Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 írar leggja kapp á að efla iðn- og tæknimenntun - eftir Steinar Steinsson Skólinn er mjög vel búinn tækjum til verklegrar þjálfunar. Atvinnuástand hefur löngum verið erfitt á Irlandi, barnafjöldi hefur ávallt verið mikill og fjöldi ungs fólks hefur leitað frama til annarra landa. Þegar milljónir manna eru atvinnulausir í löndum Evrópubandalagsins og svipaða sögu er að segja frá flestum öðrum löndum þá er erfitt um úrlausn. Góð, breið og aðlögunarhæf menntun er talin nauðsynleg til handa ungu fólki svo og öflug upp- bygging í iðnaði. Menntakerfið var sniðið að eldri viðhorfum, sem höfðu orðið til í gegnum kynslóðir. Grunn-, handverks- og embætt- ismannamenntun voru áherslu- svið í írsku skólakerfi. í skólakerf- inu var eyða hvað varðaði mennt- un tæknimanna. Limerick-tækniskólinn Limerick-skólinn er byggður til að fylla upp í tómarúmið í tækni- menntuninni. Meginmarkmiðið með stofnun skólans var að stór- auka tæknikunnáttu og hæfni írsks vinnuafls. Erlent fjármagn og fjölþjóða fyrirtæki hafa verið löðuð að landinu á grundvelli lágra vinnulauna og launatengdra gjalda. í framtíðinni er hinsvegar ætlunin að byggja upp írskan iðn- að og að fá fjármagn og fyrirtæki til landsins á grundvelli þekkingar og hæfni vinnuaflsins. Námstími er við forfallalaust nám 4 ár og útskrifar nemendur með BS- gráðu. Skólinn er byggður að bandarískri fyrirmynd og er í Plassey-tæknigarðinum. Bygging tækniskólans. Undirbúningur að byggingu Limerick-skólans hófst 1970 og var áætlaður fyrir 6.000 nemend- ur. Ákveðið var að byggja skólann í tveimur áföngum og var fyrri áfanginn tilbúinn 1975 og rúmaði 3.000 nemendur. Nú var verið að ljúka síðari áfanganum og er þá skólinn kominn í áætlaða stærð. Skólinn er mjög vel búinn tækjum til verklegrar þjálfunar í eðlis- og efnafræði, ennfremur til kennslu í framleiðslutækni í rafeinda- og málmiðnaði. Þarna eru ákaflega fullkomin tæki og vélar búnar vönduðum sjálfvirknibúnaði. Geysistór tölvusalur er þarna til kennslu og afnota fyrir nemendur. Er ljóst að ekkert hefur verið til sparaö að gera skólann vel úr garði. Fjármunir til skólabygg- ingarinnar og tækjakaupanna hef- ur komið að miklu leyti frá Efna- hagsbandalaginu svo og hafa verið tekin erlend lán til að fjármagna framkvæmdirnar. Samstarf tækniskólans og atvinnufyrirtækjanna Mikil áhersla er lögð á samstarf við atvinnulífið og í því skyni er 6—9 mánaða starfsnám hluti af tæknimenntuninni. Sérstök deild við skólann svonefnd Cooperative Education hefur það verkefni að útvega nemendunum náms- og þjálfunarpláss í fyrirtækjum svo og að fylgjast með framförum nemendanna þar. Vistun nemend- anna í fyrirtæki fer fram eins og um venjulega ráðningu sé að ræða. Nemendurnir sækja um störfin eftir áhugasviðum og fara til við- tals í fyrirtækin á sama hátt og umsækjendur almennt. Fyrirtæk- ið velur síðan þá nemendur til starfa er það telur henta því best. Deildin aðstoðar þá nemendur er eiga erfitt með að leysa verkefni sem eru lögð fyrir þá eða að aðlag- ast vinnustaðnum. Að loknum starfs- og þjálfunartímanum skila nemendurnir skýrslu um starfið. Skýrslan svo og frammistaða nemandans í starfi er metin til einkunna eins og aðrar náms- greinar. Kostir samstarfsins Að áliti skólans hefur starfs- þjálfun marga kosti fyrir nemand- ann og nefndu þeir m.a. eftirtalda: — Nemandinn fær raunverulega starfsreynslu, sem er metin til prófs. — Nemandanum verður betur ljóst samhengið í milli námsins og starfsins og kemur til náms að nýju með aukinn áhuga. — Nemandinn veit meira um at- vinnulífið og hefur kynnst fleiri hliðum þess. — Starfsnámið leiðir til kynningar í milli nemandans og fyrirtækisins, sem oft leiðir til ráðningar nemandans er hann lýkur námi. — Kynni nemandans af starfinu leiðir til markvissara vals af hans hendi varðandi sér- hæfða þætti í lokaáföngum náms- ins. Iðnmenntunin Iðnmenntunin er í höndum sér- stakrar ríkis- og ráðuneytisstofn- unar er gengur undir nafninu AnCO. Skammstöfunin AnCO er komið úr keltnesku. Nafnið er vel- þekkt á írlandi, blasir víða við á verkmenntastofnunum, enda gegnir stofnunin lykilhlutverki í menntun iðnaðarmanna svo og í námskeiðahaldi fyrir iðnaðar- menn og verksmiðjufólk. AnCO hefur á hendi gerð námsskráa, námsefnis og skipulag fræðslunn- ar. Á vegum stofnunarinnar eru starfræktar um 50 skólastofnanir víðsvegar um landið. Á stserri stöðum eru fleiri en ein stofnun t.d. mundu vera 7 í Dublin. Lögð er mikil áhersla á að iðnmenntunin sé breið og að viðhorf nemand- anna til ummenntunar og aðlög- unar að nýjum störfum séu já- kvæð. Iðnfræðslan Iðnfræðslan er ekki ósvipuð meistarakerfinu eins og það er Stjórnarnefnd Þjóðskjalasafnsins - eftir Jón Kristvin Margeirsson Nýlega hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi um Þjóð- skjalasafn Islands. Samkvæmt þessu frumvarpi skal sú breyting verða á stjórn safnsins, að skipuð skuli stjórnarnefnd til að hafa yf- irumsjón með rekstri safnsins. Verkefni nefndarinnar eru skil- greind sem hér segir í frumvarp- inu: „Stjórnarnefndin markar safninu stefnu, hefur yfirumsjón með gerð fjárhagsáætlunar og framkvæmd hennar. Einnig fjall- ar nefndin um eyðingu gagna í skjalasöfnum, sem lög þessi taka til.“ Stjórnarnefndin skal skipuð fjórum mönnum, þjóðskjalaverði, einum manni tilnefndum af starfsliði safnsins, einum manni tilnefndum af menntamálaráð- herra og einum manni tilnefndum af Sagnfræðistofnun Háskóla (s- lands. Stærstu flokkar, sem nota safn- ið, eru sagnfræðingar og ættfræð- ingar. Ættfræðingarnir eru þó fjölmennari. Það er vel við hæfi að veita fulltrúum notenda rétt til setu í stjórnarnefndinni, og þetta hafa frumvarpshöfundar greini- lega haft í huga, er þeir lögðu til, að einn fulltrúi frá Sagnfræði- stofnun Háskóla íslands tæki sæti i stjórnarnefndinni. En þá virðist Jón Kristvin Margeirsson „Sjálfsagt virdist, aó Ættfræðifélagid tilnefni einn fulltrúa í væntan- lega stjórnarnefnd safnsins ... “ einsætt, að stærsti notendahópur- inn, ættfræðingarnir, fái einnig fulltrúa í stjórnarnefndinni. Þetta virðist og ennþá eðlilegra, þegar litið er á það, að ættfræðingar hafa jafnan átt einhvern fulltrúa í starfsliði safnsins, en nú er svo komið, að enginn er eftir. Skjala- verðirnir fimm, sem starfa við safnið, hafa allir sagnfræðimennt- un, en enginn þeirra hefur lagt stund á ættfræði. Sama máli gegnir um yfirmann safnsins. Sjálfsagt virðist, að Ættfræðifé- lagið tilnefni einn fulltrúa í vænt- anlega stjórnarnefnd safnsins, og má þá benda á það, að þetta félag á völ á jafn ágætum manni til setu í stjórnarnefndinni og fráfarandi þjóðskjalaverði, Bjarna Vil- hjálmssyni. Hann er þjóðkunnur fyrir farsæl störf í þágu ættfræð- innar. í Þjóðskjalasafninu er allmikið af gögnum, sem snerta íslenzka hagsögu, og er það hafið yfir allan vafa, að mikill vöxtur mun verða í þessum hluta safnsins næstu ára- tugina. Gögn þessP munu snerta alla þætti efnahagslifsins og hér mun þá stundum verða óhjá- kvæmilegt að grisja þetta eitt- hvað. Stjórnarnefndinni, sem á einmitt að sinna grisjunarmálum, mundi tvímælalaust vera fengur að því að eiga einn hagfræðing í sínum hópi, og þess vegna tel ég, að rétt sé að gera þá breytingu á nefndu frumvarpi, að iaga- og hagfræðideild Hf tilnefni einn mann með hagfræðimenntun til setu í stjórnarnefndinni. Með hliðsjón af pví, að íslands- sagan hefur þá sérstöðu fram til 1300, miðað við sögu annarra þjóða, að sömu heimildirnar eru viðfangsefni sagnfræðinga og bókmenntafræðinga, tel ég eðli- legt, að Sagnfræðistofnun Há- skóla Islands og heimspekideild háskólans tilnefni einn fulltrúa í sameiningu. Þar eð Sagnfræði- stofnunin tilheyrir heimspeki- deild, mundi það geta orðast þann- ig í frumvarpinu, að heimspeki- deild tilnefni einn mann til setu í stjórnarnefndinni. Sú sérstaða, sem hér er talað um, hefur leitt til þess, að framlag til rannsókna í íslenzkri bók- menntasögu fram til 1300, er oftast nær einnig framlag til ís- lenzkrar sögu, og öfugt. Gott dæmi um þetta eru rannsóknir á Landnámu og íslendingabók Ara fróða. Allar rannsóknir á þessum ritum eru framlag bæói til ís- lenzkrar sögu og íslenzkrar bók- menntasögu. í frumvarpinu hefur það gleymzt að setja inn ákvæði um varaformann. Vonandi verður þetta leiðrétt i meðferð Alþingis. Jón Kristinn Margeirsson er íil.lic að mennt. Sótt um lóö fyrir fólks- bflaþjónustu LÓGÐ hefur verið fram í borgarráði umsókn um lóð í Breiðholti undir þjónustumiðstöð fyrir fólksbfla. Um- sækjandi er Jón Oddsson og er hér um ítrekaða umsókn að ræða, en Jón mun fyrst hafa vakið máls á stofnun þjónustumiðstöðvarinnar árið 1980. 1 erindi sínu sækir Jón Oddsson um lóð í nágrenni Shell-stöðvarinn- ar í efra Breiðholti til byggingar á a.m.k. 300 fermetra sérhæfðri þjón- ustumiðstöð fyrir fólksbíla, þar sem hann hyggst reka hjólbarða- þjónustu og sölu, ásamt skyldum störfum, svo sem hjóla- og ljósa- stillingum og aðstöðu til þrifa og smálagfæringa. Ný umferðarljós á Bústaðaveg BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum nýverið uppsetningu umferð- arljósa á Bústaðavegi við Grensás- veg, Háaleitisbraut og austurtenginu við Kringlumýrarbraut. Umferðarnefnd hafði áður sam- þykkt tillögu í þessa veru með eft- irfarandi greinargerð: „Bústaða- vegsbrú yfir Kringlumýrarbraut verður byggð á þessu ári og er gert ráð fyrir að umferð komi á hana fyrir árslok 1985. Með tilkomu þessarar tengingar Bústaðavegar til vesturs má búast við veruiegri aukningu umferðar um hann. Með tilliti til þessarar aukningar er lagt til að umferðarljós verði sett á ofangreind gatnamót, en um- ferðarljós komu á gatnamót Bú- staðavegar og Réttarholtsvegar 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.