Morgunblaðið - 07.03.1985, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
Áttu í basli með
TÆKNIHEITIN?
Þú ert ekki
einn um það
Tækniorð vefjast fyrir
niörgum, nemendum í
m tækniskólum og framhalds-
skólum, starfsmönnum fyrirtækja á sviði
tæknibúnaðar og mörgum öðrum sem í
vinnutíma eða frítíma hafa ensk
tækniorð fyrir augunum.
Við hjá MÍMI bjóðum uppá námskeið í
TÆKNIEN SKU
II.—22. mars, kl. 16—18
Farið verður í gegnum sérhæfð tækniheiti
og málfar tæknimanna á ýmsum sviðum
með hjálp myndbanda og ýmissa annarra
hjálpargagna. Áhersla verður lögð á
samræður á tæknimáli.
Kennari: Nick Hanningen
Innritun í síma 10004 og 21655
GREIÐSLUKORTAMÓNUSTA
MÁLASKÓLINN
Brautarholti 4
Frá Aquino-réttarhöldunum á Filippseyjum
Heraclides Morales (til vinstri) reynir að bera kennsl á fylgdarmenn Aquinos þegar hann var skotinn til bana.
Til greina koma 26 sakborningar. Hann hélt því fram að Claro Lat liðþjálfl (sem er standandi) hefði verið einn
af fylgdarmönnunum. Yfirmaður heraflans, Fabian C. Ver hershöfðingi, lítur upp.
Spáð miklu afhroði
frjálsra demókrata
Kosið í þremur ríkjum í V-Þýskalandi:
Berlín, 6. mars. AP.
KOSIÐ VERÐUR í þremur ríkjum í Vestur-Þýskalandi á sunnudag, Vestur-
Berlín, Saar og Hesse. Því er spáð, að flokkur Frjálsra demókrata muni
gjalda mikið afhroð, en umhverfisverndarsinnar styrki stöðu sína verulega.
í Vestur-Berlín stendur aðal-
baráttan um embætti borgar-
stjóra. Talið er að hvorki núver-
andi borgarstjóri, Eberhard Di-
epgen úr flokki Kristilegra demó-
krata, né Hans Apel, fyrrverandi
varnarmálaráðherra, sem er
frambjóðandi jafnaðarmanna,
vinni hreinan meirihluta vegna
framboðs stjórnmálaflokks rót-
tækra vinstri sinna, sem nefnist
Hinn kosturinn.
f Saar er kosið til ríkisþingsins
og ræðst þá hvort Oskar Lafont-
aine, hinn róttæki borgarstjóri
Saarbrúcken, verður næsti ríkis-
stjóri. Lafontaine, sem er í vinstri
armi Jafnaðarmannaflokksins, er
hlynntur úrsögn Vestur-Þýska-
lands úr hernaðarsamstarfi
NATO-ríkja og yfirlýstur and-
stæðingur kjarnorkuvopna. Hann
hefur verið nefndur sem kanslara-
efni jafnaðarmanna í kosningun-
um 1987.
í Hesse er kosið til þings og
sveitarstjórna, og hafa deilur, sem
þar hafa geisað að undanförnu um
Líf og dauði síamstvíbura
Lundúnum, 6. mars. AP.
Síamstvíburasystur, sem fæddust
á föstudaginn, voru á gjörgæslu-
deild, en ekki í bráðri lífshættu, eftir
tfu klukkustunda skurðaðgerð til að
skilja þær að. Síamstvíburabræður
sem fæddust á mánudag dóu í dag
meðan á aðskilnaðaruppskurði stóð.
Þeir deildu hjarta og það var bilað.
Búkar systranna tveggja voru
samfastir að framanverðu og hafa
þær báðar hjarta, en deildu lifur.
Hjarta annarrar er gallað og auk
þess er hún nýrnaveik. Var nokk-
uð óttast um líf hennar, en hún
var þó ekki í bráðri lífshættu eftir
aðgerðina og nokkrar vonir stóðu
þá til að takast mætti að bjarga
henni.
umhverfismál og atvinnuleysi,
sett mikinn svip á kosningabarátt-
una. Jafnaðarmenn hafa meiri-
hluta á ríkisþinginu, sem situr í
Wiesbaden, en þarfnast stuðnings
Græningja, flokks umhverfis-
verndarsinna, til að halda völdum.
Talið er fullvíst að í öllum ríkj-
unum þremur muni flokkur Græn-
ingja styrkja stöðu sína, sem
þriðji stærsti stjórnmálaflokkur
landsins, en Frjálsir demókratar,
sem aðild eiga að sambandsstjórn-
inni í Bonn, tapa miklu fylgi. Hinn
kosturinn í Vestur-Berlín, sem er í
tengslum við flokk Græningja, er
talinn geta fengið allt að 18%
fylgi í kosningunum. Árið 1981
fékk listinn, sem berst m.a. fyrir
því að banna bifreiðaakstur í
borginni og fækka í herliði banda-
manna þar, 7% atkvæða.
Auk ýmissa héraðsmála snúast
kosningarnar í ríkjunum þremur
um atvinnuleysið í Vestur-Þýska-
landi, sem ér 10%, efasemdir sem
fram hafa komið um greiðslugetu
almannatrygginga, áhyggjur
vegna uppsetningu meðaldrægu
kjarnorkueldflauganna og fjár-
málahneyksli það, sem tengist
Flick-fyrirtækjasamsteypunni.
Andlega mengunin í Kína fer vaxandi:
„Wham“ heldur þar
tvenna hljómleika
Lundúnum, 6. mtre. AP.
BRESKU poppsveinarnir Andrew Kínversk ungmenni eru sólgin í sungið fjögur „Wham!“-lög inn á
Ridgeley og George Michael, sem vestræna popptónlist, en það sést síðustu hljómplötu sína.
skipa hinn geysivinsæla dúett best á því, að lítt eða óþekktar Fyrri hljómleikarnir verða í
„Wham!“ munu halda í hljómleika- hljómsveitir hafa iðulega fyllt „Leikfimisal alþýðunnar" í Peking
ferðalag til Kína í næsta mánuði. hljómleikahallir í landinu. „Wham!“ 7. aprfl, hinir sfðari í Operuhöllinni í
Munu þeir koma fram í Peking og eiga mikið fylgi í Kína, þannig hafa Canton 11. aprfl. Ferð þeirra Ridge-
Canton. Eigi er langt síðan að Kín- fimm kfnverskir poppsöngvarar ley og Michael er þannig tilkomin,
verjar álitu alla vestræna tónlist, hljóðritað nýjasta lag „Wham!“, *ð kínverskir sendiráðsmenn hlýddu
einkum dægurlagatónlist, „andlega „Careless Whisper" á síðustu * Wham! á hljómleikum í Tókýó
mengun", en nú er öldin önnur á hljómplötum sínum og einn alvin- fynt skömmu og viðræður fóru fram
þeim bæ. sælasti poppsöngvari Kína hefur strax í kjölfarið.