Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 25

Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FKBRUAR 1986 25 Svíþjóð: Unnt að bjarga lífí 500 kvenna ár hvert - með almennri og reglubundinni brjostaskoðun Stokkhólmi, 21. febrúar. Frá frétUritara Mbl. UNNT væri að bjarga lífi 500 sænskra kvenna á iri hverju, ef allar konur ættu kost á að gangast undir reglubundnar brjóstaskoðanir ásamt meöfylgjandi röntgenmyndatökum. Þetta kom fram í síðustu viku, þegar sænska heilbrigðisstofnunin kynnti niðurstöður umfangsmestu rannsóknar af þessu tæi, sem fram hefur farið í veröldinni. Fram kom, að unnt væri að lækka dánartíðni af völdum brjóstakrabbameins hjá konum á aldrinum 40—69 ára um 30%, ef skoðanir yrðu almennar og reglu- bundnar og færu fram ár hvert eða a.m.k. annað hvert ár. Hjá konum á aldrinum 50—69 ára yrði árangurinn enn meiri. Meðal þeirra gæti dánartalan lækkað um 40%. Ár hvert deyja um 1.600 konur í Svíþjóð af völdum brjóstakrabba. Komið hefur fram sú gagnrýni á reglubundnar skoðanir með rönt- genmyndatökum, að þær gætu haft geislunarhættu í för með sér. Hefur einn krabbameinssérfræð- inganna sagt af því tilefni, að áhættan væri jafnmikil og þegar ekið væri í bifreið 20 km vega- lengd. Bandaríkin: AIDS-sjúkdómur kost- ar yfír hálfan milljarð dollara á þessu ári Boston, Bandaríkjunum, 21. febrúar. AP. Sjúkrakostnaður vegna AIDS—sjúklinga mun fara langt yfir hálfan milljarð dollara (um 21 milljarð ísl. króna) á þessu ári, og verður ríkissjóður að hlaupa undir bagga og standa undir kostnaðinum, að því er segir í skýrslu, sem vísindamenn sendu frá sér í dag. Telja þeir, að a.m.k. 400.000 manns í Bandaríkjunum einum hafi nú þegar smitast af AIDS- veirunni, en sjúkdómurinn er svo nýr, að ekki er vitað hversu hátt hlutfall þeirra muni sýkjast. Nýlegar rannsóknir sýna, að smitið breiðist hratt út meðal kynvillinga í bandarískum borg- um öðrum en New York og San Francisco, þar sem sjúkdómsins varð fyrst vart. Fram kemur í skýrslu vísinda- mannanna, sem birtist í tímarit- inu The New England Journal of Medicine, að AIDS-sjúkdómurinn hafi greinst hjá um 8.000 manns frá 1981 og sérfræðingar spái því, að í það minnsta jafnmargir finn- ist með þennan sjúkdóm á næsta ári einu saman. Bent er á, að sjúkrahúskostnað- ur vegna AIDS-sjúklinga sé að meðaltali 42.000 dollarar (1.764.000 ísl kr.) á hvern einstakl- ing. Á þessu ári mun kostnaður vegna nýgreindra sjúkdómstilfella nema um 336 milljónum dollara. Nýtt blóðpróf, sem gera á mögu- legt að velja úr blóðgjafa, án þess að hætta stafi af vegna AIDS- sjúkdómsins, mun að auki kosta um 100 milljónir dollara á ári. „Það er þvi ekki fjarri lagi að ætla, að AIDS-sjúkdómurinn muni kosta þjóðfélag okkar yfir hálfan milljarð dollara á þessu ári,“ segir í grein vísindamann- anna í fyrrnefndu tímariti. „Við erum að kljást við raun- verulegan og óhemjuskæðan óvin, mannlegt böl, sem við höfum aldr- ei kynnst áður,“ sagði annar vís- indamannanna í fréttaviðtali. „Það er eins gott að við tökum á öllu sem við eigum hvað sem líður þjóðfélagslegum eða kynferðisleg- um skoðunum okkar.“ Sfmunynd/AP CHAPLIN-SÝNING í LONDON — Annette Chaplin, 26 ára gömul, og Christopher, bróðir hennar, sem er 23 ára gamall, eru hér með nýiustu vaxmyndina af foður sínum í vaxmyndasafni Madame Tussauds. I London stendur nú yfir Chaplin-sýning, sem sett var upp með aðstoð David Robinson en bók hans um ævi Chaplins: „Chaplin, líf hans og list“, kemur út 4. mars nk. Finnland: Dómar fyrir heróínsmygl llelsinki, 21. febrúar. AP. TVEIR Svíar voru í dag dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir að hafa reynt að smygla hreinu heróíni til Svíþjóðar um flugvöllinn í Helsinki. Skýrði finnska fréttastofan SIT frá þessu í dag. Sven Olof Hansson var dæmdur í átta ára fangelsi og vinkona hans, Christina Eva Linderholm, fékk sjö og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla 250 gr. af hreinu heróíni frá Indlandi til Sví- þjóðar um Helsinkiflugvöll. Við skyndiskoðun tollvarða í janúar sl. reyndust þau bæði vera með heró- ín uppi í sér, innan i verju, og við nánari athugun á sjúkrahúsi kom í ljós, að Eva hafði gleypt 245 gr. af heróíni í verjum. Auk fangelsisdómsins voru þau hjúin dæmd til að greiða eina milljón finnskra marka í sekt. r rétt að öllu“ — segir flugmaður Formósu-þotunnar San Francisco, Bandaríkjunum, 21. febrúar. AP. FLUGMAÐURINN, sem kom Jumboþotu China Airlines áleiðis, þrátt fyrir að ilugvélin hrapaði tíu kílómetra á aðeins tveimur mínútum, sagði, að hann hefði farið „rétt að öllu“, en frá því var sagt í fréttum, að verið væri að kanna, hvort „mannleg yfirsjón" heföi valdið hrapinu. í gær sögðust embættismenn þakka Ming Yuen Hoo, hversu örugglega hann hefði komið í veg fyrir, að þotan færi alla leið niður, þegar hún tók stóru dýf- una um 800 km norðvestur af San Francisco. Hefði þotan hrapað í 36 sekúndur til viðbót- ar, hefði hún skollið í sjóinn á Kyrrahafi, en vélin var á leið frá Tapei á Formósu til Los Angeles. Rannsóknarnefnd flugslysa telur það taka nokkurn tíma að kanna öll gögn í málinu, að sögn talsmanns hennar, Bob Buck- horns, í gær. Bandaríska útvarpsstöðin NBC skýrði frá því í gær, eftir heimildum í Washington, að vél- in kynni að hafa ofrisið, er hún kom inn í vindsveipinn, vegna þess að sjálfstýringin hefði fyrir vangá verið skilin eftir í sam- bandi. Bráðabirgðaathugun á flug- rita vélarinnar bendir til að flugmaðurinn hafi aukið vélar- aflið, þegar flugvélin ofreis. Sagði í frétt NBC, að þessi skyn- dilega aðgerð gæti hafa valdið því að drapst á fyrsta hreyflin- um. Þegar vélin hafi svo tekið stóru dýfuna, kunni að hafa drepist á hinum hreyflunum þremur vegna þess hve óreglu- legt loftstreymið var í gegnum þá, sagði NBC. Ho, sem er 55 ára gamall og hefur verið atvinnuflugmaður í 30 ár, neitaði því, að hann hefði sett hjólabúnaðinn niður, þegar vélin hrapaði. Þegar hann var spurður, hvort um yfirsjón flugmanns hefði verið að ræða, sagði hann: „Ég fór rétt að öllu.“ Irland: Ótti yÖ hryðju- verk í kjölfar upptöku fjárs Dyfíinni, 21. febrúar. AP. Leyniþjónustur Breta og Bandaríkjamanna gegndu höfuöhlutverki viö að fínna hina leynilegu bankainni- stæðu írska lýðveldishersins (IRA), sem lögregluyfírvöld á írlandi lögöu hald á í gær, að því er haft var eftir ónafn- greindum embættismanni í Dyflinni í dag. Peningarnir, sem eru að upp- hæð 1,75 millj. sterlingspunda (jafnvirði um 65 millj. ísl. króna), voru geymdir í útibúi írlands- banka skammt fyrir utan Dyfl- inni. Er talið að um sé að ræða megnið af reiðufé því, sem IRA á í írska lýðveldinu. Háttsettur foringi í lögreglunni á Norður-írlandi kvaðst í gær óttast, að IRA yki hryðjuverk í kjölfar þessarar fjárupptöku, einkum mannrán og bankarán. Annar foringi lögreglunnar í Ulst- er hrósaði stjórnvöldum á írlandi og sagði, að þau hefðu greitt IRA þungt högg, sem samtökin yrðu lengi að ná sér eftir. Stjórnvöld á írlandi lögðu hald á fé IRA með tilvísan til sérstakra neyðarlaga, sem afgreidd voru í neðri deild írska þingsins og öld- ungadeildinni á þriðjudag. Eru þau viðbót við lög um öryggi ríkis- ins og gilda í þrjá mánuði í senn. Samkvæmt þeim verða bankar og aðrar fjármálastofnanir að af- henda ríkinu allt það fé, sem talið er að sé í eigu IRA eða annarra hryðjuverkasamtaka. Haft er eftir góðum heimildum í Dyflinni og Belfast, að IRA hafi verið búin að ráðstafa fénu, sem hald var lagt á, til mikilla vopnakaupa. Meirihluti fjárins, sem geymt var í bankanum, er talið vera lausnarfé, sem IRA hefur kúgað út úr aðstandendum manna, sem samtökin hafa rænt, og svokallað verndarfé, en þá er átt við, að fyrirtæki greiði skatt til glæpa- manna gegn því að vera látin í friði. ■ ■I ^ \f/ ERLENT, GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn hækkar við- stöðulaust London, 21. febrúar. AP. BANDARÍSKI dollarinn heldur viðstöóulaust áfram að hækka og varð gengi hans hærra í dag en nokkru sinni áður gagnvart gjald- miðlum Bretlands, Frakklands og ít- alíu. Var þetta þriðji dagurinn í röð, sem gengi dollarans hækkar. Gull- verð lækkaði hins vegar og fór niður fyrir 300 dollara únsan. í kauphöllinni í London fengust í dag 1.0830 dollarar fyrir pundið (1.0870). Gengi dollarans var ann- ars það, að fyrir hvern dollar fengust 3.3485 vestur-þýzk mörk (3.3280), 2.8450 svissneskir frank- ar (2.8167), 10.2425 franskir frank- ar (10.1675), 3.7975 hollenzk gyll- ini (3.7685), 2.083.00 ítalskar lírur (2.057.62), 1.37025 kandaískir doll- arar (1.3500) og 261.475 jen (261.00).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.