Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 IMYNDLISTASYNINGAR A KJARVALSSTOÐUMI Páll Guðmundsson: MorKunblaöiö/Bjarni Rut Rebekka Sigurjónsdóttir Rut Rebekka: Málverk og graffkmyndir Rut Rebekka Sigurjónsdóttir opnar syningu í málverkum og grafíkmynd um á Kjarvalsstöóum á morgun, laugardaginn 23. febrúar. Þar sýnir hún 43 myndir, unnar í oliu og akrýl auk silkiþrykks. Rut Rebekka stundaði nám við Myndlistaskólann i Reykjavík á árunum 1975—1978. Hún útskrif- aðist úr Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1982. Síðastliðið sumar dvaldi hún í gistivinnustofu i Danmörku á vegum Nordisk Kunstcenter. Hún hefur tekið þátt i nokkrum samsýningum, við opnun Gerðu- bergs árið 1983, haustsýningu FlM á Kjarvalsstöðum 1983 og sýningu í Riggs Gallery í Kaliforníu i Bandaríkjunum 1984. Auk þess hefur hún haldið einkasýningar i Bókasafni Mosfellssveitar 1984 og i Viborg i Danmörku 1984. Sýningu Rutar Rebekku lýkur 10. mars n.k. og er hún opin frá kl. 14.00 til 22.00. Nú eldar eiginmaöurinn ... Konudagssteikin ávaxtafyllt bac on-steik tilbúin ofninn Ódýrt! íþróttasokkar 69 kr. Svartir og hvítir pottar 447—555 kr. Barna- og unglingakörfustólar 840 kr. Meira fyrir minna Opnar höggmyndasýningu PÁLL Guðmundsson á Húsafelli opnar höggmyndasýningu á Kjar- valsstöðum á morgun, laugardag. Sýningin stendur til 10. mars nk. og er opin frá 14—22. Páll var við nám í Myndlista- skólanum árin 1977—1982 og út- skrifaðist úr málaradeild. Hann lærði höggmyndalist hjá Björg- vin Sigurgeir Haraldssyni auk þess sem hann hefur lært mikið af öldungnum Hallsteini Sveinssyni. Flestar myndir Páls eru unnar úr rauðu grjóti og bláu sem tekið er úr bæjargilinu ofan við Húsa- fell, en það er gömul hefð að vinna úr þessu grjóti, aðallega legsteina. Myndir Páls eru unnar með meitlum og slaghömrum og jafnvel virbursta. Páll Guðmundsson hefur hald- ið nokkrar sýningar. Árið 1981 sýndi hann í matsal Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli, salarkynn- „Svipur syrgjandi konu“ eftir Marg- aret Bourke-White. Sýning á mynduin Margaret Bourke-White SÝNING á myndum bandaríska Ijósmyndarans Margaret Bourke- White (1904—1971) verður opnuð í dag, Töstudaginn 22. i'ebrúar, á Kjarvalsstöðum. Margaret Bourkee-White vakti fyrst á sér athygli á þriðja ára- tugnum fyrir afar sérstæðar myndir úr bandaríska þunga- iðnaðinum. Hún hefur þó hlotið mesta frægð fyrir myndir sem reynst hafa markverðar heimildir um sögulegustu timabil aldarinn- ar. Margaret Bourke-White starf- aði við tímaritið Life frá stofnun þess og tók hún m.a. fyrstu mynd- ina sem var á forsíðu tímaritsins. Valið var úr u.þ.b. 20.000 mynd- um eftir Bourke-White á þessa sýningu, sem er farandsýning. Sýningin skiptist í eftirtalda þætti: Sovétríkin (1930—1932, 1941), Suðurríki Bandaríkjanna (1936), Tékkóslóvakía (1938), ít- alía (1943), Þýskaland (1945), Ind- land 1946—1948), Suður-Afríka (1950), Kórea (1952) og Norður Amerika (1934—1954). Ljósmyndasafnið, Menningar- stofnun Bandaríkjanna og Kjar- valsstaðir standa að uppsetningu á sýningunni. Hún stendur til 10. mars nk. og er opin frá kl. 14—22. um starfsmanna Brunabótafé- lags íslands og í kaffiteríu Loft- leiðahótelsins. Árið 1982 tók hann þátt í samsýningu ungra myndlistarmanna á Kjarvals- stöðum. Einnig sýndi hann i Borgarnesi og á Kleppjárns- reykjum árið 1983 og á Landspít- alanum árið 1984. Undanfarin þrjú ár hefur Páll kennt myndlist við grunnskólann í Borgarnesi auk þess að vinna að málun og höggmyndagerð. Páll Guðmundsson við „Freymóð" Morffunbladið/Bjarni Kristjana Samper: Sýnir skúlptúr Kristjana Samper opnar skúlptúrsýningu á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardaginn 23. febrúar. Þetta er fyrsta einkasýning Kristjönu. Á sýningunni eru 23 verk, unnin i leir og brennd með mismunandi tækni og eitt verk sem steypt er í brons. Flest verkanna eru unnin á sl. tveimur árum. Kristjana stundaði myndlist- arnám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1%2—1963, Myndlista- og handíðaskóia íslands árin 1975—1979 einnig stundaði hún nám við leirskúlptúrdeild og málmsteypudeild University of Arizona 1980—1981. Sýning Kristjönu stendur til 10. mars nk. og er hún opin frá kl. 14.00-22.00. Kristjana Samper við mynd sína „Frjáls“. MorKunblaöið/Bjarni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.