Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 1
64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
60. tbl. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Spádómar bandarískra sérfræðinga um málefni Sovétríkjanna;
Gorbachev við stjórn-
völinn fram til aldamóta
Hinn nýi leiðtogi Sovét-
ríkjanna, Mikhail S.
Gorbachev, í miðið, við
kistu Konstantins
Chernenko í Höll verka-
lýðsins í Moskvu í gær.
Gorbachev á hægri hönd
stendur Nikolai A. Tikh-
onov forsætisráðherra.
AP/Símamynd
Washington, Moskvu, 12. marz. AP.
BANDARÍSKIR sérfræðingar um málefni Sovétríkjanna spá því að Mikhail
Gorbachev verði við stjórnvölinn út þessa öld, haldi hann rétt á spilunum og
im af leynimakk í Kreml. Ýmsir leiðtogar, stjórnmálamenn og fjölmiðlar létu í
Ijós bjartsýni vegna valdatöku Gorbachevs, sem sagður var kyndilberi nýrrar
kynslóðar í sovézkum stjórnmálum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti kvaðst
mundu „ganga með opnum huga“ til allra viðræðna og samninga við hinn nýja
sovézka leiðtoga.
Þjóðarleiðtogar og fulltrúar
ríkja streymdu til Moskvu, þar sem
þeir verða viðstaddir útför Konst-
antins Chernenko á morgun, mið-
vikudag. Strax eftir útförina mun
Mitterrand Frakklandsforseti eiga
fund með Gorbachev, og vonast var
til að Margaret Thatcher forsæt-
isráðherra Bretlands, Helmut Kohl
kanzlari V-Þýzkalands, George
Bush varaforseti Bandaríkjanna og
Li Peng aðstoðarforsætisráðherra
Kína myndu einnig hitta Gorbach-
ev á morgun eða fimmtudag.
Loft var þrútið í Moskvu í dag,
þykkir svartir skýjabólstrar grúfðu
yfir borginni, meðan hundruð þús-
unda Sovétmanna streymdu fram
hjá líkbörunum í höll verkalýösins
og vottuðu Chernenko hinztu virð-
ingu.
Finnar öðrum þjóðum fremur
eiga mikið undir góðum samskipt-
Arásar heftit
Zrariye, Líhanon, 12. marz. AP.
KÁDIST var á stöðvar ísraelskra her-
manna í dag og féllu a.m.k. tveir
þeirra. Árásin var í hefndarskyni fyrir
hefndarárás ísraela á þorpið Zrariye í
gær, þar sem 37 menn týndu lífi.
Yitzhak Rabin varnarmálaráð-
herra Israels sagði að atburðir á
svæðum shíta i Libanon síðustu
daga kynnu að veröa til þess að
flýta fyrir brottflutningi ísraelska
herliðsins frá Líbanon.
um við Sovétríkin og létu ýmsir
stjórnmálaleiðtogar og fjölmiðlar
þar í landi í Ijós vonbrigði með að
Reagan forseti færi ekki í eigin
persónu til útfararinnar. Slík ferð
á mikilvægum tímamótum í sam-
skiptum stórveldanna hefði orðið
til að draga stórum úr spennunni,
að þeirra sögn. Bush varaforseti
verður við útförina og kom hann til
Moskvu í dag, færandi Gorbachev
sérstök „friðarskilaboð" Reagans.
Jaruzelski, leiðtogi pólska
kommúnistaflokksins, sendi Gorb-
achev hamingjuóskir í dag, og af
hálfu pólskra yfirvalda var sagt að
hinn nýi leiðtogi Sovétríkjanna
mundi taka á málefnum Póllands
af vinsemd og þekkingu.
Gorbachev er yngstur sovézkra
leiðtoga frá því Stalín komst til
valda og gæti hann stjórnað Sov-
étríkjunum fram á næstu öld, lifi
hann af leynimakk og haldi hann
vel á málum. Gorbachev er ólíkur
fyrri leiðtogum að því leyti að hann
hefur skilning á nauðsyn almanna-
tengsla og áróðurs, og að halda
góðu sambandi við fólkið. Banda-
rískir sérfræðingar um málefni
Sovétríkjanna spá að næstu ár
skeri úr um hvort Gorbachev takist
að ná alræðisvaldi og sitji þá að
völdum a.m.k. til aldamóta, eða
hvort hann verður að sætta sig við
að stjórnmálaráðið móti stefnuna,
eins og búast má við, þar til hann
hefur raðað í kringum sig skoðana-
bræðrum. í stjórnmálaráðinu eru
nú margar Iausar stöður og má bú-
ast við að Gorbachev ráði miklu um
val í þær.
Ljósritaði
Treholt skjöl
Evensens?
Osló, 12. mars. Frá fréttaritsra Mbl.
JENS Evensen, sem var áður haf-
réttarráóherra í norsku stjórninni
og yfirmaður Arnes Treholt, var
vitni í dag í réttarhöldunum yfir
fyrrum undirmanni sínum. I>ótti
framburður hans allur vera Treholt
mjög í óhag.
Evensen forðaðist að líta til
Treholts og talaði aðeins um hann
sem hinn ákærða. Var fundur
þeirra í réttarsalnum með ólíkum
hætti en áður var þegar sambandi
þeirra var líkt við samband föður
og sonar. Kvaðst Evensen ekki
hafa vitað um fundi Treholts með
Gennady Titov, sovéska sendi-
manninum, sem Evensen sagði
um, að allir hefðu litið á sem
njósnara KGB.
Evensen sagði að Treholt hefði
haft aðgang að ýmsum trúnað-
arskjölum, en aldrei hefði verið
gert ráð fyrir að hann tæki með
sér skjölin heim eins og þó kom í
ljós eftir handtökuna að hann
hafði gert. Svo virðist einnig sem
Treholt hafi ljósritað skjöl Even-
sens sjálfs án hans vitundar.
Sjá ennfremur „Enginn efað-
ist... “ á bls 29.
Símamynd/Verdens Gang-Per Nygaard
Jens Evensen, fyrrum hafréttarráðherra, kemur út úr réttarsalnum að
loknum vitnaleiðslum í Treholt-málinu { gær.
íranir hernema
Borgirnar sex, sem írakar segj-
ast hafa ráðist á, eru Teheran,
Zenjan, Arak, Bushehr, Dezful og
Masjed Suleiman. Herþotur hefðu
skotið á „valin skotmörk" í fjórum
þeim fyrstnefndu í nótt, en eld-
flaugum að tveimur síðasttöldu.
Árásarferðin hefði heppnast full-
komlega og þoturnar allar snúið
heilu og höldnu til baka. Sömu-
leiðis hefði eldflaugaárásin verið
árangursrík.
trakar kváðu aðgerðirnar í dag í
hefndarskyni fyrir loftárásir Ir-
ana í gær. tranir tilkynntu að
fimm menn hefðu týnt lífi og fjór-
ir særst í loftárásinni á Teheran,
sem gerð var á íbúðarhverfi, að
þeirra sögn. íranir sögðu traka
hafa gert árásir á Khorramabad
og Bouroujerd, auk framan-
greindra borga. Sjálfir kváðust ír-
anir hafa gert eldflaugaárás á
olíuborgina Kirkuk í írak, en því
neituðu Irakar. Eins og oft áður
bar yfirlýsingum stríðsaðila ekki
saman.
mikilvæg svædi
Bafdad, 12. marz. AP.
ÍRAKAR skýrðu frá því í kvöld að
íranir hefðu hertekið hluta Huwa-
izah-flæðilendisins í frak, sem er
mikilvægt svæði, sem liggur að þjóð-
veginum frá Basra til Bagdad. Skor-
uðu írakar á írani að draga friðar-
fána að hún og hverfa friðsamlega
til baka til að forðast „hryllilegt
blóðþað" í Huwaizah.
Fyrr í dag kváðust trakar hafa
gert loft- og eldflaugaárás á sex
borgir í íran í dag, þar á meðal
höfuðborgina, Teheran, og hrund-
ið sókn íranshers á Huwaizah-
flæðilendinu.