Morgunblaðið - 07.03.1985, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1985
33. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík
Sverrir Hermannsson:
Samvinna í iðnaði
til mikils gagns
Á ÖLLUM Norðurlöndunum er stefnt að því að efla rannsókna- og þróunar-
starfsemi. Þetta skiptir miklu máli fyrir vöxt þjóðfélagsins og aukna atvinnu
í framtíðinni. Iönaðurinn á Norðurlöndum getur haft verulegt gagn af því
bæði í efnahagslegu og tæknilegu tilliti, að komið verði á nánari samvinnu
milli Norðurlanda á sviði rannsókna og þróunar og hefði Norðurlandaráð
áður lagt áherzlu á nánari samvinnu á þessu sviði. Hefði á þess vegum verið
samþykkt áætlun um höfuðatriði slfkrar samvinnu.
Þetta kom fram í ræðu, sem
Sverrir Hermannsson iðnaðarráð-
herra flutti á þingi Norðurlanda-
ráðs í gær í umræðu um þá tillögu
ráðherranefndar Norðurlandaráðs
að láta fram fara könnun á löggjöf
Norðurlanda með það fyrir augum
að efla sameiginleg verkefni á
sviði iðnaðar.
1 greinargerð með tillögu Norð-
urlandaráðs kemur fram, að í
tengslum við þá viðleitni að efla
svonefndan heimamarkað á Norð-
urlöndum, verði gerðar ýmsar
Menningar-
og lagamál
rædd í dag
Á DAGSKRÁ þings Norðurlanda-
ráðs í dag eru menningar- og laga-
mál.
Fundur hefst klukkan 9 og mun
þá Eiður Guðnason, formaður
menningarmálanefndar ráðsins,
gera grein fyrir þeim málum sem
nefndin hefur unnið að. Sjón-
varpsmál verða áberandi í umræð-
unum um menningarmál.
Klukkan 15 er áformað að um-
ræður hefjist ujn lagamál.
ráðstafanir. I þessu skyni var
samþykkt m.a. að láta fara fram
könnun á löggjöf Norðurlanda á
sviði gjaldeyrismála. Jafnframt
skyldi gerð könnun á skattarétt-
arlegum atriðum og hlutafélaga-
löggjöf Norðurlanda.
Sverrir Hermannsson sagði, að
Norræni iðnþróunarsjóðurinn
hefði reynzt mjög mikilvægur í
þeirri viðleitni að efla norræna
samvinnu á sviði iðnaðar. Ráð-
herranefndin með atbeina Norð-
urlandaráðs hefði látið gera sér-
staka samstarfsáætlun til eflingar
og þróunar gagnavinnslutækni á
því sviði. Ætti Norræni iðnþróun-
arsjóðurinn að stjórna þessari
áætlun og leggja fram fé til rann-
sókna og þróunar á sviði gagna-
vinnslutækni á Norðurlöndum.
Morgunblaðið/Ó.K.Mag.
Pappírsflóð er mikið á Norðurlandaráðsþingi. Allar ræður og tillögur eru fjölritaðar í mörgum eintökum og auk
þess er dreift fjölmörgum bókum og bæklingum. Þessi fullkomna Ijósritunarvél frá Rank Zerox var fengin
hingað til lands sérstaklega vegna þingsins og gengur hún linnulaust allan daginn.
Gunnar Nilsson, formaður efnahagsmálanefndarinnar:
Stefnt að raunhæfu
átaki í atvinnumálum
ÞAÐ ERU einkum þrjú svið, sem efnahagsmálanefnd Norðurlandaráðs hefur
beint athygli sinni aö. Það eru efnahags- og atvinnumál, Norðurlönd sem
heimamarkaður, og tækni og framtíðin. Þetta kom fram í ræðu Gunnars
Nilsson, formanns efnahagsmálanefndar Norðurlandaráðs, er hann gerði
grein fyrir áliti nefndarinnar á þingi Norðurlandaráðs í gær.
Gunnar Nilsson sagði, að öll
þessi þrjú svið snertu hvert annað
og þau snertu einnig tillögur ráð-
herranefndarinnar um efnahags-
þróun og fulla atvinnu. Hin já-
kvæðu atriði í efnahagslífi Norður-
landanna hefðu þegar verið rakin í
almennu umræðunum á þingi
Norðurlandaráðs nú. Það væri
staðreynd, að hin hraða aukning
atvinnuleysis á Norðurlöndum
hefði verið stöðvuð.
En nefndin teldi samt sem áður
ekki að ástandið væri orðið viðun-
andi af þeim sökum og jákvæðar
hagsveiflur í heiminum hefðu ekki
orðið nægilega miklar til þess að
draga úr atvinnuleysinu. Horfur
væru þó á batnandi ástandi að
vissu marki á þessu ári. En allar
spár væru óvissu háðar og hag-
þróunin í heiminum gæfi vart til-
efni til mikillar bjartsýni. Enn
hefðu ekki verið gerðar neinar
ráðstafanir í Evrópu í því skyni að
auka og dreifa áhrifunum af hag-
vextinum þar eða til þess að koma í
veg fyrir, að atvinnuleysi ykist þar
á ný.
Með efnahagsáætlun Norður-
landaráðs hefðu Norðurlönd nú
sameinast um nýjan og betri
grundvöll fyrir samvinnu í at-
vinnumálum og nauðsynleg áform
varðandi endurnýjun og áfram-
haldandi þróun í iðnaði.
Auk Gunnars Nilssonar tóku
margir til máls í umræðunum í
gær um álit nefndarinnar. Varð
mönnum einkum tíðrætt um nauð-
syn frjálsari fjármagnsflutninga
milli Norðurlanda og voru skoðanir
ræðumanna mjög skiptar um það
efni.
Um frumburðarrétt-
inn og baunadiskinn
— eftir Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðuflokksins
HÉR fer á eftir grein sú, sem
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýöuflokksins,
ritaði, og birt er í DV í dag.
Greininni var dreift til er-
lendra blaöamanna í gær og
kaflar úr henni hafa birzt í
fjölmiðlum á Noröurlöndum
og vakið mikla athygli. I»ví
þykir Morgunblaðinu ástæða
til að birta greinina í heild:
Þegar ég var barn, talaði ég eins og
barn,
hugsaði eins og barn og ályktaði eins
ogbarn.
En þegar ég var orðinn fulltíða maður,
lagði ég niður barnaskapinn.
(Páll postuli i fyrra Korintubréfi.)
Norðurlönd eru kjarnorku-
vopnalaust svæði, ekki satt? Jú,
reyndar. Er nokkur stjórnmála-
hreyfing eða stjórnmálamaður
uppi á Norðurlöndum, sem vill
breyta því? Nei, reyndar ekki —
svo vitað sé. Hvers vegna þá að
stofna félag til stuðnings kröfunni
um óbreytt ástand? Það er spurn-
ingin. Félög eru venjulega stofnuð
til að breyta einhverju — nema
átthagafélög.
En þótt Norðurlönd séu kjarna-
vopnalaus og ætli að vera það
áfram, meðan þau fá nokkru um
ráðið, þ.e. á friðartímum, er ekki
þar með sagt, að öryggi Norður-
landabúa sé ekki ógnað með
kjarnavopnum. Satt bezt að segja
eru Norðurlönd umkringd af eld-
flaugum með kjarnaoddum, sem
m.a. er miðað á skotmörk á Norð-
urlöndum.
Hvaðan stafar þessi ógn? Það er
alveg á hreinu. Útrýmingarhótun-
in gagnvart Norðurlandabúum
stafar frá hinum volduga ná-
granna þeirra í austri — Sovét-
ríkjunum.
Meðfram endilöngum vestur-
landamærum Sovétríkjanna, frá
Kolaskaga í norðri til Svartahafs i
suðri, eru hundruð SS-20 eld-
flauga, hver um sig með þrjá
kjarnaodda, og öllum er þeim
beint á skotmörk í V-Evrópu —
þar á meðal skotmörk á Norður-
löndum.
Þessum eldflaugum var komið
fyrir þegjandi og hljóðalaust á ár-
unum frá 1977 — til dagsins í dag.
Einmitt á sama tíma og „slökun-
arstefnan" stóð í blóma lífsins og
ræður stjórnmálamannanna end-
urómuðu af tali um „friðsamlega
sambúð".
Allt um það. Þarna standa þær í
röðum SS-20 eldflaugarnar, hinar
einu sem beint er á skotmörk á
Norðurlöndum. Að sögn Svía er
Eystrasaltið morandi í sovézkum
kafbátum, sem flytja kjarnorku-
vopn og ber stundum upp á sker
undir bólvirkjum hins konunglega
sænska flota. Einhver slæðingur
af sama tagi virðist leynast í hin-
um djúpu og lygnu norsku fjörð-
um.
Þá vitum við hvaðan ógnin staf-
ar. Óneitanlega er frekar óþægi-
legt að hafa þetta yfir höfði sér.
Og þá er spurningin: hvað geta
Norðurlandabúar gert, til þess að
bægja þessari útrýmingarhótun
frá?
Getum við það með því að segja
upphátt, það sem allir vita (þar á
meðal Rússar) að á Norðurlöndum
eru engin kjarnavopn?
Svarið er nei. Sovétmenn taka
ekki niður sín morðtól neitt frekar
fyrir því. Getum við keypt okkur
frið, með því að semja við Sovét-
menn? Friðarskilmálarnir eru
þekktir fyrirfram: Við yrðum að
gerast sovézkt áhrifasvæði, með
sama hætti og Austur-Evrópa.
Viljum við það?
Óg þótt við vildum það, værum
við þá þar með búnir að bjarga
okkar eigin skinni, þótt aðrir
(meginlandsbúar í V-Evrópu) fær-
ust í vítislogum ragnaraka, ef til
kjarnorkustyrjaldar kæmi?
Svarið er aftur nei. Fimbulvetur
slíkrar kjarnorkustyrjaldar
mundi draga alla jarðarbúa til
dauða, m.a.s. í innstu afkimum
hins afríska frumskógar, sprengja
félli á afríska jörð.
Hvað geta þá Norðurlandabúar
gert, til að bægja frá sér hinni
sovézku ógn?
Þeir eru í dálítið ólíkri aðstöðu.
Finnar eru í sömu aðstöðu og Afg-
anir, að vera hlutlaust smáríki á
landamærum Gúlagsins. En Finn-
ar hafa sýnt það í sögunni, að þeir
eru yfirburðamenn að andlegu og
líkamlegu atgervi. Við treystum
þeim til að halda eins vel á spilun-
um og unnt er — í erfiðri stöðu.
Sænska hlutleysið er dálítið sér-
stakt. Svíar verja lOndu hverri
krónu til vígbúnaðar. Þeir halda
uppi öflugum her til að fæla Rússa
frá öllum freistingum. Þeir eru
með því í hópi mestu vopnasala
veraldar; selja grimmt í löndum
þriðja heimsins, þar sem þessar
150 styrjaldir hafa verið háðar frá
stríðslokum. Auðvitað eru Svíar
ekkert hlutlausir í átökum Gúl-
agsins og lýðræðisríkjanna. En
það borgar sig fyrir þá að hafa
þetta svona.
Hvað með Noreg, Danmörku og
ísland? Þessi lönd eru gersamlega
varnarlaus ein og sér. Þau hafa
lært það af dýrkeyptri reynslu (öll
voru þau hernumin í seinni heims-
styrjöld) að þau geta aðeins tryggt
öryggi sitt í varnarbandalagi með
lýðræðisríkjum.
En V-Evrópuríkin eru engin
stórveldi heldur. Gúlagið hefur al-
gera yfirburði yfir V-Evrópu, bæði
í mannafla og venjulegum vopna-
búnaði. Þess vegna hafa V-Evr-
ópuríkin, að eigin frumkvæði, tek-
ið upp varnarsamstarf við Banda-
ríkin. Aðildin að þessu öryggis-
bandalagi leggur öllum banda-
lagsþjóðum ákveðnar skyldur á
herðar. Ef einstaka þjóðir vilja
taka sig út úr og kaupa sér frið við
Rússa á kostnað frelsis og mann-
réttinda lýðræðisþjóðanna, þá ber
þeim einfaldlega skylda til að
segja sig úr NATO.
Vilji lýðræðisþjóðirnar hins
vegar sameiginlega bægja frá
höfði sér hinni sovézku kjarnorku-
ógn, hlýtur það að gerast í gagn-
kvæmum samningum, um að fjar-
Jón Baldvin Hannibalsson
lægja kjarnaeldflaugarnar beggja
vegna víglínunnar; um stöðvun á
framleiðslu og tilraunum með k-
vopn, um afvopnun og samdrátt
herja béggja aðila.
Önnur leið er ekki fær nema á
kostnað frelsis og mannréttinda.
Um það snýst þessi deila.
íslenzkir jafnaðarmenn hafa
ekki skipt um skoðun í þessu máli.
Aðildin að Atlantshafsbandalag-
inu er hornsteinn okkar öryggis-
stefnu. Ef við viljum semja um
kjarnavopnalaus svæði, þá gerum
við það í samvinnu við bandalags-
þjóðir okkar. Tilgangurinn væri
auðvitað sá, að eldflaugarnar, sem
nú er beint að skotmörkum í
V-Evrópu, yrðu fjarlægðar,
ógninni yrði bægt frá okkur. Það
heitir kaup kaups. Einhliða yfir-
lýsingar eru til þess eins fallnar
að slá vopnin úr höndum okkar,
áður en setzt er að samningaborði,
og eyðileggja samningsstöðu lýð-
ræðisríkjanna.
Þetta var afstaða Benedikts
Gröndals sem utanríkisráðherra
íslendinga 1979. Þetta var afstaða
allra ríkisstjórna sósíaldemókrata
í Evrópu 1979. Okkar afstaða er
óbreytt. Svo er að sjá, sem sumir
vina okkar á Norðurlöndum hafi
eitthvað ruglazt í ríminu upp á
síðkastið. Vonandi hressist Eyjólf-
ur. Við víkjum okkur ekki undan
hinni sovézku ógn með því að
þykjast ekki sjá hana.