Morgunblaðið - 07.03.1985, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
Tillögur að nýrri reglugerð um kjötmat:
„Nauðsynlegt að fræða al-
menning betur um matiða
— segir dr. Sigurgeir Þorgeirsson
„ÁRANGUR kjötmats veltur fyrst og fremst á því að almenningur þekki það
og leggi það að einhverju leyti til grundvallar við kjötinnkaup sín. Ef það er
ekki er tilgangur matsins ákaflega hæpinn,“ sagði dr. Sigurgeir Þorgeirsson,
ritari nefndar sem Pálmi Jónsson skipaði í landbúnaðarráðherratíð sinni, til
að endurskoða reglugerðina um slátrun, mat og meðferð sláturafurða.
Nefndin hefur haldið yfir 30 talið varða. Að fengnum þeim um-
Fyrsta flokks lambakjöt sagað niður.
fundi á því tveggja og hálfs árs
tímabili sem hún hefur starfað.
Hún hefur nú samið drög að nýrri
reglugerð og sent þau til umsagnar
þeim aðilum sem málið er einkum
sögnum verður gengið endanlega
frá tillögum að nýrri reglugerð og
þær afhentar landbúnaðarráð-
herra. Nefndin leggur til nokkrar
breytingar á mati kinda-, nauta- og
þegar spurt er hvort þú viljir nótu
- það er öruggara
Það er freistandi að segja nei, þegar þér stendur til boða ríflegur afsláttur.
En nótulaus viðskipti geta komið þér í koll. Sá sem býður slíkt er um leið
að firra sig ábyrgð á unnu verki.
Samkvæmt lögum og reglugerðum um
söluskatt og bókhald er öllum þeim sem
selja vöru og þjónustu skylt að gefa út
reikninga vegna viðskiptanna. Reikningar
eiga að vera töluSettir fyrirfram og kaupandi
á að fá eitt eintak. Sé um söluskattsskylda
vöru eða þjónustu að ræða á það að koma
greinilega fram á reikningi.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
svínakjöts. Rætt var við Sigurgeir
um þau mál á dögunum.
Hann var fyrst spurður að því
hverju væri helst ábótavant í nú-
gildandi matsreglum. „Gagnrýni
hefur komið fram um að matið væri
ekki nógu markvisst. Sem dæmi um
það hefur verið nefnt að 1. flokkur
dilkakjöts er eins konar safnflokk-
ur sem rúmar mjög ólíkar gerðir
kjöts, allt frá rýru kjöti upp í held-
ur feitt úrvalskjöt. Þá hefur fram-
kvæmd matsins verið gagnrýnd; að
ósamræmis gætti í matinu á milli
staða. Einnig hefur verið rætt um
að vinnslukjötið væri flokkað í
óþarflega marga flokka. Að lokum
er það alltaf umdeilt hvort yfirleitt
eigi að meta kjöt. Þá er hægt að
nefna vanda við kjötmatið, sem við
þurftum að taka á. Það er hversu
erfitt hefur reynst að láta gæða-
flokkamatið halda sér í gegnum
sölukerfið. Oft hefur leikið grunur á
að lakari flokkar séu seldir sem
betri flokkar," sagði Sigurgeir.
„Þær reglur sem við leggjum til
að taki við,“ sagði Sigurgeir að-
spurður um tillögur nefndarinnar
„gera ráð fyrir stórauknum kröfum
til hæfni matsmanna. Við gerum
ráð fyrir að þeir þurfi að sækja
námskeið og standast próf að þeim
loknum til að öðlast réttindi sem
matsmenn. Lagt er til að þeir verði
hreyfanlegir á milli sláturhúsa til
að auka samræmi í matinu.
Lagðar eru til veigamiklar breyt-
ingar á matsreglunum sjálfum, sem
miða að því að gera matið mark-
vissara. Þáttur fitunnar í matinu er
aukinn, þ.e. meira er lagt upp úr því
að flokka eftir fitumagni en áður.
Þetta á við allar tegundir kjöts, en
sérstaklega þó dilkakjötið þar sem
tekin er upp tvöföld flokkun, ann-
arsvegar eftir vaxtarlagi og vöðva-
fyllingu og hinsvegar eftir fitustigi.
Þá er vinnslukjötsflokkunum fækk-
að um helming, úr 12 í 6.
Við gerum einnig tillögur um
ákveðnar reglur um merkingu á
kjöti, sem m.a. byggjast á því að
litamerkja umbúðir eftir gæða-
flokkum. Nú þegar eru í gildi reglur
um ákveðna liti á merkimiðum sem
notaðir eru á heila skrokka i slát-
urhúsunum en við leggjum til að
þessar litamerkingar verði látnar
ná í gegnum allt sölukerfið, alveg
þar til varan er komin í hendur
neytandans. Um leið er nauðsynlegt
að auka kynningu og fræðslu meðal
almennings á því á hverju kjötmat-
ið byggist og til hvers það er, enda
er það undirstaða þess að kjötmatið
sem slíkt komi að notum."
Það er gjarnan litið á kjötmatið
sem eitthvað sem bændur fá greitt
fyrir kjötið eftir. Hinn almenni
neytandi verður ekki svo mikið var
við mismunandi flokka kjöts í inn-
kaupum sínum. Hvað vilt þú segja
um þetta?
„Áð mínu mati á að vera hægt að
ganga að kjötinu aðgreindu í kjöt-
borðum verslana með glöggum
merkingum þannig að fólk geti val-
ið sér kjöt við hæfi, t.d. magurt kjöt
án þess að eiga það á hættu að fá
feitt kjöt með. Svona er kjötið ekki
boðið fram í dag og mikill hluti
þeirra kvartana sem berast er
vegna þess að fólk fær kjötið ekki
með því fitustigi sem það óskar.
Það tel ég <}ð sé eingöngu vegna
þess að söluaðilar leggja sig ekki
nógu vel fram við að þjóna fólki. Til
dæmis má nefna það að magrasta
kjötið, þ.e. 2. flokkur, liggur eftir
óselt í árslok hjá afurðasölunum, á
sama tima og sífellt er hamrað á
því að allir vilji borða magurt kjöt.
Það ætti að vera höfuðverkefni
afurðasölufélaga landbúnaðarins,
ekki síst vegna þess hvernig nú árar
í landbúnaði, að þjóna sem best
kröfum neytenda um fjölbreytt úr-
val kjöts sem og annarra búvara,"
sagði dr. Sigurgeir Þorgeirsson að
lokum.
75
_ _iiglýsinga-
síminn er224 80