Morgunblaðið - 19.03.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.03.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 19. MARZ 1985 Árekstur 9 bfla á Hellisheiði: Bíll var þversum fyrir framan og tveir komu inn í hvora hlið segir ökumaður sem lenti í miðri kösinni Morgunblaðið/Kristinn Ölafsson Erfitt var um vik ad greiða úr öngþveitinu enda blindbyiur og stormur. Talsverðar skemmdir urðu á bflunum og hér er búið að koma tveimur þeirra út í vegarkantinn. Bílarnir beinlínis fuku niður brekkuna segir Jóhann Óli Guðmundsson, sem tókst að forðast árekstur á síðustu stundu „ALLT í einu sá ég bfl fyrir framan mig, alveg þversum og lenti á hon- um. Skömmu síðar kom bfll vinstra megin á mig og rétt á eftir kom ann- ar í hliðina á mér hsgra megin,“ sagði Hermann Pétursson, einn öku- manna, sem lenti í árekstri 9 bfla á Hellisheiði um eftirmiðdaginn á sunnudaginn. Atvikið átti sér stað efst í Efri-Hveradalsbrekku, en fljúgandi hálka var á veginum, blindhríð og hvassviðri. „Ég var að koma að austan á „Volkswagen" og var á hægri kantinum. Ég sá móta fyrir veg- vísunum í gegnum hríðarkófið og skyndilega birtist bíllinn þarna þversum fyrir framan mig,“ sagði Hermann ennfremur. „Þetta gerð- ist allt mjög skyndilega. Bíll skall á vinstri hliðina hjá mér og um leið heyrði ég barn gráta og ein- hver sagði, að þar sem minn bíll væri enn í gangi skyldi ég halda kyrru fyrir í hlýjunni í bílnum. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar annar bíll skall hægra meg- in á mér og við það mölbrotnuðu rúðurnar i mínum bíl. Móðir mín, sem er 76 ára gömul, var með mér í bílnum, og hún slasaðist nokkuð, rifbeinsbrotnaði og skarst á vör. Bíllinn skemmdist einnig mikið á báðum hliðum og að framan. Þetta leit þvi illa út, enda ríkti þarna algjört öngþveiti og fleiri bílar bættust stöðugt í hópinn. Það var glórulaus bylur og mjög erfitt um vik að greiða úr flækj- unni. Mér var auðvitað mest í mun að koma móður minni undir lækn- ishendur sem fyrst og það vildi okkur til happs, að um hálftima eftir að við lentum f árekstrinum kom rúta með fermingarbörn, sem voru að koma frá Skálholti. Við biðum þarna í rútunni dá- góða stund, en fórum síðan áleiðis til Reykjavíkur áður en lögreglan kom á staðinn. Séra Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfirði, sem var með fermingarbörnunum, hjúkraði móður minni í rútunni þangað til við komum að lögreglu- stöðinni í Árbæ, en þaðan var hún svo flutt á slysadeild. Það er óskemmtileg reynsla að lenda í svona nokkru, en aðstæður voru þannig að engum verður um kennt hvernig fór, Sem betur fer urðu ekki alvarleg slys á mönnum og það er kannski fyrir rnestu," sagði Hermann Pétursson. Guðmundur Hartmannsson, að- stoðarvarðstjóri á Selfossi, var að koma úr Reykjavík skömmu áður en árekstur þessara níu bíla varð. „Ég sá að þarna höfðu um tíu bílar stoppað vegna þess að vörubíll lokaði veginum. Ég sá enga ástæðu til að hanga þarna heldur sneri við og fór Þrengslin, en þar var auður vegur og gott færi. En síðan skilst mér, að í framhaldi af þessu hafi bílarnir komið hver af öðrum að austan og rekist saman. Það var fljúgandi hálka þarna, og þegar þeir komu yfir hæðina var rokið svo mikið á eftir, að þeir hafa ekki ráðið við neitt, enda engin fyrirstaða þegar þeir hemla. Líklega hafa þeir einnig verið á of mikilli ferð miðað við aðstæður," sagði Guðmundur. Lögreglan á Selfossi var kvödd á vettvang og einnig aðstoðuðu hjálparsveitarmenn við að greiða úr öngþveitinu, sem þarna varð. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hafði orðið árekstur tveggja bíla á sama stað á heiðinni fyrr um dag- inn. og forða með því frekara tjóni. Núna fyrst skil ég hvað átt er við þegar verið er að tala um 40 til 50 bíla árekstur á hraðbrautum erlendis. Þarna gat enginn gert neitt. Bílarnir beinlínis fuku niður brekkuna og í kösina.Ég fullyrði að þarna hefði getað orðið tuga bíla árekstur ef þessi maður á Toyotunni hefði ekki komið þarna að og stöðvað umferðina. Ég held líka að ekki hafi munað nema hársbreidd að ekki varð stórslys því skömmu síðar kom rúta að austan, sem tókst að stöðva í tæka tíð, og menn geta séð fyrir sér af- leiðingarnar hefði hún komið eins og skriðdreki inn í bílakösina. En þótt ekki hafi orðið stórslys skulum við ekki láta það blekkja okkur gagnvart þeirri staðreynd, að það er vítavert kæruleysi af þeim, sem eiga að teljast ábyrgir þarna, að láta umferðina ganga fyrir sig eins og ekkert sé við þess- ar aðstæður. Mér skilst að þarna hafi orðið árekstur fyrr um dag- inn. Ég spyr bara, hvað voru menn að hugsa þá, að gera ekki ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir þetta sem þarna gerðist seinna um dag- inn? Ég veit ekki nákvæmlega hvað olli árekstrinum, en ég sá að þarna var stór trukkur þversum ( fremstu röð. En maður hlýtur að spyrja sjálfan sig, hvort það þurfi alltaf stórslys til að menn rumski. Þarna munaði ekki nema nokkrum mínútum að stórslys yrði og jafn- vel dauðaslys. Það er hins vegar umhugsunarefni að viðkomandi yfirvöld virðast ekki hafa séð ástæðu til að grípa til einhverra ráðstafana, til dæmis með því að hafa vakt á báðum endum. Ég sá til dæmist ekki lögreglu þarna í einn og hálfan tíma á meðan við vorum að berjast við þetta. Þarna voru tugir bíla, sem tókst að stoppa, en hefðu án nokkurs vafa lent í kösinni ella, því það gat enginn stoppað sem á annað borð var kominn í brekkuna. Mér finnst að þetta sé svo alvarlegt mál, að full ástæða sé fyrir viðkomandi aðila að vakna og tryggja, að gerð- ar verði viðeigandi ráðstafanir I framtíðinni við aðstæður sem þessar," sagði Jóhann óli Guð- mundsson. Hjá vegaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að vegaeftirlitsmenn hefðu farið upp á heiði um morg- uninn og hugað að aðstæðum, eins og venja væri, en þá hefði ekki verið talin ástæða til að loka veg- inum. Hins vegar hefði síðar um daginn skollið á hríð og hálka myndast og hefðu vegfarendur þá verið aðvaraðir í útvarpinu um varhugaverðar akstursaðstæður á Hellisheiði. Lögreglan á Selfossi staðfesti í samtali við Morgunblaðið að menn hefðu verið varaðir við og bent á að fara heldur Þrengslaveginn þótt heiðin hefði ekki verið talin ófær. „En það gerist bara alltof oft, að bílar eru vanbúnir eða að menn aka of hratt miðað við að- stæður, og þá geta svona atvik komið upp, hvar og hvenær sem er,“ sagði Guðmundur Hart- mannsson, aðstoðarvarðstjóri á Selfossi. síminn er 2 24 80 „Það var glerhálka þarna á heiðinni, blindbylur og stormur og allar aðstæður þannig, að það var guðs mildi að ekki varð stórslys," sagði Jóhann Óli Guðmundsson, sem á síðustu stundu tókst að forðast árekstur með því að aka út í skafl f vegarkantinum. „Eg fylgdist með næsta bíl á undan og sá skyndilega að hann fór að hringsnúast. Fyrstu við- brögðin voru þau að ég bremsa, en sé það síðan að ég muni lenda f þessari kös, en þá voru þar senni- lega komnir fimm eða sex bílar. Ég tók þann kostinn að renna bílnum í snjóskafl og það gerðum við tveir, og vorum við þeir einu sem sluppum við að lenda í þessu af þeim bílum sem komu austan að á þessum mínútum. Við fórum síðan að reyna að aðstoða aðra. En ástandið þarna var f einu orði sagt hrikalegt. Bílarnir komu fljúgandi út úr fokinu, allir bremsandi, gátu ekki við neitt ráð- ið og hringsnerust, eða komu beint inn í bílakösina. Menn fuku þarna eins og fis og vonlaust var að ganga á móti vindinum til að reyna að stöðva bíla sem komu austan að. Öngþveitið var algert. Það sem vildi okkur til happs var að það kom fjórhjóladrifinn Toyota-bíll, sem að vísu lenti í árekstrinum, en honum tókst að losa sig, og ég bað manninn um að snúa við og aka á móti umferðinni að austan. Maðurinn á heiður skil- inn því hann fór á móti umferð- inni með blikkandi Ijós og náði að draga úr henni og stoppa hana af, Popp Rækjan... HÖFÐABAKKA 9 — REYKJAVIK SIMI 685411

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.