Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 3 Veikt kall heyrðist í Gnúpverjahreppi Talstöðin náði ekki til byggða: Morgun blaöið/ Júlíus Komið af fjalli, Sigurjón Hannesson fremstur. yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, í samtali við blaðamann Mbl. í gær. „Þeir höfðu hitt Selfyssing, sem hafði hitt þetta fólk í skálanum í Hrafntinnuskeri um sexleytið á laugardagskvöldið. Þá var allt í góðu lagi — en það var jafnframt Ijóst, að það hafði gert vitlaust veður á fjallinu eftir hádegi á sunnudag," sagði Valgeir. Rúmum tveimur tímum eftir að kallið barst frá Hafnarfirði lögðu tveir lögreglumenn á fjallabíl upp frá Hvolsvelli. Þeir fundu bíla ferðafólksins fljótlega á Dóma- dalsleið í Sölvahrauni og þá voru kallaðar út björgunarsveitir frá Hvolsvelli og Hellu, vaskir menn á vélsleðum. Um svipað leyti fór flugvél í loftið frá Hellu með tvo björgunarsveitarmenn um borð og gerðar voru ráðstafanir til að þyrlur frá Reykjavík tækju þátt í leitinni. Um það leyti sem bóndasonur- inn á Sandlæk heyrði kall ferða- fólksins voru tíu björgunarsveit- armenn að leggja upp á vélsleðum frá Selfossi og verið var að undir- búa frekara leitarflug frá Reykja- vík og Vík. — í sama mund og björgunarmenn frá Hellu fundu ferðalangana tólf Morgunblaðið/RAX Ferðalanganir á fjallinu þegar þeir fundust um hádegisbil í gær. ÍONUR bóndans á Sandlæk í Gnúpverjahreppi sat við farstöðina sína þar leima laust fyrir kl. 13 í gær þegar hann heyrði skyndilega veikt kall. Það iom fri vélsleðafólkinu, sem tugir manna höfðu leitað að síðan eldsnemma im morguninn úr lofti og i liði. Skilaboðin voru þau, að allir væru heilir á lúfi í skila Ferðafélags lslands í Hrafntinnuskeri og að þau væru að búa sig il heimfarar. Við þessi tíðindi létti mönnum nikið í stjórnstöð leitarinnar á ögreglustöðinni á Hvolsvelli. Dangað bárust boð um hálfþrjú í yrrinótt frá lögreglunni í Hafn- irfirði, sem hafði fengið tilkynn- ngu frá áhyggjufullum aðstand- mdum um að fólkið hefði eKki ikilað sér á tilsettum tíma. „Ég fór strax að leita frekari ipplýsinga og hafði tal af björg- inarsveitarmönnum á Hellu, sem löfðu verið á svæðinu á laugar- lag,“ sagði Valgeir Guðmundsson, Morgunbladið/Július Ingólfur Guðlaugsson og kona hans, Margrét Ægisdóttir. Ingólfur varð viðskila við hópinn i kófinu. Þorsteinn Pálsson um húsnæðismálin: „Miða að því að yarðveita sjálfs- eignarkerfiðu „I meginatriðum er þarna um að ræða hugmyndir sem miða að því að “ breyta húsnæðiskerfinu í verulegum atriðum, fyrst og fremst i þann veg að nýta fjirmagnið meir í þigu þeirra sem eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn og draga úr þeim mikla mun sem nú er i lánum til kaupa i notuðum íbúðum og til ný- hygginga," sagði Þorsteinn Pilsson, formaður Sjilfstæðisflokksins, í sam- tali við Morgunblaðið um þær tillögur í húsnæðismilum, sem nú eru til um- ræðu í þingflokknum. „Á þingflokksfundinum var lögð fram skýrsla um stöðu þessara mála með ákveðnum tillögum um breytingar á húsnæðiskerfinu. Þessi skýrsla er unnin af sérstökum starfshópi, sem ég kom á fót í lok febrúar og lauk sinu starfi í morg- un. Við lukum ekki umræðu um þetta en stefnum að þvi að gera það á miðvikudag, þannig að ekki er hægt að greina frá niðurstöðum nema í meginatriðum," sagði Þor- steinn. „Þetta er grundvallarbreyting á kerfinu sjálfu og miðar að því að varðveita sjálfseignarstefnuna og auðvelda fólki að hefjast handa um að koma sér þaki yfir höfuðið. Hinn þáttur málsins lýtur að þeim vanda sem menn eru að glíma við nú vegna þess mikla misgengis sem skapaðist vegna óðaverðbólgunn- ar.“ Þorsteinn sagði að bæði væri um að ræða tillögur um að nýta það fjármagn betur sem fyrir er í hús- næðislánakerfinu, og tillögur um að auka það fjármagn. Alþjóðlega skákmótið á Húsavík: Staðan óljós vegna fjölda biðskáka STADAN er mjög óljós á alþjóólega skákmótinu á Húsavík vegna fjölda biöskáka, en einungis tókst að Ijúka tveimur skákum í fjórðu umferð sem fram fér í gær. Helgi Óiafsson vann Pálma Pét- ursson og Norðmaðurinn Helmers og Bandaríkjamaðurinn Lomb- ardy gerðu jafntefli. Hinar skák- irnar fóru í bið og átti að tefla þær áfram klukkan 11 í gærkveldi. Sjá frásögn af fyrstu þremur umferðunum á bls. 58. Fjögurra vélsleða- manna saknað nyrðra Akureyri, 18. mare. í GÆRKVÖLDi var saknað 4ra mannaferða. Þrír vélsleðamenn vélsleðamanna af Árskógsströnd og frá Dalvík, sem farið höfðu fram á fjöll á laugardagsmorgun og lagt upp frá Öxnadalsheiði um svonefndar Kaldbaksdal. Förinni mun hafa verið heitið í skálann við Laugarfell. Þegar þeir skiluðu sér ekki til byggða á tilsettum tíma, var far- ið að svipast um eftir þeim. Flugvél flaug fram að Laugarfelli í morgun, en var ekki vör neinna Edvald B. Malmquist látinn EDVALD B. Malmquist, yfirmats- maður garðávaxta, lést í sjúkrahúsi sunnudaginn 17. mars sl. á 67. ald- ursári. Edvald hafði átt við erfiðan sjúkdóm að stríða í rúmt ár. Edvald B. Malmquist fæddist á Reyðarfirði 24. febrúar 1919. Hann stundaði búfræðikandidats- nám í Noregi á árunum 1937—40. Eftir heimkomuna gerðist hann ráðunautur Búnaðarsambands Austurlands til 1943, en næstu 3 árin var hann ráðunautur Búnað- arsambands Eyjafjarðar og garð- yrkjuráðunautur Akureyrar. Á ár- inu 1947 réðst Edvald til Reykja- víkurborgar og var ræktunarráðu- nautur borgarinnar, auk þess sem hann hafði með stofnun Skóla- garða Reykjavíkur að gera og stjórnun Vinnuskóla Reykjavíkur. Á árunum 1957—59 gerðist hann garðyrkjubóndi í Biskupstungum, en réðst svo sölumaður til Grænmetisverslunar landbúnað- arins frá 1959 til 1962, er hann varð yfirmatsmaður garðávaxta lögðu upp í leit eftir hádegið í dag og um nónbil voru hjálparsveit skáta og flugbjörgunarsveit Ak- ureyrar kallaðar út til leitar. Þær voru rétt ófarnar af stað, þegar boð komu um það að mennirnir fjórir væru komnir til byggða í Öxnárdal, heilir á húfi. Þeir höfðu hreppt storm og skafrenn- ing og búið um sig í snjóhúsi í nótt. Að öðru leyti hafði ekki væst um þá. Sv.P. Edvald B. Malmquist og gegndi því starfi upp frá því. Edvald lagði mikið til félags- mála, var um árabil formaður og í stjórn Garðyrkjufélags íslands, formaður og í stjórn Landssam- bands blandaðra karlakóra, for- maður og í stjórn Jarðræktarfé- lags Reykjavíkur og leysti af hendi ýmis önnur trúnaðarstörf. Eftirlifandi eiginkona Edvalds er Ásta Th. Malmquist. Hringdu f 33272 og tjn en varir ertn kominn í sælkeraheim Vcitingahallarinnar og Hallagarðsins fyrir hreintalmúgaverð. Veitingar fyrir 10-70 manna hópa í glæsilegum salarkynnum Veitingahall- arinnarÉB^ Veitingahöllin og Hallargaröurinn bjóöa smærri hópum upp á glæsilega aöstööu og konunglegan viöur- gjörning á vægu veröi. Við bjóöum aöstööu til hádegis- eöa kvöld- veröafunda svo og veisluhalda fyrir 10—70 manns. Komiö og skoöið aöstööu okkar i hjarta borgarinnar og kynnist gæðum og veröi veitinganna. í Húsi verslunarinnar viö K ringlumýra rbraut

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.