Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FKBRUAR 1986 25 Svíþjóð: Unnt að bjarga lífí 500 kvenna ár hvert - með almennri og reglubundinni brjostaskoðun Stokkhólmi, 21. febrúar. Frá frétUritara Mbl. UNNT væri að bjarga lífi 500 sænskra kvenna á iri hverju, ef allar konur ættu kost á að gangast undir reglubundnar brjóstaskoðanir ásamt meöfylgjandi röntgenmyndatökum. Þetta kom fram í síðustu viku, þegar sænska heilbrigðisstofnunin kynnti niðurstöður umfangsmestu rannsóknar af þessu tæi, sem fram hefur farið í veröldinni. Fram kom, að unnt væri að lækka dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins hjá konum á aldrinum 40—69 ára um 30%, ef skoðanir yrðu almennar og reglu- bundnar og færu fram ár hvert eða a.m.k. annað hvert ár. Hjá konum á aldrinum 50—69 ára yrði árangurinn enn meiri. Meðal þeirra gæti dánartalan lækkað um 40%. Ár hvert deyja um 1.600 konur í Svíþjóð af völdum brjóstakrabba. Komið hefur fram sú gagnrýni á reglubundnar skoðanir með rönt- genmyndatökum, að þær gætu haft geislunarhættu í för með sér. Hefur einn krabbameinssérfræð- inganna sagt af því tilefni, að áhættan væri jafnmikil og þegar ekið væri í bifreið 20 km vega- lengd. Bandaríkin: AIDS-sjúkdómur kost- ar yfír hálfan milljarð dollara á þessu ári Boston, Bandaríkjunum, 21. febrúar. AP. Sjúkrakostnaður vegna AIDS—sjúklinga mun fara langt yfir hálfan milljarð dollara (um 21 milljarð ísl. króna) á þessu ári, og verður ríkissjóður að hlaupa undir bagga og standa undir kostnaðinum, að því er segir í skýrslu, sem vísindamenn sendu frá sér í dag. Telja þeir, að a.m.k. 400.000 manns í Bandaríkjunum einum hafi nú þegar smitast af AIDS- veirunni, en sjúkdómurinn er svo nýr, að ekki er vitað hversu hátt hlutfall þeirra muni sýkjast. Nýlegar rannsóknir sýna, að smitið breiðist hratt út meðal kynvillinga í bandarískum borg- um öðrum en New York og San Francisco, þar sem sjúkdómsins varð fyrst vart. Fram kemur í skýrslu vísinda- mannanna, sem birtist í tímarit- inu The New England Journal of Medicine, að AIDS-sjúkdómurinn hafi greinst hjá um 8.000 manns frá 1981 og sérfræðingar spái því, að í það minnsta jafnmargir finn- ist með þennan sjúkdóm á næsta ári einu saman. Bent er á, að sjúkrahúskostnað- ur vegna AIDS-sjúklinga sé að meðaltali 42.000 dollarar (1.764.000 ísl kr.) á hvern einstakl- ing. Á þessu ári mun kostnaður vegna nýgreindra sjúkdómstilfella nema um 336 milljónum dollara. Nýtt blóðpróf, sem gera á mögu- legt að velja úr blóðgjafa, án þess að hætta stafi af vegna AIDS- sjúkdómsins, mun að auki kosta um 100 milljónir dollara á ári. „Það er þvi ekki fjarri lagi að ætla, að AIDS-sjúkdómurinn muni kosta þjóðfélag okkar yfir hálfan milljarð dollara á þessu ári,“ segir í grein vísindamann- anna í fyrrnefndu tímariti. „Við erum að kljást við raun- verulegan og óhemjuskæðan óvin, mannlegt böl, sem við höfum aldr- ei kynnst áður,“ sagði annar vís- indamannanna í fréttaviðtali. „Það er eins gott að við tökum á öllu sem við eigum hvað sem líður þjóðfélagslegum eða kynferðisleg- um skoðunum okkar.“ Sfmunynd/AP CHAPLIN-SÝNING í LONDON — Annette Chaplin, 26 ára gömul, og Christopher, bróðir hennar, sem er 23 ára gamall, eru hér með nýiustu vaxmyndina af foður sínum í vaxmyndasafni Madame Tussauds. I London stendur nú yfir Chaplin-sýning, sem sett var upp með aðstoð David Robinson en bók hans um ævi Chaplins: „Chaplin, líf hans og list“, kemur út 4. mars nk. Finnland: Dómar fyrir heróínsmygl llelsinki, 21. febrúar. AP. TVEIR Svíar voru í dag dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir að hafa reynt að smygla hreinu heróíni til Svíþjóðar um flugvöllinn í Helsinki. Skýrði finnska fréttastofan SIT frá þessu í dag. Sven Olof Hansson var dæmdur í átta ára fangelsi og vinkona hans, Christina Eva Linderholm, fékk sjö og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla 250 gr. af hreinu heróíni frá Indlandi til Sví- þjóðar um Helsinkiflugvöll. Við skyndiskoðun tollvarða í janúar sl. reyndust þau bæði vera með heró- ín uppi í sér, innan i verju, og við nánari athugun á sjúkrahúsi kom í ljós, að Eva hafði gleypt 245 gr. af heróíni í verjum. Auk fangelsisdómsins voru þau hjúin dæmd til að greiða eina milljón finnskra marka í sekt. r rétt að öllu“ — segir flugmaður Formósu-þotunnar San Francisco, Bandaríkjunum, 21. febrúar. AP. FLUGMAÐURINN, sem kom Jumboþotu China Airlines áleiðis, þrátt fyrir að ilugvélin hrapaði tíu kílómetra á aðeins tveimur mínútum, sagði, að hann hefði farið „rétt að öllu“, en frá því var sagt í fréttum, að verið væri að kanna, hvort „mannleg yfirsjón" heföi valdið hrapinu. í gær sögðust embættismenn þakka Ming Yuen Hoo, hversu örugglega hann hefði komið í veg fyrir, að þotan færi alla leið niður, þegar hún tók stóru dýf- una um 800 km norðvestur af San Francisco. Hefði þotan hrapað í 36 sekúndur til viðbót- ar, hefði hún skollið í sjóinn á Kyrrahafi, en vélin var á leið frá Tapei á Formósu til Los Angeles. Rannsóknarnefnd flugslysa telur það taka nokkurn tíma að kanna öll gögn í málinu, að sögn talsmanns hennar, Bob Buck- horns, í gær. Bandaríska útvarpsstöðin NBC skýrði frá því í gær, eftir heimildum í Washington, að vél- in kynni að hafa ofrisið, er hún kom inn í vindsveipinn, vegna þess að sjálfstýringin hefði fyrir vangá verið skilin eftir í sam- bandi. Bráðabirgðaathugun á flug- rita vélarinnar bendir til að flugmaðurinn hafi aukið vélar- aflið, þegar flugvélin ofreis. Sagði í frétt NBC, að þessi skyn- dilega aðgerð gæti hafa valdið því að drapst á fyrsta hreyflin- um. Þegar vélin hafi svo tekið stóru dýfuna, kunni að hafa drepist á hinum hreyflunum þremur vegna þess hve óreglu- legt loftstreymið var í gegnum þá, sagði NBC. Ho, sem er 55 ára gamall og hefur verið atvinnuflugmaður í 30 ár, neitaði því, að hann hefði sett hjólabúnaðinn niður, þegar vélin hrapaði. Þegar hann var spurður, hvort um yfirsjón flugmanns hefði verið að ræða, sagði hann: „Ég fór rétt að öllu.“ Irland: Ótti yÖ hryðju- verk í kjölfar upptöku fjárs Dyfíinni, 21. febrúar. AP. Leyniþjónustur Breta og Bandaríkjamanna gegndu höfuöhlutverki viö að fínna hina leynilegu bankainni- stæðu írska lýðveldishersins (IRA), sem lögregluyfírvöld á írlandi lögöu hald á í gær, að því er haft var eftir ónafn- greindum embættismanni í Dyflinni í dag. Peningarnir, sem eru að upp- hæð 1,75 millj. sterlingspunda (jafnvirði um 65 millj. ísl. króna), voru geymdir í útibúi írlands- banka skammt fyrir utan Dyfl- inni. Er talið að um sé að ræða megnið af reiðufé því, sem IRA á í írska lýðveldinu. Háttsettur foringi í lögreglunni á Norður-írlandi kvaðst í gær óttast, að IRA yki hryðjuverk í kjölfar þessarar fjárupptöku, einkum mannrán og bankarán. Annar foringi lögreglunnar í Ulst- er hrósaði stjórnvöldum á írlandi og sagði, að þau hefðu greitt IRA þungt högg, sem samtökin yrðu lengi að ná sér eftir. Stjórnvöld á írlandi lögðu hald á fé IRA með tilvísan til sérstakra neyðarlaga, sem afgreidd voru í neðri deild írska þingsins og öld- ungadeildinni á þriðjudag. Eru þau viðbót við lög um öryggi ríkis- ins og gilda í þrjá mánuði í senn. Samkvæmt þeim verða bankar og aðrar fjármálastofnanir að af- henda ríkinu allt það fé, sem talið er að sé í eigu IRA eða annarra hryðjuverkasamtaka. Haft er eftir góðum heimildum í Dyflinni og Belfast, að IRA hafi verið búin að ráðstafa fénu, sem hald var lagt á, til mikilla vopnakaupa. Meirihluti fjárins, sem geymt var í bankanum, er talið vera lausnarfé, sem IRA hefur kúgað út úr aðstandendum manna, sem samtökin hafa rænt, og svokallað verndarfé, en þá er átt við, að fyrirtæki greiði skatt til glæpa- manna gegn því að vera látin í friði. ■ ■I ^ \f/ ERLENT, GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn hækkar við- stöðulaust London, 21. febrúar. AP. BANDARÍSKI dollarinn heldur viðstöóulaust áfram að hækka og varð gengi hans hærra í dag en nokkru sinni áður gagnvart gjald- miðlum Bretlands, Frakklands og ít- alíu. Var þetta þriðji dagurinn í röð, sem gengi dollarans hækkar. Gull- verð lækkaði hins vegar og fór niður fyrir 300 dollara únsan. í kauphöllinni í London fengust í dag 1.0830 dollarar fyrir pundið (1.0870). Gengi dollarans var ann- ars það, að fyrir hvern dollar fengust 3.3485 vestur-þýzk mörk (3.3280), 2.8450 svissneskir frank- ar (2.8167), 10.2425 franskir frank- ar (10.1675), 3.7975 hollenzk gyll- ini (3.7685), 2.083.00 ítalskar lírur (2.057.62), 1.37025 kandaískir doll- arar (1.3500) og 261.475 jen (261.00).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.