Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 42

Morgunblaðið - 13.03.1985, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Veruleg aukning á dag- vistarrými hjá borginni Á myndinni sjást Ósk Ólafsdóttir, Elín Pálmadóttir, Sigríður Arnbjarnardóttir, Erna Hauksdóttir og Sigríður Ragna Sigurðardóttir. „og ég er bjartsýn á framhaldið,“ sagði Ingibjörg Rafnar á fundi hjá Hvöt, félagi Sjálfstæðiskvenna. „Samtals verður 46,7 milljónum króna varið til uppbyggingar dagvist- arheimila í borginni í ár, og er hlutur borgarinnar 39,6 milljónir. Þetta er tvöföldun á framlagi borgarinnar frá síðasta ári. Þrjú ný dagvistarheimili verða tekin í notkun á árinu: Hálsa- kot, Rofaborg og Grandaborg með samtals um 260 rýmum. Að auki verða framkvæmdir hafnar við tvö ný heimili, við Stangarholt og í Graf- arvogi,“ sagði Ingibjörg Rafnar borgarfulltrúi m.a. á fundi um dag- vistarmál, sem Hvöt, félag sjálfstæð- iskvenna í Reykjavík, gekkst fyrir á miðvikudag. „Þegar þau heimili sem lokið verður við á þessu ári verða komin i í notkun pláss á dagheimilum borgarinnar fyrir 1150 börn, sem er um 14% barna 0—6 ára í Reykavík, á leikskólum verða pláss fyrir 2265 börn, sem er um 40% barna 0—6 ára í borginni, og á skóladagheimilum verða pláss fyrir 238 börn eða 5% barna 6—9 ára. Við áramótin 1974/1975, þ.e. fyrir tíu árum, var pláss fyrir 25% barna 0—6 ára í dagvist á vegum Reykjavíkurborgar, en um síðustu áramót var hlutfallið 40% barna á þessum aldri. Fjölgun rýma á tímabilinu var 73% á dagheimil- um, 41% á leikskólum og 320% á skóladagheimilum. En við sem hér erum inni erum líklega sammála um að betur má ef duga skal,“ sagði Ingibjörg. „Hins vegar er ég ánægð með framlag borgarinnar til dagvistaruppbyggingar í ár og ég er bjartsýn á að framhaldið verði gott.“ Kostnaður dagvista —framlag borgar- innar hærra en í tíð vinstri meirihlutans „Þegar dagvistarmál eru rædd * er rétt að líta til þess hve mikið fjármagn fer til dagvistargeirans í heild, þ.e. til uppbyggingar og reksturs. Ef litið er á fjárhags- áætlanir áranna 1978—1985 kem- ur í ljós að fjárframlög borgarinn- ar til reksturs og stofnkostnaðar dagvistarheimila hafa hækkað úr því að nema 4,92% heildartekna borgarinnar 1978 í 7,22% á árinu 1985. Því hefur stundum verið haldið fram, að dagvistarmál njóti ekki skilnings núverandi meiri- hluta borgarstjórnar, en þessar tölur sýna með ótvíræðum hætti, að sú staðhæfing er alröng. Heild- arframlög til dagvistarmála voru á siðasta kjörtímabili hæst árið 1980 og námu þá 5,48% heildar- tekna borgarinnar, en árið 1985 munu heildarframlögin nema 7,22% heildartekna borgarinnar. Hlutdeild framlaga til dagvist- armála af heildartekjum borgar- innar hefur því aukist um 32% frá því sem hæst var á síðasta kjör- tímabili undir stjórn vinstri manna. í desember 1973 gerðu all- ir vinstri flokkarnir tillögu um að á hverju ári yrðu stofnuð dag- heimili fyrir 200—300 börn og leikskólar fyrir 300 til 350 börn, — samtals 500 til 600 rými. í des- • , ember 1977 gerði Alþýðubanda- lagið tillögu um að árlega skyldu tekin í notkun 240 rými til jafnað- ar næstu 8 árin. Fulltrúi alþýðu- bandalagsins i félagsmálaráði gerði svo tillögu um það í janúar 1978 að rými yrðu aukin um 600 á tveimur árum. Hverjar voru svo efndirnar eftir 4ra ára stjórnun á borginni? Vinstri meirihlutinn kom upp 604 rýmum á þessum tíma og eru þar innifalin í tölunni 108 rými á heimilum sem voru á byggingarstigi er þeir tóku við borginni," sagði Ingibjörg. Áherslan á leikskóla eða dagheimili? „I borgarstjórn er ekki ágrein- ingur um þörf fyrir dagvistarrými í borginni. Hins vegar er ágrein- ingur um hvort nýta skuli fjár- magnið til að byggja dagheimilis- rými eða leikskólarými. Minni- hlutinn leggur áherslu á dagheim- ilin, en meirihlutinn telur að á meðan langt er í land með að anna eftirspurninni eigi að leggja megináherslu á leikskólauppbygg- inguna, þó það sé vissulega nauð- synlegt að byggja jafnframt dag- heimili. Þau heimili sem tekin verða í notkun á þessu ári eru í æskiltgum farvegi, þ.e. í Hálsakoti verða tvær leikskóladeildir og skóladagheimilisdeild í Rofaborg í Árbæ og í Grandaborg á Eiðs- granda verða ein dagheimilisdeild og tvær leikskóladeildir. Ægis- borg er skipulögð með sama hætti. Nú eru þessar byggingar reistar með meiri sveigjanleika en áður. Þessi gerð býður t.d. uppá meiri möguleika, — 5 tíma og 6 tíma leikskóla og hægt er að breyta þeim deildum í dagheimili þegar menn telja það æskilegt. Þessi aukning á tímum leikskóla er mik- ilvægur þáttur, sem stefna ber að. í leikskólum nýtist hvert rými tveimur börnum yfir daginn. Þeg- ar takmarkað fjármagn er til ráðstöfunar, þarf að meta, hvernig besta nýting fæst á því og dæmið í þessu tilviki lítur svona út: Þrjú dagheimili með 6 dagheimilis- deildum kosta um 45 milljónir króna í uppbyggingu og þar fá 102 börn inni. Þrjú heimili með einni dagheimilisdeild og tveimur leikskóladeildum hver kosta iika um 45—46 m og skapa rými fyrir alls 267 bðrn. „Við í meirihlutan- um teljum að velja beri síðari kostinn, því við viljum veita sem flestum einhverja úrlausn í stað þess að veita fáum fulla úrlausn. Rekstrarkostnaður á hvert barn á dagheimili er talinn vera 8.500 til 9.000 krónur á mánuði og fyrir hvert barn á leikskólum borgar- innar 2.250 til 2.500 krónur. Við Sjálfstæðismenn höfum lagt áherslu á að auka beri fjölbreytni varðandi rekstraraðild að dagvist- arheimilum. Með styrkjum getur borgin örvað fleiri aðila til að taka sig til og hefja slíkan rekstur og þannig sparast borginni stofn- kostnaður. Minni ég hér m.a. á reglur um styrki til fyrirtækja og samtaka, sem samþykktar voru í borgarstjórn febrúar ’84, en því miður hafa slíkir aðilar enn ekki nýtt sér þetta tilboð. Þó væri auð- vitað æskilegt að fjölmennir vinnustaðir, þar sem ungt fólk er í vinnu, tækju sig til og veittu slíka þjónustu. Foreldrafélög hafa m.a. notið slíkra styrkja hjá borginni til reksturs dagvista," sagði Ingi- björg Rafnar í lok máls síns. Fjöldi fyrirspurna kom fram frá fundarmönnum. Um það m.a. að foreldrar tækju aukinn þátt í kostnaði af dvöl barna sinna á heimilum borgarinnar. Sagði Ingi- björg að á Norðurlöndum væri kostnaðarþátttaka foreldra u.þ.b. 10% yfir heildina. Kostnaðar- þátttaka foreldra væri í Reykjavík 23% á dagheimilum og um 55% á leikskólum. Dagvistargjöld hjá borginni væru lægri en víða hjá öðrum sveitarfélögum, t.d. á Ak- ureyri og í Kópavogi væru gjöldin allt að 10% hærri. Spurst var fyrir um gæsluvelli borgarinnar og dagmæðrakerfið. Sagði Ingibjörg að fyrirhugað væri af hálfu borg- arinnar að setja reglur um gerð verksamninga um daggæslu á einkaheimilum og var það staðfest á fundi borgarstjórnar á fimmtu- dag. Sagði Ingibjörg að slíkt kerfi gæti stuðlað að meiri stöðugleika í gæslu barna hjá dagmæðrum. Fjallað var um skóladagheimili og sagði Ingibjörg að æskilegt væri að þau yrðu í framtíðinni rekin inni í skólunum, svo sem fyrirhug- að væri í Grafarvogsskólanum og gert er í Austurbæjarskóla, Laug- arnes- og Breiðagerðisskóla. Kost- irnir væru þó þeir, að börnin þyrftu ekki að flytja sig í önnur hús til að sækja skóladagheimilin, auk þess að nokkuð hefði rýmkast um í eldri skólum borgarinnar. Fjallað var um starfsmanna- hald við dagvistarstofnanirnar og sagði Ingibjörg að rétt væri að erfitt hefði reynst að manna heimilin síðustu misserin, bæði í stöður forstöðumanna, fóstra og Sóknarkvenna. Ástæða þess væri m.a. að betri laun byðust hjá einkageiranum en hjá borginni. Ljóst væri að ekki væri hægt að taka einn hóp út meðal starfs- manna borgarinnar og hækka við hann launin. Meðal hugmynda sem fram komu og Ingibjörg tók sérstaklega undir að væru íhugun- arverðar, var hvort ömmur eða aðrir, sem gætu tekið slíkt að sér, væru ekki æskilegur kostur til að samveru með börnum á dagvist- arheimilum, t.d. til að lesa fyrir þau bækur. Sagði Ingibjörg að þessi hugmynd hefði fengið mis- munandi góðar viðtökur m.a. með- al fóstra. Rætt var um hvort ekki væri stefnt að því að koma upp inniaðstöðu fyrir börn á gæslu- völlum borgarinnar. Sagði Ingi- björg að vert væri að velta því fyrir sér, en kostnaður við slík hús væri mikill og hefði verið talið eðlilegt að verja fé fyrst og fremst til uppbyggingar dagvistarstofn- ana. { janúar sl. voru 535 börn á biðlista eftir dagheimilisvistun og 1.120 börn eftir leikskólavist hjá borginni. Leikur í öskutunnu Leiklíst Jóhann Hjálmarsson Leikklúbburinn Jörmungandur: NAKINN MAÐUR OG ANNAR í KJÓLFÖTUM cftir Dario Fo. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Aðstoðarleikstjóri: Lovísa Vattnes. I>eikmynd: Jón Árnason, Óskar Guð- mundsson og Tindur Hafsteinsson. Lýsing: Hreiðar Júlíusson og Magn- ús Svavarsson. Hljóðfæraleikarar: Ólafur Elíasson, Gylfi Guðnason, Valdimar Óskars- son, Matthías Már Davíðsson og Bergur Helgason. Einþáttungurinn Nakinn maður og annar í kjólfötum er frá hinum góðu og glöðu dögum Darios Fo þegar hann var að slá í gegn út um allt, náði fótfestu í Svíþjóð og kom hingað eftir sænsk-íslenskum leið- um eins og svo margt í erlendri leiklist. I Nakinn maður og annar í kjólfötum er Dario Fo leitandi, hann tekur mið af þöglu kvik- myndunum, absúrdleikritun og Bertolt Brecht í söngatriðum. Það er dálitið af Túskildingsóperu í Nakinn maður og annar í kjólföt- um. Einþáttungurinn er að efni til skopgerð mynd af undirheimalífi. Hann breytist fljótt í algeran skrípaleik með þjóðfélagslegu ívafi, ádeilu á í senn skúrka og heldri borgara. En eins og svo oft hjá Fo hverfur vandlætingin í skugga grínsins og á sviðinu ríkir kátína fyrst og fremst. Orðræður eru hnitmiðaðar og fyndnar, en leikarar þurfa líka að sýna tilþrif í beitingu líkamans. Hið unga fólk úr Garðabæ nýtur leikstjórnar Valgeirs Skagfjörðs og stendur sig nokkuð vel eftir að ■ stæðum. En það nær vissulega ekki þeim tökum á verki Fo sem æskileg eru, enda varla á færi nema atvinnuleikara og jafnvel þeim bregst oft bogalistin í glím- unni við furðufuglinn italska. Engu að síður er hér á ferðinni lagleg skólasýning, fjörmikil og lifandi á köflum. Götusóparar þeirra Þórhalls l i I í y i i j f n (f§ \ > f- O ( É J ftifMíÍ U___L G Ff? i i Gunnarssonar og Magnúsar Más gjalda þess hve raddbeiting Magnússonar eru sniðugir kallar áhugaleikaranna er ófullkomin. sem komast bærilega til skila, en En báðir eiga þeir til nauðsynlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.