Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Fjöldahreyfing
um húsnæðismál
Atak þeirra sem kalla sig
áhugamenn um úrbætur í
húsnæðismálum nú um helgina
hefur vakið verðskuldaða at-
hygli. Þannig var staðið að
þessu átaki að ekki gat farið
fram hjá neinum að forsvars-
mönnunum væri full alvara.
Árangurinn er í samræmi við
það. Nokkur þúsund manns hafa
skráð sig og með þann fjölda að
baki ætla forsvarsmennirnir að
beita sér fyrir þeim úrbótum í
húsnæðismálum er þeir telja
brýnastar. Á þessu stigi hafa þó
ekki verið settar fram neinar
tillögur af áhugamönnunum um
það, hvernig að úrbótum skuli
staðið.
Áhugamennirnir hafa seti
fram skýrar meginkröfur. í
fyrsta lagi vilja þeir að þegar í
stað verði bætt úr því misrétti
sem varð þegar sambandið milli
launa og greiðslubyrði á lánum
var rofið. í öðru lagi séu háir
vextir af lánum til húsnæðis-
kaupa óviðunandi og beri að
lækka þá þegar í stað.
í Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins var hinn 24. febrúar
fjallað ítarlega um þá þróun
sem orðið hefur í lána- og
skuldamálum þeirra sem eru að
kaupa eða byggja eigið húsnæði.
Á það var minnt, að Morgun-
blaðið hefði varað við því á sín-
um tíma þegar kaupgjaldsvísi-
talan var tekin úr sambandi en
lánskjaravísitalan var áfram í
gildi. Þá segir í Reykjavíkur-
bréfinu: „Smátt og smátt hefur
þessi ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar leitt til þess, að fólkið, sem
tók verðtryggðu lánin í góðri trú
um að greiðslubyrðin yrði alltaf
mjög svipað hlutfall af launum
þess, og gekk þar með út frá því,
að það gæti staðið í skilum,
stendur nú frammi fyrir því, að
greiðslubyrðin af þessum lánum
hefur aukist um 30—50%. I
sumum tilvikum er þetta versn-
andi hlutfall milli launa og
lánskjaravísitölu byrjað að éta
upp eign fólks í viðkomandi
fasteignum. Hér eru það ákvarð-
anir stjórnmálamanna, sem
gjörbreyta þeim forsendum, sem
þúsundir húsbyggjenda byggðu
fjárhagsáætlanir sínar á. Hver
er siðgæðisvitund þeirra manna,
sem að slíku standa?“
Þessi orð eru ítrekuð hér og
nú vegna hinnar nýju fjölda-
hreyfingar í húsnæðismálum.
Hún er sammála Morgunblað-
inu um að við þá skipan sem hér
er lýst verður ekki unað.
Áhugamennirnir spyrja: „Á
það að vera gerlegt fyrir venju-
legt fólk að eignast eigið hús-
næði á íslandi eða ekki?“ Svar
Morgunblaðsins við þcssari
spurningu er skýrt: Auðvitað á
það að vera gerlegt. Sá stjórn-
málaflokkurinn sem mesta
áherslu leggur á sjálfseigna-
stefnuna í húsnæðismálum er
Sjálfstæðisflokkurinn. ófarir
húsbyggjenda byrjuðu með því
að Svavar Gestsson varð félags-
málaráðherra. Alexander Stef-
ánsson, félagsmálaráðherra
Framsóknarflokksins, sýnist
einfaldlega ekki skilja vandann í
húsnæðismálum hvað þá hafa
úrræði á takteinum. Jón Baldvin
Hannibalsson boðar skatta-
stefnu sem hefði í för með sér að
skattar fjölskyldu sem á 3,5
milljóna króna eign, góða íbúð
og bíl, og greiðir í dag 15 þúsund
krónur í eignarskatt, þyrfti að
greiða 45 þúsund krónur.
Ófremdarástandið í lánamál-
um húsbyggjenda má alls ekki
verða til þess að eyðileggja
sjálfseignastefnuna í húsnæð-
ismálum. Þar er jafn mikið í
húfi fyrir þjóðina í heild og fyrir
hvern einstakan húsbyggjanda
að hann sé ekki beittur órétti.
Sinfóníu-
hljómsveit
æskunnar
Alaugardagskvöldið efndi
Sinfóníuhljómsveit æskunn-
ar undir stjórn Paul Zukofsky
til sinna fyrstu tónleika. Þar
komu fram yfir 80 hljóðfæra-
leikarar og ekki var tekist á við
nein venjuleg byrjendaverk,
þvert á móti. Færri komust að
en vildu í sal Menntaskólans við
Hamrahlíð.
Jón Ásgeirsson, tónlistar-
gagnrýnandi Morgunblaðsins,
segir um tónleikana í gær: „Hér
er um atburð að ræða er markar
tímamót í tónlistarsögu íslend-
inga, þó hvorki útvarp né sjón-
varp eða aðrir fjölmiðlar teldu
sig eiga þarna leið um, enda
ekkert „kikk“ í því að hlusta á
almennilega tónlist."
Paul Zukofsky hefur unnið
þrekvirki með því að æfa og
þjálfa þessa ungu hljóðfæraleik-
ara af öllu landinu á nokkrum
vikum til þeirra afreka sem Jón
Ásgeirsson lýsir. Vonandi er hér
um upphaf á árlegum viðburði í
tónlistarlífinu að ræða. Þarna
er unnið starf sem á eftir að
hafa mun varanlegri áhrif á
tónmennt og tónmenningu ís-
lensku pjóðarinnar en yfir-
auglýstir tónviðburðir sem eiga
að gefa mönnum og ekki síst
fjölmiðlamönnum „kikk“.
Markaðsátak undir
skýru íslensku merki
— eftir Þráin
Þorvaldsson
f alþjóðaviðskiptum njóta þjóðir
misjafns álits. Viðskiptamenn
einnar þjóðar fá orð fyrir að vera
óáreiðanlegir, en menn í við-
skiptalífi annarrar þjóðar hafa
orð á sér fyrir áreiðanleika.
Ákveðnar þjóðir skapa sér orðspor
fyrir að standa öðrum þjóðum
framar á vissum sviðum vöru og
þjónustu. Gott umtal leiðir eðli-
lega til aukinna viðskipta við við-
komandi þjóð. En það tekur lang-
an tíma að skapa rétta ímynd
heils þjóðfélags í hugum erlendra
þjóða.
Því er það afar mikilvægt, að sú
umfjöllun, sem fram fer á erlendri
grund, sé jákvæð. Eftir síðari
heimsstyrjöld átti sér stað mikil
umræða utan Þýskslands um það,
sem var kallað þýska efnahags-
undrið. Á undanförnum árum hef-
ur ótölulegur fjöldi greina birst
um japanska efnahagsundrið. í
báðum þessum tilfellum hefur
umræðan verið mjög jákvæð.
Þessi umræða hefur haft ómetan-
lega þýðingu fyrir árangurinn af
þessum tveimur efnahagsundrum
og hefði hann ef til vill ekki orðið
svo mikill eins og raun varð á án
hennar.
Samnefndari fyrir
ísland
En hvað um okkur íslendinga?
Höfum við einhverja möguleika á
því að skapa slíka umræðu um ís-
land og Islenska þjóð? Við, sem
ferðumst mikið erlendis, gerum
okkur grein fyrir því, að Island er
tiltölulega lítið þekkt úti í honum
stóra heimi. Ég álít það kost. Bæði
er, að hið óþekkta skapar forvitni
og við höfum betri möguleika á að
skapa okkur þá ímynd, sem við
viljum öðlast í augum umheims-
ins.
íslenskur atvinnurekstur er
smár í sniðum á alþjóðlegan mæli-
kvarða. Ef við viljum beina at-
hygli umheimsins að okkur og því,
sem við höfum að bjóða í við-
skiptalegu tilliti, verðum við að
freista þess að finna einhvern
sameiginlegan þátt, sem mismun-
andi atvinnugreinar gætu samein-
ast um sem einskonar samnefnara
í kynningu lands, vöru og þjónustu
út á við.
Þeir sem t.d. starfa við mark-
aðssetningu á íslenskri neytenda-
vöru gera sér grein fyrir því, að
hart er barist um hylli neytenda
og innkaupaaðila. Það er gifurlegt
átak að hasla sér völl með nýjar
vörutegundir. Það þarf að gefa
„Ef okkur tekst aö
skapa þá tilfinningu í
umheiminum, að hingað
sé hægt aö sækja upp-
runalega vöru og um-
hverfí, sem er aö veröa
fágætara, mun sérhæf-
ing í tækjabúnaöi og al-
þjóölegt álit á því sviöi
fylgja eftir. Grunninn
höfum við þegar.“
neytandanum ástæðu til þess að
taka íslenska vöru fram yfir aðra.
Sjaldnast getur það verið verð. Því
verða að koma til aðrar ástæður.
Ég hef velt þessum samtengda
kynningarþætti töluvert fyrir
mér. Eftir að hafa dvalið í Þýska-
landi vil ég leyfa mér að draga
fram einn þátt, sem mér finnst
vert, að sé skoðaður.
Hræösla viö mengun
í Þýskalandi og á meginlandi
Evrópu á sér stað vaxandi um-
ræða um umhverfismál. Mengun
er vaxandi vandamál í þessum
löndum og þessi umræða smitar
stöðugt meira út frá sér. f hugum
stöðugt fleira fólks er mengunin
eitt mesta böl, sem staðið er
frammi fyrir.
Mikil skrif eiga sér stað um mat
og mataræði. Fólk veltir þvl fyrir
sér meira en áður hvaða mat það
leggur sér til munns og þá um leið
hvaðan hann kemur. Til dæmis er
áróður hafður I frammi á móti
fiskneyslu vegna þess að fiskur úr
Eystrasalti og jafnvel Norðursjón-
um er talinn mengaður. Jafnvel er
mælt á móti lýsisneyslu af sömu
ástæðu. Fjölskylda mín varð fyrir
áhrifum af þessum áróðri og
keyptum við ekki ferskan fisk.
Þegar ég hafði samband við um-
boðsmann Islenskra fiskiskipa,
sem selja afla sinn I Bremerhaven,
og spurði hvar ég gæti keypt ís-
lenskan fisk, var mér sagt að ég
yrði að koma niður á bryggju því
að þegar fiskurinn er seldur er
honum blandað saman við annan
fisk.
Við íslendingar ræðum oft um
óhagræði þess að búa langt frá öð-
rum þjóðum. Ég er að komast á þá
skoðun, að ef til vill muni ein
okkar mesta auðlegð I framtlðinni
felast I afleiðingu þessarar ein-
Þráinn Þorvaldsson
angrunar. í hreinu lofti, hreinu
vatni og hreinum sjó felst ef til
vill meiri auðlegð, en okkur grun-
ar.
í hugum neytenda á erlendum
mörkuðum mun þetta hugtak hafa
vaxandi þýðingu við kaupákvörð-
un.
1 sölu matvæla hefur ómengað
upprunaland augljósa þýðingu, en
umhverfismál hafa mun viðtækari
áhrif. Er það ekki sterk röksemda-
færsla I fiskirækt, að seiði og fisk-
ur séu betri úr hreinu, islensku
umhverfi en frá löndum með
mengunarvandamál? Er hægt að
gera Island að eftirsóttu ferða-
mannalandi vegna hreins um-
hverfis? íslensk ullarvara hefur
meðal annars öðlast álit vegna
þess að tekist hefur að greina
hana frá annarri ullarvöru með
upprunatengslum við ísland.
Uppruni hefur
áróöursgildi
Ef lög yrði áhersla á þennan
þátt út á við og við mörkuðum
okkur þróunarbraut I samræmi
við það, tel ég, að áhrifin næðu
langt út fyrir neysluvöruna sjálfa.
Auk matvælaframleiðslu, sem
eðlilega mun byggjast á frekari
nýtingu sjávarafla, hefur til dæm-
is verið rætt um frekari úrvinnslu
úr fiskúrgangi. Hér hlýtur upp-
runinn að hafa mikið áróðursgildi.
Sem afleiðing af aukinni fram-
leiðslu hlýtur tækjaþróun að
fylgja I kjölfarið, tölvuhugbúnað-
ur og fleira því samtengt.
Ef okkur tekst að skapa þá til-
finningu I umheiminum, að hingað
sé hægt að sækja upprunalega
vöru og umhverfi, sem er að verða
fágætara, mun sérhæfing I tækja-
búnaði og alþjóðlegt álit á þvl
sviði fylgja eftir. Grunninn höfum
við þegar. íslendingar eru nokkuð
þekktir sem fiskveiðiþjóð. Aukið
umtal um ísland mun einnig
skapa grundvöll fyrir annars kon-
ar útflutning á sviði tækni og
þjónustu.
Hér geta fleiri þættir hjálpast
að. Mikilvægur þáttur I að koma
íslandi á framfæri er að flytja út
íslenska menningu. íslenskur
listamaður, sem kemur fram er-
lendis, kemur ekki aðeins fram
fyrir sjálfan sig, heldur er hann
um leið að afla íslenskri þjóð við-
urkenningar. íslenskar kvikmynd-
ir eru ekki einkamál nokkurra
hugsjónamanna, heldur áhrifa-
mikill miðill til þess að kynna ís-
land og islenska menningu.
Þríinn ÞorvaUsson er frnm-
kvæmdastjóri Utflutningsmid-
stöðvar iðnaðarins. Morgunblaðið
fékk leyfi hans til að birta þennan
kafla iír ræðu i aðalfundi Stjórnun-
arfélags íslands.
Alþjóðlegur hugsanahátt-
ur í markaðs- og sölumálum
— eftir Magnús
Gunnarsson
ísland er I margra augum
Mekka fiskiðnaðar og útgerðar og
við getum nýtt okkur þá staðreynd
til þess að verða virkir þátttak-
endur I alþjóðlegum fiskveiðum og
I heimsversluninni með fiskafurð-
ir. Hið öfluga markaðskerfi sem
við höfum þróað bæði I Evrópu og
Bandarikjunum er lykilatriði hvað
þetta varðar.
Til þess að við getum náð
árangri I útflutningsstarfsemi
verða stjórnvöld að marka efna-
hagsstefnu sem tryggir sam-
keppnishæfni íslenskra atvinnu-
greina á hverjum tíma. Við Islend-
ingar þurfum að reka „Export
orienteraða" markaðsstefnu, út-
flutningsstefnu, sem felur I sér
raunhæfa stefnumörkun um
þátttöku landsmanna I samkeppni
á alþjóðamörkuðum. Við þurfum
ekki að finna til neinnar vanmátt-
arkenndar þegar við búum okkur
undir aukna þátttöku I alþjóða-
viðskiptum. Við erum betur settir
en flestar þær þjóðir sem á síð-
ustu árum hafa verið að hasla sér
völl sem stórveldi á sviði heims-
viðskipta. Við getum nefnt þar
sem dæmi bæði Singapore, Suð-
ur-Kóreu, Taiwan, Brasilíu, Hong
Kong og ýmis önnur lönd. Flest
þessara landa hófu útrás sína við
miklu erfiðari aðstæður en við nú
búum við. Við búum við ágæta al-
menna menntun, gott skólakerfi,
vaxandi fjölda tæknimanna, vel
uppbyggðan háskóla og rann-
sóknastofnanir, vel útbúið fjar-
skiptakerfi og góðar iamgöngur.
Allt þetta er sá grundvöllur sem
við þurfum að hafa til ;>ess að geta
orðið virkir bátttakendur í al-
þjóðaviðskiptum. Að ýmsu leyti
stöndum við vel að vigi, m.a. af þvi
að margar þjóðir á þróunarstigi
vilja frekar skipta við litlar þjóðir
en stórar.
Hörö samkeppni
Vandamálin sem við verðum að
glíma við eru að sjálfsögðu mörg.
Við höfum t.d. takmarkaða
reynslu I erlendum viðskiptum.
Við höfum I flestum tilfellum há-
an kostnað við verkefnaöflun. Við
þurfum að sjálfsögðu að standa
okkur I harðri samkeppni á er-
lendum vettvangi og við búum við
mun viðaminni utanrlkisþjónustu
en margar aðrar þjóðir sem við
verðum að keppa við. Jafnframt
eru flest íslensk fyrirtæki Htil með
fátt fólk. Við verðum hins vegar
að tileinka okkur alþjóðlegan
hugsunarhátt I markaðs- og sölu-
málum og vera ófeimin við að nýta
okkur reynslu og þekkingu ann-
arra þjóða ef það getur stytt
okkur leið að þeim markmiðum
sem við setjum okkur.
Hlutun hins opinbrea
Opinberir aðilar geta hjálpað til
við að leggja þann gundvöll sem er
nauðsynlegur til þess að hægt sé
að skapa þá hugarfarsbreytingu.
í fyrsta lagi verður Islenskt efna-
hagsiíf að ná auknu jafnvægi. Án
jafnvægis og friðar á vinnumark-
aðnum tekst okkur ekki að skapa
það umhverfi, sem laðar fram
frumkvæðið sem þarf til þess að
teggja út I áhættusama útflutn-
mgsstarfsemi.
1 'iðru jagi er það algjört frum-
skilyrði að gjaldmiðill sé traustur
■>g frelsi ríki '{jaldeyrisviðskipt-
um. >etta er úrsHtaatriði ef við
„ViÖ verðum hins
vegar aö tileinka okkur
alþjóðlegan hugsunar-
hátt í markaðs- og sölu-
málum og vera ófeimin
við að nýta okkur
reynslu og þekkingu
annarra þjóða ef það
getur stytt okkur leið að
þeim markmiðum sem
við setjum okkur.“
viljum fá erlent fjármagn til sam-
starfs við okkur.
í þriðja lagi er nauðsynlegt að
skipuleggja viðskipta- og utanrík-
isráðuneyti á þann hátt, að þessi
ráðuneyti stundi I auknum mæli
sölu- og kynningarstarfsemi fyrir
islenska vöru og þekkingu.
Tryggja verður að I opinberar
heimsóknir þjóðhöfðingja, ráð-
herra, sendiherra og annarra
sendinefnda á vegum opinberra
aðila, fari á hverjum tíma full-
trúar atvinnulífsins.
Rétt er að athuga hvort hægt er
að nýta konsúlakerfi utanrikis-
ráðuneytisins enn frekar með við-
skiptahagsmuni I huga. Jafnframt
er nauðsynlegt að við tökum virk-
an þátt I starfsemi alþjóða-
stofnana og banka sem við erum
aðilar að.
I fjórða lagi er nauðsynlegt að
endurskipuleggja menntakerfið.
Mikill fjöldi efnilegs fólks er nú í
Háskóla íslands. Þar er okkur
nauðsynlegt að aðlaga sem flestar
deildir að þörfum atvinnulífsins. í
|
reynd er okkur nauðsynlegt að að-
laga allt menntakerfið betur að
raunhæfum þðrfum atvinnulifs-
ins. Auka þarf enn frekar tækni-
menntun til þess að við getum á
hverjum tima viðhaldið sam-
keppnishæfni okkar. En það sem
riður mest á og það sem verður að
gera strax er að koma á sem viðast
í þjóðfélaginu kennslu í sölu- og
markaðsmálum. Það er ekki
vansalaust að kennsla i þessum
greinum er varla til í islensku
menntakerfi. Jafnframt þarf að
efla tungumálakunnáttu i öllu
skólakerfinu.
í fimmta lagi þarf að koma á
stofn lánasjóðum sem, fjármagna
útflutningsstarfsemi, veita lang-
timalán eða ábyrgðir, veita að-
gang að áhættufjármagni til þess
að auðvelda útflutning.
í sambandi við áform rikis-
stjórnarinnar um nýsköpun í at-
vinnulífinu er nauðsynlegt að
hluti af þeim fjármunum, sem í
það eru ætlaðir, fari í markaðs- og
sölumál.
í sjötta lagi er nauðsynlegt að
auðvelda íslenskum fyrirtækjum
þátttöku i erlendum fyrirtækja-
rekstri og jafnframt er nauðsyn-
legt að gera ráðstafanir sem laða
erlent áhættufjármagn til lands-
ins.
í sjöunda lagi verður að gera
ráðstafanir til þess að auðvelda
samstarf opinberra fyrirtækja og
stofnana við fyrirtæki i útflutn-
ingsstarfsemi. Má þar nefna sem
dæmi ráðuneyti, Landsvirkjun og
Orkustofnun. Jafnframt verður
stjórnkerfi hins opinbera að vera
aðgengilegt og þar verður að taka
skjótar ákvarðanir og flýta af-
greiðslu allra mála.
Vð iokum er nauðsynlegt að hið
opinbera veití íkattaivilnanir
Magnús Gunnarsson
þeim fyrirtækjum, sem stunda út-
flutning, t.d. með þvi að sérstakur
afsláttur sé veittur fyrir vöru-
þróun, rannsóknárstarfsemi og
þátttöku i vörukynningum og þeir
einstaklingar, sem þurfa að ferð-
ast mikið i viðskiptaerindum eða
dveljast lengi erlendis fái sérstak-
an skattafslátt. Má nefna dæmi
um slikt frá nágrannalöndum
okkar.
Útflutningsráð
Til þess að flýta fyrir þessari
þróun er nauðsynlegt að virkt
samstarf takist milli fyrirtækja
og hins opinbera. Eðlilegast er að
slíkt gerist með stofnun útflutn-
ingsráðs i likingu við það sem við
þekkjum i nágrannalöndunum.
Slikt útflutningsráð yrði stofnað
til samráðs og samræmingar milli
aðila og gæti orðið allri útflutn-
ingsstarfseminni mikill styrkur.
Ef við hugum sérstaklega að hug-
vitsútflutningi, þá gæti slikt út-
flutningsráð stutt slíka starfsemi
með því að t.d.:
— it.Skilgreina verkefnasvið fyrir
hvert verkefni.
— Vinna að markaðsrannsóknum
og ráðleggingum til fyrirtækja um
markaðssetningu oeirrar bjónustu
sem boðin er .1 "iverjum tima.
— Gefið út bæklinga til kynn-
ingar á starfsemi fyrirtækjanna.
— Aðstoð við fjármögnun á verk-
efnum.
— Samhæfa ferðir til annarra
landa og skipuleggja sendinefndir
í sérstökum tilvikum.
— Skrásetja íslensk fyrirtæki hjá
alþjóðastofnunum og virka sem
almennur upplýsingasafnari fyrir
útflutningsfyrirtækin og hjálpa til
við samningsgerð og safna reynslu
og þekkingu i samningsgerð á er-
lendum vettvangi.
Jafnframt gæti slik stofnun orð-
ið aðili að fyrirtæki eins og Nordic
Monitoring Service, sem var sér-
staklega stofnað til i Bandaríkjun-
um til að fylgjast með verkefna-
úthlutun hjá alþjóðastofnunum,
s.s. Sameinuðu þjóðunum og Al-
þjóðabankanum.
Ef litið er til fyrirtækjanna
sjálfra er erfitt að skilgreina hvað
sé heppilegast fyrir hvert og eitt
fyrirtæki. Meginatriðið er að allir
aðilar í íslensku viðskiptalifi hugi
að því hvar þeir geti lagt þessu
átaki lið.
Markmiðið hlýtur að vera, að í
hverju fyrirtæki verði útflutnings-
deild.
Við breytum ekki þessu hugar-
fari í einni svipan, en við verðum
að gleyma gamla verðtíðarandan-
um, hætta við að vera skammtíma
áhlaupamenn, sem hugsa i magni
en ekki gæðum, og hafa úthald til
þess að ná árangri á þessu sviði.
Meginatriðið er að okkur takist að
sameina kraftana, setja okkur
skýr markmið og þannig lagt
grundvöllinn að nýrri framfara-
sókn i íslenskum efnahagsmálum.
Á blómaskeiði okkar þótti sjálf-
sagt að ungir menn legðust i vík-
ing til að afla sér fjár og frama.
Við þurfum nú að hefja nýja, is-
lenska vikingaöld.
Magnús Gunnarsson er fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
hands íslands. Morgunblaðið fékk
leyfí hans til að birta pennan kafla
jr ræðu á .lámsstefnu Stjórnunar-
félags íslands um hugvitsútflutn-
ng.
spurt og svaraó
Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Um fjármál
húsbyggjenda
Reynt að greiða loka-
lán út 12 mánuðum
eftir greiðslu frumláns
Kristján Friðriksson, Fiskakvísl 1,
Revkjavík spyr:
Eg fékk 1. hluta húsnæðismála-
stjórnarláns í mars á siöasta ári.
Síðan eiga að líða 6 mánuðir þang-
að til 2. hluti kemur, en það varð
3einkun vegna fjármálavandræða
og 2. hlutinn kom í desember. Mig
langar til að vita hvenær við meg-
um eiga von á 3. hlutanum, hvort
það verður í mars/apríl eða hvort
við verðum að bíða og hvenær við
megum þá vænta þessa lokaláns.
Svar Sigurðar E. Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Húsnæðisstofn-
unar ríkisins:
Ákvörðun um greiðsludag loka-
lánsins (3. hlutans) hefur enn ekki
verið tekin. Alla jafna er reynt að
láta lokalánið koma til greiðslu
sem næst 12 mánuðum eftir að
frumlánið hefur verið greitt út,
þar á meðal þegar tafir hafa orðið
á greiðslu miðlánsins. Það hefur
þó ekki alltaf tekizt. Að svo stöddu
er ekki unnt að slá þvi föstu hve-
nær umrædd lánveiting getur
komið til greiðslu.
6.mánuðir líða að jafn-
aði milli útborgunar
Ásbjörn Jóhannesson, Heiðarási
10, spyr:
Ég lagði inn umsókn og fokheld-
isvottorð fyrir 1. febrúar 1984 og
fékk 1. hluta húsnæðismálastjórn-
arláns greiddan 20. ágúst 1984.
Það hefur ekki bólað á öðrum
hluta lánsins ennþá. Hvenær má
ég eiga von á honum og má ég eiga
von á 3. hlutanum á þessu ári? Það
skaöaði ekki að fá dagsetningu. Er
þessi afgreiðslumáti Iána sam-
kvæmt reglugerð húsnæðismála-
lántakendur, sem fá miðlán sin
greidd í hendur pr. 20. mars nk. að
geta gert sér vonir um að fá loka-
lánið greitt í hendur á haustmán-
uðum þessa árs.
Ekki hefur verið
unnt að taka
ákvörðun um lokalán
Oddur Gunnarsson, KefUvfk,
spyr.
Hvenær fá þeir lokalán sem
gerðu fokhelt í október 1983. Það
átti að vera komið nú, en hefur
ekki sést ennþá.
Svar Sigurðar E. Guðmundssonar:
Enn hefur ekki verið unnt að
taka ákvörðun um greiðslu loka-
lána þeim til handa, sem gerðu
hús sín fokheld í október 1983.
Þess er þó að vænta, að senn verði
tekið að fjalla um það hvenær af
þeirri lánveitingu geti orðið og
verður það síðan tilkynnt.
Frumlán vegna
fbúða, sem voru
fokheldar í okt. 1984
Erlen Óladóttir, Sólheimum 25,
spyr:
Hvenær mega þeir, sem skiluðu
fokheldisvottorði um mánaðamót-
in okt./nóv. og eru að sækja um
nýbyggingarlán í annað sinn, eiga
von á að fá fyrsta hlutann greidd-
an?
Svar Sigurðar E. Guðmundssonar:
Hinn 10. marz sl. hófust greiðsl-
ur á frumlánum þeim til handa,
sem gert höfðu fbúðir sínar fok-
heldar í ágúst og september 1984,
og áttu íbúðir fyrir. Enn hefur
ekki verið tekin ákvörðun um það
hvenær unnt verður að veita þeim
mönnum frumlán, sem gerðu ibúð-
stjórnar um þessi mál? Kunningi
minn skilaði fokheldisvottorði 1.
september 1984 og fékk fyrsta
hluta húsnæðismálastjórnarláns
1. desember sama ár. Hvaða leið
þarf maður að fara til að fá svona
fljóta afgreiðslu?
Svar Sigurður E. Guömundssonar:
Þeir lántakendur, sem fengu
frumlán (þ.e. 1. hluta byggingar-
lánsins) greiddan í hendur pr. 15.
ágúst 1984 fá miðlánið greitt út
eftir 20. mars 1985. Ákvörðun um
greiðsludag lokalánsins hefur enn
ekki verið tekin, enda tíðkast ekki
að samþykkja slíkar lánveitingar
langt fram í tímann. Hefur það
löngum stafað af því, að fjárhags-
legar forsendur fyrir slíkum
ákvörðunum hefur skort. Allur af-
greiðslumáti lána er í samræmi
við rildandi reglugerð um starf-
semi Byggingarsjóðs ríkisins. Seg-
ir par :n.a. að 'íða skuli 6 mánuðir
:ið jafnaði njlli útborgunar á
bremur hlutum byggingarlán-
anna. Samkvæmt því .ettu beir
ir sínar fokheldar í október 1984
eða síðar. Verður væntanlega
fjallað um það á næstunni.
Fjallað um G-lán áð-
ur en langt um líður
Margrét Kristjánsdóttir Smára-
hlíð 5, Akureyri, spyr:
Hvenær má eiga von á úthlutun
G-láns, sem sótt var um um mán-
aðamótin nóvember/desember?
Svar Sigurðar E. Guðmundssonar:
Enn héfur ekki verið unnt að
taka ákvarðanir um veitingu
G-lána þeim umsækjendum til
handa, sem lagt hafa inn umsókn-
ir um þau lán frá og með 1. júlí sl.
Þó má ætla, að áður en langt um
líður verði tekið að fjalla um þau
mál, í beinu framhaldi af um-
fangsmiklum lánveitingum, sem
fram hafa farið undanfarnar vik-
ur og standa enn yfir. Má þá *tla.
.ið þeir verði fyrst Leknir til rif-
greiðslu, sem lengst ‘nafa beðið.