Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 fclk í fréttum Pálmi, Örn, Laddi og Jörundur fara á kostum Fettur og grettur nokkurra náunga í draugalegum ljósa- gangi getur að líta í auglýsingu á skjánum þessa dagana. En þeir sem vilja sjá þessa sveina augliti til auglitis og fá meira að heyra geta lagt leið sína á „Söguspaug 85“ sem frumsýnt var í Súlnasaln- um sl. laugardagskvöld. Þar sprella þeirra félagar Pálmi Gestsson, Örn Árnason, Laddi og Jörundur. Var ekki annað að sjá á frumsýningunni en gestir skemmtu sér hið besta eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þess má geta að sérstakur matseðill hefur verið saminn fyrir þessi kvöld og þar má finna hið girni- legasta Ijúfmeti. Það hefur verið mikið að gera hjá þeim félögum í Söguspauginu að undanförnu því auk æfinga fyrir það eru sumir einnig að leika í Þjóðleikhúsinu og aðrir að gera það gott í Hryll- ingsbúðinni. Tiltekt hjá 5. HK Morgunblaðið/Árni Sæberg Nemendur í 5 HK í Hlíðaskóla tóku sig til um daginn og söfnuðu 700 tómum ílátum undan Svala-drykknum. Hér má sjá hópinn hressan í bragði með hrúguna. • • Orlög sjónvarpspersóna í beinum tengslum við launakröfur leikara Hefur einhver íhugað hvers végna mikilvægar hetjur framhaldsþátta í sjónvarpi hverfa skyndilega? Þær eru látnar deyja skyndilega, flytja um set eða hverfa. En hver er skýringin? Oftast nær er hún sú, að leikar- arnir hafa sett fram óhóflegar kaupkröfur, framleiðendurnir hafa neitað að verða við þeim og breytt handritinu til að losa þátt- inn við viðkomandi friðarspilli. í Dynasti var Alexis Carringtor ásökuð um morð og ævilangt fang- elsi er stefndi í óefni í karpi Joan Collins við framleiðendur þátt- anna. Ungfrú Collins hefur þegar 45.000 dollara vikukaup, en hún fór fram á meira og það þótti vinnuveitendum hennar óhóflegt. Þegar Joan varð ljóst að hlutverk hennar yrðu að engu gert í þáttun- um, slíðraði hún sverð sitt og um leið féll allur grunur af Alexis Carrington. Munið þið eftir Dusty Farlow í Dallas? Þann hrossakappa lék Jared Martin og er hann var orð- inn stórnúmer í Dallas heimtaði hann kauphækkun ofan á 12.000 dollara vikulaun sín. Því næst lenti Dusty í flugslysi, lamaðist, en batnaði aftur síðar. Allt var þetta öðru vísi en ætlað var í byrj- un og einungis gert til að losa Dallas við kúrekann. Það sama gerðist við Audrey Landers, sem lék Afton Cooper í Dallas; kaupkröfur hennar féllu ekki í góðan jarðveg hjá framleið- endum þáttarins þannig að hún var skrifuð út úr þáttunum, send í langt ferðalag og sást aldrei fram- ar. Farrah Fawcett sló fyrst í gegn í „Charlies Angels". Hún þáði 5.000 dollara fyrir hvern þátt, en er endurnýja átti samninga, heimtaði þokkagyðjan 75.000 doll- ara fyrir hvern þátt, lauflétta kauphækkun, en er vinnuveitend- ur hennar fengu málið á nýjan leik, var Jill Munroe, engillinn sem Farrah lék, látin flytja til Evrópu og nýr engill fyllti skarðið, engill sem gerði ívið minni kaup- kröfur. Kvenþjóðin eignast sinn eigin Tarsan Kvenþjóðin hefur eignast sinn „Tars- an“ í kvikmyndinni „Sheena" þar sem Tanya Roberts fer með titilhlut- verkið, leikur Sheenu sem er nokkurs konar kven- kyns útgáfa af Tarsan apabróðir. Hún situr þar á sebrahestum, fílum og hestum og leikur sjálf í flestum erfiðu atriðunum í stað þess að láta sér- þjálfaða staðgengla sjá um það. „Ég var í lík- amsrækt í heilt ár til þess að geta staðið í stykkinu í þessari mynd,“ sagði Tanya við fréttamenn. Tanya hefur viða komið við, en hún varð fyrst kunn fyrir vestan haf sem ein af englum Charlies í vinsælum sjónvarpsþætti sem hét „Charlies Ang- els“. Síðar á þessu ári leikur hún Bond-stúlku í „A view to kill“, sem var að hluta til tekin upp á fslandi sem kunnugt er. Gott hjónaband í einkalífinu er þessi huggulega 29 ára gamla kona við eina fjölina felld, hún hefur verið gift Barry Roberts í 12 ár, gekk að eiga hann 17 ára gömul og hún segist elska mann sinn út af lífinu. Hann fylgir henni um heim all- an, eða hvert sem hlut- verk hennar krefst og fjárhagslega heldur Tanya þeim hjónum á floti. „Við treystum mjög á feril minn í kvikmynd- um til að framfleyta okkur. Þess vegna eigum við engin börn þrátt fyrir 12 ára hjónaband. Við höfum svo mikið fyrir stafni að við yrðum lélegir foreldrar," segir frú Rob- Tanya Roberts meö Donovan Scott í erts. „Sheena“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.