Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 3 Afmælismót Skáksambandsins: Larsen óstödvandi Þrjú alþjóðleg skákmót hér á næstunni „Ég er mjög ánægöur með tafl- mennsku mína hér í Reykjavík. Vissulega átti ég von á að sigra í mótinu, en ég bjóst ekki við svona öruggri forustu," sagði Bent Lar- sen eftir sigur sinn gegn sovéska stórmeistaranum Arthur Jusupov í 8. umferð afmælismóts Skáksam- bands íslands. „Ég náði frum- kvæðinu eftir að Jusupov lék d4,“ sagði Larsen ennfremur. A morgun verður skák mótsins, þegar Bent Larsen mætir Boris Spassky við skákborðið. I>að er Ijóst að áhorf- endur munu fjölmenna að Hótel Loftleiðum, eins og þeir raunar gerðu í gærkvöldi. En lítum fyrst á úrslit 8. um- ferðar: Karl Þorsteins — Van der Wiel Jóhann Hjartarson — Boris Spassky Margeir Pétursson — Jón L. Árnason Bent Larsen — Arthur Jusupov Helgi Ólafsson — Vlastimil Hort Curt Hansen — Guðmundur Sigurjóns. bið Þrjár biðskákir voru tefldar í gær. Karl og Hort gerðu jafn- tefli, Jóhann og Hansen skildu jafnir, svo og Spassky og Jusu- pov. Margeir Pétursson á góðar o-i o-i biö 1-0 Vi-V, vinningslíkur gegn Jóni L., en skák Guðmundar og Hansen er jafnteflisleg. I»rjú alþjóðamót á næstunni Þrjú alþjóðleg skákmót verða haldin á næstunni á vegum Jó- hanns Þóris Jónssonar. Hið fyrsta verður á Húsavík dagana 15.—27. marz, næsta í Borgar- nesi 23. apríl til 5 maí og þriðja í Vestmannaeyjum 21. maí til 3. júní. „Ekki hefur endanlega ver- ið gengið frá þátttakendum og verið er að vinna að því. Hugsan- lega koma skákmenn eins og Lombardy og Kudrin frá Banda- ríkjunum, Jansa og Smejkal frá Tékkóslóvakíu og verið er að vinna að því að fá sovéska þátt- takendur," sagði Jóhann Þórir í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Með þessu vil ég sýna fram á, að hægt er að halda alþjóðleg mót úti á landi ekki síður en í Reykjavík og jafnframt gefa ungum skákmönnum okkar kost á að næla sér í titla — það er Morgunbladið/Júlíus Bent Larsen, mætir Boris Spassky í skák umferðarinnar í dag. mikilsvert," sagði Jóhann enn- fremur. Helgi og Jóhann til Danmerkur Jóhann Hjartarson og Helgi ólafsson munu taka þátt i sterku skákmóti í Danmörku, sem hefst 2. mars. Mótið verður í 11. styrkleikaflokki og meðal keppenda verða stórmeist- ararnir Smyslov og Rasojov frá Sovétríkjunum, Karlsen frá Sví- þjóð, Larsen frá Danmörku og Pinter frá Ungverjalandi. Að lokum skulum við líta á stöðuna í afmælismóti Skáksam- bandsins: 1. Bent Larsen 6% 2. Boris Spassky 5 'k 3. Margeir 4 'k og biðskák 4. Van der Wiel 4 'h. 5. Guðmundur 4 og biðskák 6. Arthur Jusupov 3‘k 7. -8. Helgi og Hort 3'k 9.—lO.Jóhann og Karl 3 11. Jón L. 2'k og biðskák. 12. Hansen 1 'k og biðskák. Fjórir skákmenn hafa enn ekki unnið skák á mótinu, þar ber fyrstan að nefna tékkneska stórmeistarann Hort, þá Helga Ólafsson og Jón L. sem hafa ver- ið þekktir fyrir djarfa tafl- mennsku, en ekki náð að sýna sitt rétta andlit á mótinu og loks heimsmeistara unglinga, Curt Hansen. — HH. Spasskylagði Jóhann Skák Bragi Kristjánsson Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Boris Spassky Katalónsk-byrjun 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. g3 — Bg4+, 5. Bd2 — Be7, 6. Bg2 - O—O, 7. 0—0 — Rbd7, 8. Dc2 — c6, 9. b3 — Re4, 10. Bf4 Biskupinn stendur illa á f4, því svartur vinnur leik í framhald- inu með g7-g5. Betra hefði verið að leika 10. Be3 ásamt Rc3 eða Rd2. 10. — f5 Nú kemur upp lík staða og í grjótgarðsafbrigði hollenskrar varnar. 11. Rc3 — g5! Spassky teflir til sóknar, því hann verður að vinna ef hann ætlar að ná Larsen. 12. Be3 — Bf6, Svartur hefur auga með e5-reitnum. 13. Hadl — De7, 14. h3 Til greina kom að reyna 14. Rel ásamt f2-f3. 14. — b6 Svartur verður að koma bisk- upi sínum á c8 í spilið áður en hann lætur til skarar skríða. 15. Rxe4 Jóhann finnur enga haldgóða áætlun, enda er staðan orðin erf- ið. 15. — dxe4, 16. Rel — Bb7, 17. Dcl — c5, 18. Rc2 — cxd4, 19. Bxd4 — Re5! Ekki er gott að leika 19. — e5 vegna 20. Bc3 með hótuninni R- b4-d5. Jóhann varð að reyna að sprengja upp sterka peðaslöðu svarts á miðborðinu með 20. f3 o.s.frv. 20. — Dg7, 21. Hd2 — f4, 22. Hfdl — e3! Eftir þennan sterka leik er hvítur varnarlaus. 23. Bxb7 — Dxb7, 24. fxe3 — fxg3, 25. Dd6 — Df7!, 26. Hfl Ekki 26. Bxe5 — Bxe5, 27. Dxe5 - Df2+, 28. Khl - Dh2 mát. 26. — Had8, 27. Db4 Hvítur gat reynt að halda áfram vonlausri baráttu með 27. Bxe5 — Hxd6, o.s.frv. 27. — Dh5 og Jóhann gafst upp því hann er með gjörtapaða stöðu eftir 28. Kg2 — g4, 29. Hhl — Bh4, ásamt 30. — Hf2+ o.s.frv. Spassky hefur teflt þessa skák einfalt og sterkt en Jóhann fann enga góða áætlun og tapaði mót- spyrnulítið. Þessi skák ætti að verða Spassky gott veganesti í spennandi uppgjör hans við Bent Larsen í 9. umferð í kvöld. Rivieran er frægasli sumardvalarstadur allra líma. irvalsstaöirnir Juan-les-Pins og St. Laurent du Var eru smábæir í ekta Rivierustíl meö badströndum, bátahöfnum, veitingahúsum, listasöfnum og úrvals íbúðahótelum. Örskammt undan eru staðir sem alla ferðalanga dreymir um að heimsækja s.s. spilavítið í Monaco, pálmaströndin í Nice, veilingahúsið Colombe d'Or í St. Paul, ilmvatnsborgin Grasse, Grimaldisafnið í Antibes, filmstjörnuborgin Cannes og Brigitte Bardot í St. Torpez. Þólt Rivieran sé umvafin stjörnuljóma er hún langtum ódýrari dvalarstaður en ætla mætti. Þar er t.d. auðvelt aö finna veitingahús með þríréttuðum matseðli fyrir 200 krónur og verðlag í matvörumörkuðum er með ólíkindum hagstætt, En það er líka hægt að fara með sumarhýruna á einu kvöldi í spilavíti eða í stuttri verslunarferð um hátískumerkjaverslanir í Cannes. Nú þegar er uppselt í I. ferðina til Rivierunnar en aðrar brottfarir eru: 14/6, 3/7, 24/7, 14/8, 4/9. Eerðalilhögun: Beint leiguflug til Marseilles, u.þ.b. 2ja klst, akstur í bílaleigubíl eða rútu til áfangastaða í Juan-les-Pins og St. Laurent. Dvalarlími: 2 vikur. Verð frá kr. 30.300.- Barnaafsláttur: 30—90%, 15 ára tá 50% afslátt í tilefni 15 ára afmælis Úrvals. Rivieran, — langlum ódýrari en gíeðin segja til um. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Crval við AusturvöJI, sími (91J-26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.