Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 3 Stórkostleg tilfinning að fá aftur sitt eigið barn í fangið — segir Lena Betak, sem á fæðingar- deild Landspítalans var látin fá ann- arrar konu barn og fara með það heim „JÚ, ÞETTA er dóttir mín, svo mikið er víst. Það er stórkostleg tilfinning að vera aftur komin með sitt barn í fangið, eftir að hafa alið önn fyrir öðru barni og gefið því brjóst,“ segir Lena Betak, dönsk stúlka, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, en Lena varð fyrir þeirri reynslu að vera í fyrradag send heim af fæð- ingardeild Landspítalans, með barn sem ekki var hennar eigið. Segist Lena þá hafa annast ann- arrar konu barn í tvo daga á fæðingardeild Landspítalans, eða allt frá því að það barn fæddist. 1'i‘gar mistökin uppgötvuðust var hringt í Lenu og henni sagt af mistökunum og hún beðin um að koma með barnið, hvað hún gerði og fékk þá sitt eigið barn. „Það sem þarna gerðist er martröð allra fæðingardeilda, en hvernig þetta gat gerst, get ég ekki sagt á þessu stigi," sagði Gunnar Biering læknir á fæð- ingardeildinni í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður hvernig svona mistök gætu átt sér stað. Gunnar sagði að unnið væri að rannsókn málsins, því það þyrfti að kanna algjörlega ofan í kjölinn, áður en nokkrar skýringar á mistök- unum yrðu gefnar af hálfu stofnunarinnar. Gunnar sagði að svona lagað hefði aldrei áður gerst hér á landi. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Lenu að máli við fæðingar- deildina síðdegis í gær, þegar hún ásamt manni sínum Tim, dótturinni Liv og nýfæddu dótt- urinni, voru á leið í heimsókn til konu þeirrar sem uppgötvaði mistökin, en hún er ennþá á fæðingardeildinni, þar sem dóttir hennar, sem send var með Lenu, fæddist sl. sunnudag, og var því ekki nema tveggja daga gömul þegar hún var send „heim“. „Börnin líktust talsvert, en samt sem áður fannst mér að barnið sem ég fór heim með, væri yngra en dóttir mín, því hún fæddist 28. febrúar, en barnið sem ég fór heim með fæddist 3. mars. Ég var bara nýkomin heim, þegar það var hringt í mig, en þá hafði konan sem var með mitt barn tekið eftir því að það var ekki hennar barn, enda var armbandið með mínu nafni á dóttur rninni," segir Lena. Lena, maður hennar Tim, og dætur þeirra Liv og nú einnig sú Öll fjölskyldan sameinuð á nýjan leik. Lena og Tim Betak með dætur sínar Liv og þá nýfæddu. MorgunbiaAið/Emilía nýfædda, búa á Vallá á Kjalar- nesi. Þau fóru strax og höfðu barnaskipti í fyrradag þegar mistökin uppgötvuðust. Lena segist enga skýringu hafa fengið á þessum mistökum hjá fæðingardeildinni, „en mis- tökin eru tvímælalaust hjúkr- unarfólksins,“ segir Lena, „því börnunum var víxlað í vöggum." Lena og Tim segjast vera mjög fegin að þessu er lokið og segjast bæði sannfærð um að nú séu þau með sína réttu dóttur. Morgunblaðinu tókst ekki í gær að fá samtal við móður þess barns sem sent var heim með Lenu. RENAULT11 AST VIÐ FYRSTU KYHNI Renautt 11 hefUr fengið margar vidurkenningar fyrlr frábæra hönnun og flöðrunln er engu lík. Rymi og þægindi koma öilum í gott skap. Komdu og reyndu hann, pað verður ást við fyrstu kynni. Þú getur reitt þig á Renault KRISTINN GUDNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.