Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 3

Morgunblaðið - 22.02.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1985 3 Afmælismót Skáksambandsins: Larsen óstödvandi Þrjú alþjóðleg skákmót hér á næstunni „Ég er mjög ánægöur með tafl- mennsku mína hér í Reykjavík. Vissulega átti ég von á að sigra í mótinu, en ég bjóst ekki við svona öruggri forustu," sagði Bent Lar- sen eftir sigur sinn gegn sovéska stórmeistaranum Arthur Jusupov í 8. umferð afmælismóts Skáksam- bands íslands. „Ég náði frum- kvæðinu eftir að Jusupov lék d4,“ sagði Larsen ennfremur. A morgun verður skák mótsins, þegar Bent Larsen mætir Boris Spassky við skákborðið. I>að er Ijóst að áhorf- endur munu fjölmenna að Hótel Loftleiðum, eins og þeir raunar gerðu í gærkvöldi. En lítum fyrst á úrslit 8. um- ferðar: Karl Þorsteins — Van der Wiel Jóhann Hjartarson — Boris Spassky Margeir Pétursson — Jón L. Árnason Bent Larsen — Arthur Jusupov Helgi Ólafsson — Vlastimil Hort Curt Hansen — Guðmundur Sigurjóns. bið Þrjár biðskákir voru tefldar í gær. Karl og Hort gerðu jafn- tefli, Jóhann og Hansen skildu jafnir, svo og Spassky og Jusu- pov. Margeir Pétursson á góðar o-i o-i biö 1-0 Vi-V, vinningslíkur gegn Jóni L., en skák Guðmundar og Hansen er jafnteflisleg. I»rjú alþjóðamót á næstunni Þrjú alþjóðleg skákmót verða haldin á næstunni á vegum Jó- hanns Þóris Jónssonar. Hið fyrsta verður á Húsavík dagana 15.—27. marz, næsta í Borgar- nesi 23. apríl til 5 maí og þriðja í Vestmannaeyjum 21. maí til 3. júní. „Ekki hefur endanlega ver- ið gengið frá þátttakendum og verið er að vinna að því. Hugsan- lega koma skákmenn eins og Lombardy og Kudrin frá Banda- ríkjunum, Jansa og Smejkal frá Tékkóslóvakíu og verið er að vinna að því að fá sovéska þátt- takendur," sagði Jóhann Þórir í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Með þessu vil ég sýna fram á, að hægt er að halda alþjóðleg mót úti á landi ekki síður en í Reykjavík og jafnframt gefa ungum skákmönnum okkar kost á að næla sér í titla — það er Morgunbladið/Júlíus Bent Larsen, mætir Boris Spassky í skák umferðarinnar í dag. mikilsvert," sagði Jóhann enn- fremur. Helgi og Jóhann til Danmerkur Jóhann Hjartarson og Helgi ólafsson munu taka þátt i sterku skákmóti í Danmörku, sem hefst 2. mars. Mótið verður í 11. styrkleikaflokki og meðal keppenda verða stórmeist- ararnir Smyslov og Rasojov frá Sovétríkjunum, Karlsen frá Sví- þjóð, Larsen frá Danmörku og Pinter frá Ungverjalandi. Að lokum skulum við líta á stöðuna í afmælismóti Skáksam- bandsins: 1. Bent Larsen 6% 2. Boris Spassky 5 'k 3. Margeir 4 'k og biðskák 4. Van der Wiel 4 'h. 5. Guðmundur 4 og biðskák 6. Arthur Jusupov 3‘k 7. -8. Helgi og Hort 3'k 9.—lO.Jóhann og Karl 3 11. Jón L. 2'k og biðskák. 12. Hansen 1 'k og biðskák. Fjórir skákmenn hafa enn ekki unnið skák á mótinu, þar ber fyrstan að nefna tékkneska stórmeistarann Hort, þá Helga Ólafsson og Jón L. sem hafa ver- ið þekktir fyrir djarfa tafl- mennsku, en ekki náð að sýna sitt rétta andlit á mótinu og loks heimsmeistara unglinga, Curt Hansen. — HH. Spasskylagði Jóhann Skák Bragi Kristjánsson Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Boris Spassky Katalónsk-byrjun 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. g3 — Bg4+, 5. Bd2 — Be7, 6. Bg2 - O—O, 7. 0—0 — Rbd7, 8. Dc2 — c6, 9. b3 — Re4, 10. Bf4 Biskupinn stendur illa á f4, því svartur vinnur leik í framhald- inu með g7-g5. Betra hefði verið að leika 10. Be3 ásamt Rc3 eða Rd2. 10. — f5 Nú kemur upp lík staða og í grjótgarðsafbrigði hollenskrar varnar. 11. Rc3 — g5! Spassky teflir til sóknar, því hann verður að vinna ef hann ætlar að ná Larsen. 12. Be3 — Bf6, Svartur hefur auga með e5-reitnum. 13. Hadl — De7, 14. h3 Til greina kom að reyna 14. Rel ásamt f2-f3. 14. — b6 Svartur verður að koma bisk- upi sínum á c8 í spilið áður en hann lætur til skarar skríða. 15. Rxe4 Jóhann finnur enga haldgóða áætlun, enda er staðan orðin erf- ið. 15. — dxe4, 16. Rel — Bb7, 17. Dcl — c5, 18. Rc2 — cxd4, 19. Bxd4 — Re5! Ekki er gott að leika 19. — e5 vegna 20. Bc3 með hótuninni R- b4-d5. Jóhann varð að reyna að sprengja upp sterka peðaslöðu svarts á miðborðinu með 20. f3 o.s.frv. 20. — Dg7, 21. Hd2 — f4, 22. Hfdl — e3! Eftir þennan sterka leik er hvítur varnarlaus. 23. Bxb7 — Dxb7, 24. fxe3 — fxg3, 25. Dd6 — Df7!, 26. Hfl Ekki 26. Bxe5 — Bxe5, 27. Dxe5 - Df2+, 28. Khl - Dh2 mát. 26. — Had8, 27. Db4 Hvítur gat reynt að halda áfram vonlausri baráttu með 27. Bxe5 — Hxd6, o.s.frv. 27. — Dh5 og Jóhann gafst upp því hann er með gjörtapaða stöðu eftir 28. Kg2 — g4, 29. Hhl — Bh4, ásamt 30. — Hf2+ o.s.frv. Spassky hefur teflt þessa skák einfalt og sterkt en Jóhann fann enga góða áætlun og tapaði mót- spyrnulítið. Þessi skák ætti að verða Spassky gott veganesti í spennandi uppgjör hans við Bent Larsen í 9. umferð í kvöld. Rivieran er frægasli sumardvalarstadur allra líma. irvalsstaöirnir Juan-les-Pins og St. Laurent du Var eru smábæir í ekta Rivierustíl meö badströndum, bátahöfnum, veitingahúsum, listasöfnum og úrvals íbúðahótelum. Örskammt undan eru staðir sem alla ferðalanga dreymir um að heimsækja s.s. spilavítið í Monaco, pálmaströndin í Nice, veilingahúsið Colombe d'Or í St. Paul, ilmvatnsborgin Grasse, Grimaldisafnið í Antibes, filmstjörnuborgin Cannes og Brigitte Bardot í St. Torpez. Þólt Rivieran sé umvafin stjörnuljóma er hún langtum ódýrari dvalarstaður en ætla mætti. Þar er t.d. auðvelt aö finna veitingahús með þríréttuðum matseðli fyrir 200 krónur og verðlag í matvörumörkuðum er með ólíkindum hagstætt, En það er líka hægt að fara með sumarhýruna á einu kvöldi í spilavíti eða í stuttri verslunarferð um hátískumerkjaverslanir í Cannes. Nú þegar er uppselt í I. ferðina til Rivierunnar en aðrar brottfarir eru: 14/6, 3/7, 24/7, 14/8, 4/9. Eerðalilhögun: Beint leiguflug til Marseilles, u.þ.b. 2ja klst, akstur í bílaleigubíl eða rútu til áfangastaða í Juan-les-Pins og St. Laurent. Dvalarlími: 2 vikur. Verð frá kr. 30.300.- Barnaafsláttur: 30—90%, 15 ára tá 50% afslátt í tilefni 15 ára afmælis Úrvals. Rivieran, — langlum ódýrari en gíeðin segja til um. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Crval við AusturvöJI, sími (91J-26900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.