Morgunblaðið - 19.03.1985, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985
Aukin framleiðni
og bætt lífskjör
- eftir Gunnar
G. Schram
Síðustu þrjú árin hefur þjóðar-
framleiðslan farið minnkandi hér
á landi ásamt rýrnun lífskjara.
Það er þessvegna eitt brýnasta
verkefnið í íslensku efnahagslífi í
dag að koma að nýju á hagvexti.
I þeim efnum er unnt að leita
ýmissa leiða, t.d. með stuðningi
við nýjar atvinnugreinar og
áframhaldandi uppbyggingu stór-
iðju.
Sá kostur, sem ef til vill er þó
nærtækastur og gæti fyrst skilað
árangri, er að auka framleiðnina í
starfandi fyrirtækjum og stuðla
þannig að bættri samkeppnisað-
stöðu og arðbærari rekstri fyrir-
tækjanna. Með aukinni framleiðni
er átt við það að við nýtum betur
meginþætti atvinnulífsins en nú
er, fjármagn, vinnuafl, hráefni og
orku. Allir eru þessir þættir til
staðar í atvinnulífi landsins í dag.
Hér er það hinsvegar spurningin
hvort ekki sé unnt að auka arð-
bærni þeirra og nýtingu frá því
sem nú er. Með því yrðu lífskjör
þjóðarinnar bætt og unnið gegn
þeim samdrætti i efnahagslífi
landsins sem átt hefur sér stað
undanfarin ár.
Betri nýting fjár-
magns og tækja
Við íslendingar höfum löngum
verið miklir aflamenn og fremur
hugsað um það að ná sem mestum
verðmætum á land og úr gróðri
jarðar en fullnýta þau hráefni sem
okkur eru tiltæk og gera úr þeim
verðmæta vöru. Afkastamiklar
vélar og tæki hafa verið keypt til
landsins, sem oft á tíðum standa
aðgerðarlaus mikinn hluta sól-
arhringsins, og skipulagi vinnunn-
ar er um margt ábótavant.
Afleiðing alls þessa er sú að við
ísiendingar erum meðal þeirra
þjóða Evrópu þar sem framleiðnin
er einna minnst og aukningin á
því sviði hægust frá ári til árs. Sú
staðreynd stendur i beinu sam-
bandi við það að lífskjör hér eru
mun lakari en ætla mætti, ef litið
er á þjóðartekjurnar í heild. Aðrar
þjóðir gera sér glögga grein fyrir
þvi á hvern hátt unnt er að bæta
lífskjörin með því að nýta betur
alla framleiðsluþættina i þjóðfé-
laginu — án þess að fara þyrfti út
í stofnun nýrra fyrirtækja og at-
vinnugreina.
Er ekki kominn tími til að við
íslendingar áttum okkur betur á
þeim möguleikum sem til staðar
eru á þessu sviði?
Tillaga um öflugt
framleiðniátak
Af þessum ástæðum var nýlega
borin fram á Alþingi tillaga til
þingsályktunar um átak til að
auka framleiðni íslenskra at-
vinnuvega. Flutningsmenn eru
auk undirritaðs þeir Pétur Sig-
urðsson, Guðmundur J. Guð-
mundsson, Karvel Pálmason og
Stefán Guðmundsson. Efni þess-
arar tillögu er það að ríkisstjórnin
leiti eftir samvinnu við heildar-
samtök vinnumarkaðarins um að
hrinda af stað átaki til að auka
framleiðni íslenskra atvinnuvega
með þessi markmið að leiðarljósi:
• Að leggja grundvöll að endur-
nýjuðum hagvexti og þar með
stuðla að jafnvægi í efna-
hagsmálum.
• Að skapa forsendur fyrir þjóð-
arsamstöðu um að auka það
sem til skipta er í þjóðfélaginu
og deila þeim ávinningi af
réttsýni.
• Að efna til þrihliða samvinnu
ríkisvalds, launþega og at-
vinnurekenda um að bæta efna-
hag þjóðarinnar og innleiða ný
vinnubrögð i samskiptum aðila
á vinnumarkaðnum.
• Að kynna þjóðinni grundvallar-
atriði framleiðnihugsunar og
skapa skilning á nauðsyn aðlög-
unar að síbreytilegum sam-
keppnisaðstæðum fyrir íslenskt
atvinnulif.
Gert er ráð fyrir þvi að skipuð
verði sérstök stjórnarnefnd til
þess að stýra framkvæmd þessa
átaks. 1 henni eigi sæti fulltrúar
frá ASÍ, Vinnuveitendasamband-
inu og ríkisvaldinu. Skuli hún
skila tillögum til ríkisstjórnarinn-
ar um nánari tilhögun og fram-
kvæmd málsins, sem leggja á fyrir
Alþingi i haust ásamt
ákvörðun rikisstjórnarinnar um
framkvæmd málsins.
Samvinna aðila vinnu-
markaðarins er forsend-
an
Eins og sjá má er gert ráð fyrir
því að þetta átak til aukinnar
framleiðni verði fyrst og fremst
unnið af fulltrúum Alþýðusam-
bands íslands og Vinnuveitenda-
sambandsins. Það er bæði sjálf-
sagt og eðlilegt.
Sá fjárhagslegi ávinningur sem
af aukinni framleiðni í atvinnulíf-
inu fæst, hlytur fyrst og fremst að
koma aðilum vinnumarkaðarins
til góða. Vænlegasta leiðin til þess
að skapa forsendur fyrir þjóðar-
samstöðu um að auka það sem til
skiptanna verður og deila þeim
ávinningi, er náið samstarf aðila
vinnumarkaðarins. Hjá öðrum
þjóðum hefur slíkt samstarf
þeirra borið góðan ávöxt og hik-
laust má fullyrða að án sliks sam-
starfs er lítil von um árangur.
Hér verður einnig að hafa í
huga að auk hins efnahagslega
ávinnings, sem fengist af aukinni
framleiðni, gæti átak í þessu efni
orðið grundvöllur að bættum sam-
skiptum aðila vinnumarkaðarins
og stjórnvalda. Á þvi sviði hefur
að undanförnu verið lýst eftir
breyttum vinnubrögðum og hér
gætu skapast nýjar aðstæður til
aukinnar samvinnu þessara meg-
inaðila, sem stefnunni hljóta að
ráöa.
í þessu sambandi má minna á
það að fyrr á þessu ári og í febrúar
1984 tóku fulltrúar frá ASÍ og VSÍ
þátt i kynnisferðum Iðntækni-
stofnunar íslands til nokkurra
Asíulanda. Eitt af markmiðum
þeirra ferða var einmitt að kynn-
ast þeim mikla árangri sem þjóðir
þar hafa náð i framleiðniaukningu
og þeim leiðum sem til þess hafa
verið farnar. Sá árangur er ekki
síst því að þakka að verkalýðsfélög
og vinnuveitendur hafa þar i sam-
einingu lagt hönd á plóginn við
aukningu afraksturs atvinnuveg-
anna.
Á fjárlögum þessa árs eru veitt-
ar 5 millj. króna til Iðntækni-
stofnunar íslands með það i huga
að stofnunin gangist fyrir átaki til
Gunnar G. Schram
„Afleiðing alls þessa er
sú aö viö Islendingar er-
um meöal þeirra þjóöa
Evrópu þar sem fram-
leiönin er einna minnst
og aukningin á því sviöi
hægust frá ári til árs. Sú
staöreynd stendur í
beinu sambandi viö þaö
aö lífskjör hér eru mun
lakari en ætla mætti, ef
litiö er á þjóöartekjurn-
ar í heild.“
að auka framleiðni í iðnaði. Er þar
með þegar fengið nokkurt fram-
kvæmdafé til þess að hefja þá
starfsemi, sem gert er ráð fyrir 1
ofangreindri þingsályktunartil-
lögu.
SamanburÖur viö aörar
þjóöir
Þegar rætt er um nauðsyn þess
að auka framleiðni í atvinnulífinu
hér á landi er eðlilegt að menn
spyrji hvar við erum þar á vegi
staddir, miðað við aðrar þjóðir.
Svarið sést best með því að líta á
þær skýringarmyndir sem fylgja
þessari grein. Þar kemur í ljós að
framleiðnin hér á landi er minni
en hjá flestum nálægum iðnaðar-
þjóðum.
Á mynd 1 er sýnt hver fram-
leiðni ellefu þjóða var árið 1976 og
er miðað við að framleiðni á Is-
landi hafi verið 100 það ár. Þar
sést að framleiðni á íslandi var
svipuð og í Bretlandi en fram-
leiðni í þessum löndum er helm-
ingi minni en framleiðni í Banda-
ríkjunum.
En það er ekki nóg með að fram-
leiðni sé lítil hér á landi (fisk-
iðnaðurinn er hér undanskilinn),
heldur hefur framleiðniþróunin
verið hæg á undanförnum árum. Á
mynd 2 er sýnt hver framleiðni-
þróunin var í níu ríkjum auk ís-
lands á árunum 1960—1975. Við
erum þar í hópi þeirra ríkja sem
minnst juku framleiðni sína, en
framleiðniþróunin var langörust í
Japan. Svíþjóð, Danmörk, Ítalía,
V-Þýskaland og Frakkland juku
framleiðni sína mun örar en fs-
land. Hér á landi var þróunin
svipuð og í Bandaríkjunum, Kan-
ada og Bretlandi. Það er eðlilegt
að framleiðni aukist hægar þar
sem hún er mest, svo sem í Banda-
ríkjunum og Krnada, því mun
auðveldar er að auka framleiðnina
á meðan framleiðnistigið er lágt.
Um þá afsökun er þó ekki að ræða
fyrir hægri framleiðniþróun í
Bretlandi og hér á landi.
Ef litið er á framleiðniþróun
vinnuafls í iðnaði hér á landi
1974—1982 kemur í ljós, að aukn-
ingin er um 2% á ári. Er það svip-
að og árleg framleiðniaukning í
Bretlandi. Sambærileg tala er
hinsvegar helmingi hærri, eða 4%,
í Japan, Frakklandi, V-Þýskalandi
og Belgíu. Þetta bendir til þess að
framleiðnistig á íslandi hafi síður
en svo hækkað í samanburði við
aðrar þjóðir frá því sem var á ár-
inu 1976 og kemur fram á mynd 1.
Þessar tölur sýna, svo ekki verð-
ur um villst, að framleiðsluþætt-
irnir hér á landi gefa ekki nærri
eins mikinn arð og í mörgum
nágrannalöndum. Með því að taka
hér upp nýja stefnu, getur miklum
mun meira orðið til skiptanna, án
nýrra fjárfestinga. Það sýnir
reynsla annarra þjóða. En þá þarf
hagsýni, skipulagning og sam-
vinna aðila vinnumarkaðarins að
sitja í fyrirrúmi.
Gunou G. Scbram er einn nf þing-
mönnum SjilfsUeðisflokks fjrir
Reykjaneskjördæmi.
200
180
140
140 ' '
120
100 - •
•0 ' '
40 - -
40 - ■
Mynd 1. Framleiðnistig 12 þjóða ftrið 1976
rrmLwlönlntlq
jm, fíl*y~ V-l»pk»- Frakk- Dim- Svl-
land land land ■öi* þjóó
Mynd 2. Framleiöniþróun 10 þjóða 1960—1975
óáraU-
rUln