Morgunblaðið - 07.03.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.03.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985 Höfðings- lundin r Aþriðjudagskvöldið heilsaði sjónvarpsmaðurinn Ingvi Hrafn uppá merkiskonu í þættin- um Heilsað uppá fólk, er hann brá sér að Hurðarbaki í Borgarfirði til fundar við Sigríði Sigurjónsdóttur frá Álafossi. Sigríður er hin glæsi- legasta kona, höfðingleg og frjáls- leg í framkomu, enda hvílir líf hennar á styrkum stoðum mennt- unar og menningarlegs viðhorfs, er faðir hennar, hinn landsþekkti Sigurjón á Álafossi, innrætti henni og systkinum hennar frá blautu barnsbeini. „Pabbi var að mestu sjálfmenntaður og hann vildi að við krakkarnir lærðum sem allra mest,“ sagði Sigríður á einum stað í spjallinu. Þessi at- hyglisverðu ummæli aldamóta- mannsins frá Álafossi ríma við þá hugsun er fram kom í spjalli Sverris Diego við Jón Sigurðsson Járnblendiforstjóra í síðdegisút- varpi rásar 1 fyrr um daginn, en þar sagði Jón meðal annars: Þekk- ing, og fyrst og fremst þekking, bætir lífskjörin í þessu landi, því það er ekki endalaus olía á hafs- botni sem hægt er að ausa af. Aflgjafi framtíðar Þannig líta tveir merkir menn till þekkingar sem aflgjafa er hef- ur manninn ekki aðeins til hæða í ríki andans og gerir hann frjáls- legan og höfðinglegan að hætti Sigríðar frá Álafossi, heldur styrkir og þann efnahagslega grunn er mannlífið hvílir á. Raunar virðist mér sem þeir Sigurjón og Jón séu ekki einir um að mæna til þekkingarfjársjóðs- ins, þar í sveit skipa sér allir helstu forystumenn dagsins í dag með Steingrím Hermannssón í fararbroddi: Traustur þekk- ingargrundvöllur og menntun ungu kynslóðarinnar er okkar dýrmætasti fjársjóður. Eitthvað á þessa leið mæltist Steingrími í áramótaræðunni. Ég hef þá trú að fyrrgreind hug- sjón Steingríms forsætisráðherra nái fram að ganga undir forystu núverandi menntamálaráðherra. Ég byggi þessa skoðun mína á því að Ragnhildur kemur úr menning- arlegu umhverfi líkt og höfðings- konan frá Álafossi. Sá sem er fóstraður í slíku umhverfi skilur gildi menningar og fræðslustarfs. Því á Ragnhildur Helgadóttir í raun samleið með þeim framhalds- skólakennurum, sem nú hafa sagt upp störfum sínum, en þessir kennarar sjá fram á að fræðslu- kerfið muni grotna niður á næstu árum fáist ekki leiðrétting launa- kjara. Þessir menn una því ein- faldlega ekki að geta ekki vegna yfirvinnuþrælkunar hafið sóknina af fullum þunga til hærra þekk- ingarstigs er síðar leiðir til betri lífskjara þjóðarinnar. Þjóðarátak Það vill svo til að sá er hér stýr- ir penna hefir þann heiður að taka ár hvert við fjölda nemenda er eiga í námserfiðleikum vegna lé- legs undirbúnings, er oft stafar af vankunnáttu réttindalausra kenn- ara á hinum lægri skólastigum. Hugsið ykkur ef hið sama á eftir að gerast í framhaldsskólum landsins? Kæru lesendur, við get- um endalaust rifist um réttmæti verkfallsaðgerða og í guðanna bænum mótmælið ef ykkur sýnist svo fyrrgreindri afstöðu minni til aðgerða framhaldsskólakennara er nátturulega litast mjög af því að ég er sjálfur búinn að segja upp, en getum við ekki öll verið sam- mála þeim Sigurjóni á Álafossi, Jóni Járnblendiforstjóra og Steingrími forsætisráðherra um lífsnauðsyn aukinnar þekkingar- öflunar og styrkari menntunar- legrar undirstöðu — að hér sé þörf þjóðarátaks? Úlafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / S JÓN VARP Fyrrverandi þingmenn Vesturlands segja frá ■i í dag kl. 11.30 30 verður á ““ dagskrá út- varps fjórði þáttur Eð- varðs Ingólfssonar í þáttaröðinni Fyrrverandi þingmenn Vesturlands segja frá. Að þessu sinni spjallar Eðvarð við Jósef H. Þorgeirsson lögfræðing sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1978 til 1983, eða tvö kjörtímabil. Eðvarð sagði í samtali við Morgunblaðið að í þáttum þessum væri að- Rætt verður við Jósef H. Þorgeirsson fyrrum þing- mann Sjálfstæðisflokksins. eins lítillega vikið að þingferli viðmælanda hans. Þættirnir eru í létt- um dúr og spjallað við þingmennina fyrrverandi um þeirra æsku- og upp- vaxtarár, áhuagamál og í raun og veru allt milli himins og jarðar. Þáttur þessi er sem fyrr segir sá fjórði í röðinni en alls verða þættirnir sjö talsins. í næstu þremur þáttum verður rætt við Jónas Árnason, Ingiberg J. Hannesson og Benedikt Gröndal. Þriðji maðurinn ■■■ í kvöld kl. 21 er 00 á dagskrá rásar ““ 2 þátturinn Þriðji maðurinn sem hleypt var af stokkunum fyrir viku. Stjórnendur þáttarins eru þeir Ingólf- ur Margeirsson og Arni Þórarinsson. í fyrsta þættinum var borgarstjórinn okkar, Davíð Oddsson, „þriðji maðurinn" en í kvöld er það Guðrún Helgadóttir, alþingismaður og rithöf- undur. Spjallað verður við hana um líðandi stund og leikin tónlist, bæði að hennar vali og stjórnenda þáttarins. Guðrún Helgadóttir, alþing- ismaður og rithöfundur. Tónlistarkrossgátan Hér birtist tónlistar- krossgáta rásar 2 númer 21. Þáttur Jóns Gröndal er á dagskrá rásar 2 á sunnudag 10. marz kl. 15. Gefst þá hlustendum kostur á að svara einföld- um spurningum um tón- list og tónlistarmenn og ráða krossgátuna um leið. Lesendur Morgunblaðsins hafa vafalaust veitt því eftirtekt að krossgáta er nú birt tveimur dögum fyrr en áður og er ástæða þess sú að að nú hafa allur Vestfjarðakjálkinn og stærsti hluti Norðurlands bæst í hlustendahóp rásar tvö. Þar sem ferðir eru stopular til þessara lands- hluta þótti ráðlegt að birta krossgátuna fyrr. Rétt svör sendist til Ríkisútvarpsins, rás 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavík, merkt Tónlist- arkrossgátan. Chet Baker Frá tónleikum Chets Baker í Gamla bíói ■■■■ Á rás 2 í kvöld OO 00 kl. 23 verður — klukkustundar langur þáttur frá tónleik- um trompetleikarans Chet Bakers í Gamla Bíói 3. febrúar sl. Stjórnandi þáttarins er Vernharður Linnet. Að sögn Vernharðs er Chet Baker einn af fremstu trompetleikurum jazzins og er þar að auki hinn ágætasti söngvari. Heimsfrægð hlaut hann sem trompetleikari Gerry Mulligans á árunum 1952-53, en áður hafði hann m.a. leikið með Charlie Parker. Chet Baker var árum saman kjörinn trompet- leikari jazzins í árlegum kosningum Down Beat og annarra tónlistartíma- rita. Hann heimsótti ís- land árið 1955 og aftur í febrúar sl. sem fyrr segir. Um nokkurt árabil átti Baker í baráttu við hið hvíta eitur en sigraði það fyrir rúmum áratug, að sögn Vernharðs. í þættinum í kvöld verður rætt við þá sem léku með Baker í Gamla Bíói, þá Kristján Magn- ússon, Tómas Einarsson og Svein óla Jónsson. Loks verður spjallað við Jónatan Garðarsson rit- ara Djazzvakningar en Baker kom hingað til lands á vegum hennar. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 7. mars 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Sigurveig Guömundsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur: Páll H. Jónsson. Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr ). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tlð." Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 11.30 Fyrrverandi þingmenn Vesturlands segja frá. Eð- varð Ingólfsson ræðir við Jósep Þorgeirsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13^0 Barnagaman. Umsjón: Anna Ringsted (RÚVAK). 13.30 Tónleikar. 14.00 „Blessuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlg- lundsdóttir les þýðingu slna (21). 14J0 A frlvaktinni. Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16i0 Slödegistónleikar. a. Fiðlusónata I A-dúr op. 100 eftir Johannes Brahms. Pinchas Zukerman og Daniel Barenboim leika. b. Strengjakvartett nr. 16 I F-dúr op. 135 eftir Ludwig van Beethoven. Budapest- kvartettinn leikur. 17.10 Slðdegisútvarp Tilkynningar 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu. 12. Benjamln viörar hundinn. Kanadlskur myndaflokkkur um hversdagsleg atvik I llfi nokkurra borgarbarna. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigurveig Jónsdóttir. 18/45 Veöurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19Æ0 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Hvlskur. Umsjón: Hörður Siguröarson. 20.30 Kvöld I Mývatnssveit. Umsjón: Jónas Jónasson. (RUVAK). 21.25 Frá tónleikum Kamm- ersveitar Reykjavlkur I As- kirkju 4. des. sl. Strengja- sextett I B-dúr op. 18 eftir Johannes Brahms. Rut Ing- 21.15 Mezzoforte. Hljómsveitin Mezzoforte leik- ur á alþjóðlegri djasshátlð I Montreux I Sviss árið 1984. 22.35 Ráðgátan I Oberwald. (II mistero di Oberwald.) It- ölsk sjónvarpsmynd gerð eftir leikritinu „Þrlhöfða ern- inum" eftir Jean Cocteau. Leikstjóri Michelangelo Ant- onioni. Aðalhlutverk: Monica Vitti og Paolo Bonacelli. Myndin gerist I Evrópu á öld- inni sem leiö. Konungshjónin þar bera svipmót af Ellsa- betu keisaradrottningu Aust- ólfsdóttir og Szymon Kuran leika á fiðlu, Helga Þórar- insdóttir og Robert Gibbons á vlólu, Inga Rós Ingólfs- dóttir og Arnþór Jónsson leika á selló. 22.00 Lestur Passlusálma. (28) 22.15 Veðgrfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræðan — Um nýskipan útvarps- mála. Umsjón: Helgi Péturs- son. 23/45 Fréttir. Dagskrárlok. urrlkis og Lúðvlk II. Bæjara- kóngi. Er sagan hefst hefur konungur verið myrtur en ekkjan hefur flúið hirðina og ferðast millí halla sinna. Fjendur krúnunnar senda ungt skáld til höfuðs drottn- ingu og ber fundum þelrra saman I Oberwaldhöll. Sam- skipti þeirra verða þó ólíkt vinsamlegri en til var ætlasí. Þýðandi Þurlður Magnús- dóttir. 00.45 Fréttir I dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur. Gestur þáttarins er Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og alþingismaður. 14.00—15.00 Dægurflugur Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 I gegnum tlðina Stjórnandi: Ragnheiður Davlösdóttir. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabiliö. Stjórnandi: Bertram Möller. Hlé 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Þriðji maðurinn Stjórnendur: Ingólfur Mar- geirsson og Arni Þórarinsson 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Fluttur verður hluti af tónleikum Chet Bak- ers I Gamla blói þann 2. febrúar sl. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 8. mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.