Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 23 Kalkskortur hrjáir íslendinga Frá vinstri Oddur Helgason, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni, Guðjón Magnússon, settur landlæknir, Laufey r, Jón Otti Stcingrímsdóttir, næringarfræðingur, )ttar Ragnarsson, dósent, og Agnar Guðnason, blaðafulltrúi. Mjólkurdagsnefnd hefur gefið ut bækling um Kalk og beinþynningu í samantekt Jóns Óttars Ragnarsson- ar, dósents. Beinþynning er orðinn að far- aldri á Vesturlöndum. Þessi hrörnunarsjúkdómur byggist á þvl að kalk skolast með tímanum úr beinunum með þeim afleiðingum að þau verða sérlega brothætt og geta, ef sjúkdómurinn er á háu stigi, brotnað við minnsta hnjask. Þetta er ekki séríslenskt vanda- mál, heldur faraldur í öllum iðn- ríkjum. Það sem gerir hann alvar- legri hér en víða annarstaðar er hálkan, sem við búum við yfir vetrartímann. Gamalt fólk sem dettur í hálku getur átt von á því að beinbrot grói seint vegna sjúkdómsins. Að sögn Jóns hefur lengi verið grunur um að ekki væri allt með felldu í kalk og beinabúskap Vest- urlandabúa. Skortur á kalki í beinum, einkum hjá fullorðnu fólki, má rekja til þriggja megin þátta. í fyrsta lagi hefur breytt mataræði í seinni tíð orðið til þess að fólk borðar meira af kalk- snauðri fæðu. Kyrrseta og hreyf- ingarleysi er einn þátturinn auk þess sem minnkandi framleiðsla kynhormóna veldur minnkandi kalki í beinum og beinþynningu. Á þetta einkum við um konur, en kalkrýrnun hefst um fertugt hjá þeim og geta níu af hverjum tíu konum átt von á að fá þennan sjúkdóm. Því er mikilvægt að byrja sem fyrst að byggja upp kalk í beinum. Laufey Steingrímsdóttir, nær- ingarfræðingur, benti á að lítið væri vitað um ástand kalkbúskap- arins hér á landi því það hefði ekki verið rannsakað nýlega. En í úr- drætti úr erindi eftir Gunnar Sig- urðsson, lækni, sem birtist í des- emberhefti Læknaritsins kemur fram að tiðni beinþynningar á ís- landi er síst minni, jafnvel tíðari en í öðrum löndum. Laufey er að hefja rannsókn á kalkbúskap íslendinga og þá eink- um í tengslum við breytta lifnað- arhætti og matarvenjur auk áhrifa frá umhverfi. Með rann- sókninni fengjust til dæmis svör við því hvort mjólkurneysla á ungaaldri hefði áhrif á kalk í bein- um síðar á æfinni, eða hvort nægi- legt D-vítamín er í fæðunni, en það er nauðsynlegt til að geta nýtt kalk. Upplýsingabæklingnum um kalk og beinþynningu, verður dreift í skólum og notaður við heilsufræðikennslu. Einnig mun hann liggja frammi á læknastof- um, en vilji menn fræðast nánar um þetta mál þá er hægt að snúa sér til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og fá bæklinginn þar. Kari skrifar um sig og mann sinn Trenolt Bækur Björn Bjarnason God tur til Paris. Höfundur: Kari Storækre. Útgefandi: Gyldendal Norsk For- lag, 1985. 147 bls. Mánudaginn 25. febrúar næs- tkomandi eiga réttarhöldin yfir Arne Treholt að hefjast, ef þeim verður ekki frestað vegna krafna verjanda Treholts um aðra skip- an dómenda en þegar hefur verið ákveðin. Frá því að Treholt var handtekinn 20. janúar 1984 á Fornebu-flugvelli við Osló og síðan sakaður um njósnir fyrir Sovétríkin og írak hefur mál þessa háttsetta embættismanns í norska utanríkisráðuneytinu vakið mikla athygli í Noregi og viðar. Áhuginn á réttarhöldun- um sjálfum er í samræmi við það. Nokkrum tugum sæta í rétt- arsalnum sjálfum hefur verið út- hlutað til blaðamanna og hefur verið slegist um hvert sæti. Norska utanríkisráðuneytið ákveður hvaða erlend blöð og fréttastofnanir fá aðgang að salnum. í þá þrettán mánuði sem Arne Treholt hefur setið bak við lás og slá hafa engar áreiðanlegar fréttir borist af yfirheyrslunum. Fangans hefur verið vandlega gætt, fyrst í Osló í tvo mánuði og síðan í Drammen skammt frá Osló. Var kvennadeildin í fang- elsinu þar tæmd og hún lögð undir Treholt og gæslumenn hans. Hinn 6. september síðast- liðinn birtist þó þessi frásögn á forsíðu Arbeiderbladet, sem er málgagn norska Verkamanna- flokksins, undir fyrirsögninni: Botninn dottinn úr Treholtmál- inu: „Arbeiderbladet bendir á það í grein, að ekki hafi verið forsend- ur fyrir fullyrðingum um að Arne Treholt hafi njónað fyrir írak. Hann hefur ekki heldur starfað sem útsendari í áhrifa- stöðu. Blaðið heldur því einnig fram, að í ljós hafi komið, að hann hafi ekki verið í aðstöðu til að afhenda skjöl sem geta valdið öryggi ríkisins tjóni gagnvart erlendum ríkjum." Af þessu tilefni gaf saksóknari norska ríkisins út eftirfarandi fréttatilkynningu: „Enn er verið að rannsaka það í utanríkisráðuneytinu og hjá öðrum opinberum aðilum, hvaða skjöl kynnu að hafa farið um hendur Arne Treholt. Þessi rannsókn hefur enn ekki leitt það í ljós, að Arne Treholt hafi ekki getað komist yfir skjöl sem skipta verulegu máli fyrir öryggi ríkisins. Frásögn Arbeiderbladets af því hvernig ákæruvaldið metur málið er algerlega úr lausu lofti gripin." Hinn 9. febrúar síðastliðinn gerðist það svo, að Kari Stor- ækre eiginkona Arne Treholt gaf út bókina God tur til Paris — Góða ferð til Parísar — þar sem hún lýsir raunum sínum frá því að Treholt var handtekinn. Bók- in er hvorki mikil að vöxtum né merkilegt framlag til menning- arsögunnar. Hún hefur hins veg- ar vakið miklar deilur í Noregi. Hefur Kari verið sökuð um að reyna að hagnast á óförum eig- inmanns síns með því að rita bókina. Verkið hefur selst með afbrigðum vel. Við lestur bókarinnar kemur einna mest á óvart, hve lítið höf- undur hennar véit í raun um sakargiftirnar á Treholt. Kari Storækre hefur starfað sem blaðamaður og síðustu ár við dagskrárgerð á vegum norska sjónvarpsins. Hún kynntist Tre- holt náið í mars 1975 en þá var hún 25 ára gömul og starfaði í pólitísku fréttadeildinni á blað- inu VG, en hann var 33 ára og ritari Jens Evensen, sem þá var hafréttarmálaráðherra. Kari heldur, að norska öryggislög- reglan hafi fylgst með þeim síð- an 1977, en það ár giftu þau sig. Að vísu segir hún að eftirlitið með Treholt hafi getað byrjað fyrr, mörgum árum fyrr. Þau eignuðust soninn Torstein í febrúar 1978. í febrúar 1979 fluttu þau til New York, þar sem Treholt var sendiráðunautur við norsku fastanefndina hjá Sam- einuðu þjóðunum. Telur Kari að bandariska alríkislögreglan FBI hafi fylgst með þeim í New York meðal annars með því að láta starfsmenn sína búa í sama húsi og þau í New York. En milli þeirra og Treholt-fjölskyldunnar sköpuðust vináttutengsl. Þau fluttu aftur til Noregs haustið 1982. Myndin sem dregin er upp af Arne Treholt í bókinni er næsta fjarlæg. Það sem helst vekur grunsemdir hjá eiginkonunni þegar hún lítur yfir farinn veg er að Treholt, sem alltaf var á ferðalögum, fór ekki alltaf þang- að sem hann sagðist vera að fara. Eins og heiti bókarinnar ber með sér hélt Kari, að maður sinn væri að fara til Parísar hinn örlagaríka dag til að undir- búa komu Francois Mitterrands, Frakklandsforseta, til Noregs. En þegar hann var tekinn var hann á leið upp í flugvél til Vín- arborgar, þar sem hann ætlaði til leynilegs fundar við Sovét- manninn Gennadij Titov, sem var rekinn frá Noregi 1972. Kari Storækre lýsir viðburða- litlum heimsóknum sínum til Arne Treholt í fangelsið. Eitt sinn þegar hún kom til Dramm- en og heilsaði manni sínum stakk hann samanböggluðu bréfi í lófa hennar, sem hún smyglaði síðan út úr fangelsinu. Þetta gerði Treholt síðan þegar þau hittust. Hún sagði engum frá bréfunum en sektarkenndin sem skapaðist við að smygla bréfun- um úr fangelsinu og það sem í þeim stóð varð til þess, að hún hætti að fara í fangelsið. Arne Treholt sakar konu sína meðal annars um að hafa verið leik- soppur FBI-manna í norska ríkisútvarpinu. Fór Kari til verj- anda manns síns og sagði hon- um, að af ástæðum sem hún vildi ekki skýra frá gæti hún ekki lengur farið til fundar við eig- inmann sinn i fangelsinu. Birtir eru kaflar úr þessum bréfum í bókinni. Af þeim má ráða, að Arne Treholt er annað hvort sigurviss eða sér enga leið út úr þeim ógöngum. Hann lítur þannig á að vond öfl séu að ofsækja sig. í einu bréfanna stendur: „Mér finnst, að ég hafi aldrei getað treyst þér síðustu árin, Kari. Þú hefur ekki heldur gefið mér neina ástæðu til þess. Ég veit ekki, hvort þú hefur að yfir- lögðu ráði verið notuð til að Storækre ('jodPnrtilFdris koma mér í þetta klandur. Þau öfl sem hafa ofið örlagaþráðinn þekkja þig og þau þekkja mig. Ég sé nú, að sjálfsögðu hafði ég næstum þvi sagt, samsæri um hábjartan dag. Ég set hlutina í ákveðið samhengi. Jú, þetta geri ég, því að áður fyrr hef ég ýtt þessu frá mér. Ég hef fundið það á mér að eitthvað var á seyði — að ekki var allt sem sýndist, síð- ur en svo, en ég hef sagt við sjálfan mig: nei, ég ætla ekki að láta ofsóknarkenndina ná tökum á mér... Ég held að þetta hafi allt verið þaulhugsað. Hatur mitt á þessu liði — norsku ör- yggislögreglunni og samstarfs- mönnum hennar í Verkamanna- flokknum og annars staðar, FBI með sínar Barbörur og Jimma (nábúar Treholt-hjónanna í New York innsk. Bj.Bj.), CIA — hatur mitt á þessu öllu stafar af því að þeir hikuðu ekki við að nota þig gegn mér. Þeir gátu ekki einu sinni látið það ógert... “ En í öðru bréfi segir Arne Tre- holt um konu sína: „Hvað svo sem gerist skaltu vera viss um það, að ég er vinur sem bregst þér aldrei. Ég skal ætíð verja þig og vernda. Þú hefur gefið mér sum bestu ár ævi minnar... “ Þessi sýnishorn úr bréfunum verða látin nægja hér. Þau gefa tilefni til að ætla, að réttarhöld- in yfir Arne Treholt geti ein- kennst af tilfinngahita manns, sem telur að allir sitji á svikráð- um við sig. Kari Storækre hefur neitað að bera vitni í málinu. Bókin sem hér hefur verið lýst er hennar vitnisburður. Myndin af Arne Treholt er fjarlæg þegar eiginkona hans lýsir honum utan fangelsismúranna en bréf hans úr fangaklefanum fældu konu hans frá honum. Þau geta ekki vakið samúð lesandans. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Ðakkafoss 1. mar. City of Perth 13. mar. Laxfoss 21. mar. Bakkafoss 3. apr. NEW YORK Bakkafoss 27. feb. City of Perth 11. mar. Laxfoss 22. mar. Bakkafoss 1. apr. HALIFAX Laxfoss 22. feb. Laxfoss 25. mar. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 24. feb. Eyrarfoss 3. mar. Alafoss 10. mar. Eyrarfoss FELIXSTOWE 17. mar. Álafoss 25. feb. Eyrarfoss 4. mar. Alafoss 11. mar. Eyrarfoss ANTWERPEN 18. mar. Álafoss 26. feb. Eyrarfoss 5. mar. Álafoss 12. mar. Eyrarfoss ROTTERDAM 19. mar. Alafoss 27. feb. Eyrarfoss 6. mar. Alafoss 13. mar. Eyrarfoss HAMBORG 20. mar. Álafoss 28. feb. Eyrarfoss 7. mar. Álafoss 14. mar. Eyrarfoss GARSTON 21. mar. Fjallfoss 25. feb. BILBAO Skeiösfoss PINETAR 25. feb. Skeiösfoss LEIXOES 4. mar. Skeiösfoss NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN 8. mar. Skógafoss 1. mar. Reykjafoss 8. mar. Skógafoss 15. mar. Reykjafoss KRISTIANSAND 22. mar. Skógafoss 4. mar. Reykjafoss 11. mar. Skógafoss 18. mar. Reykjafoss MOSS 25. mar. Skógafoss 5. mar. Reykjafoss 12. mar. Skógafoss 19. mar. Reykjafoss HORSENS 26. mar. Skógafoss 7. mar. Skógafoss GAUTABORG 21. mar. Skógafoss 6. mar. Reykjafoss 13. mar. Skógafoss 20. mar. Reykjafoss KAUPMANNAHÖFN 27. mar. Skógafoss 8. mar. Reykjafoss 14. mar. Skógafoss 22. mar. Reykjafoss HELSINGJABORG 28. mar. Skógafoss 8. mar. Reykjafoss 14. mar. Skógafoss 22. mar. Reykjafoss HELSINKI 29. mar. Hornburg GDYNIA 7. mar. Hornburg ÞÖRSHÖFN 10. mar Reykjafoss 4. mar. Skógafoss 10. mar. , RIGA L Hornburg 9. mar. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtilbaka fra REYKJAVIK alla manudaga fra ISAFIRÐI alla þnðjudaga fra AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.