Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 inu, sótti hljómleika, og heima hlustaði hann mikið á tónlist, og mat klassíska tónlist að verðleik- um. Hann átti einnig hljóðfæri og lék undir söng, þegar vinir komu saman. Hjónin á Reynimel, Ásta og Hjörtur, áttu barnaláni að fagna, en börn þeirra, talin í aldursröð eru: Björn Hjartarson, útibús- stjóri hjá Útvegsbankanum, kvæntur Sigríði Ármann, ball- ettkennara. Hjörtur Hjartarson, tölvufræðingur, kvæntur Jenný Guðmundsdóttur. Anna Hjartar- dóttir, gift Aðalsteini Kristjáns- syni, skrifstofumanni. Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarás- bíós. Var kvæntur Guðlaugu Pálsdóttur, sem nú er iátin. Hans kona er nú ólöf Klemensdóttir. Anna Þórunn Ottesen, gift Jóni Björnssyni, lyfsala í Stykkishólmi. Afkomendur eru orðnir margir, og óvíða veit ég eins náin tengsl milli foreldra og barna og á Reyni- mel. Seinustu árin urðu Hirti Hjart- arsyni örðug. Heilsuleysi leggst nefnilega oftar en hitt þyngra á þá sem aldrei hlífðu sér en aðra, — og hann dó því hetjudauða í viss- um skilningi, því hann lét aldrei bugast, hvorki í veikindunum, né heldur þegar ljóst var að hinsti dagur var kominn að kveldi, að skip heiðríkjunnar var ferðbúið. Og einnig við erum fáorð. Við höfum misst mann. Blessuð sé minning hans. Jónas Guðmundsson, rithöfundur í dag þegar við kveðjum Hjört Hjartarson hinstu kveðju hlýt ég að minnast þessa merkismanns með nokkrum orðum. í æskuminningum mínum ber þau Hjört og Ástu móðursystur mína hátt. Alla tíð var náið milli Ástu og móður minnar og snemma vaknaði hjá ungum sveini virðing, í fyrstu blandin ótta, fyrir hús- bóndanum á Reynimel við Bræðraborgarstíg. Hjörtur hafði til að bera þá reisn og þann þroska, sem ungu fólki er oft nauðsyn að skynja í fari sér eldri manna, og oft auka slík kynni eigi lítið þroska og víðsýni hinna yngri. Vinátta unglinga við sltka menn, sem kunna að miðia þekk- ingu sinni og reynslu til annarra, geta haft varanleg áhrif á hvernig úr unglingunum rætist, og tel ég að það eigi við um bernskukynni mín af Hirti. Hjörtur rak eigin verslun á Bræðraborgarstíg 1 í hvorki meira né minna en 56 ár, og er mér kunnugt um að margt ungmennið steig sín fyrstu skref á atvinnu- markaðnum undir hans leiðsögn. Móðir mín hefur t.d. margoft sagt frá hversu mikilsvert veganesti fyrir lífsbaráttuna hún telur sig hafa fengið af kynnum sínum við Hjört, er hún kornung hóf störf hjá honum. Hjörtur var einkar laginn við að leiðbeina fólki, og mætti segja mér að hugur margra hvarfli í dag tii litlu búðarinnar á Bræðraborgarstíg 1. í samanburði við nútímaverslanir má segja, að þar hafi ekki verið vítt til veggja, en ótrúlega mikið vöruval og þekk- ing og hlýlegt viðmót kaupmanns- ins löðuðu menn að versluninni. Tel ég að þar hafi lagst að jöfnu meðfædd kaupmennska, áunnin þekking á þörfum viðskiptavina með margra ára reynslu og ótrú- leg ósérhlífni. Hjörtur sá m.a. fjölda báta fyrir kosti, og ef á ann- að borð var verið að gefa sig að þjónustu við bátaflotann dugði t.d. lítið að ætla sér reglulegan vinnu- tíma. Fyrir nokkrum árum þurfti Hjörtur að gangast undir mikla aðgerð er annar fótur hans var tekinn af. Hjörtur tók þessu hlutskipti sínu með ró og stillingu manns, sem öðlast hefur mikla lífsreynslu og áhyggjur nánustu aðstandenda reyndust með öllu óþarfar. Hjörtur fór þá fljótlega eftir aðgerðina að dvelja daglangt við tómstundastörf á Dalbraut, og þar rættist að hluta æskudraumur hans um að læra til smiðs, var hrein unun að sjá smíðisgripi þá, sem hann kom með heim, og heyra hann lýsa hvernig að verki væri staðið. Ég býst við að í Hirti hafi blundað listamannstilfinning fyrir meðhöndlun á viði. Ég vil að lokum ljúka þessum fátæklegu kveðjuorðum mínum með þakklæti til hans, og veit að ég mæli fyrir munn móður minnar og systra, er ég þakka þeim hjón- um allt það er þau hafa fyrir okkur gert, jafnt á gleði- sem sorgarstundum, og um leið og ég votta þér, Ásta mín, og þinni fjöl- skyldu samúð mína, veit ég að þér eru nú efst í huga öll góðu árin sem þið áttuð saman. Anton Örn Kærnested Þegar Félag matvörukaup- manna varð 50 ára árið 1978 voru níu af hundrað og fimmtán stofn- endum félagsins á lífi. í dag er einn þessara manna kvaddur hinstu kveðju, Hjörtur Hjartarson kaupmaður og eru þá einungis tveir eftir á lífi. Hjörtur Hjartarson andaðist 15. febrúar sl., 82ja ára að aldri, f. 31. október 1902 í Reykjavík. Með Hirti er genginn einn traustasti félaginn í Félagi mat- vörukaupmanna og sá sem lengst allra hefur starfað í félaginu, því hann verslaði allt fram á árið 1982. Hann stofnsetti verslun sína á Bræðraborgarstíg 1 þann 9. febrúar 1926 og stóð meðan stætt var eða til 7. júlí 1982, eða rúmlega 56 ár. Hjörtur var eins og áður sagði einn af stofnendum félagsins árið 1928 og hafði þá verslað sjálfur í rétt 2 ár. Hann hafði áður verið við afgreiðslustörf hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni og hjá Jóni Hjartarsyni, bróður sínum, í Hafnarstræti 4 og í Danmörku. Eins hafði hann verið við skrif- stofustörf áður en hann byrjaði að versla. Hjörtur var ætíð boðinn og bú- inn til starfa fyrir félag sitt þegar óskað var eftir og sat lengi í stjórn þess fyrr á árum. Hann var endur- skoðandi félagsins í áratugi. Hjörtur var á 50 ára afmæli fé- lagsins í maí 1978 sæmdur gull- merki Kaupmannasamtaka ls- lands, ásamt öðrum eftirlifandi stofnendum, en þeir voru níu eins og áður er getið. Ég vil að lokum, fyrir hönd Fé- lags matvörukaupmanna og fram- kvæmdastjórnar Kaupmannasam- taka íslands, þakka Hirti Hjartar- syni fyrir allt hans mikla starf í þágu félagsins og að síðustu færi ég eftirlifandi konu hans, frú Ástu L. Björnsdóttur og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Olafur Björnsson, formaður Félags matvörukaupmanna. Þegar ein hurðin lokast opnast önnur. Hjörtur frændi hefur lokað eftir sér hurð lífsins en-opnað hurð eilífðarinnar. Er ég frétti andlátið setti mig hljóðan. Minningarnar hlóðust upp um liðna daga í nálægð hans. Hjörtur frændi var einstakur. Sem strákur átti ég því láni að fagna að mega sendast fyrir hann. Vera sendiherra hans í hverfinu þar sem hann rak verslun í húsi nr. 1 við Bræðraborgarstíg. Maður hækkaði í stöðu og byrjaði að af- greiða. Það var stór stund I lífi mínu er ég stimplaði fyrstu upp- hæðina frá fyrsta viðskiptavinin- um og Hjörtur frændi fylgdist með í fjarlægð, brosandi yfir barnslegri, gleði sem skein úr and- liti mínu yfir því ábyrgðarhlut- verki sem ég var kallaður til. Hjá Hirti frænda var allt til. Hann var kaupmaður af lífi og sál. Hann kappkostaði að geta þjónað viðskiptavininum eftir bestu getu. Að launum hlaut hann líka ást og virðingu þeirra sem versluðu við hann. Glöggt man ég hvað hann átti gott með að ræða við mann, þann- ig að maður fékk á tilfinninguna að saman ræddu vinir á svipuðu reki. Hann talaði við mann með virðingu og fullur áhuga á því sem maður hafði fyrir stafni. Ég vann hjá Hirti frænda sem fyrr sagði við sendlastörf og viö afgreiðslu og þá með skóla og á sumrin. Er ég var innanbúðar átti fólk það til að spyrja Hjört svo ég heyrði, hvort ég væri sonur hans eða barnabarn. Hjörtur jánkaði þá því alltaf og kannaðist við mig sem son eða barnabarn eftir því hvort spurningin hljóðaði upp á. Þetta þótti mér vænt um. Ég var stoltur yfir því að hann vildi kannast þannig við mig. Það er sagt að mennt sé máttur og er sannleikur mikill til í því. Sá tími sem ég vann hjá Hirti var mikill lærdómstími. I starfi leið- beindi hann mér og kenndi mikið sem að gagni gat komið, hvað varðar verslun og einnig um lífið sjálft. Það er margur maðurinn sem í dag getur þakkað Hirti frænda fyrir þá leiðsögu og kennslu sem hann fóstraði hjá þeim í upphafi viðskiptaferils þeirra. Hjörtur frændi var mikill gæfu- maður. Hann eignaðist yndislega og um leið hörkuduglega eigin- konu og fjögur börn og eina fóst- urdóttur og góðan hóp af barna- börnum og barnabarnabörnum, sem honum þótti innilega vænt um. Rödd hans hljómar enn fyrir eyrum mínum. Það var stutt síðan ég heimsótti hann á spítalann. Þá sagði hani) m.a. að það væri alveg sama hvað ég gerði og hver ég væri, númer eitt, tvö og þrjú væri að vera heiðarlegur, þá myndi mér farnast vel á lífsleiðinni. Þetta er mikill sannleikur sem þarf ekki vitnanna við. Ég mun sakna Hjartar frænda inikið en góðar minningar um hann frá Bræðró eitt, bak við búð- arborðið, eða minningarnar um hann brosmildan á heimili sínu, munu veita mér mikla gleði er ég leita á vit minninga. Ásta mín, ég votta þér innilega samúð og börnum og ástvinum öll- um sendi ég dýpstu samúðarkveðj- ur. Það er óbifanleg sannfæring mín að mannsandinn geti ekki lið- ið undir lok. Það má líkja honum við sólina, sem virðist ganga undir en alltaf heldur áfram að lýsa. — Þannig munu minningar um góð- an eiginmann, traustan föður og hjartahlýjan afa og yndisiegan mann lýsa upp tilveru okkar sem eftir lifum. Svenni Við andlát Hjartar Hjartarson- ar sækja margar minningar á hugann. Tengslin voru mikil milli foreldra minna og Ástu og Hjart- ar. Þau áttu sér dýpri rætur en þær, að faðir minn kvæntist Sig- ríði, systur Ástu. Áður var hann kvæntur Valgerði Tómasdóttur, systurdóttur Hjartar, og hélt jafn- an góðu sambandi við fjölskyldu hans og foreldra, Hjört Jónsson frá Steinum í Reykjavík og Mar- gréti Sveinsdóttur frá Ártúni á Kjalarnesi, en þau eignuðust 11 börn og komust 9 af þeim upp: Sveinn, Jón, Ingibjörg, Lilja, Ólaf- ur, Oddgeir, Hjörtur, Jafet og Sig- ríður. Er þeirra allra getið í Æfi- minningabók V sem Menningar- og minningarsjóður kvenna hefur nýlega gefið út. Þar er að finna grein um Margréti Sveinsdóttur sem Ásta kona Hjartar hefur tek- ið saman. Ávallt var mikil eftirvænting tengd því að heimsækja þau Ástu og Hjört á Bræðraborgarstíginn. Ef manni leiddist að sitja inni í stofu var sá kostur alltaf fyrir hendi að fara með Hirti í búðina eða skreppa til hans þangað. Þar var sérstakur ævintýraheimur og ekki brást að kaupmaðurinn tók vel á móti ungum gestum. Á stundum fékkst leyfi til að dvelj- ast þar daglangt og vigta kartöfl- ur í poka eða dunda eitthvað ann- að, í þeirri trú að minnsta kosti að maður væri að gera gagn. Hjörtur Hjartarson var vakinn og sofinn við rekstur verslunar sinnar í 56 ár. Hann stóð þar svo lengi sem stætt var í orðsins fyllstu merkingu. í júlí 1982 veikt- ist hann í hægra fæti og missti hann. Með Hirti er genginn kaup- maður sem lét sér ekki einungis annt um að geta veitt viðskipta- vinum sínum sem besta þjónustu í vöruvali heldur lagði sig fram um að rækta við þá persónuleg tengsl. Var verslunin á Bræðraborgarstíg 1 miðstöð í hverfinu. Og ekki nóg með það, um langt árabil veitti Hjörtur fiskiskipum í Reykjavík- urhöfn þjónustu. Til hans gátu menn því sótt fréttir um skipa- ferðir og aflabrögð ef svo bar und- ir. Eftir Vestmannaeyjagosið tók Hjörtur til dæmis að sér að sjá skipum þaðan sem sóttu frá Reykjavík fyrir kosti. Þau Ásta og Hjörtur voru höfð- ingjar heim að sækja í þess orðs bestu merkingu. Það hefur alla tíð sópað að Ástu Björnsdóttur, móð- ursystur minni. Hún lætur ekki bugast þótt móti blási, sannaðist það best í langvinnum veikindum Hjartar. Glettni Hjartar er ekki síður eftirminnileg. Hann sá alltaf björtu hliðarnar á lífinu. Virtist honum ekkert brugðið að þessu leyti eftir að hann var bundinn við hjólastól. Það var honum til mik- illar gleði að geta verið í dagvist á heimilinu við Dalbraut. Naut hann þar mikillar umhyggju og stundaði smíðar, körfugerð og fleira. Naut hann þess að gleðja börnin í fjölskyldunni með hag- ___________________________37_ lega gerðum smáhlutum sem hann vann þar. Ásta og Hjörtur hafa alla tíð verið óþreytandi við að gleðja aðra. Enginn gat efast um, að jafnræði væri með þeim í því efni sem öðrum. En það var ekki aðeins gleði og ánægju að sækja til þeirra Ástu og Hjartar. Hjá þeim hefur einnig verið að finna víðtækan fróðleik um sögu Reykjavíkur. Hjört brast ekki minni til hinstu stundar. Hann hafði gaman af því að rifja upp gamla atburði og segja frá þeim á sinn kankvísa hátt. Með honum er genginn góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem breytti Reykjavík úr sjávarþorpi í borg. Er mikilsvert að vita, að frásagnir Hjartar af þeirri sögu hafa verið skráðar og eru varðveittar fyrir seinni tíma. Minningin um Hjört Hjartarson lifir skýr og björt í hugum allra þeirra sem kynntust góðmennsku hans og nutu hennar. Blessuð sé minning hans. Björn Bjarnason t Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR EINARSSON, Blikabraut 9, Keflavik, veröur jarösunginn frá Keflavikurkirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00. Ragnheiöur Valdimarsdóttir, Guömundur Valdimarsson, Valgerður Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, BJARGAR MAGNÚSDÓTTUR. Soffia Magnúsdóttir, Gestur Magnússon. t Þökkum innilega allan hlýhug viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóður og ömmu, HREFNU BERGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á Doplaugarstöðum fyrir veitta hjálp. Helga Þorkelsdóttir, P6II Þorgeirsson, Hrefna Pálsdóttir, Hildur Droplaug Pólsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Grensásvegi 58, Hulda Magnúsdóttir, Haukur Guöjónsson, Gylfi Magnússon, Hulda Magnúsdóttir, Jón H. Magnússon, Friöa ísaksdóttir, Hjördls Magnúsdóttir, Rúnar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. t Öllum þeim fjölmörgu vinum og frændfólki viösvegar um landiö svo og tengdafólki og systkinum þökkum viö auösýnda samúö og hlýju viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og mömmu, SVEINBJARGAR GUOJÓNSDÓTTUR, Hákoti, Þykkvabæ. Sérstakar þakkir til Hábæjarkirkjukórs undir stjórn Sigurbjartar Guöjónssonar og svo Hafliöa Kristinssonar, Daniels Jónassonar og félögum þeirra fyrir frábæran söng á kveöjustund. Guö blessi ykkur öll. Áraæll Markússon, Þráinn Ársælsson, Anna Ásgrimsdóttír, Markús Ársælsson, Hildur Ársælsdóttir, Gunnar Ársælsson, Sveinbjörg Jónsdóttir, Erna Þráinsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar, ÁSGEIRS KRISTÓFERSSONAR, i dag frá kl. 13.30 til kl. 15.30. Korpus hf., Ármúla 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.