Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 17

Morgunblaðið - 19.03.1985, Side 17
MORGUNBLAPIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985 17 Kammermúsikklúbburinn Tónlist Jón Ásgeirsson ÞRIÐJU tónleikar Kammer- músíkklúbbsins á þessu starfs- ári voru haldnir í Bústaða- kirkju en þar kom fram kvart- ett undir forystu Guðnýjar Guðmundsdóttur konsert- meistara. Auk hennar léku Szymon Kuran, Robert Gibb- ons, Carmel Russill og Einar Jóhannesson. Flutt voru verk eftir Sjostakovits, Mozart og Brahms. Fyrsta verið var sjöundi kvartettinn eftir Sjost- akovits. Ekki er þessi kvartett talinn veigamikil tónsmið frá hendi tónskáldsins. Þar er samt að finna eitt og annað sem fær hlustendur til að sperra eyrun. Ekki var undir- ritaður alls kostar sáttur við flutning kvartettsins á þessu verki, þó í heild brygði fyrir skemmtilegum leik. Annað verkið var „Dissonace“-kvart- ettinn" eftir Mozart. Þessi dýrðlegi kvartett hefst á leik með óvissa tónstöðu raddanna, sem þó að lokum mætast í ynd- islegu upphafsstefi. Leikur kvartettsins var mjög góður og án þess að draga skóinn af öðr- um var leikur Guðnýjar sér- lega fallegur. Það eina sem ef Guðný Guömundsdóttir til vill mætti íhuga, er að örlít- ið má bæta þar sem „intón- asjón" er viðkvæm. Slíkt fæst þó ekki nema með löngu sam- starfi er hljóðfæraleikarnir hafa „spilað sig saman'. Þess- arar tilfinningar fyrir jaðar- stöðu tónsins gætti nokkuð á stöku stað í síðasta verkinu, klarinettkvintettinum eftir Brahms, sem þó var glæsilega leikinn. Einar Jóhannesson lék á klarinettið og það verður að segjast eins og er að leikur hans, t.d. í hæga kaflanum, tók til hjartans. í heild voru þetta Einar Jóhannesson góðir tónleikar, bæði hvað snertir leik og verkefnaval. Vonandi verður hér ekki á sá stanz, sem þjakað hefur starf- semi kammermúsíkhópa und- anfarin ár og listamönnum okkar gefist nú kostur á að þroska sig í átökum við bestu verk tónbókmenntanna. Þessir tónleikar og aðrir þar sem landinn hefur fengist við flutn- ing kammertónlistar eru óræk- ur vottur þess að íslenskir tón- listarmenn geta verið sjálfum sér nógir um flutning kamm- ertónlistar. Meinlítil Hljóm (22223 Siguröur Sverrisson Indochine Le peril jaune Stranded/Skífan Franskir poppgagnrýnendur fóru bókstaflega kollhnís af gleði 1983 er Indochine sendi frá sér fyrstu breiðskífuna. Þegar upp var staðið eftir árið reyndist hún besta plata ársins að mati fram- angreindra. Þessa umræddu plötu hefi ég ekki heyrt en ef hún er eitthvað í líkingu við Le peril jaune (Gulu hættuna) undrast ég gleði franskra koll- ega minna. Jú, mikið rétt, Indochine leik- ur á köflum hið áheyrilegasta popp en að hér sé á ferðinni ein- hvers konar byltingarkennd tónlist, sem verðskuldar sér- staka útnefningu á ég bágt mað að skilja. Reyndar þekki ég inn- viði franska poppheimsins ekki nema af afspurn en þeir geta vart verið mjög traustir ef Indo- chine er það besta hjá Frökkum 1983. Indochine er skipuð þeim Dominique Nicolas, sem leikur á gítar og hljómborð, Nicolas Sirchis, sem syngur og leikur á hljómborð, Stéphane Sirchis (þeir eru bræður þessir tveir), sem leikur á hljómborð og Dim- gul hætta itri Bodiansky, sem ieikur á saxófón. óneitanlega fremur sérstök hljóðfæraskipan en svip- ar nokkuð til þess sem tíðkaðist hjá nýrómantísku sveitunum i Bretlandi á árunum 1980—1982, þ.e. hljómborð á hljómborð ofan. Lagasmíðar Indochine eru fremur einfaldar en framsetn- ingin kröftug. Stundum finnst mér tónlistin minna á Grýlurnar okkar sálugu, öðrum stundum á Dúkkulísurnar, sem þó hvoru tveggja eru kvennasveitir. Hér er þó aðeins vitnað til hljóðfæra- leiksins. Um texta Indochine treysti ég mér ekki til að fjöl- yrða, þar sem franska er ekki mín sterka hlið. Það vekur athygli, að lögin á plötunni bera mörg hver nöfn staða frá Indókína. Nægir þar að nefna Le sécheresse du Mecong, Okinawa, Shanghai, Al’Est de Java og Tonkin. Ekki þarf að taka það fram að plötuumslagið sýnir japanska geishu. Af hverju Indókína er Frökkunum þessum svo hugleikin veit ég ekki því ekki verður með góðu móti heyrt að tónlistin beri þessi nein merki. Hér er á ferðinni ágæt- lega framsett popp, ekki neitt byltingarkennt en kannski fram- andi sökum franskrar tungu. Upptökustjórn á plötunni er lé- leg og útsetningar fremur flatn- eskjulegar þannig að efniviður- inn glutrast kannski meira niður en ástæða hefði verið til. Niður- staðan er því plata, sem rétt hangir í meðallagi að mínu viti. R3dzdd 323 Glæsilegur, rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll með framdrifi. Eftirfarandi búnaður fylgir Mazda 323 DeLuxe: Rúllubelti — Stillanleg hæð á f ramsæti með mjóhryggsstillingu — Sportrendur á hliðum — Heilir stuðarar með rauðri innfelldri rönd — Öryggisljós að aftan — Litað gler í rúðum — Niðurfellanlegt aftursætisbak í tvennu lagi — Handgrip í lofti — Tauáklæði á sætum — Quarts klukka — 60A rafgeymir — Sérstök hljóð- einangrun í farþegarými — 3 hraða rúðuþurrkur — Halogen aðalljós — Stokkur á milli framsæta — Blást- ur á hliðarrúður — Spegill í sólskyggni hægra megin — Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf — 3 hraða miðstöð — Útispegill — Baksýnisspegill með næturstillingu — Þurrka og sprauta á afturrúðu — Hituð afturrúða — Opnun á afturhlera og bensínloki innan frá — Ljós í farangursgeymslu (HB) — Barnaöryggis- læsingar — Vindlakveikjari og margt fleira. Verð með öllu þessu aðeins kr. 337.900 til öryrkja ca kr. 237.900. Opið laugardag frá kl. 10—4 e •_______ MEST FYRIR PENINGANA BlLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.