Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 2
2_____________________
Norska flensan komin:
MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985
Yfir 10 þús-
und bólusettir
gegn veikinni
NOKSKA flensan hefur að undanfornu herjað á íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Þrjú tilfelli hafa verið greind, að sögn Lúðvíks Olafssonar, borgarlæknis.
Hann sagði, að veikin hefði skotið upp kollinum í byrjun mánaðarins en
rúmlega 10 þúsund manns voru sprautaðir gegn veikinni í vetur, einkum
gamalt fólk og lasburða.
Lúðvík sagði, að flensa hefði
gengið að undanförnu og margir
lagst og léki grunur á að þar færi
norska flensan. Helstu einkenni
flensunnar eru hiti, beinverkir og
höfuðverkur, sárindi í brjósti og
stundum niðurgangur. Norska in-
flúensan hefur ekki breiðst út til
annarra Norðurlanda, aðeins náð
almennri útbreiðslu í Osló og nú í
Reykjavík.
Helgarveðrið:
É1 og vægt frost
Á laugardag er gert ráð fyrir hægri
austanátt á landinu. Við suður- og
austurströndina verða smáél, en
éljagangur fyrir austan.
Á sunnudag verður komin norð-
austanátt á Norðurlandi með élj-
Athugun Verölagsstofnun-
ar á kaffiverölaginu lokiö:
„Ekkert
athugavert
kom fram“
um, en á Suður- og Vesturlandi
verður vestangola eða kaldi og
smá él.
Vægt frost verður um allt land.
Við suðurströndina og á hafinu
fyrir sunnan land varð vart við
þrumur og eldingar í fyrrakvöld
og í gærmorgun. Gunnar Hvamm-
dal veðurfræðingur sagði, að
ástæðan fyrir þessu hafi verið sú
að í háloftunum væri ókyrrt loft
og bólsturský sem fóru hátt. Þar
myndast rafmagnsský með and-
stæða póla og þegar kviknar þar á
milli myndast blossi, eða elding.
Fryst loðna til Japan:
Elliðavogstanginn, þar sem tfvolf Kauplands verður f sumar og næstu sumur.
MorKunblaAið/RAX
Tívolí á Elliðavogstanga
SAMÞYKKT hefur verið í borgar-
ráði að heimila Kauplandi hf. að
setja upp skemmtigarð á Elliða-
vogstanga, samkvæmt tillögu borg-
arskipulags og skipulagsnefndar.
Er fyrirhugað að starfsemi
skemmtigarðsins hefjist nú um
mánaðamótin aprfl/maí.
Sigurður Kárason hjá Kaup-
landi hf., sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins að ætlunin væri
að hafa garðinn opinn á hverju
sumri frá maíbyrjun og fram í
miðjan september og yrði þar
boðið upp á öll helstu tívolítæki
og aðstöðu fyrir unga sem eldri
til að njóta útivistar. Einnig er
áformað að bjóða upp á
skemmtiatriði af ýmsu tagi um
helgar og á kvöldin og ýmsar
uppákomur, að sögn Sigurðar.
Samkvæmt bókun skipulags-
nefndar er heimilað að reka á
svæðinu svokallað „mini-tívolí“
og eru afnot heimiluð til þriggja
ára. Er hér um að ræða 1,5 hekt-
ara svæði í vestari uppfyllingu í
Elliðaárósum, sunnan smábáta-
hafnarinnar.
„AF GEFNU tilefni hefur Verð-
lagsstofnun gert athugun á verð-
lagningu á kaffi á árunum
1979—1980. Þeirri athugun er lok-
ið og telur stofnunin ekki tilefni
til frekari aðgerða í málinu," segir
í fréttatilkynningu Verðlagsstofn-
unar sem Morgunblaðinu barst í
dag.
„Það kom ekkert athugavert
fram í þessari athugun, og er því
ekkert frekar um hana að segja,"
sagði Gunnar Þorsteinsson að-
stoðarverðlagsstjóri í samtali við
blm. Mbl. í gær.
Verðmæti sölusamninga
300 milljónir kr.
Útflutningsverðmæti þeirra
7 þúsund tonna af frystri
loönu sem útflytjendur hafa
Borgarstjóm í gærkvöldi:
Skíðaskálinn
yerður seldur
A FUNDI borgarstjórnar Reykja-
víkur í gærkvöldi var samþykkt
með 11 atkvæðum gegn 8 að selja
Skíðaskálann í Hveradölum núver-
andi leigutaka, Carli J. Johansen.
Verðmæti skálans og annarra
eigna borgarinnar í Hveradölum,
þar með talin skíðalyfta, er sam-
kvæmt kaupsamningnum 3 millj-
ónir kr.
Borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins gerðu tillögu um að
sölu skálans yrði frestað og mál-
inu vísað til húsfriðunarnefndar
en þeir hafa jafnframt gert til-
lögu um að skíðaskálinn verði
friðlýstur. Frestunartillagan
fékk 10 atkvæði og hlaut því ekki
stuðning.
talið sig geta selt til Japans á
þessu ári gæti verið nálægt
250—300 milljónum kr., að
sögn Guðmundar H. Garðars-
sonar, viðskiptafræðings hjá
Sölumiðstöö hraðfrystihús-
anna. Loðnan þarf aö vera í
ákveðnu ásigkomulagi fyrir
þennan markað, hún er núna í
frystingarhæfu ástandi en lík-
legt er talið að hún verði það
ekki nema fram í miðjan
mars, að sögn Andrésar Finn-
bogasonar hjá Loðnunefnd.
Loðnan er margfalt verðmeiri
fryst en brædd og ef verkfall sjó-
manna stendur það lengi að ekki
verður hægt að frysta hana fyrir
Japan missa sjómenn, útgerðin
og vinnslan þessar tekjur. Jón
Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins, sagði í samtali við Mbl.
í gær að útflutningsverðmæti
þeirra 100 þúsund tonna sem eft-
ir er að veiða af loðnu á vertíð-
inn væri rúmar 300 milljónir kr.
miðað við að loðnan færi öll í
bræðslu. Reikna mætti með að
út úr henni kæmu 16 þúsund
tonn af mjöli að verðmæti um
229 millj. ísl. kr. og 6 þúsund
tonn af lýsi, að verðmæti um 77
milljónir kr. Hann sagði að þetta
magn hefði getað veiðst á tveim-
ur vikum. Sagði hann að loðnu-
frystingirt hefði gengið mjög vel,
loðnan hefði aldrei verið jafn
stór og heppileg til frystingar og
nú. Magnið hefði eingöngu verið
undir því komið hverju frysti-
húsin hefðu getað annað.
Hert eftirlit með hundahaldi:
Eitt leyfi var afturkallað
vegna rangra upplýsinga
Hundaeftirliti Reykjavíkur
bárust kvartanir um tvo hunda
í Seljahverfi í Breiðholti fyrir
nokkru.
Að sögn Odds R. Hjartarson-
ar, framkvæmdastjóra Hunda-
eftirlitsins, hafa eigendur þess-
ara hunda farið að tilmælum
eftirlitsins um að hafa hundana
í bandi þegar þeir eru úti við,
eins og segir í samþykkt um
hundahald í borginni.
„Þessir hundar hafa ekki ráð-
ist á neinn," sagði Oddur, „Menn
eru bara hræddir við þá. Þeir eru
með gelt og flaðra upp um fólk
og hræða þannig blaðsölubörn
með urri þegar þeir verja lóðir
eigenda sinna.“
Eftir að hundarnir voru settir
í band hefur aðeins ein kvörtun
borist vegna annars hundsins en
það var vegna þess að einhverjir
höfðu verið að kvekkja hann og
hundurinn þá glefsað. Hvorugur
hundanna hefur bitið mann.
Mjög mikið hefur verið að
gera hjá hundaeftirlitinu síðan
það tók til starfa. Á næstunni
mega hundaeigendur, eiga von á
því að hart verði gengið eftir því
að hundar séu á skrá og þeir
hundaeigendur, sem ekki sinna
skráningarskyldu, verða kærðir.
Þegar umsókn um hundahald
berst fer eftirlitið og kannar all-
ar aðstæður umsækjenda. Full-
nægi umsóknin settum skilyrð-
um fyrir hundahaldi, er hún lögð
fyrir borgarráð og afgreidd það-
an. Eitt leyfi hefur verið aft-
urkallað af borgarráði, vegna
þess að gefnar voru upp rangar
upplýsingar um þær aðstæður,
sem voru í því húsi sem hundur-
inn bjó í.