Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 36 Minning: Hjörtur Hjartarson kaupm. frá Reijnimel Fæddur 31. október 1902 Dáinn 15. febrúar 1985 I dag, föstudag, kl. 10.30, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni Hjörtur Hjartarson, kaupmaður frá Reynimel, en hann lést í Landspítalanum föstudaginn 15. febrúar síðastliðinn 82 ára að aldri. Hjörtur Hjartarson fæddist í Reykjavík 31. október 1901, sonur hjónanna Margrétar Sveinsdóttur og Hjartar Jónssonar, (1863— 1940) sjómanns og steinsmiðs, er hyggðu Reynimel, lítinn steinbæ er lengi stóð þar sem heitir Bræðraborgarstígur 22, en steinb- ær þessi var byggður úr því höggna grjóti er afgangs varð, er smíði Alþingishússins var lokið, og þá um leið annar bær, Brautar- holt við Grandaveg, sem enn stendur. Þar bjó Oddur Jónsson, bróðir Hjartar Jónssonar, en þeir voru synir Jóns Eyjólfssonar, útvegsbónda í Steinum, er ættaður var frá Kjalarnesi, og konu hans, Sigríðar Oddsdóttur, sem var skaftfellsk að ætt. Jón Eyjólfsson drukknaði í fiskiróðri 15. apríl árið 1868, Steinar voru á Bráðræðisholti, en á þessum slóðum bjó fjöldi sjó- manna á öldinni sem leið og nokk- uð fram á þessa, að minnsta kosti svo lengi, sem menn fóru á skútum eða opnum skipum til sjóróðra frá Reykjavík, en aukin heldur var stundaður landbúnaður eftir því sem grasnyt leyfði svo og garð- rækt. Margrét Sveinsdóttir (1861—1940) var ættuð af Kjal- arnesi. Hjörtur Hjartarson ólst upp í stórum systkinahópi, en meðal bræðra hans voru þeir Sveinn Hjartarson, bakari, sem hafði mikil umsvif í bakstri og mjólkur- sölu á sinni tíð, og Jón Hjartarson, kaupmaður, sem rak stóra og þekkta verslun í Hafnarstræti 4. Af Hirti var hinsvegar það að segja, að þegar hann hafði lokið barnaskólanámi hóf hann störf hjá Ölgerðinni Agli Skallagríms- syni en varð síðan afgreiðslumað- ur hjá Jóni, kaupmanni, bróður sínum, og meðal verka Hjartar var að afgreiða skipin. Fjöldi skipa tók allan kost hjá verslun hans. Oft varð að róa út í skipin og gátu það verið slarksamir túrar í norðanngarra, eða útsynningi. Höndlun við skip er og var sér- stakt trúnaðarstarf, því oft voru föngin ekki bundin alfarið við lag- er verslunarinnar, en skipshandl- arinn varð að útvega allt, mjólk, brauð og rekstrarvörur fyrir þilf- ar og vél. Þetta var því sérstakt trúnaðarstarf, sem rækja varð af samviskusemi og nákvæmni, en einmitt þessa kosti höfðu systkin- in á Reynimel, auk annars, fengið heima. Hjörtur mun snemma hafa ákveðið að leggja fyrir sig verslun og hann byrjaði með því að sækja bókhaldsnámskeið hjá N. Mancher í Reykjavík, en sigldi síðan til náms og lauk prófi frá Brodrene Paahlmens Handelsakademi í Kaupmannahöfn árið 1924. Hjört- ur stundaði skrifstofustörf í Reykjavík fram til ársins 1926 er hann stofnsetti verslun undir eig- in nafni 9. febrúar árið 1926, sem hann rak til 7. júlí árið 1982, eða í 56 ár samfleytt. Verslunin var ávallt til húsa á sama stað, á Bræðraborgarstíg 1. Árið 1927, eða 8. október það ár, gekk Hjörtur Hjartarson að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ástu Björnsdóttur, sem var dóttir hjón- anna Önnu Pálsdóttur (1888—1961) og Björns Jónssonar, skipstjóra frá Ánanaustum (1880—1946), Björnssonar, tómthúsmanns í Ánanaustum, en hans getur Jón Helgason, biskup lofsamlega í endurminningum sínum frá Reykjavík. Björn Jónsson var í sinni tíð einn þekktasti skipstjóri á Suðurlandi, en hann stýrði lengst línuveiðaranum Sigríði. Hjónaband þeirra Ástu og Hjartar var hið farsælasta og þeim fylgdi glæsileiki og ljúf- mannlegt viðmót alla tíð. Lengst af bjuggu þau ásamt börnum sínum á Reynimel 16A, sem er myndarlegt, tvílyft timb- urhús, sem enn stendur mitt í hvirfingu húsa sem flest voru reist skömmu eftir aldamótin á þeirri tíð, er torfbæir viku fyrir viða- meiri og betri húsum. Kynni mín af Reynimelsfólkinu hófust snemma, enda átti ég til frændsemi að rekja, því Oddur í Brautarholti var langafi minn í móðurætt. Börn þeirra Ástu og Hjartar voru einnig á líku reki og við systkinin. Það var líka auðvelt að laðast að þessu góða heimili þar sem öllum var svo vel tekið. Þá voru sumardagar og miklir tímar. Á Reynimel var gestkvæmt því fólkið var frændrækið og vina- margt og gestrisni meiri en geng- ur og gerist. Heimilið brúsaði af lífi og gleði. Mótlæti var hinsvegar mætt þar af stillingu og sorginni með réttri alvöru, sem var eins gott, því oft var hún innan seil- ingar, allt frá upphafi og til sein- ustu daga, þegar farið er að sjá á grösum. Hjörtur vann við verslun sína alla daga. Var röggsamur og ná- kvæmur kaupmaður. Sama fólkið kom í búð hans ár eftir ár, nýjar kynslóðir tóku við af gömlum, og þótt flutt væri annað lögðu margir það á sig að leita þangað um lang- an veg og viðskipti við sjómenn og útgerð voru oft mikil, enda var kaupmaðurinn æfður skipshandl- ari, sem að framan greinir. Hjört- ur verslaði nær alla ævi og ávallt á sama stað. Eftir stríðið, þegar bærinn byrjaði að þenjast út, brugðust margir kaupmenn í gömlu hverfunum við á þann hátt, að flytja verslanir sínar í stór hverfi og rúmgóðar búðir. Hjörtur á Reynimel hugleiddi þau mál einnig, en hætti við og réð það ef til vill mestu að bæði var honum sárt um höfnina og útræðin og eins var það hitt að synir hans hneigðust ekki til verslunarstarfa, þannig að enginn var til þess að taka við. Árið 1974 seldu þau hús sitt, Reynimel, þar sem heimili þeirra hafði staðið í nær hálfa öld og fengu sér í staðinn hentugra hús- næði í Espigerði 4. Þá mun einnig hafa komið til álita að draga úr umsvifum. Sú varð þó raunin á, að Hjörtur kunni ekki iðjuleysi og því hafði hann verslun sína opna áfram meðan heilsa entist, seinast nokkra tíma á dag og það held ég að margur hafi metið mikils. Nógu margt hafði farið úr skorðum samt í Vesturbænum gamla. Maður gat að minnsta kosti komið þangað með börnin og kynnt þau fyrir mildum höfðingja og frænda, en hann var barngóður og sýndi börnum þá virðingu að taka þau sem jafningja. Búðar- ferðir þangað þóttu því af hinu góða. En svo aftur sé vikið að starfs- ævi Hjartar Hjartarsonar, kaup- manns, þá kaus hann að vera um kyrrt í Vesturbænum. Samt vann hann ótrauður að félagsmálum kaupmanna og framförum í smá- söluverslun. Hann var einn af stofnendum Félags matvörukaup- manna og sat um tíma í stjórn þess. Var hann sæmdur gullmerki félagsins árið 1978. Hjörtur var eini eftirlifandi stofnandi þessa félags, er hann lést. Þá starfaði hann í Oddfellowreglunni frá ár- inu 1942. Hann var lengi gjaldkeri Dómkirkjusafnaðarins í Reykja- vik. Meðal áhugamála Hjartar var tónlist. Hann var í Tónlistarfélag- Konan min t RAGNHEIÐUR BOGADÓTTIR, Frakkastfg 6a er látin. Gunnar Ólafsson + Eiginmaöur minn, faöir og tengdafaöir, ÁSGEIR HALLDÓR JÓNSSON, fyrrverandi bóndi á Valshamri Skógarsfrönd, Vesturbergi 144, andaöist i öldrunardeild Landspitalans Hátúni 10b 21. febrúar. Áslaug Guómundsdóttir, Erla Áseirsdóttir, Björgvin H. Björnsson, Ása Ásg eirsdóttir, Ingvar Kristinsson, Jón Ásgeirsson, Valgeröur Gunnarsdóttir, Gylfi Ásgeirsson, Sveinlaug Júlfusdóttir. t Maöurinn minn, BJÖRN ÁRSÆLSSON, Bólstaóarhliö 30, lést 20. febrúar. Útförin veröur auglýst siöar. Dagný S. Karlsen. Faöir minn. t EDVIN ARNASON, andaöist i Landspitalanum aö kvöldi hins 19. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Edvins. t Eiginmaöur minn, MARTEINN M. SK AFTFELLS, kennari, Hamrahlíö 5, lést aö morgni 20. febrúar. Astrid Skaftfells. t Sonur minn og fóstursonur okkar, bróöir og fósturbróöir, SIGURKARL FJÓLAR ÓLAFSSON, Kópavogsbraut 105, Kópavogi, andaöist í Landspitalanum miövikudaginn 20. febrúar sl. Ólafur Jens Pétursson, Gunnsteinn Ólafsson, Pétur Már Ólafsson, Helga Helgadóttir, Sveinbjörn Br. Pétursson, Hrönn Sveinbjörnsdóttir, Helgi Sveinbjörnsson, Héöinn Sveinbjörnsson. t Móöir min, AMALÍA JÓNSDÓTTIR, Óöinsgötu 13, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Villingarholtskirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 13.00. Áætlunarferö frá BSÍ. Ómar Breiðf jörö. t Dóttir okkar og systir, HAFDÍS HALLDÓRSDÓTTIR, Tjarnargötu 33, Keflavfk, veröur jarösungin frá Keflavikurkirkju, föstudaginn 22. febrúar kl. 14.00. Elfsabet Ólafsdóttir, Halldór Brynjólfsson og systkini. t Mágkona min, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Stóra - Núpskirkju laugardaginn 23. febr. kl. 14.00. Ferö verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 11.00. Fyrir hönd aöstandenda, Vilborg Pálsdóttir. t Útför eiginmanns mins, FINNBOGA EINARSSONAR, Neöri — Prestshúsum, Mýrdal, fer fram frá Reyniskirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á liknarstofnanir. Kristfn Einarsdóttir. t Faöir minn og bróðir okkar, NÚMI ERLENDSSON trésmföameistari frá Þjóðólfshaga, Holtahreppi, veröur jarösunginn frá Marteinstungukirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00. Ferö veröur frá BSI kl. 12.00. Birgir örn Númason, Elfsa Erlendsdóttir, Margrót Erlendsdóttir, Þóróur Erlendsson. t Móöurbróö.ir minn, , SIGURDUR SIGURDSSON, Garövangi, Garöi, veröur jarösunginn frá Útskálakirkju iaugardaginn 23. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Lovfsa Þorgilsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.