Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Lagning Fossvogsvegar strandar á afstöðu Kópavogskaupstaðar FJÓRÐI hverfafundur borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, var haldinn síð- astliðiö miðvikudagskvöld í Félagsheimili Hreyfils. Fundargestir voru íbúar í Háaleitishverfí, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfí og var fjölmenni. Fundurinn hófst með ræðu borgarstjóra og eins og á fyrri fundum voru sýndar litskyggnur og líkön. Eftir framsöguræðu Davíðs Oddssonar gafst fund- argestum tækifæri til að leggja fyrir hann spurningar um mál- efni borgarinnar og nýttu marg- ir sér þetta tækifæri. Fundar- stjóri var Hannes Þ. Sigurðsson og fundarritari Stella Magnús- dóttir. Þorsteinn Haraldsson spurði borgarstjóra nokkurra spurn- inga meðal annars um afstöðu hans til hraðahindrana. Davíð Oddsson svaraði því til að á und- anförnum árum hafi það færst mjög í vöxt að íbúar einstakra hverfa biðji um hindranir og þá einkanlega í nágrenni skóla. Hins vegar hafa bílstjórar strætisvagna kvartað undan slíkum hindrunum. Sagði borg- arstjóri að sér sýndist skyn- samlegt að koma upp hindrunum í nágrenni skóla, en reyna að forðast þær á leiðum SVR. Þorvaldur Þorvaldsson spurð- ist fyrir um brú yfir Kringlu- mýrarbraut, en hann hafði áhyggjur af því að Bústaðavegur væri ekki tilbúinn til að taka við aukinni umferð sem henni er samfara. í svari borgarstjóra kom fram að vegna deilna Reykjavíkurborgar og Kópavogs er Fossvogsbraut í biðstöðu, en að hans áliti er lagning hennar mun vænlegri kostur en að breikka Bústaðaveg. Reykjavík- urborg og Kópavogur gerðu með sér samning um Fossvogsbraut- ina fyrir nokkrum árum, en þar er ákvæði um að ekki megi hverfa frá lagningu hennar nema að báðir aðilar samþykki. Þetta ákvæði túlkar Kópavogs- kaupstaður sem hann hafi neit- unarvald og á því strandar. Aðspurður sagði Davíð Odds- son að Fossvogsbraut þyldi ekki mikla bið og að borgin muni sækja rétt sinn fast. Benti hann á að Reykvíkingar ættu það inni hjá Kópavogi að sýnd yrði sann- girni í þessu máli. Sá er innti borgarstjóra eftir þessu var Þorsteinn Haraldsson. Iðngarðar ólafur Hannesson innti Davíð Oddsson eftir því hvort til greina kæmi að Reykjavíkurborg gengist fyrir að byggðir yrðu iðngarðar er leigðir yrðu ein- staklingum með smáiðnað end- Davíð Oddsson borgarstjóri skýrir út líkan af gamla miðbænum fyrir nokkrum fundargestum, eftir að fundi lauk. Ásgeir Hallsson spurðist fyrir um árangur skipulagsbreytinga á rekstri Bæjarútgerðarinnar. urgjaldslaust í nokkur ár. Taldi hann að þetta gæti orðið mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í borg- inni. Borgarstjóri kvað það koma vel til greina að byggja slík hús til dæmis sunnan Grafarvogs, en á hvaða kjörum þau yrðu leigð vildi hann ekki segja til um. Gat hann þess að mörg sveitarfélög erlendis hefðu farið út í að byggja iðngarða til að efla at- vinnulíf og benti á Skotland í þessu sambandi. Héðinn Emilsson lagði fyrir borgarstjóra margar spurningar meðal annars um það hvort ekki sé eðlilegt að þjónusta Strætis- vagna Reykjavíkur verði boðin út og einkaaðilar fengnir til að annast hana. Davíð Oddsson sagðist sjá marga vankanta á því að bjóða út rekstur og þjónustu SVR, hins vegar væri hann því hlynntur að einkaaðilar komi inn í og sjái um rekstur fyrir- tækja á sem flestum sviðum. Þetta er stór ákvörðun og þarf góðan undirbúning, en sá rekst- ur sem í eðli sínu er einokunar- Grétar Haraldsson gerði að um- talsefni læknaþjónustuna. rekstur, s.s. hitaveita og raf- magnsveita, á að vera í höndum opinberra aðila. Benti hann á að borgin þarf að greiða með stræt- isvögnunum um 100 milljónir króna á ári. Jakob Þorsteinsson beindi tveimur spurningum til borgar- stjóra. Sú fyrri var um hvenær Háaleitisbraut yrði fullkláruð og fékk hann þau svör að það væri ekki fyrirhugað á þessu ári. Seinni spurning Jakobs var um heita vatnið, en honum lék for- vitni á að vita hvort það væri ekki fullnýtt. Borgarstjóri sagði að mat forráðamanna Hitaveit- unnar væri að stutt væri í að svo yrði. Áætlað er að framkvæmdir á Nesjavöllum til að afla við- bótarvatns kosti fjóra til fimm milljarða króna. Sveinn Geir Sigurjónsson spurði borgarstjóra um hvort fyrirhugað væri að byggja sund- laug fyrir Bústaðahverfi, en fékk neikvætt svar. Aðspurður um vélfryst skautasvell sagði borg- arstjóri það ekki á dagskrá á Jónas Jónsson spurði borgarstjóra um heilsugæslustöðvar. þessu fjárhagsári. Pétur Ólafsson gerði að um- talsefni umferðarmenninguna í Reykjavík og sagði að 7. áratug- ar hugsunarháttur væri þar ríkjandi. Spurði hann Davíð Oddsson hvort ekki þyrftu að koma til breytingar þar sem mesta áherslan væri lögð á al- menningsfarartæki í stað einka- bíla. Taldi Pétur að með þessu mætti spara mikla fjármuni og fækka slysum. Davíð Oddsson benti á að á undanförnum árum hefði þjónusta SVR batnað veru- lega, en engu að síður hefur far- þegum fækkað, enda kysi fólk frekar að ferðast I einkabílum. Ástæða þessa kann að vera sú að ekki hefur tekist að kynna þessa þjónustu nægilega vel, en þessa dagana stendur SVR fyrir slíkri kynningu. Jón Sigurðsson spurði hvenær vænta mætti þess að stígur milli Garðsenda 1 og 3 yrði fullgerður og fékk hann þau svör að það yrði á þessu ári. Sigríði Eiríksdóttur lék for- Fjölmenni var á fjóröa hverfa- fundi Davíðs Oddssonar í Félags- heimili Hreyfils sl. miðvikudag. í ræðustól er Hannes Þ. Sigurðsson, fundarstjóri. vitni á að vita um fyrirhugað leiksvæði við Rauðagerði. Borg- arstjóri upplýsti að það væri á áætlun í ár. Grétar Haraldsson gerði að umtalsefni læknaþjónustuna í borginni, er hann sagði í megn- asta ólestri og benti á að um 19.000 Reykvíkingar eru nú án heimilislæknis. Innti hann borg- arstjóra eftir því hvað væri á döfinni til að leysa þennan vanda. Jónas Jónsson beindi einnig spurningu til Davíðs Oddssonar um heilsugæslustöðv- ar í eigu borgarinnar. I svari borgarstjóra kom fram að heilsugæslustöðvar eru nú í Ár- bæ, Asparfelli, Fossvogshverfi og á Miðbæjarstöðinni. Þá er fyrirhugað að breyta húsi Hita- veitunnar í Drápuhlíð í heilsu- gæslustöð, og klára stöðina í Gerðubergi en auk þess hafa vesturbæingar aðgang að heiisu- gæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Állar stöðvarnar, utan þeirrar síðastnefndu eru í húsnæði sem í upphafi var ekki hugsað undir starfsemi af þessu tagi. Sagði borgarstjóri að í þessu kæmist borgin ekki hraðar en ríkisvaldið vildi, þar sem því bæri að greiða 85% af byggingarkostnaði þó misbrestur hefði orðið á því. Davíð Oddsson tók undir með Grétari, en tók fram að ríkis- sjóður greiddi samkvæmt lögum laun lækna. Þá tók hann fram að þeir sem væru án heimilislæknis gætu farið til hvaða heimilis- læknis sem er ef nauðsyn bæri til. Ásgeir Hallsson, spurði um skipulagsbreytingar á Bæjarút- gerðinni og hvaða árangur þær hefðu borið. Borgarstjóri sagði að BÚR væri rekið með allt öðr- um og markvissari hætti nú en áður. Starfsfólki hefur verið fækkað um 200 og eru starfs- Héðinn Emilsson taldi rétt að bjóða út þjónustu SVR. menn 388. Á seinasta ári greiddi borgarsjóður 60 milljónir króna til fyrirtækisins, eða 12 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern starfsmann. Á þessu ári er gert ráð fyrir að styrkja BÚR um 40 milljónir króna. Tekist hefur að koma Bæjarútgerðinni úr van- skilum, en heildarskuldir eru nálægt einum milljarði króna. Davíð Oddsson sagði að þegar búið væri að koma fyrirtækinu á réttan kjöl ætti að breyta því í hlutafélag. Magnús Jónsson átti loka- spurninguna til borgarstjóra en hann vildi vita á hvern átt hund- ar sem leyfi væri fyrir yrðu merktir. f svari borgarstjóra kom fram að hver hundur mun bera tvö merki, annað með nafni sínu og eiganda og hins vegar leyfismerki sem endurnýjað verður árlega. Fundur borgarstjóra var fjöl- mennur eins og áður segir og létu margir fundarmanna þakkir í ljós til borgarstjóra fyrir að gangast fyrir fundi af þessu tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.