Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 13 Sighvatur Arnarson bæjartækní- fræAingur var mættur til að kanna hvernig móta mætti efnið úr Hrafna- klettunum. Ieldgosinu í Vestmannaeyjum 1973 raskaðist æði margt bæði í mannlífi og náttúru eyjanna. Eitt slysið var að mjög sérstæð gjá, grasi gróin, varð und- irlögð í ösku og til að bæta gráu ofan á svart var verulegu magni af ösku að auki rutt ofan í gjána þeg- ar öskuhreinsun á Helgafells- svæðinu fór fram. Gjáin, sem heit- ir Hrafnaklettar, er einstæð af sinni gerð í Eyjum og þótt víðar væri leitað, því svo kyrfilega var hún falin í landslaginu þar til menn voru hreinlega komnir inn í hana. Bæjarstjórn Vestmanna- eyja hyggst nú láta framkvæma ýmislegt sem lengi hefur verið í biðstöðu og eitt af því er hreinsun Hrafnakletta, en það verk verður þó unnið á grunni sjálfboðaliða- starfs, því vörubílstjórar í Eyjum munu sækja efni í Hrafnakletta og starfsmenn Áhaldahúss bæjar- ins hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga, en bærinn lánar tæki til verksins þegar til fellur. Hér er í rauninni um að ræða verkefni sem Viðlagasjóður átti að sjá um á sín- um tíma, en menn taka sig nú saman um að vinna minnugir sér- stæðs náttúrufyrirbrigðis og þess sem Ási í Bæ segir í einu Eyja- ljóða sinna: Áður var Helgafell aldrei hreyft enda til prýðis í landið greypt. Við Hrafnakletta með lyng í laut lagðist margur hjá förunaut. — a.j. lögur sínar og fram koma margar athyglisverðar hugmyndir ásamt mjög læsilegum og fróðlegum skilgreiningum. Að sjálfsögðu ber að móta hól- inn að nokkru með tilliti til úti- hátíðahalda og fegra hann þeim megin er snýr að Kalkofnsvegi og eru hugmyndir um hringleikahús af hinu góða en þó ekki endilega svo sem fram kemur í grísk- rómverskri mynd — og hugmynd- ir um athafnasvæði inni í hólnum eru sjálfsagðar — hér eru mögu- leikarnir margir. En að mínu mati og vafalítið margra annarra á hann sem mest að halda uppruna- legri mynd — vera sem unaðsleg vin og sálrænn vermireitur í myrkviði þungra og andlausra steinkumbalda (hér eru örfá hús undanskilin). Litríkar uppákomur af margs konar tagi eiga hér heima en ekki úti- eða flóamarkaðir, sem eiga heima í útjöðrum borga svo sem hinn frægi við F>u' Clignancourt á Montmartre-hæðum í París. En allar hugmyndir eru af hinu góða — þær losa um nýjar, fjölbreyti- legri og frjórri. Tilgangurinn með þessari rit- smíð var síst sá, að gera upp á milli tillagna heldur að vekja at- hygli á lofsverðri framkvæmd og hvetja borgarbúa til að fjölmenna á sýninguna og sem flesta að leggja hér orð í belg. Vegna mistaka birtist þessi grein seinna en höfundur óskaði eftir. Morgunblaðið biður hlutaðeig- endur afsökunar á þessu. Landhelgiskortið tilbúið til sölu Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, áritar tölusett kort af fiskveiðilandhelgi fslands að viðstöddum forseta og framkvæmdastjóra SVFÍ, Haraldi Henryssyni og Hannesi Þ. Hafstein. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Slysavarnafélaginu. „Svo sem fram kom í fréttum nýlega hefur sjávarútvegsráð- herra, Halldór Ásgrímsson, af- hent Slysavarnafélagi fslands til sölu og dreifingar til ágóða fyrir starfsemi félagsins kort um fisk- veiðilandhelgi íslands, sem hann lét gera í samvinnu við Landmæl- ingar ríkisins. Á korti þessu, sem prentað er í mörgum fallegum lit- um, eru ótrúlega miklar hagnýtar og fróðlegar upplýsingar um haf- svæðið umhverfis fsland, lifríki þess, helstu fiskstofna, sjávar- strauma, sjávarhita, útbreiðslu hafíss, veðursvæði, þróun fisk- veiðilandhelgi, og um helstu veiðarfæri, útflutning sjávaraf- urða o.fl. Slysavarnafélag fslands metur mikils þann vinarhug og viður- kenningu, sem sjávarútvegsráð- herra hefur sýnt félaginu. Það mun kappkosta að dreifa kortinu sem víðast, því að þær upplýs- ingar, sem þar koma fram eiga er- indi til allra íslendinga auk þess sem það er til hinnar mestu prýði. Það ætti einnig að vera tilvalið til að senda kunningjum og við- skiptavinum erlendis. Kortið er nú tilbúið til sölu og dreifingar. Verð- ur það selt á kr. 750. Auk þess verða 200 kort tölusett og árituð af sjávarútvegsráðherra og verða þau seld innrömmuð á kr. 10.000. Allar deildir og björgunarsveit- ir SVFf fá kortið til sölu og dreif- ingar og geta þeir, sem áhuga hafa á að eignast það, snúið sér til þeirra eða forystumanna þeirra. Auk þess er unnt að kaupa kortið á skrifstofu SVFÍ, Grandagarði 14, Reykjavík, eða panta það í síma 91-27000. Álhúðuð pústkerfí í Volvo 240 Verð aðeins 3800 kr. ÞEIR VIÐSKIPTAVINIR SEM TIL ÞEKKIA NOTA EINGÖNGU „ORIGINAL" PÚSTKERFI UNDIR VOLVO-BÍLA SÍNA. ÞAU ENDAST BEST OG PASSA _______FULLKOMLEGA._______ VARIST EFTIRLÍKINGAR, SPARIÐ MEÐ „ORIGINAL"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.