Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Prestar í kringum altarið að flytja almennu kirkjubænina. í smiðjumessu eru allir prestar Tvær hér um bil eins úr Garðabæ, Kristín og MargréL Einn hópurinn sá um að útbúa altaristöflu. Þarna er verið að gera drögin að henni. — eftir Pétur Þorsteinsson Borgarfirdi, 1. mar.s. Einu gleðilegasti ávöxtur siða- skiptanna var sú áherzla, sem Luther lagði á hinn almenna prestsdóm, þar sem allir er væru skírðir og tryðu væru prestar í ríki Guðs. Er þess víða að finna stað í seinna heftinu í Biblíunni, og menn muna e.t.v. frá umræð- um á Luthersárinu, sem var fyrir tveimur árum. Með því að allir séu prestar er átt við, að allir þeir, sem eru Guðs, eiga að bera ábyrgð í hans ríki og taka þátt í framgangi Guðsríkisins. Venju- legast kemur upp í huga manna, þegar minnzt er á prest, ímynd sóknarprests, sem hefur um hönd þjónustuna inni í kirkju og at- hafnir tengdar henni. Finnst flestum að sóknarpresturinn eigi að sjá um allt og aðrir þurfi þar lítið að koma nærri. Sérstaklega á þetta við um messuna, þar sem sóknarpresturinn er fyrir framan altarið einn allan tímann, kórinn syngur við undirleik orgelsins og þar með er upp talin þátttaka í messunni að mestu. Síðustu helgina í febrúar komu elztu krakkarnir úr æskulýðsfé- iögunum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu upp í Ölver undir Hafn- arfjalli til þess að eiga góða helgi saman. Var yfirskrift mótsins „Líf í fyrirgefningu" og komu 66 prestar á mótið og einn sóknar- prestur. Voru fluttir fyrirlestrar um fyrirgefninguna, bæði út frá Biblíulegum skilningi og eins, hvað fyrirgefning táknar í dag- lega lífinu. Urðu góðar umræður og sýndist þar sitt hverjum. Allir þátttakendur Á sunnudeginum var svokölluð smiðjumessa. Felst hún aðallega í því, að þar eru allir virkir þátt- takendur og leggja sitt að mörk- um til þess að messan verði messa allra. í upphafi var komið saman á sunnudeginum til þess að ræða, um hvað messan væri og hvað hver liður þar táknaði. Eftir þá fræðslu var skift upp í hópa eftir áhugasviði hvers og eins. Einn hópurinn sá um að leika Guð- spjallið, annar að velja söngvana og æfa þá, þriðji samdi bænirnar, fjórði teiknaði og málaði altaris- töfluna, fimmti tók til í salnum og raðaði upp bekkjunum í kring til að mynda kirkjuhúsið, sjötti útbjó altarisborðið og skreytti það, sjöundi samdi predikun og áttundi las upp lestrana úr Rit- ningunni. Oft er einn hópurinn í því að baka altarisbrauðið þar sem aðstaða er til þes, og ef dval- izt hefði verið nógu lengi í Ölver, þá hefði verið lagt í til að fá vín. Sum sé. Aðal markmiðið með smiðjumessunni er það, að allir séu virkir þátttakendur til þess að menn finni, að þeir séu ein- hvers virði og geti lagt sitt til, svo þeir upplifi, að þetta sé messan þeirra, en sitji ekki aðgerðar- lausir inni í kirkjunni og bíði eft- ir ameninu. Það sem að framan er talið, getur hver almennur prestur innt af hendi og þarf ekki vígðan mann til að inna þá þjónustu af hendi. Það, sem vígður prestur hefur á hendi, er helgun efnanna, sem hinn almenni prestur gerir ekki. Þess vegna var með í ferð- inni einn sóknarprestur til þess að vígja brauðið og vínið í kvöld- máltíðinni. Síðan var brauðið og vínið látið ganga á milli í einum stórum hring til þess að hver og einn gæti útdeilt til næsta og sýnt þannig samfélagið í hnot- skurn. Flestir, sem voru á þessu móti, höfðu ekki tekið þátt í smiðju- messu áður og var þetta þess vegna ný upplifun fyrir þá. Voru tvær stelpur úr Garðabæ, þær Hugrún og Heiðrún Jóhannsdæt- ur, spurðar, hvernig þeim hefði fundizt að taka þátt í smiðju- messunni. Fylgist betur með — Þetta var ofsalega skemmtilegt. Þegar maður er þátttakandi í öllu eins og í smiðjumessunni, þá fylgist mað- ur með öllu miklu betur. Núna fengum við að vera með í öllu, veja söngvana, semja bænirnar og ganga upp að altarinu til þess að biðja bænirnar og semja pred- ikunina. Það er einhvern veginn svo allt langt í burtu, þegar sókn- arpresturinn er einn uppi við alt- arið og við sitjum einhvers staðar úti í kirkjunni. Við fengum svo sannarlega að vera meira með en venjulega. Ennig voru söngvarnir léttari og hressari, ekki þessir gömlu sálmar, sem er erfitt að syngja, þar sem þeir eru svo hátt uppi og hægir. Vissuð þið ekki, að þið gátuð gert þetta allt saman sem prest- ar? — Nei, það hafði enginn sagt okkur frá þessu fyrr eða við ekki verið í svona smiðjumessu áður. Þess vegna hlökkum við til þess að taka næst þátt í smiðjumessu og einnig skiljum við betur núna, hvað er á ferðinni í þessum venjulegu Guðsþjónustum í kirkjunum eftir þessa smiðju- messu. Hvers vegna komuð þið hingað upp í Ölver? — Til þess að kynnast Guð- sörði betur. Við bjuggumst ekki við neinu sérstöku hérna. En þetta var æðislegt að vera hérna, miklu skemmtilegra en við héld- um. Læra eitthvað nýtt um Guð, og vera með krökkum, sem eru trúuð. Þau eru ekki með fiflalæti eins og krakkarnir heima í æsku- lýðsfélaginu í Kirkjuhvoli, safn- aðarheimilinu í Garðabæ. Á kvöldvökunni var margt ærslast og grannt fylgzt meö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.