Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985
41
Athugasemdir vid fréttatilkynningu
frá Fuglaverndunarfélagi íslands
—- eftir Svein
Guðmundsson
Stundum finnst leikmanni það
einkennilegt að af 74 til 76 íslensk-
um varpfuglategundum sé aðeins
ein fuglategund sem Fuglavernd-
unarfélagið hefur áhuga fyrir. Um
það ganga sagnir úti á lands-
byggðinni að komi erlendir fuglar
hingað til lands séu þeir skotnir í
rannsóknarskyni og stoppaðir
upp. Nú langar mig að vita hvort
félagið hefur kynnt sér hvort þessi
orðrómur er sannur, því að vænt-
anlega er það ekki á stefnuskrá
félagsins að varpfuglategundum
megi ekki fjölga hér á landi.
Nú hef ég orðið þess var að æð-
arbændur séu álitnir skaðvaldar i
lífríki íslands og að æðarfuglinn
sé meindýr sem beri að útrýma.
Hins vegar þori ég að fullyrða að
fáar stéttir stuðli betur að vernd-
un lífríkis en æðarbændur. í æð-
arvarpi eiga margir varpfuglar
griðland og til dæmis verpa um 20
tegundir fugla í æðarvarpi því sem
ég er kunnugastur. Þó má telja
það land frekar einhæft frá nátt-
úrunnar hendi hvað það snertir.
Bændur hafa reynt og reyna að
vernda varpstöðvar æðarfuglsins
og til þess hafa þeir fengið góðan
styrk frá Veiðistjóraembættinu,
sem ber að þakka. Þar hafa starf-
að menn sem kunnað hafa vel til
verka.
Helstu vágestir sem sækja í æð-
arvörp eru: hrafnar, mávar, mink-
ar, tófur og ernir. Æðar-
varpseigendur hafa reynt að verj-
ast þessum tegundum, nema þeirri
síðastnefndu, en þar hafa varpeig-
endur tekið fullt tillit til þess að
ernir eru í útrýmingarhættu.
Varla mun það vera tilviljun að
Vestfirðingar einir skuli hafa
haldið við arnarstofninum. Vitað
er að þeir eru ágætar skyttur og
þar sem í öðru engir eftirbátar
annarra í öðrum landsfjórðung-
um. Sennilegt þykir mér að þeir
hafi haft betra auga fyrir samspili
náttúrunnar en aðrir landsmenn.
Ég á því bágt með að skilja að það
fólk sem hefur útrýmt sínum örn-
um skuli mynda samtök og nota
þau til þess að núa Vestfirðingum
því um nasir að þeir séu einmitt
fólkið sem sé arnarstofninum
hættulegt.
Örnum hefur fjölgað mjög mik-
ið á Breiðafjarðarsvæðinu. Þeir
hafa líka breytt um varpstaði. Nú
eru þeir farnir að verpa í æðar-
vörpunum sjálfum.
Af reynslu tel ég að arnarhjón
með hreiður geri ekki svo mikið
tjón að náttúrunnendur beri það
tjón ekki með gleði, en dæmið
snýst við þegar varp misferst og
arnarhjónin hætta að verja sitt
ríki og setjast að í því ásamt öðr-
um flökkuörnum. Þá sitja fuglarn-
ir hálfu og heilu dægrin og æðurin
þorir ekki á hreiður sín. Þá er eft-
irleikurinn léttur fyrir hrafninn.
Hröfnum og örnum kemur ótrú-
lega vel saman.
óþarfi ætti að vera að taka það
fram að ég tel marga í forustu-
sveit Fuglaverndunarfélagsins
hina mætustu menn. Um það er
ekki deilt. Jafnvel þó ég telji þá
beita um of neikvæðu ríkisvaldi
fyrir sig.
Við deilum ekki um
málefnið heldur
aðferðirnar
Þegar arnarvarp hófst hér á því
svæði er ég umgengst, þá sendi
menntamálaráðuneytið ungan og
efnilegan vísindamann eftir beiðni
frá mér, til þess að kanna málin.
Ég bað hann að senda mér skýrsl-
ur um niðurstöður. Skýrslan kom
ekki og þá snéri ég mér til ráðu-
neytisins og þar var mér tjáð að
skýrslan væri trúnaðarmál, sem
ég mætti ekki sjá. Ég vildi ekki
una þeirri lítilsvirðingu sem ráðu-
neytisstjóri sýndi æðarbónda og
sneri mér til þingmanns okkar
sem þá var Gísli Jónsson. Hann
sendi mér skýrsluna þrátt fyrir
bann ráðuneytisstjóra.
í þessari skýrslu var ekkert
merkilegt sem ég ekki vissi, en ég
mátti víst ekki vita að örninn æti
æðarfugl. Til þess að geta treyst
betur eigin dómgreind þá stundaði
ég árið eftir hreiður arnarins. í
það skiptið voru tveir ungar í
hreiðrinu. Ég kom stundum á
hverjum degi að hreiðrinu, en að
jafnaði tvisvar til þrisvar í viku
um tveggja og hálfsmánaðarskeið.
Þar kynntist ég skaplyndi þeirra.
Hvernig þeir veiða og hver bráð
þeirra er. Þessi kynni á ég
menntamálaráðuneytinu að þakka
og þökk sé því fyrir erfiða og nei-
kvæða samvinnu.
Þá er komið að bannorði þessar-
ar athugasemdar, en það er
svefnlyfið. Hér áður notaði ég
striknín í egg (striknín er efna-
samband og sé það notað í smáum
skömmtum er það örvandi en
banvænt í stórum skömmtum).
Ég fullyrði að ég varð aldrei var
við að ernir tækju eitruð egg. Á
vorin mun örnin lítið taka hræ svo
hættan er ekki fyrir hendi.
Þetta vandamál er auðvelt til
úrlausnar ef vilji er til þess.
Starfsmenn veiðistjóra gætu haft
eftirlit með því að rétt væri að
málum staðið. Annars er hér um
mál að ræða sem hefur fleiri hlið-
ar og á það má benda að hægt er
að nota fleiri efni og tæki til deyð-
ingar ef vilji fylgir hugmyndum.
Nú mætti ætla á þessum skrif-
um að ég væri í andstöðu við nátt-
úruverndarfólk yfirleitt eða það
við mig. Satt er það að ég er í
andstöðu við alla öfgahópa hvar
sem þeir finnast. Hvort sem þeir
eru innan náttúruverndarsamtaka
eða annarsstaðar. Ég hef alltaf
lagt á það ríka áherlsu að hafa
góða samvinnu við alla hagsmuna-
aðila.
Ég mun gera grein fyrir mínum
tillögum.
l.itEg vil að samvinna milli æðar-
bænda og Fuglaverndunarfélags-
ins byggist á jafnrétti. Bændur
eru ekki óhreinir. Við þá má tala.
Því miður köstuðu þéttbýlisöfga-
menn steini að bændum á síðasta
Náttúruverndarþingi. Þeir fundu
engan bónda hæfan í aðalstjórn
Náttúruverndarráðs, en að sjálf-
sögðu er ekki við Fuglaverndunar-
félagið að sakast í því máli.
Einnig er athyglisverð fram-
koma landbúnaðarráðherra gagn-
vart æðarbændum. Hann gengur í
berhögg við vilja stjórnar Búnað-
arfélags fslands um val á veiði-
stjóra. Hann hlustar ekki á bænd-
ur heldur. Hvers vegna er alltaf
verið að skrökva því að okkur
bændum að Búnaðarfélag íslands
sé fagstofnun bænda, þegar land-
búnaðarráðherra stjórnar því eins
og ráðuneyti sínu. Okkur dugar
einn ráðuneytisstjóri og það gæti
verið núverandi búnaðarmála-
stjóri. Það getur ekki talist sparn-
aður að hafa veiðistjóra sem ekki
kann að skjóta úr byssu. Hvernig
mundi það ganga ef sjávarlíffræð-
ingur væri gerður að skipstjóra á
skipi, ef hann þekkti ekkert til
verka?
2. Menntamálaráðuneytið verður
að koma fram með meiri sveigj-
anleika en það er þekkt fyrir síð-
ustu áratugina. Mjög takmarkað-
ur trúnaður ríkir á milli starfs-
manna ráðuneytisins, sem um
þessi mál fjalla og æðarbænda.
Bændur virða heldur ekki þá
kenningu sem kennd er við æðstu
menntastofnun landsins að æðar-
fuglinn sé meindýr.
3. Leitað verði nýrra ráða um
varðveislu arnarstofnsins og
stofnstærð verði þannig að ekki sé
hætt við að hann deyi út. Æðar-
rækt er atvinnuvegur og verði því
Námslánabaggi og launakjör
— eftirJönu
Pind
Nú er svo komið að fram-
haldsskólakerfið í landinu er lam-
að. Þorri kennara hefur sagt upp
störfum og gengið út úr skólunum.
Og af hverju? Jú, einfaldlega
vegna þess að launin eru of lág. í
umræðunni um laun kennara
heyrast þær raddir að launakröf-
urnar séu fáránlega háar, þeir fari
fram á kauphækkanir upp á
marga tugi prósenta. En því er nú
einu sinni þannig farið að laun eru
betur mæld í krónum en prósent-
um, og í samanburði við marga
aðra eru kennarar mjög illa laun-
aðir.
Ef ég tek dæmi af sjálfri mér þá
lauk ég stúdentsprófi árið 1974, og
BA-prófi árið 1979. Eftir það fór
ég í framhaldsnám til Danmerkur
og hef nýlokið cand.mag.-prófi í
dönsku. Sem menntaskólakennari
voru föst mánaðarlaun mín i
marsmánuði kr. 22.988. Á náms-
tíma minum hafði ég framfæri af
námslánum og um sfðastliðin ára-
mót skuldaði ég LfN kr. 859.414.
Samkvæmt launakönnun Hag-
„Það er óneitanlega
sárt til þess að vita að
eftir öll þessi ár á verð-
tryggðum námslánum
sé menntun einskis
metin ... “
stofu Islands voru mánaðarlaun
starfsfólks með stúdentspróf hjá
einkafyrirtækjum kr. 25.082 í maí
1984. Miðað við samningsbundnar
launahækkanir síðan svara þessi
laun til u.þ.b. 31.100 króna í dag. Á
þessum tölum má glöggt sjá
hversu lítið hið opinbera metur
menntun, a.m.k. til launa.
Það leikur enginn vafi á þvi að
fjárhagsstaða mín væri mun betri
nú ef ég hefði farið strax út á
vinnumarkaðinn að loknu stúd-
entsprófi. Hins vegar hefur
menntun mín veitt mér aukna víð-
sýni og þekkingu sem ég hefði ekki
viljað fara á mis við og hefur
þannig persónulegt gildi fyrir mig
sem ekki verður metið til fjár.
Þrátt fyrir það verður ekki fram
hjá því horft að sérhver einstakl-
ingur verður að hafa möguleika á
því að sjá sér og sínum farborða.
Ef hann getur það ekki hlýtur
sjálfsvirðing hans að bíða hnekki
og draga úr frumkvæði og áhuga í
starfi. Það er óneitanlega sárt til
þess að vita að eftir öll þessi ár á
verðtryggðum námslánum sé
menntunin einskis metin og leiði
jafnvel til þess að fólk lækki í
launum.
Launakönnun sú sem gerð var
að tilstuðlan BHM og launadeildar
fjármálaráðuneytisins sýndi fram
á greinilegan mun á launum
starfsfólks ríkis- og einkafyrir-
tækja í sambærilegum störfum.
Samkvæmt upplýsingum sem ný-
lega hafa birst í fréttabréfi Kjara-
rannsóknarnefndar má ætla að
þessi munur hafi enn aukist í maí
1984. Með hliðsjón af þessu er ekki
óeðlilegt að háar prósentur séu
nefndar í launakröfum háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna.
Þrátt fyrir að sýnt hafi verið
fram á þennan mun neitar fjár-
málaráðuneytið að viðurkenna
staðreyndir málsins, þó svo að
fulltrúar þess hafi verið þátttak-
endur í framkvæmd könnunarinn-
ar. Markmiðið með gerð hennar
var fyrst og fremst að afla gagna
um kjör háskólamenntaðra manna
hjá öðrum en ríkinu, þannig að
samningsaðilar gætu kynnt sér
niðurstöður eða lagt fram í Kjara-
dómi, yrði til hans leitað um úr-
skurð. En samt þráast fjármála-
ráðuneytið enn við og býður nú
síðast 5% launahækkun (!). Á
meðan geta unglingarnir fengið að
mæla göturnar og missa af því
skólastarfi sem þeir lögum sam-
kvæmt eiga rétt á.
Ungt fólk sem nú er að hugleiða
framtíð sína hlýtur að eiga rétt á
að vita hver menntastefna ís-
lenskra stjórnvalda er. Ljóst er af
framansögðu að menntamenn,
a.m.k. þeir sem starfa hjá ríkinu,
eru að verða hin nýja öreigastétt
landsins. Á sama tíma heyrast
raddir um það að efla beri mennt-
un þjóðarinnar og hugvit til nýsk-
öpunar í atvinnulífinu. Hvernig er
unnt að stefna að þessu þegar að-
búnaður þeirra, sem ætlað er að
vekja áhuga ungs fólks á menntun
og gildi hennar, er svo slæmur
sem raun ber vitni?
Jana Pind er kennari vid Mennta-
skólann rið Hamrablíð.
Sveinn Guðmundsson
„Ég vil að samvinna
milli æðarbænda og
Fuglaverndunarfélags-
ins byggist á jafnrétti.
Bændur eru ekki
óhreinir. Við þá má
tala.“
örnum viðhaldið í lágmarki á þeim
svæðum sem æðarvörp eru. Þetta
er því miður staðreynd sem hverj-
um hugsandi manni verður að
vera ljós.
4. Bændur verða að geta varið
vörp sín með eðlilegum hætti.
Breiðfirðingar hafa afsannað þá
kenningu að ekki sé til neins að
ráðast á mjög stóra stofna. Heild-
arfjöldinn verði nær sá sami.
Hvað skyldi geirfuglinn sálugi
segja um svona visku. Hér var
nefnilega mjög mikið um svartbak
fyrir nokkrum árum, en hefur
fækkað að miklum mun, vegna
þeirra aðgerða sem hægt hefur
verið að beita.
5. Hótanir ríkisvaldsins í garð
landseta sinna er fyrir neðan virð-
ingu venjulegra manna. Harka *
hefur sjaldan leitt af sér bætt sið-
gæði.
6. Ef Fuglaverndunarfélagið ætl-
ar sér að ná raunverulegum ár-
angri verður það að breyta um
stefnu og ná til bænda. Bændur
eru sjálfskipaðir húsbændur þess
lífríkis sem þeir ráða yfir. Bænd-
um hefur verið legið á hálsi fyrir
að fara illa með þetta lífríki. Á
það má benda að litil vitneskja var
um lífríki fyrr en á þessari öld.
Fuglaverndunarfélagið verður að
flétta sín stefnumál saman við
byggðasjónarmið.
7. Nú mun láta nærri að Breiða-
fjarðarsvæðið sé mettað af örnum,
þó gósenland sé. Æðarrækt er héj-
mikilvæg atvinnugrein, sem nú-
verandi bændum er trúað fyrir.
Stefna bænda og náttúruvernd-
armanna er að skila landinu betra
en þeir tóku við því.
8. Orninn er langlífisfugl og arn-
arvinir vita að þeim fjölgar ekki
mikið við Breiðafjörð úr þessu. Ég
legg það til að þegar næsta vor
verði gerðar ráðstafandir til þess
að flytja arnarunga á ný og ónýtt
svæði, vilji íbúar svæðanna fá þá í
lífríki sitt. Ég bendi á svæði þar
sem fýll er allsráðandi. Ég skora á
arnarvini að dreifa erninum sem
víðast um landið. Á þann hátt
verður unnt að bjarga arnarstofn-
inum, en fyrir alla muni hættið að
skamma bændur sem hafa metið
lífríkið það mikis að örninn hefur
fengið að lifa áfram.
Miðhúsum, 26. febrúar 1985.
Sveinn Guðmundsaon er kennari
og bóndi að Miðhúsum í Keykhóla
sreit.
RUNTAL OFNARNIR FRÁ ONA VEITA YLINN.
OFNASMÐJA NORÐURLANDS
FUNAHÖFÐA 17-v/ÁRTÚNSHÖFÐA
SÍMI 82477 - 82980 -110 REYKJAVÍK