Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.02.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 Alþýðuflokkur: * Utvarps- félög leggi fram trygg- ingarfé JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuílokks, lagði fram breytingartillögur við frumvarp til útvarpslaga síö- astliðinn fímmtudag í neðri deild Alþingis. Þar er gert ráð fyrir að útvarpsfélög og aðrir aðilar sem uppfylla ákveðin skilyrði geti annað hvort leigt af sveitarfélögum og samtök- um þeirra sendirásir eða átt og starfrækt sendistöðvar fyrir staðbundið hljóðvarp. Útvarpsréttarnefnd á sam- kvæmt tillögunum að fylgjast með útvarpsrekstri, setja al- mennar reglur um hluta auglýs- inga í dagskrá, setja almennar reglur um óhlutdrægni í frétta- flutningi og sjá um að reglum sem útvarprekstri eru settar, sé framfylgt. Til að útvarpsfélag hljóti við- urkenningu útvarpsréttarnefnd- ar til útvarpsreksturs þarf fé- lagið að setja fram tryggingu að fjárhæð 5 milljónir króna, en auk þess þurfa félögin að upp- fulla önnur skilyrði s.s. að kosta ein gerð þeirra dagskrá sem þau senda út. STRJÁLBÝLISÞINGMENN — Mynd sú, sem hér birtizt, er tekin á þingflokksfundi sjálfstæð- ismanna fyrir skemmstu. Hún sýnir (talið frá vinstri): Þorvald Garðar Kristjánsson (Vestfirðir), Árna Johnsen (Suðurland), Pálma Jónsson (Norðurland vestra), Friðjón l'órðarson (Vesturland) og Valdimar Indriðason (Vesturland). Fntmvarp til sveitarstjórnarlaga: Fámennir hreppar verði sameinaðir Friðrik Sophusson Friðrik Sophusson: FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram stjórnarfrumvarp til sveitar- stjórnalaga, en gildandi lög eru frá 1961. í frumvarpinu er heimild til handa félagsmálaráðuneytinu að sameina hrepp nágrannahreppi að tillögu sýslunefndar hafi íhúatala verið lægri en 100 í fimm ár samfellt. Einnig er gerð tillaga um að sýslufélögin verði lögð niður með öllu, en við tekur vettvangur sveitarstjórna, svokallaðar héraðsnefndir. í frumvarpinu er ákvæði um að sveitarfélög skuli hafa sjálf- stæða tekjustofna og sjálfsfor- ræði um gjaldskrár eigin fyrir- tækja og stofnana til þess að mæta kostnaði við framkvæmd þeirra verkefna er þau annast. Á fyrsta ári hvers kjörtimabils skal sveitarstjórn semja og fjalla um fimm ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveit- arfélagsins. Áætluninni er ætlað að vera rammi um árlegar fjár- hagsáætlanir sveitarfélagsins. Þá er i frumvarpinu lagt til að kjördagur verði sá sami í öllum Auglýsingar á að leyfa FRIÐRIK Sophusson, varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram breytingartillögur við frum- varp til útvarpslaga í neðri deild Alþingis. Þar leggur þingmaðurinn til að útvarpsstöðvum verði heimilt að afla tekna með auglýsingum, sem skulu vera skýrt afmarkaðar frá annarri dagskrá stöðvanna. Út- Stuttar þingfréttir Lánsfjárlög Helgi Seljan, Alþýðubandalagi, hefur lagt fram breytingartil- lögu í efri deild við frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1985. Þar er lagt til að Framkvæmdasjóði fatlaðra verði heimilt að taka lán að fjárhæð 100 millj. kr. til þess að endurlána Fiskveiðasjóði vegna mengunarvarna og orkþ- sparnaðar í fiskimjölsverksmiðj- um. Bókmennta- verölaun Kristín Halldórsdóttir, Kvenna- lista, hefur lagt fram fyrirsþurn sveitarfélögum og skal hann vera annar laugadagur i júní. Komi aðeins fram einn framboðslisti skal framboðsfrestur lengdur. Auk framangreinds eru mörg ný ákvæði í frumvarpinu s.s. um réttindi og skyldur sveitarstjórn- armanna og um vanhæfi til með- ferðar einstakra mála, heimild til að kjósa í almennum kosning- um nefndir til að fara með af- mörkuð mál, og ákvæði um fjár- mál sveitarfélaga, svo eitthvað sé nefnt. Bandalag jafnaðarmanna: Ekki sömu eignaraðil- ar að útvarpi og blöðum MEÐAL breytingartillagna sem Kristín S. Kvaran og Guðmundur Einarsson, Bandalagi jafnaðar- manna, hafa lagt fram við stjórnar- frumvarp til útvarpslaga er sú, að „einstaklingum, sem hafa aðalat- vinnu af öðrum greinum fjölmiðlun- ar eða eiga hlut í fyrirtækjum í þeirri atvinnugrein, svo sem dagblöðum, er óheimilt að eiga hlutdeild í út- varpsrekstri. Þetta ákvæði á einnig við um fyrirtæki". í greinargerð segja flutnings- menn að „setja verði skörp skil á milli þess hvað talizt getur frjáis rekstur og hringamyndun" og því þurfi að setja skorður að því þetta eina atriði varðar. varpsstöðvarnar skulu sjálfar ákvarða verð þeirrar þjónustu sem þær veita. Auk auglýsingatekna gerir Friðrik Sophusson ráð fyrir að útvarpsstöðvarnar hafi tekjur af afnotagjaldi eða sérstöku gjaldi vegna útsendinga fræðslu- og skýringarefnis. til menntamálaráðherra um út- hlutun bókmenntaverðlauna Jóns Sigurðssonar. Spyr þing- maðurinn í fyrsta lagi um hvort verðlaunum hafi verið úthlutað og hvort stjórn til að fjalla um verðlaunin hafi verið skipuö. Þá spyr Kristín einnig um framtíð þessara verðlauna og hvers vegna ekki sé veitt fé til þeirra á fjárlögum í ár. Auglýsinga- kostnaður ríkissjóðs Lögð hefur verið fram fyrir- Alþýðubandalag: Einkaréttur ríkisútvarps- ins veröi afnuminn SÍÐASTLIÐINN fimmtudag skil- aði 2. minnihluti menntamálanefnd- spurn til fjármálaráðherra, um auglýsingakostnað ríkissjóðs ár- ið 1984 til loka janúar 1985, af Svavari Gestssyni og fleiri þing- mönnum. Samfelldur skólatími Guðrún Helgadóttir, Alþýðu- bandalagi, hefur beint fyrir- spurn til menntamálaráðherra um framkvæmd þingsályktunar- tillögu, sem samþykkt var 1984 um könnun á kostnaði við ein- setningu skóla, samfelldan skólatíma og skólamáltíðir. ar, Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, áliti um frumvarp til út- varpslaga. Þar segir meðal annars að þingflokkur Alþýðubandalagsins sé því fylgjandi að hópum með ólík- an bakgrunn verði heimilað að reka útvarpsstöðvar. Einungis samtök sem sérstaklega eru stofnuð með slíkan rekstur í huga eiga að fá heimild til hans. Alþýðubandalagið leggst ein- dregið gegn því að auglýsingar verði leyfðar til að koma í veg fyrir að „útvarpsstarfsemin sé gerð að markaðsvöru í gróða- skyni“, eins og segir í nefndaráliti Hjörleifs Guttormssonar. 1 breyt- ingartillögum sem sami þingmað- ur hefur lagt fram, er lagt til að ríkissjóður leggi útvarpsréttar- nefnd til allt að 10 milljónum króna árlega á fjárlögum næstu þriggja ára, til kaupa á útsend- ingarútbúnaði og til að koma upp útvarpsveri í hverjum landshluta er leigð verða handhöfum út- varpsleyfa. Stjórnarflokk- ar fá að skoða frum- vörpin fram að mánaðamótum Á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag voru lögð fram frumvörp nefndar- innar um nýsköpun í atvinnulífinu og uppstokkun sjóðakerfisins og eins og greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu er hér um frumvörp að ræða fyrir Byggðastofnun, alla fjár- festingarlánasjóðina, þróunarfélag og eignarhaldsfyrirtæki. Frumvörpin eru nú til meðferðar og skoðunar hjá stjórnarflokkunum, en samkvæmt því sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra upplýsti blm. Mbl. hefur hann sett flokkunum tíma- mörk, þannig að þeir hafi afgreitt frumvörpin frá sér um næstu mán- aðamót. Aðspurður um hvað hann legði mesta áherslu á að gæti fengið af- greiðslu á þessu þingi sagði for- sætisráðherra: „Helst þyrftu þessi frumvörp öll að verða að lögum á þessu þingi, en ef svo á að verða, þarf að halda vel á spöðunum. Ég legg mesta áherslu á að frumvarp- ið um þróunarfélag og frumvarpið um Byggðastofnun fái afgreiðslu á þessu þingi. Þessi tvö frumvörp haldast í hendur, og mun Fram- kvæmdastofnun þar með leggjast niður í núverandi mynd þegar þau eru orðin að lögum." Niðurskurður á lánsfjár- áætlun enn til skoðunar: Breyttar heim- ildir atvinnu- veganna til lán- töku erlend- is í skoðun STEINGRÍMUR Hermannsson, for- sætisráöherra lagði á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudag fram hugmyndir sínar um með hvaða hætti lánsfjár- áætlun veröi skorin niður um einn milljarð króna, og taka viðkomandi ráðherrar þessar hugmyndir nú til formlegrar meðferðar. „Ég óskaði eftir því að breyttar heimildir fyrir atvinnuvegina til lántöku erlendis, yrðu teknar til athugunar, og það er von mín að slíkt verði til þess að draga eitthvaö úr lántökum þeirra erlendis á árinu,“ sagði forsætis- ráðherra í samtali við blm. Mbl. að- spurður um þessar hugmyndir hans. Forsætisráðherra sagði jafn- framt að fyrst og fremst yrði lögð áhersla á að ríkissjóður verði rekstrarhallalaus, og á að það næðist með stórhertri og bættri innheimtu á álögðum gjöldum. Auk þess sagði hann minnkandi umsvif Landsvirkjunar og Raf- magnsveitna ríkisins gera það að verkum að léttara yrði að skera niður lánsfjáráætlun. Myndbandaleigur: Skorað á menn að skila myndum á bannlista AF GEFNU tilefni vill Félag ís- lenskra myndbandaleiga eindregið beina því til félagsmanna sinna að skila myndum á bannlista til Kvikmyndaeftirlits ríkisins eða lögregluyfirvalda viðkomandi staðar. INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.