Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 56
SmfflEST ianstraiist
úeiía
Oftíd W.OO-Z.OO
FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
3,2 milljónir lítra
af áfengi drukknir
hér á landi í fyrra
ÍSLENDINGAR drukku samtals 3,2 milljónir lítra af áfengi á árinu
1984, að því er fram kemur í skýrslu frá ÁTVR. Af sterkum drykkj-
um drukku landsmenn 1,3 milljónir lítra, 1,3 milljónir lítra af boró-
vínum og tæplega 520 þúsund lítra af millisterkum vínum.
Af sterkum vínum var mest
drukkið af erlendum vodka, rúm-
lega 385 þúsund lítrar, þarnæst
kom íslenska brennivínið, rúmlega
288 þúsund lítrar, þá viskí, tæp-
lega 147 þúsund lítrar, og í fjórða
sæti var íslenska kláravínið, rúm-
lega 134 þúsund lítrar. Af milli-
vínum, svokölluðum heitum vín-
um, var mest drukkið af ver-
mouth, tæpiega 208 þúsund lítrar,
og þarnæst var sherry, 135 þúsund
lítrar rúmir. Af borðvínum var
mest drukkið af rauðvíni, rúmlega
643 þúsund lítrar, en af hvítvíni
voru drukknir rúmlega 348 þúsund
lítrar og af Rínar- og Móselvíni
tæpir 316 þúsund lítrar.
Hver landsmaður drakk að með-
altali 3,30 lítra af hreinum vín-
anda í fyrra og er það örlítil aukn-
ing frá árinu áður er drukknir
voru 3,23 lítrar af hreinum vín-
anda.
MorRunblaðið/Júlíus
Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, og Óskar Vigfússon, formaður SÍ,
koma af fundi forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra siðdegis í gær.
Stuttur fundur í sjómannadeilunni:
Aðilar rædd-
ust ekki við
í G/ER var haldinn árangurslaus sáttafundur í kjaradeilu sjómanna og
útvegsmanna. Samninganefndir aðila komu til fundar hjá ríkissátta-
semjara klukkan 14 en fóru aftur um klukkan 15.30 án þess að hafa
ræðst við, en ríkissáttasemjari ræddi við nefndirnar hvora fyrir sig.
óskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambands íslands og
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands fóru á fund
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra og Halldórs Ás-
grímssonar, sjávarútvegsráð-
herra, í gær til að ræða við þá
um kröfur sjómanna á hendur
ríkisvaldinu. Að sögn Óskars
varð engin árangur af fundinum.
Hann sagði að ráðherrarnir
væru að athuga málin. Ríkis-
sáttasemjari hefur boðað samn-
inganefndirnar til sáttafundar
klukkan 14 í dag.
Nær allur fiskiskipaflotinn er
nú hættur veiðum og liggja skip-
in bundin viö bryggjur víðsvegar
á landinu eða eru á siglingu úr
söluferðum. Hlýddu áhafnir
skipanna kalli samninganefnda
sjómanna um að hætta veiðum
og sigla í land, með nokkrum
undantekningum þó eftir því
sem næst verður komist. Samn-
inganefnd LÍÚ sendi í gær frá
sér yfirlýsingu þar sem áskorun
samninganefnda sjómanna um
að skipin hætti veiðum, er harð-
lega mótmælt. í yfirlýsingunni
segir að LÍÚ áskilji sér allan rétt
fyrir sig og félagsmenn sína
vegna þessara ólögmætu að-
gerða, sem valdið hafi útgerðar-
mönnum gífulegu fjárhagstjóni.
Sjá mótmæli LÍÚ á bls. 31.
FólksbifreiA fór sem næst á hliðina og inn um glugga á bifreið við hliðina.
Strætisvagn krækti í fólksbifreið
STRÆTISVAGN, sem ekið var
niður Seljaveg í átt að Mýrargötu í
gærmorgun krækti í Subaru fólks-
bifreið, sem lagt hafði verið á bfla-
stæði með þeim afleiðingum, að
hún fór á hliðina og hafnaði á bif-
reið við hliðina.
Undir venjulegum kringum-
stæðum aka strætisvagnar ekki
Seljaveginn, heldur Vesturgöt-
una inn á Ánanaust. En Vestur-
gatan var lokuð, svo vagnstjór-
inn ákvað að aka niður Seljaveg,
norður á Mýrargötu og þaðan
inn á Ánanaust. Mikil hálka var
á Seljavegi þegar óhappið átti
sér stað og rann vagninn til,
stuðari hans kræktist í stuðara
fólksbifreiðarinnar með fyrr-
greindum afleiðingum. Enginn
slasaðist.
Ráðgjafarþjónusta Húsnæðisstofnunar:
Algengt að húsbyggj-
endur séu með 100—
200 þús. í vanskilum
AÐ MEÐALTALI hafa um 20
manns leitað til ráðgjafarþjónustu
Húsnæðisstofnunar ríkisins fyrir
húsbyggjendur í greiðsluerflðleik-
um á dag þá þrjá daga sem hún
hefur starfað. I fyrstunni var fyrir-
hugað að tveir menn sinntu ráð-
gjafarþjónustunni, en eftir fyrsta
daginn var þriðja ráðgjafanum
bætt við og á mánudag tekur sá
fjórði til starfa.
Grétar J. Guðmundsson,
verkfræðingur hjá Húsnæðis-
stofnun, sagði í samtali við blm.
Mbl. að það væri mjög mismun-
andi hvað fólk væri í miklum
vandræðum, enda mismunandi
hvað það teldi vera vandræði.
Sagði hann algengt að það fólk
sem til þeirra leitaði væri með
100—200 þúsund kr. í vanskil-
um, en sumir væru í vandræð-
um með minna, reyndar allt
niður í engin vanskil, og aðrir
með allt upp í 300 þúsund i van-
skilum. Aðspurður um dæmi
sagði Grétar að hann væri með
á borðinu hjá sér umsókn þar
sem vanskil væru 250 þúsund en
heildarskuldir 1,8 milljónir kr.
Þetta væri 5 manna fjölskylda
sem byggi í íbúð í fjölbýlishúsi.
Virtist hún hafa verið keypt að
öllu leyti fyrir lánsfé og væri
þetta með verstu dæmunum
sem á hans borð hefði komið
enn sem komið er.
Grétar sagðist ekki verið bú-
inn að athuga þessa umsókn en
í fljótu bragði sé gæti hann ekki
séð að nýtt lán breytti miklu
fyrir þetta fólk. Það væri með
þennan klafa áfram á bakinu.
Þeir færu í gegn um umsóknirn-
ar og athuguðu með hjálp tölvu
hvort viðkomandi gætu greitt
skuldirnar af ráðstöfunantekj-
INNKAUPASTOFNUN ríkisins hef-
ur ákveðið, f.h. ríkissjóðs, að festa
kaup á 114 bifreiðum frá íslenzkum
bifreiðaumboðum, að undangengnu
útboði um kaup á 119 fólks-, lögreglu-
og sendibflum. Ileildarkaupverð bif-
reiðanna er 51 millj. 300 þús. kr., en á
almennum markaði er kaupverð
þeirra 55 millj. 900 þús. kr„ þannig
að með útboðinu telst Innkaupastofn-
uninni til, að ríkissjóður spari 4,6
millj. kr.
Flestar bifreiðirnar, u.þ.b. fjórð-
ungur heildarfjöldans þ.e., 31 bif-
reið, eru frá Agli Vilhjálmssyni,
þar af eru 24 af gerðinni Fiat 127.
Ingvar Helgason selur ríkinu sam-
um sínum. Ef þeim virtist að
viðbótarlán frá Húsnæðisstofn-
un gætu hjálpað fólki til að
komast fram úr greiðsluskuld-
bindingum sínum, þá mæltu
þeir með lánveitingu. Ef viðbót-
arlán væru ekki líkleg til að
hjálpa fólki yrði að ráðleggja
því að selja húsnæðið.
tals 27 bíla og það umboðið sem er
þriðja í röðinni selur samtals 16
bíla.
Að sögn Ásgeirs Jóhannessonar
forstjóra Innkaupastofnunar bár-
ust samtals á annan tug aðgengi-
legra tilboða. Hann sagði að bif-
reiðaumboðin hefðu vandað mjög
til tilboða sinna og fengið umtals-
verðan afslátt frá bifreiðaframleið-
endum, sem gert hefði þessa niður-
stöðu mögulega. Afsláttur á bif-
reiðunum hefði verið allt að 15%.
Ásgeir sagði ennfremur, að enn
væri eftir að taka ákvarðanir um
kaup á þeim fimm bifreiðum sem
vantaði upp á í töluna 119.
Ríkið kaupir
114 bifreiðir