfum til að blása frelsandi anda í dægurbaráttu okkar tíma. Hvernig má það best verða? Ör- ugglega ekki með því að leita náð- ar í kæfandi faðmi einangrunar- hyggju. Því síður með að hverfa I rómantík fortíðarinnar (sem auð- vitað var ekkert rómantísk þegar hún var nútíð). Allir tímar eru óvissutímar og efinn verður að hvetja menn til dáða. Ekki dugar að hrækja á lélegan smekk al- mennings, óskapast yfir vinsæld- um Dallas né fárast yfir ambögum Bubba (sem reyndar hefur að lík- indum gert meira til að kynna ljóð Magnúsar Ásgeirssonar fyrir æskulýðnum en samanlagt skóla- kerfið, menntamálaráðuneytið að viðbættu Ríkisútvarpinu og Les- bók Morgunblaðsins)! Þá verða menn að taka sér tak og viður- kenna að illa fer á því að herða eftirlitsólina í útvarpsráði og láta svipuhöggin dynja á þeirri íhaldsstofnun sem Ríkisútvarpið í rauninni er, gagnstætt því sem vinsælt er að haída fram. Hroka- fullt þagnarsamsæri flokkakerfis- ins verður að rjúfa, þó ekki væri nema því sjálfu til frelsunar. Við stjórnlyndisfreistingum gæt þín, og á það ekki síður við um Morg- unblaðið en aðra. Frjálst útvarp Frjálst útvarp, að sönnu frjálst útvarp, er örugglega lykillinn sem gengur að ryðguðum skrám dæg- urmenningarinnar og hleypt getur inn ferskum vindum sem blása burt feysknum laufum haustsins í fyrra og sælgætisbréfum hóg- lífisins. Eitt grundvallaratriði verður að vera til viðmiðunar: að sönnu frjálst útvarp verður ekki til sé það skilgreint út frá sjón- armiði neyslu í stað tjáningar- frelsis — þvi sem hver og einn vill koma á framfæri. Sú rödd er fölsk sem segir að öllu skipti að fólk fái að velja og hafna. Sú rödd er rödd kaupmannsins. í menningar- og þjóðmálaumræðu er hver rödd jafnrétthá annarri. Hver einasti einn hefur rétt til jafns við aðra, alla aðra, jafnvel þótt enginn fylgi honum að málum, hann sé einfari í einu og öllu. Þetta heitir mál- frelsi. Það þjóðskipulag sem við þykjumst vilja byggir á þessu og heitir lýðræði. Málfrelsi og lýð- ræði eru ekki markaðsafyrir- brigði. Á markaðnum vinsa kaup- endur og seljendur úr, sumt selst. annað ekki, og sést ekki meir. I málefnaumræðu heitir það þagn- arsamsæri og skoðanakúgun. Þess vegna skiptir engu við nýsköpun útvarps hvað fólk vill heyra, held- ur hvað það vill segja, með hvaða hætti svo sem það kýs. Sé hið sfð- arnefnda tryggt kemur hið fyrr- nefnda að sjálfu sér. Það er rétt að biðjast afsökunar á því að hafa eytt tíma og rúmi í að ítreka svo sjálfsagða hluti. En vörnin er þá sú að grundvallarat- riði eins og þessi virðast enn framandi þeim sem verma æðstu stóla. En enn er ósvarað hvernig haga á verkum. í fyrsta lagi sýnist ekki vanþörf á að lærðir og leikir haldi áfram að hugsa og skrifa „fram undir sauðburð" að minnsta kosti svo vitnað sé í formann þing- flokks Framsóknarflokksins. í þeirri umræðu ættu menn að íhuga sumt af þvf sem Eiður Guðnason skrifaði f Morgunblaðið 9. janúar. Þar eru reifaðar hug- myndir — án þess að þær séu beinlínis kallaðar því nafni — þess efnis að annars vegar verði slakað á miðstýringu dagskrár- stjórnar hjá Rikisútvarpinu, og hins vegar opnað fyrir útvarp annarra aðilja í áföngum, og þá byrjað á þeim sem ekki eru þegar fyrir f fjölmiðlaheiminum. Þetta eru góðar hugmyndir. Svo vikið sé að Ríkisútvarpinu fyrst bendir Eiður á að sendibúnaður þess er ekki fullnýttur stóran hluta sól- arhringsins. Það er rétt að minna á að sjálfsagt er að líta á öldur Ijósvakans sem sameiginlegar auðlindir landsmanna, en sem stendur hefur RUV eitt tæknigetu til að nýta þær. Þarna kemur fram, sem fjárfestingarglöðum ís- lendingum sést oft yfir, að dag- skrárstjórn og tæknibúnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.