Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Ungmennafélagið með fjölbreytt starf S«l1osai, 18. tabrúar. AÐALFUNDUR Ungmennafélags Selfoss var haldínn sl. föstudag 15. febrúar. Ungmennafélagið er fjölmennasta fólagið hér í bænum og sinnir íþrótta- og félagsstarfi ungs fólks. Innan félagsins starfa 7 íþrótta- deildir ásamt framkvæmdastjórn félagsins. Þá eru starfandi fasta- nefndir hjá félaginu, jólasveina- nefnd, sem hefur innan sinna vé- banda 13 jólasveina og fjögur tröll, og íþróttavallanefnd sem er ráö- Bikarglíma GLIá sunnudag BIKARGLÍMA Glímusambands ís- lands fer fram í Melaskólanum næstkomandi sunnudag og hefst kl. 14.00. Þrettén keppendur eru skróðír til leiks. Þar é meðal flest- ir sterkustu glímumenn landsins. gefandi um framkvæmdir á íþróttavallasvæðinu. Málfunda- klúbburinn Málfoss er starfandi og félagiö annast rekstur Selfossbíós. Skráölr félagar hinna ýmsu deiida félagsins eru um 790 talsins og starfsemin því geysimikil viö aö sinna félags- og leikjaþörf þessa fólks sem er aö meirihluta innan 18 ára aldurs. Á aöalfundinum var lögö fram greinargóö ársskýrsla félagsins í A4 broti, 80 síður aö stærö. í henni er tíundaö starf íþróttadeildanna sem er mikiö aö vöxtum. Á fundinum var Tryggvi Helga- son sundmaöur útnefndur íþrótta- maöur Selfoss áriö 1984. Trimm- NEWCASTLE United keypti í gær framherjann George Reilly frá Watford og greiddu þeir fyrir hann 200.000 pund. Fyrir tveimur vikum keypti Jack Charlton fram- tarínan sem afhent er mesta trimmaranum kom í hlut Smára Ársælssonar og Sigmundur Stef- ánsson forstöðumaöur Sund- hallarinnar hlaut Björns Blöndal- bikarinn sem veittur er dyggum stuöningsmanni og velunnara fé- lagsins undanfarin ár. Mikilvægi starfs iþrótta- og ungmennafélaga er ágætlega lýst í inngangsoröum Björns Gíslasonar formanns aö árskýrslu félagslns en þar segir m.a.: „i harönandi sam- keppni um tómstundir unga fólks- ins er íþróttahreyfingin eina aflið sem getur spornaö viö þeim vá- gesti sem ávana- og eiturlyfja- neyslan er.“ kvæmdastjóri Newcastle Steve Kinsly sem einnig er framherji fyrir 80.000 pund. Newcastle Uni- ted mætir Luton é laugardaginn í 1. deild og mun Reilly leika með Newcastle í þeim leik. Reilly til Newcastle Frá Bob Hennessy, fréttamanni MorgunblaðH- ins í Knglandi. Landsganga SKÍ hafin Kjíibtstoðum, 17. febrúar. í GÆR hófst í Egilsstaöaskógi 1. éfangi landsgöngu Skíðasam- bands íslands 1985, en Skíöa- sambandiö gengst fyrir 5 skíöa- göngumótum víös vegar um land é þessum vetri. í gær voru gengnir 25 km og voru keppendur 30 talsins. i hópi 17—34 ára karla voru keppendur þrír og bar Gottlieb Konráösson, Ólafsfiröi, sigur úr býtum á 1. klst., 20 mín. og 48 sek. Annar varö Haukur Eiríksson, Akureyri, á 1. klst., 23 mín. og 39 sek. og þriöji Ingþór Eiríksson, Akureyri, á 1. klst., 31 mín. og 04 sek. I hópi 35 ára karla og eldri bar Siguröur Aöalsteinsson, Akureyri, sigur úr býtum á 1 klst., 32 mín. og 10 sek. Annar varö Björn Þór Ólafsson, Ólafsfiröi, á 1. klst., 34 mín. og 11 sek., þriöji Halldór Matthíasson, Reykjavík, á 1 klst., 39 mín. og 57 sek. og fjóröi Hjálm- ar Jóelsson, Egilsstööum, á 1. klst., 43 mín. og 55 sek. Næst veröa gengnlr 20 km á Ak- ureyri, þá 42 km viö Reykjavík, 10—20—30 km á Ólafsfiröi og aö lokum 24 km á Isafiröi. Stig þátt- takenda veröa reiknuö eftir röö í hverju göngumóti skv. reglugerö SKÍ þar um. Samanlögö stig þriggja bestu mótanna ráöa úrslit- um í íslandsgöngunni. Alls tóku 13 trimmarar þátt í göngunni í gær og veröur lands- gangan sjálfsagt til aö auka enn veg skíöaíþróttarinnar hér um slóöir. — Ólafur. Morgunblaöiö/Ólafur • Skíöagöngumenn fara af stað í fyrstu trimmgönguna af fimm sem Skíðasamband íslands gengst fyrir. Skíðagangan fór fram í Egilsstaðaskógi um síöustu helgi. Framférði stjómar HSÍ er í máli þessu stórlega ámælisvert Herra ritstjóri. Að undanförnu hefur veriö fjall- aö nokkuö ítarlega é íþróttasíö- um blaös yðar um mél Svafars Magnússonar, leikmanns með mfl. Víkings í handknattleik og afleiöingar þess að hann lék með Víkingi é móti Val í íslandsmót- inu. f blaöi yðar í dag er löng grein um mélið eftir einn af íþrótta- fréttamönnum yðar og stjórnar- mann í handknattieiksdeild Vík- ings, Hall Hallsson. í greininni er vikið aö dómi dómstóls HSÍ í kærumélinu nr. 1/1985: Valur gegn Víkingi é þann hétt aö telja veröur eðlilegt að dómurinn í heild komi fyrir augu lesenda yö- ar. Sendist yður hér með endurrit úr dómabók HSÍ varðandi fram- angreint mél. Vírðingarfyllst, f.h. dómstóls HSÍ, Ingvar Björnsson, formaöur. Ár 1985, þriöjudaginn 15. janúar kom dómstóll HSÍ saman. Dómarar eru Haukur Bjarnason, Ingvar Björnsson og Siguröur Jónsson. Fyrir er tekiö máliö nr. 1/1985: Valur gegn Víkingi. Af hálfu Vals sækja þing Bjarni Jónsson og Bergur Guðnason, hdl. Af hálfu Víkings sækir þing Hall- ur Hallsson. Lagt er fram nr. 1, kæra nr. 2, leikskýrsla. Umboösmaöur Víkings leggur fram nr. 3—8, grg. ásamt fskj. Umboösmaður Víkings óskar eftir fresti þar sem lögmaöur Vík- ings, Helgi V. Jónsson, hrl., geti ekki mætt. Umboösmenn Vals samþykkja frest. Málinu frestaö til miövikudagsins 16. þ.m. kl. 17.30. Fleira ekki tekiö fyrir. Þannig fram fariö. Hallur Halls- son (sign), B. Guðnason (sign), Bjarni Jónsson (sign), Ingvar Björnsson (sign), Haukur Bjarna- son (sign), Sig. Jónsson (sign). Ár 1985, miövikudaginn 16. janúar kom dómstóll HSÍ saman. Dómarar eru Ingvar Björnsson, Haukur Bjarnason og Jón H. Magnússon. Fyrir er tekiö máliö nr. 1/1985: Valur gegn Víkingi. Skjöl málsins nr. 1—8 liggja frammi. Af hálfu Vals mæta Bjarni Jónsson og Bergur Guönason, hdl. Af hálfu Víkings mæta Hallur Hallsson, Hannes Guðmundsson og Helgi V. Jónsson, hrl. Lögmenn aöilja lýsa gagnaöflun lokiö. Ákveöiö er aö flytja máliö munnlega. Tók þá til máls lögmaður Vals, Bergur Guönason, hdl. Geröi hann sömu dómkröfur og fram koma á dskj. nr. 1. Hann rakti málavexti, studdi kröfur sínar lagarökum, mótmælti varnarástæðum Víkings og lagði málið svo búiö i dóm meö fyrirvara um aö Val væri heimilt aö skjóta niöurstööum dómstóls HSI til íþróttadómstóls ISÍ: Þá tók til máls lögmaður Vík- ings, Helgi V. Jónsson, hrl. og geröi þessar dómkröfur: Aö máli þessu veröi vísaö hér frá dómi en veröi frávísunarkrafan ekki tekin til greina kraföist hann sýknu umbj. sínum til handa af öll- um kröfum Vals. Hann rakti mála- vexti og færöi fram lagarök kröfum sínum til stuönings. Hann geröi fyrirvara um aö Víkingi væri heimilt aö skjóta niöurstööu dómstóls HSÍ til íþróttadómstóls ÍSf. Hann lagöi máliö svo búiö í dóm meö venju- legum fyrirvara. Þá tók lögmaöur Vals aftur til máls. Hann mótmælti frávísun- arkröfu Víkings efnislega. Hann mótmælti lagarökum og öðrum rökstuöningi lögmanns Víkings. Hann itrekaöi dómkröfur og lagöi málið svo búiö í dóm með fyrir- vara. Tók þá á ný til máls lögmaöur Víkings. Hann færöi á ný fram rök og lagatilvitnanir máli sínu til stuönings. Hann mótmælti laga- rökum og öörum rökum lögmanns Vals. Hann ítrekaöi gerðar dóm- kröfur og lagði málfö svo búiö i dóm. Máliö er tekið til dóms og kveö- iö upp í því svohljóöandi dómur: Reykjanesmótiö er framkvæmt aö öllu leyti í samræmi viö lög og reglur HSÍ um handknattleiksmót þótt eigi sé til sérstök reglugerð um þaö mót. Skoöast Reykja- nesmótiö vera opinbert mót, sam- bærilegt Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Skv. 13. gr. laga HSI fjallar dómstóll HSI um öll kærumál sem varöa landsmót. Kærumál þetta fjallar um slíkt tilvik og á þvi undir lögsögu dómstólsins. Máli þessu veröur því ekki vísað frá dómi. Skv. 3. gr. b. reglugeröar HSÍ um handknattleiksmót getur leik- maöur aöeins leikiö meö einu fé- lagi á sama leikári, en leikár telst frá 1. september til 31. ágúst, sbr. 3. mgr. 2. gr. reglugeröar HSÍ um handknattleiksmót. Viðurkennt er aö Svafar Magnússon lék meö Gróttu í Reykjanesmótinu á yfir- standandi leikári. Þátttaka Svafars í hinum kæröa leik samrýmist því ekki 3. gr. b. reglugeröar HSf um handknattleiksmót. Breytir hér engu, þótt stjórn HSi hafi á fundi sínum 12.11.1984 veitt Svafari leikheimild meö Víkingi frá og meö þeim degi, þar sem stjórn HSÍ hef- ur enga heimild til aö veita undan- þágu frá gildandi reglugeröar- ákvæöum og má í þvi sambandi vísa til þess aö aukaþing HSI er meira aö segja óheimilt aö gera laga- eða reglnabreytingar, sbr. 3. mgr. 7 gr. laga HSÍ. Leikheimild stjórnar HSÍ þann 12.11.1984 til Svafars var því markleysa (nullitet) og hefur ekkert gildi. Framferöi stjórnar HSÍ í máli þessu er stór- lega ámælisvert. Útsending bréfs dags. 1.6.1984, dskj. nr. 6, meö reglum um félagaskipti sem felldar höföu veriö á síöasta ársþingi HSÍ, er vítaverð svo og aö taka sér vald, sem stjórnin haföi ekki, til aö heimila félagaskipti þvert á gild- andi regiur, sbr. dskj. nr. 4, og ber aö víta slíkt. Þar sem Svafar Magnússon var ekki hlutgengur í hinum kæröa leik ber meö vísan til a-liös 19. gr. reglugeröar HSÍ um handknatt- leiksmót aö dæma Víkingi tapaðan hinn kæröa leik. Dómsorð: Frávísunarkrafa Vík- ings er ekki tekin til greina. Stjórn HSÍ er vítt fyrir aö senda út rangar upplýsingar til aðildarfé- laga sinna um félagaskipti og fyrir aö taka sér vald til aö heimila fé- lagaskipti þegar slíkt vald var ekki fyrir hendi. Leikur Vals og Víkings í mfl. karla á íslandsmótinu, sem leikinn var hinn 8. janúar 1985, dæmist Víkingi tapaður. Ingvar Björnsson (sign), Jón H. Magnússon (sign), Haukur Bjarna- son (sign). Rétt endurrit staöfestir: Hafnarfirði, 17. janúar 1985, Ingvar Björnsson, hdl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.