Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 17 Arviss ádeila á svefnlyf frá Fuglaverndarfélagi íslands þekkt heima. Iðnnemar fara yfir- leitt á 4ra ára samning hjá fyrir- tæki. Nemendurnir sækja skóla samfara starfinu og eru það um 11 stundir á viku. Nemendurnir hafa frí frá vinnu einn dag í viku og ljúka þá meirihluta námsstund- anna en það sem á vantar er num- ið í kvöldnámi. Nemendur er lokið hafa 1. ári í verknámsskóla eiga þess kost að sækja samfellt skóla- nám í 2x11 vikur í stað vikulegrar skólasóknar. Verknámsskólar Végna atvinnuástandsins er erf- itt að komast í nám og til að létta á þeim vanda hafa verið settir á stofn allmargir verknámsskólar. Þessum skólum er ætlað að mennta nemendur að því marki er svarar til 1. árs náms á samningi. Framhald námsins er síðan með námssamningi við fyrirtæki. f verknámsskólunum er kennslan með mjög svipuðum hætti og við þekkjum heima. Áhersla er lögð á undirstöðuþekkingu í meðferð verkfæra og áhalda og skilning á vinnuteikningum svo og efnum og meðferð þeirra. Skilgreining á námsefninu er mjög vel unnin og sett upp í vandaðar námsskrár. I hinni hörðu samkeppni er ríkir á frlandi er ekki óalgengt að fyrir- tæki hætti rekstri. Kemur þetta mjög illa niður á þeim nemendum, sem eru við nám á vinnustað, sem er lagður niður. V^rknámsskól- arnir reyna að leysa vanda nem- endanna og gefa þeim kost á 6 mánaða verknámi. Á þeim tíma er reynt að finna nýtt námspláss fyrir nemendurna. Námskeið Stofnunin býður atvinnulausu fólki 6 mánaða námskeið. Þessum námskeiðum er ætlað að veita inn- sýn í fleiri iðngreinar og að hafa hagnýtt gildi fyrir viðkomandi einstakling. Viðfangsefnin eru að- allega varðandi viðhald húsa og muna. Þarna eru teknar fyrir röra- og raflagnir, tré- og múr- vinna, málun og veggfóðrun, við- hald bifreiða og annað þessu líkt. í raun eru þarna mjög athyglisverð námskeið er auðvelda einstakling- um að finna sér verkefni á starfs- lausum tímabilum. Þetta er í raun uppistaða í frístundamenntun, sem mikil þörf mun verða fyrir í komandi framtíð þegar vinnuvik- urnar styttast og þeim fækkar. Þá rekur stofnunin umfangsmikið námskeiðastarf, sem er ætlað til að leysa sérhæfðar þarfir atvinnu- fyrirtækja. Slík námskeið eru unnin í samvinnu við tæknistofn- anir og eru liður í lausn þróunar- verkefna fyrir iðnaðinn. Sveinspróf Að loknu iðnnámi þreyta nem- endurnir sveinspróf. Próf þessi eru sniðin að enskri fyrirmynd. Stuðst er við prófreglur sem hin ýmsu borgar- og iðnaðargildi í Englandi setja og eru skilyrði fyrir viðurkenningu sem hæfur iðnaðarmaður. Próf þessi munu vera viðurkennd í Efnahags- bandalaginu. írsk stjórnvöld leggja áherslu á að iðn- og tækni- menntunin uppfylli allar prófkröf- ur, sem þarf til að hljóta alþjóð- lega viðurkenningu. Menntunin og iðnadurinn Lítil fyrirtæki hafa ávallt verið miklar uppeldisstöðvar manna, sem hafa skapað, fóstrað og mótað hugmyndir að nýjum framleiðslu- vörum. Sérstaklega á þetta við um þann geysistóra markað, sem fell- ur utan við hagkvæmnismörk stórfyrirtækjanna. Kynni íra af fjölþjóða fyrirtækjum hefur eflt meðvitund þeirra fyrir nauðsyn á góðri hönnunar-, iðn-, tækni- og markaðsmenntun svo og gildi smáiðnaðar. Þeir leggja kapp á breiða menntun, sem hentar ný- iðnaði og sérhæfðum minni fyrir- tækjum. Þeir hlúa að framtaki tæknimanna með þvi að beina iðntæknimálunum til stuðnings við þróun hugmynda og vilja til að byggja upp arðbæran írskan iðn- að. Steinar Steinsson er skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði. Hann er nú í náms- og kynnisterð í Bret- landi og á Norðurlöndum. - eftir Þorvald Björnsson í fréttatilkynningu frá Fugla- verndunarfélagi íslands í NT og Morgunblaðinu þann 7. febrúar síðastliðinn, er þess getið að 212 aðilum hafi verið selt fenemal- svefnlyf. Samkvæmt heimildum sem ég hef aflað mér er vitað til þess að 119 æðarræktendur ásamt trúnaðarmönnum veiðistjóra hafa haft leyfi til að nota svefnlyf til að verjast tjóni af völdum vargfugla. Leyfisskírteini þessi eru aðeins í gildi í 1—3 ár í senn. Leyfishafar hafa þurft að fullnægja ýmsum skilyrðum til að fá þetta skírteini frá viðkomandi lögregluyfirvaldi. Þá þarf eiturefnanefnd einnig að veita umsögn. Lyfjaverslun rikis- ins afgreiðir ekki lyf nema því að- eins að skírteini sé í gildi. I dag er 21 aðili með leyfi í gildi. Þá kemur fram að ísland er að- ili að alþjóðasáttmála sem bannar að deyða villta fugla með eitri. Eftir því sem næst verður komist hafa nokkur lönd í Evrópu sem aðild eiga að sáttmálanum einnig átt við vargfuglavandamál að stríða en þar sjá fuglafriðunar- Þorvaldur Björnsson menn sjálfir um fækkun vargfugla með lyfjum. Ekki liggja neinar sannanir um það að örn hafi komist í vímu eða drepist af völdum lyfja hér á landi. Hins vegar á ég von á því að ernir deyi náttúrulegum dauða eins og aðrar lífverur. Það lætur nærri að um 20% aukning hafi orðið innan arnar- stofnsins á árinu 1984. Það er ánægjulegt fyrir okkur sem horf- um úr fjarska, en fólk sem býr á þessu afmarkaða svæði arnarins og hefur hagsmuna að gæta er ekki eins hrifið. Nærvera arnarins kemur í veg fyrir að hægt sé að veita hagsmunaaðilum aðstoð til að halda vargfuglum frá vissum svæðum með aðstoð svenlyfs í æti. Það er engin sönnun tii fyrir því að gagnslaust sé að nota lyf til að fækka vargfugli. En reynsla af þeim tilraunum sem gerðar hafa - verið sanna að hægt er að hindra frekara tjón og nokkur dæmi eru um að staðbundin fækkun hafi átt sér stað. Fuglaverndunarmenn vitna í rýmkunarkenningu, en sú kenning á að segja manni það, að veiðar á vargfugli séu gagnslausar, því svar náttúrunnar sé ör fjölgun stofnanna í kjölfar veiða. Hvers vegna erum við þá að friða hinar ýmsu fuglategundir? Að lokum vil ég taka undir það sem fram kemur í greininni að átak þarf að gera í að eyða úr- gangi eins og lög segja til um. Þorraldur Björnsson er settur reiðistjóri Þrír nýir salir við Háskólabíó HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sínum þann 7. febrúar sl. að Háskólabíó verði stækkað. Að sögn Jónatans Þórmunds- sonar prófessors, formanns stjórnar Háskólabíós, er hug- myndin að viðbyggingin verði austan við anddyri bíósins. Þar verða þrír salir, einn fyrir 300 manns, annar sem tekur 200 manns og einn sem tekur 150 manns og verða salirnir hann- aðir á þann veg að hægt verði að nýta þá til ýmissa þarfa. Jónatan sagði að tilgangur- inn með stækkun bíósins væri þríþættur. Bíóið þarf nú á minni sölum að halda til þess að geta nýtt sínar myndir bet- ur, t.d. myndir sem ekki þola stóra salinn vegna lítillar að- sóknar. Einnig verður hægt að nota salina á morgnana til fyrirlestrahalds fyrir stærstu stúdentaárganga Háskólans. Á sumrin er hugmyndin að nota salina fyrir ráðstefnur, þar sem salir af þessari stærð henta mjög vel til slíkrar starfsemi. Mikil áhersla er lögð á það, bæði af hálfu stjórnar Háskóla- bíós og af hálfu Háskólans, að framkvæmdir við bygginguna gangi fljótt fyrir sig. Vonir standa til að hafist verði handa við jarðvinnu næsta haust og að hægt verði að taka eitthvað af húsnæðinu í notkun haustið 1987. ÚR STJÓRNSTÖÐINNI: íbjúgt mælaborö meö nýstár- iegu fyrirkomulagi mæla og rofa. — Aiit tii aö auka á öryggi og vellíðan þeirra, sem í bílnum eru. 1985 ARCERÐIN FRA MITSUBISHI 5 manna „drossía" með framhjóladrifi 6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRCÐ ÚR BETRI STOFUNNI: í Lancer 85 sklptlr vaxtar- lagið engu. Meö ótal mögu- leikum á stillingu, veröa sætin jafn þæglleg fyrir aiia. Lancer er ótrúlega sparneytinn bíll. Aðeins 5,51100/km í utanbæjarakstri (1500GLX). □ Mjög lágur vindstuöull = 0,38. □ Hagstæð þungadreifing á frambjói. O Gírkassi meö 5 hraðastig - þar af einn yfirgír. □ Hlutfail milli orku og þunga mjög hagkvæmt. □ Léttari vél meö betri nýtlngu. HVAÐ VELDUR?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.