Morgunblaðið - 19.03.1985, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1985
Noregur, Nígería, ísland
Meðan Nígeríumenn eiga „vini“ eins og Norðmenn, hafa þeir
enga þörf fyrir óvini til að eyðileggja efnahag landsins“
- eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
Er það rétt að Norðmenn tryggi
kynþáttakúgurum í Suður-Afríku
allt að 35% af olíuþörfum þeirra?
Sé þetta rétt, hafa Norðmenn
gengið á svig við samþykktir alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna,
sem þeir eru sagðir sjálfir hafa
greitt atkvæði með, um bann við
sölu á oliu til kynþáttakúgaranna.
Norska rikisstjórnin segir að
hér sé um einkaaðila að ræða, sem
hún fái ekki ráðið við. En Nígeríu-
menn benda á, að þegar um sé að
ræða auglýsinga- og söluherferð
vegna skreiðar á Nigerfumarkaði,
þá komi ríkið til skjalanna með
stórfelldum styrkjum til einkaað-
ila.
Með öðrum orðum: Þegar um er
að ræða sölu norskra sjávarafurða
á mörkuðum i Afríku, þá er ríkis-
stjórnin tilbúin að styðja einkaað-
ila með ráðum og dáð (og stór-
felldum fjárútlátum). En þegar
kemur að því að standa við sam-
þykktir og stefnu Norðmanna
gagnvart kynþáttakúgurum í
Suður-Afríku, þá telur norska rík-
isstjóroin að hún fái ekkert ráðið
við einkaaðila.
Þetta er kjarni málsins í mjög
harðorðri grein sem birtist í
Sunday Times í Lagos i Nígeríu 11.
nóv. 1984. Um oliusölu Norðmanna
til Suður-Afríku er vitnað í hin
virtu, brezku blöð, Sunday Times
og Financial Times í London.
Tvöfalt siðferði
Greinin hljóðar svo:
„Á undanförnum mánuðum hef-
ur komið i ljós að eiginhagsmunir
hafa valdið þvi að eitt Norður-
landanna hefur orðið viðskila við
hin í afstöðu sinni til þýðingar-
mestu málefna Afríkubúa. Þetta
land er Noregur.
Staðreyndir um hlutverk Norð-
manna við að selja kynþáttakúg-
urum Suður-Afríku olíu og olíu-
vörur eru nú staðfestar, þrátt
fyrir tilraunir norskra stjórnvalda
til að halda þeim leyndum. Þegar
áreiðanleg evrópsk blöð eins og
t.d. Sunday Times og Financial Tim-
es í London, fluttu fyrst fréttirnar
um, að norsk tankskip flyttu olíu
til Suður-Afríku, gaf norska
stjórnin þá skýringu að hér væri
um að ræða einkaaðila, sem
stjórnin hefði ekki vald yfir.
Þessi röksemd stenzt hins vegar
ekki, þegar norska rikisstjórnin
ákvað að hefja baráttu fyrir því að
ná tangarhaldi á hinum gróða-
vænlega skreiðarmarkaði í Níg-
eríu.
Auglýsingaherferð
Norska ríkisstjórnin hefur stað-
ið á bak við meiri háttar auglýsinga-
herferð í blöðum i Nígeriu, til þess
að sýna fram á, að skreið Norð-
manna sé sú bezta fáanlega i
heiminum. Ekkert hefur verið
sparað til stuðnings einkaaðilum
og einstaklingum í Noregi, í til-
AÐEINS FYRIR
SÖLUMENN
Viltu njóta starfsins betur?
Ljúka sölunni á auðveldari hátt?
Svara mótbárum af meira ör
ygg'?
DALE CARNEGIE SÖLU NÁM
SKEIÐIÐ
er einu sinni í viku í 12 vikur á
þriðjudögum frá kl. 15.00 - 18.30
og er eingöngu ætlað starfandi
sölumönnum.
Námskeiðið er metið til háskóla-
náms í Bandaríkjunum.
Námskeiðið getur
hjálpað þér að:
A" Gera söluna auðveldari
if Njóta starfsins betur
Byggja upp eldmóð
if Ná sölutakmarki þínu.
if Svara mótbárum með árangri.
if Öðlast meira öryggi.
if Skipuleggja sjálfan þig og söluna
if Vekja áhuga viðskiptavinarins.
Innritun og upplýsingar í síma:
82411
f > r ik«<l<: y fi ,'r Isl«*»‘CJi
^STJÓRNUNARSKOLINN
1>AI I < AIO.I I.1
i\ ll>l \ Konráð Adolphsson
raunum þeirra til að leggja undir
sig skreiðarmarkaðinn í Nígeríu.
Þetta þýðir, að þegar um er að
ræða sölu á norskum sjávarafurð-
um til Afríku, þá er ríkisstjórnin
norska tilbúin að hlutast til um
málið með einkaaðilum; en þegar
málið snýst um brot á alþjóða-
samþykktum og mannréttindum
Afríkumanna í Suður-Afríku, sem
einkaaðilar í Noregi standa fyrir,
þá er norska ríkisstjórnin allt í
einu áhrifalaus.
Þessi framkoma Norðmanna er
sérstaklega óheppileg vegna þess,
að Norðurlöndin hafa orð á sér
fyrir að styðja Afríkuþjóðir í til-
raunum þeirra til að koma hinum
kúguðu Afríkumönnum í Suður-
Afríku til hjálpar. Reyndar er
Noregur eitt þeirra landa, sem lof-
aði að fylgja ályktun Sameinuðu
þjóðanna um bann við olíusölu til
Suður-Afríku. Athafnir Norð-
manna eru hins vegar fjandskap-
artilefni við Einingarsamtök Afr-
íku yfirleitt og í annan stað skað-
leg hagsmunum Nígeríu. Hér er
því um að ræða af hálfu Norðmanna
bæði tvöfalt siðferði og brot á sam-
skiptareglum í alþjóðamálum.
Undirboð
Til að bíta höfuðið af skömm-
inni hafa Norðmenn hafið undir-
boð gagnvart oiíusöluríkjum van-
þróaða heimsins. Það er aðför að
efnahagslífi Nigeríu og skaðar
Nígeríumenn sérstaklega gagn-
vart lánadrottnum á erlendum
mörkuðum.
Staðreyndin er sú, að Noregur
er einn af helztu keppinautum
Nígeríu á olíumörkuðum heims-
ins, vegna þess að gæði Norður-
sjávaroliu Norðmanna eru svipuð
og „Bonny Light Crude“, sem er
aðaiútflutningsvara Nígeríu-
manna.
Norðmenn hafa hins vegar yfir-
burðastöðu á mörkuðunum af
tveimur ástæðum.
í fyrsta lagi eru markaðir iðn-
ríkjanna nær Noregi en Nígeríu.
I öðru lagi eru Norðmenn mikil
siglingaþjóð og eiga geysistóran
oliuflutningaflota, sem gefur
Norðmönnum yfirburði umfram
Nígeríu.
Akvörðun Norðmanna um að und-
irbjóða olíuverðið, þegar hún bætist
við yfirburði þeirra á öðrum sviðum,
hefur mjög neikvæð áhrif á afkomu
Nígeríumanna.
Þrátt fyrir þetta eru Norðmenn að
ryðjast fram á vörumörkuðum Níg-
eríumanna á sama tíma og þeir
grafa undan efnahagslegum stöðug-
leika og viðskiptajöfnuði Nígeríu-
manna.
AÖ græöa á
kynþáttakúgun
Að undanförnu hefur norski
skipaflotinn aukið stuðning sinn
við olíuaðdrætti Suður-Afríku-
manna, í stað þess að draga úr
honum. Þetta er staðfest af ýms-
um áreiðanlegum heimildum i
Evrópu. Stofnun í Amsterdam
(Shipping Research Bureau) áætl-
aði nýlega, að norsk olíuflutn-
ingaskip flyttu allt að 35% af olíu-
birgðum Suður-Afríkumanna fyrir
þá. Það sem verra er, þessi stofnun
hefur sakað Norðmenn um að hafa
ekki staðið við loforð og yfirlýs-
ingar, sem OPEC-löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafsins, hafa verið
gefin, með því að norsk skip hafa
sótt olíu þangað, en því næst flutt
hana yfir í leiguskip Suður-Afríku
stjórnar á úthöfunum.
Samkvæmt blaðafrásögn frá
08ló hefur háttsettur norskur at-
hafnamaður sagt: „Ef við gerðum
þetta ekki, þá myndu einhverjir aðr-
ir gera það. Við erum ekki að brjóta
néin Wg — þess vegna blómstrar
þessi verzlun."
Jón Baldvin Hannibalsson
„Norðmenn hafa á sér
hið bezta orð á alþjóða-
vettvangi sem málsvar-
ar mannréttinda. Þeir
beita sér á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna
fyrir banni við olíuverzl-
un við kynþáttakúgar-
ana í Suður-Afríku.
Engu að síður eru þeir
nú uppvísir að því, að
sjá kynþáttakúgurum
Suður-Afríku fyrir rúm-
lega þriðjungi af olíu-
þörfum þeirra — og
græða drjúgt á öllu sam-
an.“
Meðan Nígería á „vini“ eins og
Norðmenn, þá hefur hún enga þörf
fyrir óvini til þess að eyðileggja
efnahagslega og pólitíska ímynd
hennar."
Manngæzka og
gróðafíkn
Hvað er um þetta að segja? Eru
Skandinavar að verða sérfræð-
ingar á heimsmælikvarða í „tvö-
földu siðgæði"? Svíar hafa á sér
það orð, að vera friðflytjendur í
válegri veröld. Samt sem áður eru
þeir í þriðja eða fjórða sæti sem
aðsópsmestu vopnasalar veraldar.
Þeir selja grimmt í löndum þriðja
heimsins, þar sem fasistagórillur
og kommúnískir einræðisherrar
nota m.a. sænsk vopn til að murka
lífið úr þegnum sínum eða grann-
þjóðum — eftir atvikum.
Norðmenn hafa á sér hið bezta
orð á alþjóðavettvangi sem mál-
svarar mannréttinda. Þeir beita
sér á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna fyrir banni við olíuverzlun
við kynþáttakúgarana í Suður-
Afríku. Engu að síður eru þeir nú
uppvísir að því, að sjá kynþátta-
kúgurum Suður-Afríku fyrir rúm-
lega þriðjungi af olíuþörfum
þeirra — og græða drjúgt á öllu
saman.
Hvað er að segja um samskipti
okkar við Norðmenn? Við flytjum
inn frá Norðmönnum fyrir ca.
1500 milljónir, en þeir kaupa af
okkur fyrir 130 milljónir. Við-
skiptajöfnuðurinn er óhagstæður
sem svarar meiru en 1:10. Þetta er
dæmigert fyrir viðskipti þróaðs
iðnríkis við vanþróað land.
Viðskiptasiðgæði
Samt er þetta lítilræði hjá hinu:
Norðmenn nota olfuauð sinn til
þess að greiða niður sem svarar
öllum vinnulaunum f norskum
sjávarútvegi. Niðurgreiðslur
norska rfkisins með þessari
norsku aukabúgrein (sjávarútveg-
urinn nemur 5—6% af norskri
þjóðarframleiðslu) nemur hærri
upphæðum en söluandvirði allra
frystihúsa á íslandi og launum
allra sjómanna — nema loðnusjó-
manna. Norskir framleiðendur fá
varning sinn greiddan beint af
ríkinu, og þurfa þvf ekki að hafa
áhyggjur af markaðsmálunum.
Ríkið sér um þau.
Norðmenn hafa undirboðið
okkur á skreiðarmörkuðum f Níg-
eríu. Dæmi eru til um 30% undir-
boð, ársgreiðslufrest án vaxta.
Þeir halda niðri verði á rækju.
Þeir hafa flæmt okkur út af fisk-
markaði f Tékkóslóvakfu og hafa
óbein áhrif til lækkunar á verði f
viðskiptum okkar við Rússa.
Þannig mætti lengi telja. Ailt er
þetta dæmigert fyrir samskipti
iðnaðarstórveldis við vanþróaðar
þjóðir.
En þetta mál er rétt að skoða í
miklu stærra og alþjóðlegu sam-
hengi. Fiskurinn okkar keppir við
aðrar fæðuvörur. Fæðuvörur eru
verulega niðurgreiddar á mörkuð-
um flestra iðnríkja. Um 90% af
fjárlögum Evrópubandalagsins
fer í að greiða niður matvörur,
þess vegna hrannast þar nú upp
mjólkurstöðuvötn, vínstöðuvötn,
kjötfjöll og smjörfjöll. Afgangur-
inn af þessu er síðan seldur fyrir
slikk til þess að halda lifinu f
sveltandi sósíalistum í Austur-
Evrópu.
Að sjálfsögðu valda þessar
niðurgreiðslur lægra verði á fisk-
mörkuðum okkar og þar með
skertum viðskiptakjörum. Iðnað-
arvörurnar eru sfðan seldar á
hærra verði en ella, því einhver
veginn verður að fjármagna
niðurgreiðslurnar.
Ríkar þjóðir og snauðar
Þetta skapar fleirum vanda en
okkur Islendingum. Þróunarlönd-
1AL
ing a
my
tl'» a
i aílord
tfw.
7erK,r«n?ron.lo’:uBgo^
RWOng VAc* 1U m
NORWAY'S
SECRET0IL
SALES
zrzzjæz/S NORWAYA TfíUE
^ÆffílENDOFNIGEfílA?
m naiionali. Öu1 ~ ^ turgp, ,0 uwdtcm tb*! OO Niporia'o aconomic
..flhit o( Alncant m Soulh 9TeC POM*<) 0,1 “S** j---------- ““
Africa rt ancouragað by Iha öoing ihit, Nonuay aaaclly Norway ,
acuont ot thata sama thraaianad Nigana t mio tha commodmai
paop'a
Nornvagian
viab.l.i
waaMrn.jp III oot-non VII »
conyamaru 10 thai H »t nagei,ai.o«. »o-
h«t nourik, wnh mam mta»natH>naic.eo.t
0^7» tha raatont why H « a fact thai Nonuay «
nabon', aOAU ti
ttaMa batanca s
maraly Oamaga Nonryay ,
,hiuomg mduttry yyhrch
own, 7t._nl tha svör'rf'.
L/9-fi-i>Í Svfnri>/»y T/m BS. ////vi/ 'fý