Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 33 Selfoss: Bifreiðaeftirlitið fiytur í nýtt húsnæði Aðstaða til skoðunar innandyra, stórt skref til aukins umferðaröryggis Selfossi, 15. febrúar. BIFREIÐAEFTIRLIT ríkisins í Suðurlandsumdæmi flutti nýlega í nýtt eigið húsnæði að Gagnhciði 20 á Selfossi. Þetta er eini staðurinn í landinu sem Bifreiðaeftirlitið er í eigin húsnæði. Suðurlandsumdæmi Bifreiða- eftirlitsins nær yfir Selfoss, Ár- nes- og Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu. Jón Sigurðs- son umdæmisfulltrlui Bifreiðaeft- irlitsins hefur gengið fram fyrir skjöldu í því að leysa húsnæðis- vanda embættisins. í nýja hús- næðinu er unnt að veita mun betri þjónustu og það býður upp á að skoðun bifreiða fari fram innan- dyra. Það var árið 1956 að Bjarni Benediktsson þáverandi dóms- málaráðherra skipaði Jón Sig- urðsson bifreiðaeftirlits- og lög- gæslumann í Suðurlandsumdæmi. Sem Iöggæslumaður heyrði hann undir sýslumann Árnessýslu. Eitthvað vöfðust launamálin fyrir embættismönnum, því engin laun voru greidd fyrir störf þessi fyrr en í desember ’56. Löggæslustörfin voru fyrst án sérstakra launa en Páll Hallgrímsson kom því til leið- ar að greidd voru full laun í janú- ar 1957. Það þætti sjálfsagt seinvirkt í dag ef launamálin væru afgreidd á þann veg sem var í þessu tilfelli. Aðsetur fyrst í litlu herbergi Fyrsta aðsetur Bifreiðaeftirlits- ins var í litlu herbergi í norður- enda sýsluskrifstofu Árnessýslu „Þetta húsnæði var auðvitað stra> of lítið," sagði Jón, þegar hanr rifjaði upp fyrstu árin í embætti „þetta var bara eitt herbergi og þegar lögreglan kom 1958 þá þurftu þeir að ganga í gegnum það inn á sína skrifstofu. Það varð til þess að ómögulegt var að prófa þarna og því prófaði ég oft á tíðum heima." 1964 flutti Bifreiðaeftirlitið í rýmra húsnæði en þá flutti lög- reglan og bifreiðaeftirlitið að Að- albóli, Hrísholti 8, þar sem emb- ættið hefur verið þar til 18. janúar sl. að það flutti þaðan í eigið hús- næði sem Bifreiðaeftirlitið keypti 1981, að Gagnheiði 20. Það hús- næði var innréttað sl. sumar. Þar er skrifstofuaðstaða starfsfólks og aðstaða til fræðilegra prófa. Helmingur hússins er ætlaður til inniskoðunar bíla en sá hluti er óklár enn vegna fjárskorts. Skoðun innandyra innan seilingar Þess eru ekki mörg dæmi að embættismenn berjist fyrir því með oddi og egg að sköpuð sé betri aðstaða og hafi erindi sem erfiði. Jón var spurður að því hvað hefði rekið hann áfram í þeirri baráttu. „Það byrjaði 17. mars 1981 þeg- ar Páll Hallgrímsson sýslumaður, tjáði mér að við þyrftum að rýma húsnæðið að Hrísholti 8 vegna þess að það vantaði aukið rými fyrir lögregluna. Þá var strax far- ið að ræða málin en lítið var um hentugt húsnæði á Selfossi. Þar sem þessi fyrsta uppsögn sýslu- manns var ekki tímasett þá ritaði hann annað bréf 21. maí 1981 þar sem hann sagði Bifreiðaeftirlitinu upp húsnæðinu frá og með 1. ágúst sama ár. Þá komst ég að því að húsið við Gagnheiði var á lausu en ekki um annað að ræða en kaup á því af hálfu eiganda þess. Þetta var síðan í athugun í ráðuneytinu fram til áramóta 1981—82 að end- anlega var gengið frá kaupunum um miðjan janúar. Síðan gerðist ekkert fyrr en á sl. vori að innrétt- ing hússins var boðin út. Nokkrar tafir urðu síðan á verkinu vegna aukinna krafna um brunavarnir. — Það hefur einna mest lent á þínum herðum að ýta þessu áfram? „Já ég hef argast í þessu," sagði Jón, „Þeir hjá Bifreiðaeftirlitinu í Reykjavík sögðust alltaf hafa nóg með sitt í höfuðborginni og því lít- ið verið á þeim að græða. Ánnars hefur það verið Örn Sigurðsson hjá dómsmálaráðuneytinu sem einna mest og dyggilegast hefur unnið að þessu máli. Hann er nú hættur störfum í ráðuneytinu og við hefur tekið Guðmundur Björnsson. Mér hefur líkað af- bragðs vel að vinna með þessum mönnum og færi þeim báðum bestu þakkir fyrir þeirra fram- gang í þessu þarfa máli.“ — Aðstaða til inniskoðunar er þá innan seilingar? „Já, ég tel það algjört skilyrði að inniaðstaðan til skoðunar verði gerð klár. Skoðunin er það mikið atriði að það verður að búa vel að henni. í vondum veðrum er fyrst einhver von til að geta skoðað ef svona aðstaða er fyrir hendi." — Hafa orðið einhverjar breyt- ingar á viðhorfi manna til bif- reiðaskoðunarinnar en var á fyrstu árunum? „Já, breytingar og breytingar ekki. Þetta eru orðnir miklu betri bílar núna. Breytingin er helst sú að það er eins og menn hafi betri tök á að eiga bíl núna en þá var.“ Aðalskoðunin mikill álagstími Auk Jóns starfa nú hjá Bifreiða- eftirlitinu í Suðurlandsumdæmi tveir skoðunarmenn og ein skrif- stofustúlka. Með tilliti til stærðar umdæmisins og aðstöðu til að framkvæma ítarlegri og betri þjónustu þá má segja að fjölgun starfsmanna sé nauðsynleg. Ljóst er að þessi aðstaöa býður upp á það að inn til Bifreiðaeftir- litsins á Selfossi verði tekin aukin þjónusta við bifreiðaeigendur til að spara þeim hlaup á milli stofn- ana, s.s. við skoðun og umskrán- ingu bifreiða. Jón Sigurðsson var spurður hvernig þessi stóra umdæmi væri þjónað og hvernig aðstaðan væri til þeirra starfa. „Á fyrstu árunum þá komu hingað menn úr Reykjavík þegar aðalskoðun fór fram. Oftast var það Gestur heitinn Ólafsson sem kom, en hann varð síðar forstöðu- Starfsfólk Bifreiðaeftirlitsins á Selfossi fyrir utan húsnæðið. Á þeirri mynd eru frá vinstri Hjálmtýr Júlíusson, Jón Sigurðsson, umdæmisfulltrúi, Erling Guðmundsson og Ólöf Karlsdóttir. Skipt um númer. Moruunblaftið/Sigurður maður Bifreiðaeftirlitsins. Störfin voru þá sem nú fólgin í aðalskoðun bifreiða, umskráningu og umferð- areftirliti. Með auknum mannskap hér á Selfossi fór ég vikulega aust- ur í Rangárvallasýslu á fimmtu- dögum. Áður var farið þangað til aðalskoðunar. Aðalskoðunin í Rangárvallasýslu stendur yfir í 1 'k mánuð og þá er farið daglega héðan og þann tíma starfar að- stoðarmaður þar austur frá, Jón Hermannsson. Þetta er mikill ál- agstími og einatt kemur það fyrir að ég kemst ekki að við skoðun vegna ýmissa annarra starfa og símtala. í V-Skaftafellssýslu er skoðunartíminn styttri enda færri bílar. Ferðirnar þangað eru ekki eins skipulagðar þar sem veður geta sett strik í reikninginn bæði á sumri og vetri. Aðstaða er þarna nánast engin. Á Hvolsvelli er ver- ið i olíuskúr, í Vík er verið í for- stofu sýsluskrifstofunnar og á Klaustri höfum við verið hjá RARIK með aðstöðu." — Er þá ekki orðin þörf á manni þarna austurfrá með aukn- um umsvifum embættisins? „Jú, það er svo sannarlega þörf á því, sem dæmi má nefna að skoð- anir í umdæminu voru 8.504 á sl. ári, ökupróf 225 og umskráningar og eigendaskipti 2.780. Bæði er það að störfin hafa aukist og síðan taka sumarfríin langan tíma og nýr maður gæti leyst af í sumar- frium hér vestan Þjórsár.“ Bifreidum fjölgaö um 8200 Sem dæmi um aukin umsvif Bif- reiðaeftirlitsins í Suðurlandsum- dæmi má nefna að 1956 þá voru á skrá í Árnessýslu um 800 bifreið- ar. Nú eru þær nálægt 6400 og númeratalan kominn i 7000. I Rangárvallasýslu voru á skrá um 350 bifreiðar en eru nú 2176 og í V-Skaftafellsýslu voru þær um 200 á skrá en eru nú um 700. Eitt er það sem vekur athygli þegar starfsemi þessarar stofnun- ar, Bifreiðaeftirlitsins, er athugað en það er að hún hefur enga eigin bifreið til afnota, þrátt fyrir stærð umdæmisins hér á Suðurlandi sem annars staðar á landinu. Starfs- menn hafa alltaf lagt til sínar bif- reiðar til ferðalaga. Þetta skýtur dálítið skökku við þegar litið er til annarra stofnana. Um ástæður fyrir þessu, er ekki vitað en þrátt fyrir að Bifreiðaeftirlitið hafi miklar tekjur er það hornreka hjá ríkinu. Hið nýja húsnæði embættisins í Suðurlandsumdæmi er fagnaðar- efni fyrir þá sem vilja að búið sé vel að þeim sem vinna öryggismál- um umferðarinnar. Þó svo að hér á Selfossi hafi embættið tekið til starfa í nýju eigin húsnæði mun það ekki vera stefna þeirra sem með yfirstjórnina fara, því áfram mun vera ætlunin að ganga á braut leiguhúsnæðis amk. í Reykjavík. En með eigin húsnæði liggur það í augum uppi að ríkið getur betur komið til móts við þær kröfur sem gerðar eru til aukins eftirlits með ökutækjum og um leið til aukins öryggis í umferð- 'nn'- SigJóns. Gjöf til Stykkis- hólmskirkju Stvkkishómi, 10. febrúar. í DAG færói Jóhann Pétursson, fyrr- um vitavörður á Hornbjargsvita, Stykkishólmskirkju veglega gjöf í minningu foreldra sinna, Jóhönnu Jóhannsdóttur frá Öxney og Péturs Einarssonar, sem hér bjuggu alla sína búskapartíó, áttu mörg börn og komu þeim upp í erfióri aóstöóu og fátækt. Þau hjón stunduóu dag- launastörf og Jóhanna gaf sig einnig mjög að félagsmálum og var þar vel virk. Þessi gjöf er árituó í minningu þeirra hjóna frá börnum þeirra og nafn heimilis sem þau áttu hér og þau nefndu Akra. Þau hjón eru látin fyrir mörgum árum. Þessi gjöf er fagurt og vel gert róðulíkneski af Kristi. Er það gjört í Englandi, en keypt hingað til lands fyrir mörgum árum og hefir verið í Klausturhólum. Jó- hann sagði mér að þegar hann hefði séð þetta líkneski hefði það strax flogið í hug sinn að gefa krikjunni það í minningu foreldra sinna og nú hefði hann komið því í framkvæmd. Jóhann er fæddur í Stykkishólmi árið 1918 og í þess- ari krikju er hann fermdur 1932 af séra Sigurði ó. Lárussyni, sem hann kveðst ætíð hafa metið mik- ils. Bjarni Lárentsinusson, for- maður sóknarnefndar, veitti gjöf- inni viðtöku, en sóknarnefnd og starfsfólk voru viðstödd. Afhenti formaður síðan sóknarprestinum, Gísla H. Kolbeins, gjöfina til frek- ari varðveislu. Árni. Jazzhátíð hefst í kvöld Tíu af þekktustu nútímajazzleikurum Evrópu eru mættir til leiks á jazzhátíóina, sem hefst í Félagsstofnun stúdenta í kvöld. Þeirra á meðal eru m.a. saxó- fón- og klarinettleikarinn Peter Brötzmann og bassaleikarinn Peter Kowald frá Vestur-Þýzk- alandi. Þeir koma hingað til lands beint frá því að halda tón- leika í Carnegie Hall í New York, fyrstir þýskra jazzleikara til að leika í því húsi. Það er hljómplötuútgáfan Gramm og Ulli Bobel Koncert- buro í Þýzkalandi, sem skipulagt hafa jazzhátíðina í samvinnu við m.a. Goete Institut í Þýzkalandi og á íslandi. Nánar var sagt frá jasshátíðinni í Mbl. 17. þ.m. En hún mun standa tvö næstu kvöld í Félagsstofnun stúdenta og hefst klukkan 21.00 bæði kvöld- in.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.