Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Teikningin sýnir hvernig heyið er saxað og blásið inn í turninn að ofan, og er síðan tekið úr honum að neðan yfir veturinn. Akrafjalli við norðanverðan Hvalfjörð) og erfitt með allan þurrheyskap. Það kemur svo mikill raki utan af flóanum og sólin hverfur snemma á bak við fjallið. Við bestu skilyrði hefur dagurinn dugað til að forþurrka heyið hæfilega í turninn en stundum hefur það ekki gengið fyrr en á þriðja degi. í góðum heyskaparsveitum þætti þetta lélegt," sagði Sigurjón. „Fóðurbætissparnað- urinn aðalkosturinn“ Kristín gengur í útiverkin ásamt Sigurjóni en losnar nú al- veg við heyskapinn, vegna þess hvað hann er orðinn auðveldari með vélvæðingunni. Hún sagði að mikið erfiði hefði verið við baggaheyskapinn og gott að komast hjá því. Hún sagði einnig að heyskapartíminn væri orðinn miklu þrifalegri, ekki bærist strá inn með fötunum. Þá væri vinna sín í fjósinu nú einnig mun léttari. Heyið ætist 99% og ekki væri lengur hey um alla bása og ekkert hey, ryk eða lykt í fötum eftir gegningar. Vinnan væri svo létt að hún gæti hvenær sem er leyst Sigurjón af, einungis bætt- ist við tími en ekkert erfiði. Aðalkosturinn við að hafa heymetisturn segir Sigurjón þó að sé fóðrið úr þeim. Hann sagði að fóðrið hefði komist í það að vera fyllilega samkeppnisfært við grasköggla. Kvaðst hann hafa komist niður í 109 kg af fóðurbæti á kú en meöaltalið yf- ir landið er hátt í þúsund kg, og ekki óalgengt að gefin séu 1.400 kg af fóðurbæti á ári. Hann sagðist þó hafa gefiö um 200 kg af fóðurbæti að undanförnu, hefði þurft að bæta kúnum hann upp eftir sumarið. Hann sagði að heymetið nýttist vel og hægt að koma meira fóðri í kýrnar. Kýrnar væri mikiu hraustari en áður, ekki kæmi fyrir doði og frjósemin í góðu lagi. Kýrnar hefðu breytt mjaltaskeiðinu, færu ekki eins hátt við burð en hefðu lengra mjaltaskeið og mjólkuðu betur í heildina. — HBj. Nýjung í landbúnaði: Heymetisturnarnir ryðja sér til rúms - byggja á nýrri heyverkunaraðferð BIJAST MÁ VIÐ að innan fárra ára verði háir heyturnar algeng sjón í sveitum landsins. Fyrstu Harvestore-turnarnir, en þeir byggja á nýrri heyverkunaraðferð og geymslu heys, voru reistir hér á landi árið 1979. Nú eru 5 slíkir turnar til í landinu og á þessu ári búast forsvarsmenn Globus hf., sem flytur turnana inn, við að 5—10 Harvestore-turnar verði reistir. Turnarnir eru bláir að lit um 25 metrar á hæð. Setja þeir því svip á þá bæi þar sem þeir hafa verið reistir og vekja umtal í sveitunum. Blaðamaður fékk upplýsingar um turnana og þá heyverkunaraðferð sem þeir byggjast á hjá Jens Gíslasyni og fleiri starfsmönnum Globus hf. og heimsótti bóndann sem fyrstur tók þessa tækni í notkun hér á landi. að þessu leyti líkja turninum við niðursuðudós," sagði Jens. „Eins og niður- suðudós“ Globus-menn nefna turnana heymetisturna. Verkunaraðferð- Turnarnir eru gerðir úr stál- plötum með innbrenndri gler- húð, sem tryggja á góða endingu. gamlar fyrningar í turninum, þar sem elsta heyið er gefið fyrst. Harvestore-turnarnir kosta í dag um 2,5 milljónir kr. Með undirstöðum og líklegum aukakostnaði er heildarverð þeirra hátt í 3 milljónir kr. „Hægt að vélvæða inn í kjaft á skepnunum“ „Ég var búinn að vera að velta þessum málum fyrir mér um tíma. Var byrjaður á flatgryfju, m.a. búinn að kaupa mest allt Morgunblaðið/HBj. Sigurjón Guðmundsson og Kristín Marísdóttir á Kirkjubóli í fjósinu. Sést í heymetisturninn og losunarbúnað- urinn er í gangi. in byggist á því að grasið er for- þurrkað á velli, þar til 40—60% þurrefnismagni er náð. Síðan er það saxað og blásið upp í turn- inn. Söxunin gerir það að verk- um að heymetið fellur mjög þétt saman og gerjun verður óveruleg vegna þess að hún nær aðeins til þess súrefnis sem fyrir er í turn- inum, þegar honum er lokað eft- ir hverja fyllingu. Söxunin eykur einnig átgetu gripanna. Turninn er alveg loftþéttur og í honum sérstakur þenslubúnaður, önd- unarpoki, sem sér um að mæta þenslubreytingum vegna mis- munandi hitastigs. Það verða því ekki loftskipti í turninum, sem er grundvöllur góðrar verkunar. „Heyið kemur úr turninum svo til nákvæmlega eins og það var látið í hann um sumarið. Það má Undirstaðan er úr steinsteypu. Byggingaraðferðin er óvenjuleg því turninn er byggður ofanfrá, ef svo má að orði komast. Þegar turninn er reistur, er þakið fyrst sett saman, veggplötueiningar síðan tengdar þakinu og þessu þarnæst lyft með sérstökum lyftibúnaði, á meðan næstu plötu er komið fyrir og svo koll af kolli þar til turninn er að fullu reist- ur. Turnarnir eru 6 metrar í þvermál og 24,6 m á hæð. Turn- inn er 696 rúmmetrar að stærð sem satnsvarar 2.012 rúmmetra þurrheyshlöðu eða 2.394 rúm- metra votheyshlöðu (flatgryfju). í turninn komast því um 55—60 kýrfóður. Turninn er fylltur ofanfrá og losunarbúnaður er neðst í turninum. Er því ekki hætta á að það safnist fyrir efnið í hana þegar Harvestore- tprnarnir voru kynntir á land- búnaðarsýningunni á Selfossi 1978. Mér leist strax vel á þá en hafði engan til að fara út í þetta með mér. Ég fór síðan á Smithfield-landbúnaðarsýning- una í London og skoðaði þá bú- garð með svona turnum. Við af- réðum síðan að fara út í þetta, við Reynir Ásgeirsson á Svarf- hóli í Svínadal. Það dróst að turnarnir kæmu, þeir voru reist- ir í júní 1979, þannig að við höfð- um ekki fullt gagn af þeim fyrsta árið. Síðan hefur þetta gengið prýðilega," sagði Sigur- jón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli í Innri-Akranes- hreppi í Borgarfirði, í samtali við blaðamann Mbl. á dögunum þegar hann var heimsóttur. Harvestore-turninn við fjósið á Kirkjubóli í Innri-Akraneshreppi. Fyrstu Harvestore-turnarnir voru reistir á þessum bæjum, Kirkjubóli og Svarfhóli. Sigur- jón er með 25—27 kýr mjólkandi auk nautgripa í uppeldi og 100 kindur á fóðrum. Hann gefur mjólkurkúnum heymetið en verkar einnig þurrhey sem hann gefur kindunum. Hann er óspar á hólið þegar rætt er um hey- metisturnana og þá ekki síður eiginkonan, Kristin Marísdóttir. Sigurjón sagði að heyskapurinn hefði gengið ágætlega síðan hann fékk turninn þrátt fyrir erfið heyskaparsumur. Hann slær grasið með sláttuvél sem mer grasið, forþurrkar það hæfi- lega, og tekur það síðan með heyhleðsluvagni sem losar sig sjálfur í blásarann við turninn. „Þessu fylgir ekki nein handa- vinna og horfum við bara á gras- ið renna inn í turninn. Þetta er eina heyverkunaraðferðin sem hægt er að vélvæða alveg inn í kjaft á skepnunum," sagði Sigur- jón. Sigurjón sagði engin vand- kvæði með að þurrka heyið hæfi- lega, ef það þurrkaðist of mikið yrði að sprauta vatni á það í blásaranum. Hann sagðist eiga rakamæli sem hann hefði notað fyrsta sumarið til að átta sig á hvað væri hæfileg þurrkun en eftir það dygði sjónin, hann væri kominn með þetta á tilfinning- una. „Við erum að uppgötva það að við erum líklega á versta heyskaparsvæði landsins (undir „Þetta mætti jafnvel taka í nefið,“ sagði Sigurjón og lyktaði af ilmandi heymetinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.