Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 35 Ályktun aðalfundar stórkaupmanna: Frjáls verðmyndun hefur leitt til lægra vöruverðs Á AÐALFUNDI Félags íslenskra stórkaupmanna sem haldinn var í síöustu viku voru eftirfarandi ályktanir samþykktar: Frjáls verömyndun. Aðalfundur FÍS fagnar þeim skrefum, sem stigin hafa verið í átt til aukins frjálsræðis í verslun og viðskiptum á liðnu ári. Opinberar tölur hafa staðfest að þessi mikilvægu skref í átt til frjálsrar verðmyndunar leiddu á árinu til harðnandi sam- keppni og lægra vöruverðs, og er það í samræmi við langa reynslu nágrannaþjóða. Reynslan hefur enn einu sinni sýnt að ótti við aukið frjálsræði í viðskiptum hefur jafn- an verið ástæðulaus og að afnám hafta og skömmtunar hefur orðið til góðs fyrir almenning í landinu. Aðalfundurinn hvetur stjórnvöld til áframhaldandi starfa á þessari braut. Skattamál. Nýleg könnun bendir til þess að verslunarkostnaður á ís- landi sé hóflegur miðað við önnur Norðurlönd, enda ástæður fyrir háu vöruverði hérlendis að finna í öðrum þáttum verðmyndunar. Stefna íslenskra stjórnvalda við skattlagningu verslunar bitnar fyrst og fremst á neytendum, þar sem hún kemur óhjákvæmilega fram í vöruverði. Tollamál. Mikilvægt framfara- spor hefur verið stigið með því að taka upp einfaldari tollmeðferð á vörum, en Félag ísl. stórkaup- manna situr nú enn einn aðalfund sinn án þess að frumvarp til laga hafi séð dagsins ljós. í slíku frum- varpi þarf að kveða á um sann- gjarnari og jafnari tolla en nú tíð- kast, svo og tollkrit, afnám banka- stimplunar, FOB-tolla í stað CIF og algjöra niðurfellingu á gjöldum af aðföngum til samkeppnisiðn- aðar. Þá má benda á ótvírætt hag- ræði þess, jafnt fyrir tollheimtu sem innflytjendur, að heimila greiðslu tollgjalda í bönkum, spari- sjóðum og pósthúsum. Kjaramál. Hörmulegt er að til- raunir til að gera raunhæfa kjara- samninga á sl. hausti mistókust. Stöðugt verðlag á fyrri hluta ársins 1984 náði langt í að endurheimta verðskyn meðal neytenda og nýjar innkaupavenjur voru farnar að mótast af því. Grundvöllur var far- inn að myndast undir skipulegri innkaup og betri viðskiptakjör í kjölfarið. Þessu var því miður varpað fyrir róða að verulegu leyti og óvissa ríkir nú um framhaldið. Verðlagsþróun fram að kjarasamn- ingunum sannaði svo ekki verður um villst, að stöðugt verðlag er ein megin forsenda þessa að innflutn- ingsverslunin geti nýtt aðstöðu sína til að bæta þjóðarhag. Aðalfundurinn minnir á að frjáis verslun er ekki einasta ein helsta forsenda efnahagslegrar velferðar þjóðarinnar heldur einn af horn- steinum sjálfstæðis. Ályktun um peningamál Aðalfundur FÍS 1985 varar við þeirri þróun að þrengja stöðugt að útlánámöguleikum banka og spari- sjóða með skyldubindingu sparifjár og óraunhæfum yfirboðum ríkis- sjóðs á innlendum peningamark- aði. Eðlilegt framboð fjármagns á frjálsum markaði er ein forsenda verðmætasköpunar í þjóðfélaginu, en hvers konar lögþvingaðar milli- færslur og ófrjáls ráðstöfun fjár- magns er hindrun í vegi þess. Fundurinn hvetur til að ríkið haldi áfram að minnka umsvif sín í at- vinnulífinu, selji hluti sína í atvinnufyrirtækjum og feli öðrum verkefni, sem eru betur komin í höndum einstaklinga en ríkisstofn- ana. Ályktun um skipulags- mál heildverslunar Aðalfundur FÍS 1985 skorar á borgaryfirvöld að láta gera úttekt á þörfum heildverslunar fyrir land- svæði til starfsemi sinnar áður en meira landi verður ráðstafað í grennd við Sundahöfn. Fundurinn felur stjórn FÍS að gera könnun á því meðal félagsmanna, hvort tíma- bært sé að reisa nýja heildsölu- miðstöð á hafnarsvæðinu. Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudag EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Lundi á sunnu- dag kl. 10.30 með kirkjukór Hábæjarkirkju og Sigurbjarti Guðjónssyni organista. Guðs- þjónusta í Hábæjarkirkju kl. 14. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. SEYÐISFJARÐARKIRKJA: Kirkjuskóli á morgun, laugar- dag, kl. 11. Organisti Sigur- björg Helgadóttir. Sr. Magnús Björnsson. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sr. Stefán Lárusson. VÍKURPRESTAKALL: Kirkju- skólinn í Vík á morgun, laug- ardag, kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta í Skeiðflatarkirkju á sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. | smáauglýsingar —- smáauglýsingar — smáauglýsingar smáauglýsingar I . ...........I VEROBWerAMARKAOUR HUSI VERaUUNARINNAR 0.HAEÐ KAUPOG SAIA VHSKUlMBatfA SlMATfMI KL10-12 OO 16-17 Rafmagnsþjónustan Dyrasimaþjónustan. Kristján, rafv.meistari, sími 44430. Dyrasímar — raflagnir Gestur rafvirKjam., s. 19637. IOOF 12 = 1662228 'A = 9.II SAMTÖK ÁHUCAMANNA UM HEIMSPEKI PÓSTHÓLF 4407-124 RVK. Almennur samrœðufundur (borðfundur) veröur haldinn i Geröubergi laugardaginn 2. mars. Fundartími frá kl. 14—17.30. Fundarefni er tvi- skipt: 1. Hugmyndir um himnafööur og alfööur. Gestur fundarsins er séra Gunnar Kristjánsson. 2. Frumspeki Leibnitz. Gestur fundarins er dr. Eyjólfur Kjal- ar Emilsson. Kaffihlé er á milli funda. Þátt- tökugjald er kr. 100 (kaffl Innifal- iö). Fundarefni næstu funda eru: Andleg framtíö mannsins. — Hvaö er sál? — Einar Bene- diktsson skáld. — Völvuspá. Vegna takmörkunar á borörými þarf aö tilkynna þátttöku fyrir- fram. Símar 79393 og 686408. Frá Guöspeki- fólaginu Áskriftsrsími Ganglera er 39573. i kvöld kl. 21.00 veröur sagt frá Sai Baba — Öllum opiö. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferöir sunnudag- inn 24. febrúar 1. Kl. 13. Þorlákshöfn — Hafn- arnes — Flesjar. Lótt ganga meö ströndinni. Verö kr. 400,00. 2. Kl. 13. Skiöaganga úr Blé- fjöllum um Heiöinahá aö Geitafelli. Verö kr. 400,00. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni. austanmegin. Farmiöar viö bil. Fritt tyrir börn i fylgd tullorð- inna Helgarterö i Þórsmörk 8,—10. marz. Gist í Skagfjörösskála. Notaleg gistiaOstaöa, miöstööv- arhitun, svefnpláss fyrir fjóra í herb. og rumgóö setustofa. Gönguferöir um Mörkina og einnig á gönguskíöum ef aö- stæöur leyfa. Upplýsingar á skrifstotunni, Öldugötu 3. Feröafélag íslands. Dagskrá fyrir stórsvigsmót Ármanns sem verður haldió helgina 23.-24. febrúar '85. Laugardagur: 1. Brautarskoóun karlar/konur kl. 9.30. Keppni hefst kl. 10.30. 2. Brautarskoöun 13-14 ára kl. 13.20. Keppni hefst kl. 14.15. 3. Verölaunaafhending. Sunnudagur: 1. Brautarskoóun 9-10 ára og 8 ára og yngri kl. 11.00. Keppni hetst tyrir 9-10 ára kl. 11.40 og fyrir 8 ára og yngri kl. 12.20. 2. Brautarskoóun 11-12 ára kl. 14.30. Keppni hefst kl. 15.10. 3. Verólaunaafhending. Ath.: Þátttökugjöld fyrir 13 ára og eidri er kr. 180 og fyrir 12 ára og yngri kr. 90. Stjórnin. Hafnarfjörður Sniöa- og saumanámskeiö hefst 26. febr. Innritun i s: 25058, 51504, 53982. | raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi i boöi Við Ármúla - Leiga 180 fm salur til leigu, hentar undir verslun, skrifstofur eða léttan iðnað. Gengið inn af jarðhæð. Tilboö sendist augld. Mbl. merkt: „Leiga - 3916.“ Fiskiskip Til sölu 200 lesta yfirbyggt fiskiskip, smiðaár 1964. Aðalvél er 1000 hestöfl, árg. 1981. Upplýsingar i sima 53283 og 92-8086. Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn Fundur veröur haldinn laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 i Kaupvangi viö Mýrarveg. Gestur fundarlns veröur Halldóra J. Rafnar formaóur Landssambands sjálfstæðiskvenna. Kosnir veröa fulltrúar á lands- fund. Skemmtiatriói. Boðiö upp á veitingar. Félagskonur fjölmenniö og takiö meó ykkur gesti. Stjórnin. Akranes Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn i Sjálfstæóishúsinu mánudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Alberl Guömundsson fjármálaráö- herra ræóir sförf og stefnu rikisstjórnarinnar og svarar fyrirspurnum. Þingmenn Sjálf- stæóisftokksins i Vesturlandskjördæmi Friöjón Þórðarson og Valdimar Indriöason mæfa á fundinn. Allir velkomnir. Fulltrúaráö sjálfstæðistélaganna Akranesi. Seltirningar FUS Baldur og Sjálfstæöisfólag Seltirninga halda almennan fund um bæjarmáiefni mánudaginn 25. febrúar kl. 20.30 i Sjálfstæóishúsinu að Austurströnd 3. Bæjarfulltrúar flokksins halda framsögu og sitja fyrir svörum. Bæjarbúar fjölmennum og fræöumst um rekstur og framtiöaráform í bænum okkar. Léttar veitingar. Stjómin. TýrKópavogi Uppsagnir framhaldsskólakennara Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráö- herra veröur gestur á rabbfundi Týs F.U.S. Kópavogi laugardaginn 23. febrúar kl. 15.00 i Sjálfstæóishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæö. Framhaldsskólanemendur og kennar- ar eru hvattir til aó koma og taka þátt í umræöum og þiggja kaffiveitingar viö vægu verói. Stjórn Týs. Árnessýsla - Selfoss Aöalfundur fuiltrúaráós sjálfstæóisfélaganna i Arnessýslu veröur haldinn i Sjálfstæöishúsinu aó Tryggvagötu 8. Selfossi, þriöjudaginn 26. þ.m. kl. 21.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf. «... Jón Magnússson lögfræöingur Hann kemur i kjaliara Valhallar Háaleitisbraut 1, föstudaginn 22. febrúar kl. 21.00 og ræöir þaö sem efst er á baugi i þjóömálum. Er Jón Magnússon i stjórnarandstöóu? Neytendamál: Er S.I.S. eitthvaó ofan á brauó? Heimdellingar mætum timanlega og fjölmennum á áhugavekjandi .rabbkvöld“. Ath.: Léttar veitingar. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði — Hafnarfirði Almennur tundur veröur haldinn mánudaginn 25. febrúar nk. kl. 20.30 i Sjálfstæóishúsinu vió Strandgötu. Fundarefni: Kosning sex viðbotarfulltrua i fulltrúaráó v/breytinga á lögum þess. Gestur fundarins veröur Þorsteinn Pálsson formaöur flokksins. Kaffiveitingar. Mætiö stundvislega og takiö meö ykkur gesti. Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.