Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
GRETA
GARBO
Það er fátt notalegra en sitja í
kyrrð kvöldsins og hlusta á
útvarpsleikrit. Þú kemur þér vel
fyrir í útvarpsstólnum, kaffið
nýbrennt og ilmandi og hinir bet-
ur stæðu hafa máski dregið silfur-
pappírinn af Mozartkonfektinu, en
húsbyggjendur og aðrir dauðlegir
verða að láta sér nægja að flysja
vaxpappírinn utanaf holtakexinu,
og viti menn, óháð verðbólgustigi
lyftist töfrastóllinn þinn á öldum
ljósvakans inni litla notalega íbúð.
Það sést út á Tjörnina á milli hús-
anna hérna á móti ... segir hún
Ása skriftan í nýja fimmtudags-
leikritinu hans Andrésar Indriða-
sonar.
„Fáðu þér sæti, góði. Sestu í
þennan góða stól þarna." Og þar
með hefir undrið gerst. Þú ert ekki
lengur i útvarpsstólnum heima
hjá þér heldur boðinn velkominn
inní stofu til hennar Soffíu gömlu
og þar kynnistu ekki bara þessari
indælu gömlu konu, heldur og
kettinum hennar henni Gretu
Garbó er Ketill Larsen leikur og
svo náttúrulega skriftunni Ásu,
sem er hér í vettvangskönnun ...
„eins og það heitir," segir Ása þeg-
ar Soffía gamla furðar sig á starfa
stúlkunnar og tilburðum Gutt-
orms kvikmyndaleikstjóra er
náttúrulega fylgir skriftunni sinni
vopnaður ljósmyndavél: Ég er
nokkurs konar ritari hjá leikstjór-
anum, eiginlega. Merki tökurnar
... skrifa niður athugasemdir
hans ... hugmyndir og þannig
sem ég minni hann svo á ... segir
Ása til frekari skýringar á þessum
undarlega starfa sínum, en einsog
lesandann máski grunar ætlar
Guttormur kvikmyndaleikstjóri
máski að filma i íbúðinni hennar
Soffíu gömlu. Rétt til getið lesend-
ur góðir en gallinn er bara sá að
Ása hefir vart undan að rita niður
nýjar og nýjar hugmyndir, er fæð-
ast við hvert skref hjá Guttormi.
Þannig er kisinn hennar Soffíu,
hún Gréta Garbó, skyndilega orð-
inn aðalpersónan í handriti nýrrar
myndar Guttorms.
Nœstum í mark
Vafalaust ætlar Andrés Ind-
riðason höfundur nýjasta fimmtu-
dagsleikritsins, „Gréta Garbo fær
hlutverk“, sér að fletta ofan af
stælum ungu kvikmyndaleik-
stjóranna, þá hann lætur Guttorm
fá hverja furðuhugmyndina á fæt-
ur annarri í ibúð Soffíu gömlu,
uns að lokum er úti um hið upp-
haflega kvikmyndahandrit er rak
hann á vettvang og þar með
dúfnaher er ónefndur maður hafði
i marga mánuði tamið fyrir kvik-
myndaleikstjórann, en þess í stað
er kominn til sögunnar hinn aldni
köttur Gréta Garbo, sem náttúru-
lega á að leika hér ógnvald sam-
kvæmt formúlu Poe. Gegn rudda-
mennsku og fagmannsstælum
Guttorms leikstjóra stefnir Andr-
és svo litillátu og ljúfu aldamóta-
barni og manneskjulegri stelpu-
skjátu er á allt sitt undir því að
krassa hugmyndir hins árásar-
gjarna leikstjóra á blað um leið og
þær koma fyrir myndauga „sénís-
ins“.
Lokaorð
Ég held að Andrési Indriðasyni
hafi tekist bara þokkalega að
fletta ofan af Guttormi leikstjóra,
með fyrrgreindum vinnuhætti, þó
stundum hafi nú gamla konan ver-
ið dregin dálítið einföldum drátt-
um og sömuleiðis skriftan, en
Guttormur í meðförum Égils
ólafssonar situr enn í „útvarps-
stólnum" mínum ljóslifandi.
Kannski hefir Egill haft nærtæka
fyrirmynd að styðjast við, þá hann
dró upp mynd þessa atkvæðamikla
leikstjóra, er greinilega hefir vak-
ið öfund í brjósti ónefndra kollega.
Ólafur M.
Jóhannesson
■■■■ Fjórði þáttur-
0040 inn um skyndi-
— hjálp er á
dagskrá sjónvarps í kvöld
og fjallar hann um lost.
Fjallað verður hvað valdi
losti, hvaða vörnum við
getum komið við gegn yf-
irvofandi losti og hvernig
við róum hinn slasaða.
í bókinni Skyndihjálp
eftir Uffe Kirk, sem Rauði
A
B
Skyndihjálp
kross íslands gaf út 1978,
segir m.a. um lost (sjá
mynd): A. Þessi geymir
táknar blóðrás líkamans,
rýmið, sem hjarta, slag-
æðar, háræðar og bláæðar
mynda. B. Venjulega er
blóð í öllu æðakerfinu,
geymirinn er fullur, vegg-
irnir eru þandir og þrýst-
ingur á blóðrásarkerfinu.
C. Við lost er blóðmagn-
ið í hringrásinni of lítið í
samanburði við blóðrás-
arrýmið, blóðið í geymin-
um verður of lítið. Þetta
getur átt sér stað með
tvennu móti.C-1. Geymir-
inn heldur stærð sinni, en
- fjallað um lost
blóðmagnið minnkar.
Þetta á sér stað þegar
áverki orsakar mikla
blæðingu (það kemur gat
á tankinn), eða þegar
blóðvatn síast út, svo sem
við mikinn bruna (geym-
irinn verður óþéttur). 02.
Blóömagnið helst óbreytt,
en kassinn stækkar. Þetta
á sér stað í meira eða
minna mæli þegar lost er
yfirvofandi, þar eð háræð-
arnar í sumum hlutum
líkamans (vöðvum og
kviðarholi) lamast og
víkka. ótti og sársauki
geta hér einnig verið vald-
andi og haft þau áhrif, að
æðakerfið stækkar ennþá
meira. Sum eiturefni
valda einnig víkkun á
æðakerfinu.
D. Blóðgeymirinn í
manninum hefur stút að
ofan, höfuð með heilan-
um. Ef maður með lost er
uppréttur, nær blóðið ekki
til höfuðsins sökum þessa
að þrýstingurinn hefur
minnkað í æðakerfinu.
Heilinn fær því ekki
nægilegt súrefni. Slíkt
ástand er lífshættulegt. E.
Rétt skyndihjálp handa
manni með lost er fólgin í
því að leggja geyminn, þ.e.
líkamann, útaf, þannig að
höfuðið sé lægst. Með því
móti eru mestar horfur á,
að heilinn fái nægilegt
blóð og þá jafnframt súr-
efni.
D
Hallmar Sigurðsson leik-
stýrir.
Landið gullna Elidor
- 9. og síðasti þáttur
m í kvöld kl. 20.00
00 verður fluttur
““ níundi og síð-
asti þáttur framhalds-
leikritsins „Landið gullna
Elidor" eftir Alan Garner
i útvarpsleikgerð Maj
Samzelius. Þýðinguna
gerði Sverrir Hólmarsson.
Þessi þáttur nefnist
„Söngur Findhorns".
{ áttunda þætti komust
krakkarnir í raun um að
skuggamennirnir frá Eli-
dor voru á næstu grösum
og biðu færist að ná
dýrgripum Elidor. Þau
ákváðu að grafa dýrgrip-
ina upp og hafa þá inni í
húsinu þangað til þau
fyndu annan stað fyrir þá.
Um kvöldið, þegar for-
eldrar þeirra höfðu farið
að heiman, reyndu menn-
irnir að brjótast inn í hús-
ið. Krakkarnir ákváðu að
forða sér með dýrgripina
niður í borgina og flakka
um hana til þess að menn-
irnir næðu þeim ekki. En
allt í einu voru þau komin
á gamlar slóðir í nágrenni
við Fimmtudagsgötu þar
sem allt hið dularfulla
hafði byrjað.
Leikendur í níunda
þætti eru: Viðar Eggerts-
son, Emil Gunnar Guð-
mundsson, Kjartan Bjarg-
mundsson, Kristján
Franklín Magnús, Sólveig
Pálsdóttir og Bjarni Ingv-
arsson.
Tæknimenn eru Vigfús
Ingvarsson og Áslaug
Sturlaugsdóttir. Tónlist
samdi Lárus Grímsson,
leikstjóri er Hallmar Sig-
urðsson.
Lárus Grímsson samdi tón-
listina.
ÚTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
19. mars
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
A virkum degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Valdimars Gunnars-
sonar frá kvöldinu áöur.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15
Veöurfregnir.
Morgunorð: — Bryndls Vlg-
lundsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Agnarögn" eftir Pál H.
Jónsson. Flytjendur: Páll H.
Jónsson, Heimir Pálsson og
Hildur Heimisdóttir (10).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. 9.45 Þing-
fréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
10.45 .Man ég þaö sem löngu
leið“. Ragnheiður Víggós-
dóttir sér um þáttinn.
11.15 Viö Pollinn. Umsjón: Ingi-
mar Eydal. (RÚVAK.)
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12JtO Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13.20 Barnagaman. Umsjón:
Sólveig Pálsdóttir.
13.30 Söngleikja- og kvik-
myndatónlist.
14.00 .Blessuö skepnan" eftir
James Herriot. Bryndis Vlg-
lundsdóttir les þýðingu sina
(29).
14.30 Miðdegistónleikar. Erwin
Laszlo leikur planólög eftir
Jean Sibelius.
14.45 Upptaktur. — Guð-
mundur Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Slödegistónleikar.
a. Sinfónla nr. 2 I a-moll op.
55 eftir Camille Saint-Saéns.
Sinfóniuhljómsveit franska
útvarpsins leikur; Jean Mart-
inon stjórnar.
b. .Romeó og Júlla", ball-
ettsvlta nr. 1 eftir Sergej
Prokofjeff. .National"-sin-
fónluhljómsveitin I Washingt-
on leikur; Mstislav Rostropo-
vitsj stjórnar.
17.10 Slðdegisútvarp.
19.25 Svlfum seglum þöndum
— fyrri hluti.
Heimildarmynd um norska
fjölskyldu sem sigldi kringum
jörðina á skútunni sinni.
Feröin tók alls fimm ár þvl aö
vlöa var staldrað viö.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið.)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
18.00 Fréttir á ensku.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Siguröur G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Landið gullna Elidor" eftir
Alan Garner. 9. og slöasti
þáttur: Syngdu Findhorn. Út-
varpsleikgerö: Maj Samzeli-
us. Þýöandi: Sverrir Hólm-
arsson. Leikstjóri: Hallmar
Sigurösson. Tónlist: Lárus
Grlmsson. Leikendur: Viöar
Eggertsson, Emil Gunnar
Guðmundsson, Kjartan
Bjargmundsson, Kristján
Franklln Magnús, Sólveig
ÞRIÐJUDAGUR
19. mars
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Skyridihjálp.
Fjóröi þáttur. Lost.
Umsjónarmenn: Ómar Friö-
þjófsson og Halldór Pálsson.
20.45 Heilsað upp á fólk.
10. Guölaug Siguröardóttir.
Rafn Jónsson ræðir viö Guö-
laugu Sigurðardóttur á út-
nyrðingsstððum I Valla-
hreppi á Fljótsdalshéraði. Tal
þeirra snýst m.a. um
fræöslumál en Guölaug var
lengi farkennari á Héraöi.
Pálsdóttir og Bjarni Ingvars-
son.
20.30 I framvaröasveit. Guörún
Guölaugsdóttir ræöir við
Gunnar Guðbjartsson. Þrlðji
þáttur.
21.05 Tónllst eftir Jórunni Viö-
ar.
a. Hugleiöingar um fimm
gamlar stemmur.
b. Fjórtán tilbrlgði um Is-
lenskt þjóðlag. Höfundurinn
leikur á pfanó.
21.30 Útvarpssagan: „Folda"
eftir Thor Vilhjámsson.
Höfundur les (5).
22.00 Lestur Passlusálma (38).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.35 Frá tónlistarhátlðinni (
21.20 Derrick.
10. Dr. Römer og maður árs-
ins.
Þýskur sakamálamynda-
flokkur (sextán þáttum.
Aöalhlutverk: Horst Tappert
og Fritz Wepper.
Þýöandi Veturliöi Guönason.
22.20 Kastljós.
Þáttur um erlend málefni.
Umsjónarmaöur Ogmundur
Jónasson.
22.50 Fréttir I dagskrárlok.
Salzburg sl. sumar.
Einleikarasveitin I Vlnarborg
leikur. Einleikari og stjórn-
andi: James Levine.
a. Planókonsert nr. 12 I
A-dúr K. 414 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart.
b. Strengjakvartett I cls-moll
op. 131 eftir Ludwig van
Beethoven.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
19. mars
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
14.00—15.00 Vagg og velta
Stjórnandi: Glsli Sveinn
Loftsson.
15.00—16.00 Með slnu lagi
Lög leikin af islenskum
hljómplötum.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Þjóölagaþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
17.00—18.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eövarð Ingólfs-
son.
SJÓNVARP