Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 62

Morgunblaðið - 13.03.1985, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1985 Merkur áfangi hjá Þorleifi ÞORLEIFUR Ananíasson, hand- knattleiksmaður í KA á Akureyri, nœr þeim merka áfanga í kvöld að leika sinn 500. leik í meistara- flokki. Sérstakur leikur var settur á honum til heiöurs og hefst hann kl. 20 í kvöld í íþróttahöllinni á Akureyri og þar mætast lið KA og íslandsmeistarar FH. Þorleifur sagðist í samtali viö Morgunblaöið í gær vera á sinu 21. ári í meistaraflokki. „Viö höfum veriö aö skjóta á hvaö ég hafi gert mörg mörk í gegnum árin — ég veit þaö nú ekki nákvæmlega, en ætli þau séu ekki í kringum 3.000 i allt,“ sagöi hann. Þorleifur, sem er aö veröa 36 ára, hóf aö leika meö meistara- flokki KA áriö 1964 aö eigin sögn. Hann hefur sem sagt staöiö lengi í eldlínunni — ekki þó svo lengi aö hann varö aö svara því neitandi hvort hann heföi leikiö með feörum einhverra þeirra drengja er væru í liðinu meö honum í dag. Feðrum, já. En ... „Þaö er ungur mark- vöröur hjá okkur, Bergur Pálsson aö nafni. Ég var meö móður hans í bekk i skóla í gamla daga!“ sagöi Þorteifur. Herlegheitin hefjast í kvöld meö því aö Lúörasveit Akureyrar leikur kl. 19.30 og leikurinn hefst síöan kl. 20 eins og áöur sagöi. FH-ingar veröa meö alla sína sterkustu menn — en Þorleifur vildi aö þaö kæmi fram aö Geir Hallsteinsson, sá margreyndi landsliöskappi, yröi ekki meö liði KA í kvöld eins og til stóð. Af óviöráöanlegum ástæöum getur hann ekki veriö meö. Lárus gerði sigurmarkið — kom Uerdingen áfram í bikarnum Liðið sigraði Werder Bremen í gær Frá Jóhanni Inga Gunnaraayni, fréttamanni Morgunbiaóaina í Vaatur-Þýakalandi. LÁRUS Guðmundsson var hetja Bayer Uerdingen í gærkvöldi er liðið sigraöi Werder Bremen 2:1 á heimavelli sínum í 8 liða úr- slitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Lárus skoraði sig- urmark liðs síns á 57. mín. leiksins og tryggði því þar með sæti í undanúrslitunum. Áhorfendur á leiknum í gær- kvöldi voru 16.000 og hvöttu þeir Uerdingen dyggilega. Liöið byrj- aöi betur í leiknum, sótti vel framan af en leikmenn liösins gáfu eftir þegar liöa tók á hálf- leikinn og þá skoraöi Bremen mark sitt. Siðari hálfleikinn hófu Lárus og félagar meö miklum látum. Sóttu mikiö aö marki andstæö- inga sinna en virkuöu þó óörugg- ir þegar máli skipti. Virtust ekki geta sætt sig viö aö vera marki undir. Jöfnunarmarkiö kom svo á 47. mín. Landsliösmaöurinn Herget skoraöi þá meö glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Fann glufu i vörn Brem- en og skoraði. Lárus geröi síðan sigurmarkiö á 53. mín. Há sending var gefin inn í vítateiginn, Lárus náöi knettinum og skaut aö marki úr þröngu færi. Varnarmaöur komst hins vegar á milli og virtist hafa knöttinn, en Lárusi tókst hiö ótrúlega — liggjandi á vellinum náöi hann aö sparka í knöttinn — óverjandi fyrir Burdenski, hinn frábæra markvörö Bremen. Sig- urinn þar meö í höfn og Uerding- en komiö í fjögurra liöa úrslitin. Sigurinn í gær var geysilega mikilvægur og hefur mikiö sál- rænt gildi fyrir leikmenn Uerding- en. Liöið vann þarna annan sigur sinn á Bremen á heimavelli á stuttum tíma. Lárus og félagar unnu Bremen einnig í deildinni fyrir skömmu á sama staö. Uerd- ingen er sterkasta heimalið í Þýskalandi í vetur — hefur unniö níu heimaleiki í deildinni, meira en nokkurt annaö liö. Tveir leikir voru í 1. deildar- keppninni, Kaiserslautern og Mannheim geröu jafntefli 1:1 og Schalke sigraöi Leverkusen 4:2 á heimavelli. • Lárus Guðmundsson sést hér á fullri ferð í leik með Uerd- ingen. Hann lék mjög vel í gær, var ógnandi við mark Bremen allan tímann og vann vel. Hann skoraði síöan sigurmark Uerd- íngen og kom liðinu þar með í fjögurra liða úrslitin. Hann var því hetjan í Uerdingen í gær- kvöidi og áhorfendur sungu honum og öðrum leikmönnum til heíöurs: „Uerdingen veröur bikarmeistari. „... hetjur liösins voru Mar- wood og stór, Ijóshæður íslend- ingur, hinn 18 ára gamli Sigurö- ur Jónsson (Siggi Johnson), sem átti prýðis byrjun ... Mikill fundur, þessi drengur,** segir breska blaðiö Sunday People um Sigurð Jónsson — í umsögn um leik Leicester og Sheffield Wednesday á laugardag. Eins og viö sögöum frá í gær lék Sigurður sinn fyrsta leik í aö- alliöi Wednesday i 1:3-tapinu í Leicester og þótti standa sig mjög vel. Fékk hann t.d. 7 í ein- kunn hjá Sunday People. Mar- wood var hæstur i liöinu meö 8 en ásamt Siguröi var Gary Shelt- on, sem lék á miöjunni, meö Sig- uröi, fékk einnig einkunnina 7. Hæst er gefiö 10. Meöfylgjandi úrklippur eru úr Sunday People. Siguröur kom inn í liöiö á laug- ardag fyrir Andy Blair sem er meiddur. Siguröur hefur aöeins veriö hjá Wednesday síöan skömmu fyrir áramót og kemur þaö nokkuö á óvart hve snemma hann kemst í aöalliö félagsins þar sem því hefur gengiö mjög vel aö undanförnu. Þaö sýnir þó meira en margt annaö getu Sig- uröar á knattspyrnuvellinum. WEDNESDAY: Hodge 6 -1 | Shirtliff 6, Smith 6, Lyons 0, Madden 5. Worthington 6 — [Johnson 7. Shelton 7—♦MAR- IWOOD h Chapman 6. Varad* 6. Reí.: 1« Borrett <8uffo'H> AP/Símamynd Á leið í undanúrslitin ... STÓRLIÐIN Manchester United og Liverpool mætast í undanúr- slitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, eins og við sögðum frá í gær og í hinum undanúrslita- leiknum leika sigurvegararnir úr viðureign Luton og Millwall ann- ars vegar og Everton-lpswich hins vegar. United og Liverpooi hafa í gegn- um árin háö marga hildi á knatt- spyrnuvellinum. Ein þeirra var ein- mitt í þessari sömu keppm áriö 1977, þá í úrslitunum á Wembley- leikvanginum í Lundúnum, og sigr- aöi United þá meö tveimur mörk- um gegn einu. Síöan hefur United leikiö í úrslitum keppninnar tviveg- is — fyrst gegn Arsenal 1979 er Arsenal sigraöi 3:2 og siöan 1983 gegn Brighton. Þá vann United bikarinn — liöin skildu jöfn i fyrri leiknum 2:2, en síöan sigraöi Unit- eo örugglega. 4:0, í aukaurslitaleik Uniteo komst i undanurslitin á laugardag meö 4:2-sigri ó West Ham á Old Trafford i Manchester: stórskemmtilegum og frábærum leik. Norman Whiteside skoraöi þrjú mörk fyrir United í leiknum og Mark Hughes — og á myndinni aö ofan er Hughes einmitt í þann veg- inn aö skora fyrsta mark leiksins. Steve Walford nær ekki aö komast i veg fyrir skotiö Enski landsliös- maöurinn Alvin Martin er aftan viö Hughes. Liverpoo' sigraöi Barnsley um helgina 4:0 og komsi þar meö í undanúrslitin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.