Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Tímamót r Arni Gunnarsson fyrrverandi alþintíismaður stýrir þætti á rás I á miðvikudögum er hann nefnir Tímamót. Þættir þessir fjalla um hverskyns tímamót í lífi einstaklinfía og fjölskyldna. Þannig ræddi Árni að þessu sinni við níu barna foður frá Akureyri er tók sig nýlega upp með barnahópinn og flutti út í sveit. Maður þessi er trésmiður að mennt og vænti fárra verkefna heima á Akureyri, en þeg- ar hann kemur í sveitina bíður hans kirkjusmíð. Svona er lífið eöldrótt. Kannski er það bara vilji Guðs að er þessi maður flytur út i sveit að rækta jörðina, fær hann þess í stað vinnu við smíði Guðs- húss? Máski er Drottinn allsherjar að sýna í verki þakklæti vegna hins myndarlega barnahóps? Við þekkj- um eigi hugsun almættisins og þau rök er þar liggja að baki, eða hvað meinar Predikarinn er hann segir: Það, sem við ber, hefir fyrir löngu hlotið nafn sitt, og það er ákveðið, hvað menn eiga að verða, og mað- urinn getur ekki deilt við þann, sem er honum máttkari. Og þótt til séu mörg orð, sem auka hégómann, hvað er maðurinn bættari? Því hver veit, hvað gott er fyrir mann- inn í lífinu, alla daga hans fánýta lífs, er hann lifir eins og skuggi? Þvi hver segir manninum, hvað bera muni við eftir hans dag undir sólinni? Köllunin Svo mörg voru þau orð og gætu einnig mætavel átt við síðari við- mælendur Árna í fyrrgreindum þætti, tvo hjúkrunarfræðinga er hafa ákveðið að halda til Eþíópíu að líkna bágstöddum. Heyrðist mér að hér væru á ferð tápmiklar stúlk- ur er höfðu báðar allmikla reynslu af hjúkrunarstörfum erlendis. Auðvitað vissu stúlkurnar ekki hvers var að vænta í Eþíópíu, en Árni þekkir nokkuð til þarna og gat þess sérstaklega að algengt væri að vestrænt hjúkrunarfólk þyldi ekki hið mikla tilfinningalega álag er fylgir störfum á hungur- svæðunum. Minntu þessi ummæli Árna Gunnarssonar mig á grein eftir Edward M. Kennedy öldunga- deildarþingmann er hann ritaði í janúarhefti (28. jan.) vikuritsins People, en þar lýsti Kennedy viku- dvöl sinni og tveggja barna sinna, þeirra Köru og Teddy, í hjálpar- búðum í Eþíópíu og Súdan. Lýsing Kennedys Lýsing Kennedys öldungadeild- arþingmanns er átakanleg og ber með sér að þar fer mannvinur er hugsar ekki bara um þá betur settu í heimi hér. Kennedy getur sér- staklega um hugrekki og mann- gæsku hjálparfólksins. Að sjá líf færast að nýju í augu barnanna er aflgjafi þessa hjálparfólks. En Kennedy gefur ekki bara gaum að hinu hugprúða hjálparfólki: Inní fæðugjafatjaldinu var megn ódaunn. Flugur skriðu yfir augu barnanna ... glýja á augnsteinum þýddi að eitthvað alvarlegt var að. Við tókum sérstaklega eftir því hve mörg barnanna höfðu misst stjórn á augnhreyfingunum — og alltaf þessi hósti. Samt voru mömmurnar önnum kafnar við að flétta hár þessara barna einsog þau væru á leið í afmælisboð. Gagnvart slíkum veruleika fær fyrrgreindur texti Predikarans annarlega merkingu. Þá verður þetta ekki lengra að sinni en takið eftir myndinni af Kennedy þar sem hann rabbar við níræða konu sem hefir misst öll níu börn sín í greipar hungursins. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Ingrid Bergman og Charles Boyer í hlutverkum sínum. GASLJÓS — bandarísk sakamálamynd ■ Föstudags- 15 myndin er — bandarísk sakamálamynd í svart/hvítu frá árinu 1944 og nefnist Gasljós (Gas- light), gerð eftir sam- nefndu leikriti Patricks Hamilton. Myndin gerist á Eng- landi á öldinni sem leið. Kona er myrt og talið er að morðinginn sem kemst undan hafi tekið með sér hina frægu Barlow-rúb- ína. Fimmtán árum síðar gerast atburðir sem varpa nýju ljósi á málið. Paul, frændi myrtu konunnar, og kona hans, Bella, flytjast inn í hús látnu frænkunnar. Upp úr kafinu kemur að Paul er að reyna að æra konu sína, jafn framt því sem hann leitar ákaft að týndu rúbínunum. Grunsemdir vakna hjá leynilögreglumanninum Rough og böndin berast að Paul sem morðingja frænkunnar. Fær Rough Bellu í lið með sér og sam- an reyna þau að færa sannanir fyrir máli sínu. Leikstjóri er Thorold Dickinson en með aðal- hlutverk fara Ingrid Bergman, Charles Boyer og Joseph Cotten. /r A sveitalínunni ■I Hilda Torfa- 15 dóttir er stjórn- *“ andi þáttarins Á sveitalínunni sem er á dagskrá RÚVAK í kvöld kl. 23.15. Að þessu sinni ræðir Hilda við Ólínu Jónsdótt- ur á Flatey á Breiðafirði um lífið og tilveruna. Þá spjallar hún við Ólafíu Egilsdóttur á Hnjóti í Ör- lygshöfn í Barðastrand- arsýslu. Hún rifjar upp uppvaxtarár sín á Sjöundá, en sem kunnugt er gerðust þar atburðir sem síðar urðu efni í bók, mynd og ieikrit. Er hér átt við morðin sem þar voru framin á öldinni sem leið og Gunnar Gunnars- son rithöfundur skrifaði síðar um í bók sinni Svartfugl. Loks verður rætt við Jónas Jónasson þar sem hann segir frá kynnum sínum af Lizzy á Hall- dórsstöðum. Lizzy var skosk en giftist til íslands og vakti mikla aðdáun manna á meðal. Hún var mikil söngkona og mun Hilda leika upptökur með söng hennar þar sem hún syngur tvö lög. Jónas þekkti Lizzy vel þar sem hann var sem strákur í sveit á Halldórsstöðum. Skólalíf Rjett verður við eldri og yngri nemendur. KASTLJÓS - fjallað um MR ■■ { kvöld kl. 21.25 25 verður sýndur “- fyrsti þáttur af þremur um félagslíf og skólabrag í íslenskum framhaldsskólum. í þessum fyrsta þætti sem unninn er af Sigurði G. Valgeirssyni verður staldrað við í Menntaskól- anum í Reykjavík. Fjallað verður um hefðir þessa aldna skóla sem breyst hafa minna en í öðrum framhaldsskólum lands- ins í gegnum árin. Fylgst verður með félagslífi við skólann og íþróttaiðkun- um og rætt verður við yngri og eldri nemendur um skólalífið fyrr og nú. Það fer vel á því að byrja á Menntaskólanum í Reykjavík þar sem hann skipar sérstakan sess sem elsti framhaldsskóli á landinu. Síðar á árinu verður fjallað um Fjöl- brautaskólann á Akranesi og Alþýðuskólann á Eið- um. ■■■■■ Kastljós verður OA 55 * sjónvarpi í vf kvöld kl. 20.55. Umsjónarmaður er Ólafur Sigurðsson og er þáttur- inn um innlend málefni. f þættinum verður rætt við tvo Vestfirðinga, þá Einar K. Guðfinnsson á Bolungarvík og séra Lár- us Guðmundsson á Holti í Önundarfirði um hugsan- legar radarstöðvar fyrir vestan en þeir eru á önd- verðum meiði um það mál. Þá verður litið við hjá nokkrum áhugamönnum sem hafa gert upp gamla bíla og skoðaðir verða fornbílar þeir sem Þjóð- minjasafnið hefur að geyma. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 22. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leiktimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Siguröar G. Tómassonar trá kvöldinu áö- ur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð — Kristján Þor- geirsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Pipuhattur galdramanns- ins“ eftir Tove Jansson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les þýðingu Steinunnar Briem (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 „Blessuö skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vfg- lundsdóttir les þýðingu slna (12). 14.30 A léttu nótunum Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar a. Konsert fyrir selló og blásarasveit eftir Jacques Ibert. André Navarra og Kammerblásarasveitin I Prag leika; Martin Turnovský stjórnar. b. Fiðlukonsert I d-moll op. 47 eftir Jean Sibelius. Hen- ryk Szeryng og Sinfónlu- hljómsveit Lundúna leika; Gennady Rozhdestvensky stjórnar. 19.15 A döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu 10. Baldur rýfur keðjuna Kanadlskur myndaflokkur I þrettán þáttum, um atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þóröard- óttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 60 ára afmælismót Skáksambands Islands Skákskýringaþáttur. 17.10 Siðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Kvöldfréltir. Tilkynn- ingar. 19.55 Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björn Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Frá safnamönnum. Þáttur um þjóöleg efni. b. Fyrr en dagur rfs. Guðrún Aradóttir les frásðgn frá Grænlandi úr samnefndri 20.55 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónarmað- ur ólafur Sigurðsson. 21.25 Skólallf 1. Vita in schola Fyrsti þáttur af þremur um félagsllf og skólabrag I Is- lenskum framhaldsskólum. I þessum þætti veröur staldr- að viö I Menntaskólanum I Reykjavlk. Fjallaö verður um hefðir þessa aldna skóla, fyigst með félagsllfi og Iþróttaiökunum og rætt við eldri og yngri nemendur um skólallfiö fyrr og nú. Umsjón: Sigurður G. Val- geirsson. bók eftir Jörn Riel I þýðingu Friðriks Einarssonar. c. Mannahvörf og morð- grunur. Úlfar K. Þorsteinsson les um hvarf séra Odds frá Miklabæ úr „Grlmu hinni nýju“. Þetta er fyrsti þáttur af fjórum. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Hljómbotn Tónlistarþáttur I umsjón Páls Hannessonar og Vals Páls- sonar. 22.00 Lestur Passíusálma (17) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Stjórn upptöku: Valdimar Leifsson. 22.15 Gasljós (Gaslight) s/h Bandarisk sakamálamynd frá 1944, gerö eftir sam- nefndu leikriti eftir Patrick Hamilton. Aðalhlutverk: Charles Boyer, Ingrid Bergman og Joseph Cotten. Myndin gerist I Englandi á öldinni sem leið. Kona er myrt til fjár og morðinginn finnst ekki. Fimmtán árum slöar gerast atburðir sem varpa nýju Ijósi á málið. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 00.20 Fréttir I dagskrárlok. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson (RÚVAK). 23.15 A sveitallnunni Umsjón: Hilda Torfadóttir (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 22. febrúar 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Póslhólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ölafsson. Hlé 23.15—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vlgnir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. (Rásir 1 og 2 samtengjast að lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 22. febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.