Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 24
24____________ Rauðir khmerar: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Gera lítið úr sigri Víetnama Peking, Aranyaprathet, 21. rebniar. AP. SKÆRULIÐAR Rauðra khmera hafa verið athafnasamir að baki víglínunnar og gert margar árangursríkar árásir á hermenn Víetnama. Er það haft eftir einum foringja þeirra. Thailendingar halda því fram, að Víetnamar hafi beitt eiturgasi gegn skæruliðum og fólki í flóttamannabúðum. Mitr Mual, einn foringja Rauðra khmera, sagði, að Víetnamar hefðu engan sigur unnið á skæru- liðum. Þeir hefðu lagt undir sig Stöðvar, sem skæruliðar hefðu yf- irgefið, og ættu nú undir högg að sækja fyrir árásum skæruliða að haki víglínunnar. Sagði hann, að skæruliðar myndu leggja undir sig allt Phnom Malai-svæðið fljót- lega. Talsmenn thailenska hersins héldu því fram í dag, að Víetnam- ar hefðu skotið fallbyssukúlum með eiturgasi á kambódíska flótt- amenn. Sýndu þeir ljósmyndir af ósprungnum sprengjum og af sprengjusérfræðingum við að gera þær óvirkar. Sögðu þeir, að Víet- namar hefðu fyrst farið að nota eiturgasið í desember 1983. Abou Nidal, leiÖ- togi Fatha, kominn fram á sjónarsviðið París, 21. febrúar. AP. ABOU Nidal, einn af leiðtogum PLO, Frelsissamtaka Palestínuaraba, sem sagöur var látinn í október síöastliön- um, átti nýlega átta klukkustunda langt viðtal við franska tímaritið „France-Pays Arabes“, að því er blaðamaðurinn, sem viðtalið tók, Lucien Bitterlin, sagði í dag, fimmtu- dag, en viötalið á að birtast á morgun. Abou Nidal hefur verið forystu- maður Fatah-armsins innan PLO, sem er andstæður Yasser Arafat, leiðtoga PLO. Veður víÖa um heim Lœgst Hssst Akureyri 1 lóttskýjaó Amsterdam 4« 2 skýjaö Aþena 0 5 skýjaó Barcetona 7 rigning Berlín +5 +0 snjókoma BrUssel 0 5 skýjaó Chicago +7 6 skýjaö Dublin 4 9 skýjaö Feneyjar 4 þokum. Frankfurt +5 0 skýjaö Qenf +11 +3 skýjaö Helsinkí +20 +10 heióskírt Hong Kong Jerúsalem 12 13 rígning vantar Kaupm.höfn +4 +3 skýjaö Las Paimas 18 tóttskýjaö Lissabon e 10 rigning London 3 7 skýjaö Los Angeles 11 17 heiöskírt Luxemborg 1 skýjaö Malaga 14 alskýjaö Mallorka 12 alskýjaö Miaim 21 25 skýjað Montreal +12 +2 heiöskfrt Moskva +20 +10 heiöekírt U—.. Vnrlr TOrK +1 8 heiöskirt Ostó +10 +4 skýjaö París +3 8 heiöskírt Peking +12 +3 heiöskfrt Reykjavík 1 hagól Rio de Janeiro 22 39 skýjaö Römaborg 9 heiöskírt Stokkhólmur +20 +9 skýjaö Sydney 20 25 skýjaö Tókýó • 14 heiöskfrt Vínarborg +« +3 skýjaö Þórshöfn 8 rigning Nímamynd/AP RAUÐIR KHMERAR HÖRFA — Víetnamska innrásarliðið í Kambódíu hefur náð á sitt vald mörgum stöðvum Rauðra khmera en skæruliðar segjast hafa misst tiltölulega fáa menn og aðeins hörfað í bili. Segja þeir frá árangursríkum árásum á herlið Víetnama að baki víglín- unnar. Thatcher um ríkisstjórn Reagans: Fullur skilningur á efnahagsvandanum Washinvton, 21. íebrúar. AP. Inndi mpinQ hanttarícVnm Wanhington. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fundi með frétta- mönnum í Washington síðdegis, að engin einföld lausn væri til á þeim vanda, sem skapast hefur vegna hinnar öru hækkunar á gengi bandaríkjadals að undanförnu. Thatcher, sem í gær ávarpaði ekki á neinum ráðleggingum að sameiginlegan fund beggja deilda Bandaríkjaþings við mjög góðar undirtektir, sagði að hún hefði komist að raun um það í viðræð- um sínum við Ronald Reagan for- seta og ráðherra hans, að fullur skilningur væri á því, að fjár- hagshallinn skapaði vanda, sem takast yrði á við. Hún var spurð hvort hún hefði gefði forsetanum einhver ráð við hallanum. „Ég held að í þessu efni þurfi hann halda,“ svaraði hún. Mörg alþjóðamál bar á góma á fréttamannafundinum og var tal- inu m.a. vikið að þeirri ákvörðun stjórnar David Lange á Nýja Sjá- iandi, að meina bandarískum herskipum aðgang að höfnum í landinu á meðan ekki fengist yfir- lýsing um hvort þau flyttu kjarn- orkuvopn. „Þessi afstaða veldur mér miklum vonbrigðum," sagði Thatcher. Hún kvaðst hafa greint stjórn Lange frá því, að engar slikar upplýsingar yrðu veittar um bresk skip, sem leita hafnar á Nýja Sjálandi. Fylgi íhaldsflokks ins minnkar enn Lundúnum, 21. febrúar. AP. Treholt birt ákæran í beinni sjónvarpssendingu Osló, 21. febrúar. Frá Jan Erik Laure rréttaritara Mor^unblaésins. ÁKÆRAN á hendur Arne Treholt verður lesin upp í beinni sjónvarpsútsend- ingu frá réttarhöldunum, og er það í fyrsta sinn í sögu norskrar réttvísi að sjónvarpað er beint úr réttarhaldi. Akæruna les upp einn af sækj- endunum, Lasse Quigstad, og er búist við að það taki hann um 20 mínútur, en réttur verður settur klukkan 10 á mánudagsmorgun. Norska útvarpið mun einnig út- varpa beint frá réttarhöldunum. Treholt og verjandi hans hafa sett sig upp á móti beinni útvarps- og sjónvarpssendingu frá réttar- höldunum. óttast þeir að ýmis at- riði ákærunnar kunni að hafa það djúpstæð áhrif á tilheyrendur að það veiki varnarmöguleikana. Segja þeir ákæruatriðin ekki mundu hafa sömu áhrif á fólk ef þau væru lesin upp í fréttatíma. Enn hefur ekki verið ákveðið hvort sýnt verður í beinni útsend- ingu er verjandi Treholts flytur varnarræðu sína. FLEST Lundúnablöðin láta í dag í Ijós mikla ánægju með ræðu þá sem Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, flutti á Bandaríkja- þingi í gær. Skoðanakönnun, sem dagblaðið The Guardian greindi frá í dag, bendir hins vegar til þess að forsætisráðherrann og flokkur henn- ar haldi áfram að tapa fylgi meðal kjósenda. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar í The Guardian hefur forskot íhaldsflokksins fram yfir Verkamannaflokkinn lækkað úr 8 prósentum í janúar niður í 3 pró- sent í febrúar. 38 prósent kjósenda styðja íhaldsflokinn, 35 prósent styðja Verkamannaflokkinn og Bandalag jafnaðarmanna og frjálslyndra nýtur stuðnings 26 prósenta. í könnuninni var spurt hver yrði besti forsætisráðherrann og völdu 31 prósent kjósenda Thatcher, sem er 3% fylgistap frá því í svipaðri könnun í janúar. 20 prósent kjós- enda telja, samkvæmt könnun- inni, að Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, yrði besti forsætisráðherrann. Suður-Afríka: Átján falln- Tillögur sænsku stjórnarinnar í mengunarmálum: Bensínið blýlaust og hreinsibúnaður í bíla Stokkhólmi, 21. febrúar. AP. EFTIR RÚM tvö ár verður blýlaust bensín að vera fáanlegt á öllum bensínstöðvum í Svíþjóð og frá og með áramotum 1989 verða allar nýjar bifreiðir að vera með hreinsibunað. Þessar tillögur verða meðal annarra, sem sænska stjórnin ætlar að leggja fyrir þingið í næstu viku, og eru þær liður í baráttu hennar og Svía gegn vax- andi mengun. Með þeim er hins vegar ekkert tillit tekið til þeirra, sem hafa kvartað um of mikil umskipti á of litlum tíma. Orkuráð rikisins hefur lagt til, að þessum aðgerðum verði frest- að í eitt ár og olíufélögin í Sví- þjóð hafa verið reiðubúin að greiða fyrir þessu máli á allan hátt. Vegna þess hve stutt er til stefnu hafa þau hins vegar farið fram á, að ríkið taki einnig þátt í því að upplýsa fólk um allt, sem fylgir því að nota blýlaust bens- ín, t.d. um áhrif þess á bílvélina. Blýlaust bensín er skilyrði fyrir því, að hreinsibúnaðurinn vinni eins og til er ætlast og hann er aftur nauðsynlegur til að ná burt köfnunarefnissýrlingn- um úr útblæstrinum. Það er köfnunarefnissýrlingurinn, sem er talinn bera mesta ábyrgð á menguninni og skógardauðanum. Samkvæmt tillögum stjórnar- innar verður fyrsta atlagan að menguninni gerð þegar sumarið 1986 en þá á að vera fáanlegt blýlaust bensín á bensínstöðvum við helstu þjóðvegi. Ári síðar verða allar bensínstöðvar að hafa blýlaust bensín á boöstólum og frá og með 1989 verða allar nýjar bifreiðir að vera búnar hreinsi- búnaði, þar með talin 1989-ár- gerðin. Embættismenn í landbúnað- arráðuneytinu, sem skiljanlega hafa miklar áhyggjur af meng- unarmálunum, segja, að ýmsar blikur séu á lofti í þessum efnum og ekki allar fagrar. Á megin- landinu, þaðan, sem menguninni rignir yfir Svía, virtist áður vera vaxandi skilningur á mengunar- vörnum en það eru þó aðeins Vestur-Þjóðverjar, sem hafa ákveðið að láta til skarar skríða og setja mörkin við 1989 eins og Svíar. Segja embættismennirnir, að ýmislegt bendi til, að Frakkar, ítalir og Bretar séu að reyna að stöðva baráttuna gegn mengun- inni af umhyggju fyrir bílaiðnað- inum í viðkomandi löndum og vegna þess, að þeim hrýs hugur við kostnaðinum við almennar mengunarvarnir. Auk þess hefur EB ekki enn lagt blessun sina yf- ir ákvarðanir Vestur-Þjóðverja. ir í óeirð- unum Jóhannesarhorg, 21. febrúar AP. Til óeirða kom í tveimur bæjum blökkumanna í nótt sem Jeið, og féllu tveir menn í þeim. Hafa þá 18 menn alls beðið bana í óeirðunum frá því á mánudag en undirrót þeirra er stefna stjórnarinnar í kynþáttamáium. Átökin hófust þegar hermenn hófust handa við að flytja á brott fólk, sem sest hafði að í kofaþyrp- ingum í Crossroads, skammt frá Höfðaborg, en talið er að um 60.000 manns hafist þar við. Desmond Tutu, biskup og friðar- verðlaunahafi, kom þar í dag og ræddi við íbúana. Sagði hann og einnig Phillip Russel, biskup angl- íkönsku kirkjunnar í Höfðaborg, að átökin stöfuðu af svikum stjórnarinnar, sem hefði ekki staðið við þau loforð, sem hún hefði gefið fólkinu. Drengur og stúlka, bæði 16 ára, létust í dag af sárum, sem þau fengu fyrr í vikunni, og hafa þá 18 manns misst lífið í þessum átök- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.