Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 j, (?u gelur &\veg treyst mer, pctta cr loara. bólusetnirp qcgn hun.do.3rol." ... að finna að vorið er komið. TM Raa. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved °1984 Los Angeles Tlmes Syndlcate Snjöll hugmynd þetta, enda heyrist ekki eitt styggöaryrði frá honum. Með tnor^unkaffinu Kallaðu til mín þegar þú kemur á næsta viðkomustað? HÖGNI HREKKVtSI FLUGLEIDII flugleiðir Bréfritari segir að borgarbúar geti talist í hópi þeirra lánsömu sem hafi fiugvöll við bæjardyrnar. Til varnar Reykja- víkurflugvelli Stefán Sæmundsson skrifar: Síðastliðinn sunnudag birtist grein hér í Velvakanda þar sem bréfritari tekur undir skoðun fjár- málaráðherra um brottflutning Reykjavíkurflugvallar. Sem betur fer eru svona bréf sjaldséð fyrirbrigði en þeim má þó ekki láta ósvarað. Ekki virðist bréfritari eingöngu eiga við flughræðslu að stríða heldur óttast hann einnig Áburðarverk- smiðju ríkisins og ótaldar aðrar framtíðaráætlanir á borgarsvæð- inu. Hættur borgarbúa Að fenginni áratuga reynslu mætti álíta að bílar væru hér meiri slysavaldar en flugvélar, sem betur fer dettur þó engum heilvita manni í hug að gera Reykjavík að gönguborg né fjar- lægja þaðan flugvelli í þeim eina t.ilgangi að fækka slysum. Hætt er við að fleiri mannslíf glötuðust á leiðinni til Keflavikur heldur en þau sem bjarga mætti með flutn- ingi flugsins frá Reykjavík. Ekki má skilja orð mín svo að ég telji bílhræðslu eða flughræðslu óeðli- lega, en henni má setja skynsam- leg mörk. Kostnaður borgarbúa Nærtækt ætti að vera fyrir fjár- málaráðherra að líta í kassann og athuga hvort við höfum efni á að flytja innanlandsflugið til Kefla- víkur. Það sem eftir yrði af svo- kölluðu innanlandsflugi, ef flutt yrði, læt ég ósagt, en flugtími mundi lengjast til allra staða á íslandi og beinn flugkostnaður þannig aukast. Jafnvel þótt far- þegar sættu sig við að eyða jafn löngum tíma í að komast um borð í flugvél í Keflavík eins og lengsta flugferð innanlands tæki, þá dreg ég mjög í efa að nokkur vildi borga stórfé í skattheimtu fyrir það óhagræði sem af hlytist. I’ægindi borgarbúa Reykvíkingar geta taiist í hópi þeirra lánsömu sem eiga flugvöll við bæjardyrnar og að auki kemur hann allri landsbyggðinni til góða. Jafnvel þótt flugslys yrði í Vestur- bænum, breytir það engu um þá staðreynd. Bílslys verða varla til að draga úr vegaframkvæmdum, nema síður sé. Hví skyldu þá flugslys verða til að útrýma flug- völlum? Kjarni málsins snertir aðra þætti lífsins sem við latum okkur mjög annt um, sem sé þæg- indi og tímasparnað. í huganum vorkenni ég vesalings Keflavíkur- innanlandsfarþegunum á leið til Vestmannaeyja, þegar áhöfnin kemur til Keflavíkur og fær þau boð að ófært sé orðið á leiðarenda. Skyldi engum detta orðið Herjólf- ur í hug þann daginn? Umhugsunarefni fyrir borgarbúa Vafasamt er að Vesturbærinn yrði betur eða fallegar skipulagð- ur þótt flugvöllurinn yrði látinn víkja fyrir húsum, blokkum eða öðrum mannvirkjum. Auð svæði eiga líka heima í góðu skipulagi. Kunnur byggingaverkfræðingur tjáði mér að flugvallarsvæðið væri jarðvegslega séð mjög óheppilegt til bygginga, en að auki væri jarð- vatnsstaða svo há að frárennslis- vandamái væri þar verulegt. Margt má gera til að fegra svæðið án þess að flugvöllurinn þurfi að víkja, og fyrirhuguð leng- ing norðvesturbrautar ætti að verða til þess að minnka umferð um norður-suður-brautina, sem mjög er til bóta vegna hávaða, sem óhjákvæmilega fylgir aðflugi og fráflugi stærri flugvéla. Áform um að fylla upp eða byggja í tjörn- inni hafa sem betur fer verið lögð á hilluna, vonandi verður það sama með hugmyndir fjármála- ráðherra hvað snertir flugvöllinn. Snjöll hugmynd og ódýr Sú hugmynd kom fram nýlega, hvort ekki væri mun ódýrara og betra fyrir alla ef þeir sem ekki þola flugvélar fengju aðstoð til að flytja til afvikins staðar.> Þá þyrftu aðeins örfáir að leggja lykkju á leið sína vegna innan- landsflugsins, flugvöllurinn gæti áfram fengið- að vera á sínum stað og borgarbúar notað fjármuni sína í annað þarfara en hug- myndaflug fjármálaráðherra. Þessir hringdu . . . Jákvæðari umfjöllun um daglegt mál Kennari kom að máli við Velvak- anda. Hvernig væri að umsjónarmað- ur þáttarins Daglegt mál fjallaði um málfarið á aðeins jákvæðari hátt? Menn eru farnir að verða hræddir við að opna munninn af ótta við að segja eitthvað rangt. Þó þátturinn sé gagnmerkur þá vill oft jaðra við að hann sé í nöldurtón. Stór hluti félags- manna verkafólk Stjórnarmaður í Leigjendasam- tökunum hringdi: Mér þótti heldur sterklega til orða tekið í bréfi fyrrverandi íbúa í verkó sem birtist í Velvakanda föstudaginn 15. febrúar, þar sem hann talar um „hámenntaða menn í Búseta sem fari hamförum". Því vil ég láta þess getið að sam- kvæmt könnun sem gerð var innan Leigjendasamtakanna reyndust 77% félagsamanna í Búseta vera verkafólk eða tilheyrandi þeim fé- lögum sem heyra undir Alþýðu- samband íslands. í nefndu bréfi segir jafnframt að Framsóknar- flokkurinn sé linur í þessu máli. Því langar mig að benda á það að það er ekki bara Framsóknar- flokkurinn sem er linur því að af þingflokkunum sex styðja allir nema Sjálfstæðisflokkurinn Bú- seta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.