Morgunblaðið - 19.03.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 19. MARZ 1985
Leikurinn æsist og
biAskýlið leikur eitt
hlutverkið.
Nemendur Verslunarskólans íeika ævintýrið um Rauðhettu í nútímaiegri umgerð
Reykjavík nú?
„Þetta er hið sígilda minni um
afvegaleiddar sálir, freistingarn-
ar sem verða á vegi manneskjunn-
ar og hvernig hún bregst við
þeim,“ segir Helgi þegar hann
hefur tyllt sér niður hjá blaða-
manni, ásamt Rauöhettu og úlfin-
um, þeim Ólöfu Ýr Wright og
Þorsteini Bachmann.
„Allir þekkja Rauðhettu," segja
þau, „en við höfum gert okkar út-
gáfu af henni í því umhverfi sem
krakkar alast upp við f dag. Ný-
byggingahverfi þar sem hættur
leynast í hverjum grunni, skurði
og „stillasa".
Það má leggja það út af sögunni
að hún fjalli um frelsi, sem byggir
á sjálfsákvörðunarrétti hvers og
eins, þó að úlfurinn sé pönkari,
refurinn pabbadrengur, björninn
slúbbert, veiðimaðurinn venjuleg
reykvísk lögga og búið sé að
byggja í kringum hús ömmunn-
ar.“
— En Rauðhetta, hvernig er
hún ?
„Rauðhetta er stelpa, sem á efn-
aða foreldra og er alltaf að reyna
að vera sjálfstæð, en er það ekki,“
segir Ólöf Ýr. „Hún er lfka alltaf
að leita að ævintýrinu og finnur
það,“ bætir hún við og vfkur nú
sögunni að úlfinum.
Þorsteinn segist hafa reglulega
gaman af því að fá að vera ógn
allra, svona til tilbreytingar. „Olf-
urinn er ruddi, sem allir eru
hræddir við,“ segir hann. Hann er
gaur sem hætti í skóla og snýr
aftur heim i hverfið eftir að hafa
verið á sjónum. Hann vill breyta
sér, en er alltaf úlfur, af þvf að
hann á enga aðra kosti f llfinu.
Úlfurinn getur verið blíður og er
það viö Rauðhettu örstutta stund,
en samt heldur hann sama striki
og verður aldrei annað en ruddi.“
— Talinu víkur aðeins úr stein-
steyptum og mótatimbruðum
frumskógi Rauðhettu og félaga að
hefðbundnum, og óhefðbundnum,
vandamálum skólasýninga. Það
gengu nefnilega engir kennarar út
úr Versló á dögunum svo það hef-
ur verið erfitt að fá tíma til þess
að æfa, segja þau.
„Það hefur þurft að berjast
talsvert fyrir þessu leikriti. Það
er ekki komin nein hefð á leiklist-
ina í skólanum og leikrit hafa
ekki verið sett upp reglulega. En
við ætlum að reyna að koma leik-
listinni inn f lögin og þá ætti
þetta að verða auðveldara," segir
Þorsteinn, en þau Ólöf eru bæði f
stjórn nemendafélagsins.
í þessari sýningu eru leikendur
tólf, leikstjórinn er eins og áður
sagði Helgi Björnsson og hann á
lika heiðurinn af leikmyndinni,
sem er „stór og mikil en full af
einföldum Iausnum“. Lýsinguna
annast Lárus Björnsson og Stefán
Baldursson þýddi verkið.
Rauðhetta tiplar svo með úlfinn
á hælunum innan um mótatimbr-
ið f samkomusal Verslunarskól-
ans næstu vikuna og svona í lokin
má geta þess, að í þessari sýningu
hefur úlfurinn ekki lyst á að
sporðrenna ömmunni, heldur
hendir henni inn í strætóskýli. En
Rauðhettu gleypir hann hins veg-
ar „eins og honum einum er lag-
ið“- H.H„S.
„Af hverju ertu
með svona
stór... ?
u-m m*-*'r**
Morgunblaöið/Árni Sœberg.
Rauðhetta í biðskýlinu og
úlfurinn í svörtu leðri
Rauðhetta litla er á leið til ömmu
sinnar. Hún stendur ein í biðskýlinu
með körfuna sína og skimar ótta-
slegin upp í tréverkið, sem umlýkur
hálfbyggða blokkina á horninu og út
að dimmri tjörninni, sem er ekkert
annað en húsgrunnur, fullur af rign-
ingarvatni. Skyldi úlfurinn leynast
þarna einhvers staðar í næturhúmi
nýbyggingahverfisins?
Eða var þetta ekki annars ein-
hvern veginn svona?
Ef til vill ekki alveg. En f upp-
færslu Listafélags Verslunarskóla
tslands, sem var frumsýnd í
skólanum sl. sunnudagskvöld,
er umgjörð ævintýrisins sígilda
um Rauðhettu, ömmu hennar og
úlfinn ógurlega eitthvað á þessa
vegu.
Ævintýrið, eða réttara sagt
leikrit sovéska skáldsins Evgeny
Szchwartz um Rauðhettu, sem svo
aftur byggir á hinni einu sönnu
Rauðhettu þeirra Grimm-bræðra,
fær n.ú samt að halda sér aö
mestu hjá Verslingum. Hefur
b'.ra verið dulítið staðfært af leik-
stjóranum, Helga Björnssyni,
leikara. Og hvað er t.d. líklegra en
það, að úlfurinn væri veikur fyrir
svörtu leðri, tilheyrði hann kyn-
slóðinni milli tektar og tvftugs f
M orgunbl aftift/Bj arni
Ólöf Ýr Wright (Rauðhetta), Þorsteinn Bachmann (úlfurinn) og Helgi Björnsson (leikstjérinn)
umhverfi sem líkist leikmyndinni sem hefur verið komið upp í Verslunarskólanum.
Amman, sem búið er að byggja í kring um, veiðimað-
urinn ( kunnuglegu gervi og loks snákurinn, kvenvera
sem er ekki af sama sauðahúsi og Rauðhetta og
reyndar ný í ævintýrinu, í kröppum dans.
í
Þrjú hótel í Reykja-
vík aðilar að nor-
rænu gistisamstarfi
Á blaðamannafundi þar sem norræna gistisamstarfíð var kynnL Frá vinstri
eru Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Sögu, Kari Busland frá Nor-
egi, Emil Guðmundsson, hótelstjóri á Hótel Loftleiðum og Einar Olgeirsson,
hótelstjóri á Hótel Esju.
ÞRJÚ hótel í Reykjavík hafa gerst
aðilar að norrænu samstarfi sem
auðveldar hótelpantanir, veitir
ódýrari gistingu og er ætlað að
hvetja fólk til ferðalaga milli landa.
Hótelin eru Hótel Loftleiðir, Hótel
Esja og Hótel Saga. í þessu sam-
starfí er 101 hótel í Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð og Finnlandi.
Á blaðamannafundi, sem hót-
elin þrjú boðuðu til ásamt Flug-
leiðum og tveimur Norðmönnum,
sem starfað hafa að þessum mál-
um um nokkra hríð, kom fram að
afsláttur, sem þessi nýja gisti-
áætlun veitir, er 15%—40% pró-
sent af venjulegu hótelverði.
Innifalið í hverri gistingu er
morgunverður.
í enskumælandi löndum geng-
ur þessi gisti- og ferðamáti undir
nafninu „go as you please" sem
þýðir að gestir geta komið til
gistihússins með litlum fyrir-
vara, gist eina til þrjár nætur á
hverjum stað og haldið síðan
áfram ferðinni til næsta gisti-
staðar og gist þar í þrjár nætur
með þessum afsláttarkjörum.
Hins vegar fæst gistiaðstaða með
þessum kjörum aðeins ef pláss er
á hótelinu. Þó er hægt að panta
pláss með allt að þriggja vikna
fyrirvara og er þá sá sem gistir á
afsláttarkjörunum tryggður
fyrir að fá inni hafi verið pláss
þegar pöntunin var gerð. Að öðr-
um kosti getur korthafi snúið sér
til næsta hótels i nágrenninu.
Hótelskírteinið kostar 40
norskar krónur og gildir í júní,
júh' og ágúst. Á blaðamanna-
Pl
fllr v
sjÆ &
fundinum kom fram að vetrar-
skírteini væri í athugun og yrði
það þá með svipuðu fyrirkomu-
lap.
Á fundinum kom fram að Is-
land nýtur góðs af þessu, sér-
staklega hvað varðar auglýs-
ingastarfsemi. Hótelskírteini eru
seld út um allan heim og þau
samtök er standa að þessu, en
þau nefnast Hains, eru mjög
þekkt. Fyrir íslendinga sem ætla
að ferðast til Norðurlanda er
þetta mjög ákjósanlegt fyrir-
komulag. Sömuleiðis er aðild fs-
lensku hótelanna þriggja erlend-
um ferðamönnum hvati til ls-
landsferðar.
Hótelskírteinin verða seld á
hótelunum þremur hér á landi og
á ferðaskrifstofum. ÖIl verð eru
bundin norskum krónum.
Á komandi sumri er búist við
að margir Bandaríkjamenn not-
færi sér þessa nýju ferðatilhögun
á Norðurlöndum. Þar í landi hafa
norrænu samtökin marga um-
boðsmenn og ferðaskrifstofu,
sem selja gistingu samkvæmt
þessu fyrirkomulagi. Einnig eru
söluaðilar margir í Evrópulönd-
um. Alls eru 110 söluaðilar utan
Norðurlandanna.
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!